Í tillögum um umbætur á menntakerfinu er sjónum beint að vinnumarkaði

 

Í lok árs 2012 skipaði danska ríkisstjórnin Framleiðninefndina, sem falið var að kanna þróun framleiðni í Danmörku og gera tillögur um hvernig hægt er að efla hana. Í desember 2013 var skýrsla nefndarinnar með tillögum um umbætur á menntakerfinu birt.

 

Mikilvægur þáttur skýrslu Framleiðninefndarinnar er fókusinn á mjög sterka tengingu menntunar og vinnumarkaðar. Í flestum tillögum nefndarinnar er bent á að hvatning bæði menntastofnana og námsmanna ættu að tengjast notagildi menntunarinnar á vinnumarkaði. 

Því er mælt með, að menntastofnunum verði stýrt á grundvelli launa námsmanna að náminu loknu og því beri að haga fjárveitingum til þeirra á þann hátt að þær stuðli að því að boðið verði upp á námsleiðir sem leiða til atvinnutækifæra og hárra launa. 

Námsmenn eiga að fá betri grundvöll til þess að velja nám eftir gæðum menntunarinnar og mikilvægi hennar fyrir atvinnulífið, einkum í tengslum við atvinnuleysi, atvinnusviðs og launa. Þar að auki mælir nefndin því að styrkur til náms tengist vali á námsleið, sem hægt væri að gera til dæmis með því að lækka námsstyrki vegna náms á sviðum þar sem hlutfall atvinnulausra er hátt. 

Lesið alla skýrsluna og meira um Framleiðninefndina á: 
http://produktivitetskommissionen.dk/publikationer