pageNMR

Tækifærin á Norðurlöndunum – Nærri þér

Formennskuáætlun Finna fyrir Norrænu ráðherranefndina árið 2007
Í áætlun Finna er stefnt að því að styrkja þau tækifæri sem bjóðast á Norðurlöndunum til að mæta áskrorunum sem fylgja hnattvæðingunni. Í áætluninni er lögð áhersla á að tryggja það að norræna módelið virki. Um leið er sýnt fram á þörfina á að efla enn frekar samkeppnishæfni landanna og velferðina. Menntun, menning, félags- og heilbrigðisþjónusta og jafnrétti eru dregin fram sem mikilvæg svið um leið og athygli er vakin á nauðsyn þess að Norðurlöndin verði sýnileg í heiminum öllum. Norræna víddin nýtur forgangs og það sama á við um ástandið í Eystrasaltinu.
Lögð er áhersla á mikilvægi fullorðinsfræðslunnar einkum vegna þess að í yngri árgöngum fækkar greinilega. Til þess að mæta þörfum þeirra sem sjaldan sækja sér fræðslu er nauðsynlegt að bjóða upp á sveigjanlegar aðferðir sem taka mið af kringumstæðum fullorðins fólks og veita þeim aðstoð og ráðgjöf. Þar að auki er rík þörf að auknu samstarfi á milli atvinnulífs og menntunar til þess að hægt verði að finna lausnir sem hæfa. Hefðbundin norræn alþýðufræðsla getur boðið upp á áhugaverðar lausnir til þess að auka á þátttöku borgaranna og virkni bæði í samfélaginu og á vinnustöðum.  
Nálgast má alla áætlunina með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan.
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

Samnorræn heimasíða fyrir fræðslu í fangelsum hefur verið opnuð

Í tengslum við fund norræna tengslanetsins um fræðslu í fangelsum þann 30. nóvember í Helsinki var opnuð samnorræn heimasíða á slóðinni www.fengselsundervisning.net. Á nýju heimasíðunni sem tengist heimasíðunni eru að finna upplýsingar um tengslanetið sem hóf störf í janúar 2006. Þar eru lýsingar á verkefnum sem unnið er að í fangelsisfræðslunni, fréttir, upplýsingar, rannsóknir, úttektir auk dæma um  góðan praxís í fangelsisfræðslu.
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
NVL

Dialog: Nám í atvinnulífinu

NVL gaf í nóvember út prentaða útgáfu af tímaritinu Dialog með þemanu nám í atvinnulífinu. Hægt er að nálgast PDF útgáfu af tímaritinu á slóðinni:
www.nordvux.net/page/404/72006larandeiarbetslivet.htm.
Þema Dialog 8 eru lykilfærni og það er á slóðinni:
www.nordvux.net/page/405/82006nyckelkompetenser.htm
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Danmark

Fjármunir úr Hnattvæðingarsjóði renna til starfsfræðslunnar

Starfsfræðslan í Danmörku mun á næstu 3 árum fá þrjá fjórðu hluta úr milljarði danskra króna. Þetta er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar með það að markmiði að 95% af hverjum árgangi ljúki námi sem samsvarar framhaldsskóla. Peningarnir eru teknir úr svokölluðum hnattvæðingarsjóði sem í eru samtals 39 milljarðar danskra króna og sjóðurinn verður starfræktur fram til ársins 2012. Markmiðið að koma Dönum í brodd fylkingar þjóða hvað varðar vöxt, þekkingu- og nýsköpun. Þá á einnig að auka gæði menntunarinnar með fjárfestingum í betri tækjum og mentorskipulagi til þess að fleirum verði gert kleift að ljúka námi. Fyrirtæki eru hvött til þess að laða ungt fólk í námið, meðal annars með því að gera störfin meira aðlaðandi, ef þau vilja eiga kost á hæfum nemun og lærlingum í framtíðinni.
Meira á: www.uvm.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Ímyndin vandamál kvöldskólanna

Eiga kvöldskólarnir við ímyndavandamál að etja? Það er skoðun leiðtoga Fritid & Samfund Steffen Hartje. Hann sýnir fram á að almennt sé talið að kvöldskólarnir séu helst til þess fallnir að mæta félagslegum þörfum velmegandi kvenna. Það er bara þjóðsaga segir Steffen Hartje og vísar til kannana sem sýna að starf kvöldskólanna miðist fyrst og fremst að því bjóða upp á fagleg námstilboð fyrir þá þegna þjóðfélagsins sem minnst mega sín, eins og t.d. fatlaða, atvinnulausa og eldri borgara. Þar að auki sé álit margra að kvöldskólarnir bjóði aðeins upp á frístundanám ekki í neinu samhengi við raunverulegt námframboð skólanna, það nám sé til þess fallið að hækka menntunarstig almennings. Hann leggur áherslu á erfiðleika kvöldskólanna við að ná eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem taka ákvarðanir og hvetur til þess að skólarnir vinni markvisst að því að breyta almenningsálitinu.
Meira á: www.dfs.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Ný þekkingarmiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf

Nú á að leggja áherslu á ráðgjöf sem leið til þess að minnka brottfall úr námi. Eitt af vandamálunum er að unglingarnir vita of lítið um námið sem þeir hafa valið sér. Menntamálaráðuneytið hefur lagt til hliðar 6,5 milljónir DKK til þess að koma á laggirnar nýrri þekkingarmiðstöð sem á að styrkja náms- og starfsráðgjöf í Danmörku. Miðstöðin var opnuð þann 1. nóvember síðastliðinn, stjórnandi miðstöðvarinnar er  Carla Tønder Jessing cand. mag. og fyrrverandi þekkingarráðgjafi fyrir CVUStorkøbenhavn. Starf þekkingarmiðstöðvar fyrir náms- og starfsráðgjöf á að miða að því að náms- og starfsráðgjöf verði fagmannlegri og myndi samfellu, ennfremur á miðstöðin að safna og miðla þekkingu og reynslu af ráðgjöf með rannsóknum, þjálfun og reynslu.
Meira á www.vejledning.net
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning
Finland

Nefndarálit: Taka verður tillit til þarfa sérhópa við fræðslu fullorðinna á grunn- og framhaldsskólastigi

Samkvæmt hugmyndunum á að þróa grunn- og framhaldsskóla fyrir fullorðna með aðstoð nýrrar þróunaráætlunar á árunum 2007-2012 Nefndin sem stendur að hugmyndunum leggur m.a. til að þróa svæðisbundna fullorðinsfræðslu og fjarkennslu og bæta aðgengi hópa með sérþarfi til náms. Þar að auki leggur nefndin til endurskoðun á raunfærnimati og könnun á forsendum náms- og ferðastyrkja fyrir fullorðna sem leggja stund á nám á framhaldsskólastigi. Nefndin hefur lagt fram drög að nefndaráliti fyrir Antti Kalliomäki menntamálaráðherra.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Tilraun með framlag til stofnfjár þakkað að auðveldara er að stofna fyrirtæki

Reynslan af tilrauninni um stofnfé er jákvæð. Einstaklingar sem hafa komið á laggirnar fyrirtækjum fyrir stofnfjárstyrk staðfestir að styrkurinn hafi flýtt fyrir og stundum einnig á sinn þátt í að hægt var að stofna fyrirtækið. Vísandmaðurinn Pekka Stenholm stóð fyrir rannsókninni „Starttirahalla yrittäjyyteen - kokemuksia starttirahakokeilusta“, þar sem könnuð eru áhrif tilraunarinnar með stofnfé. Rannsóknin var framkvæmd af Viðskiptaháskólanum í Turku að beiðni finnska vinnumálaráðuneytisins. Samkvæmt rannsókninni hefur stofnféð haft meiri áhrif fyrir fólk sem var atvinnulaust og stofnaði fyrir tæki en fyrir þá sem voru í starfi þegar þeir stofnuðu fyrirtæki. Meiri hluti stofnandanna sem fékk stofnfé sem styrk var í fullu starfi við fyrirtækið þegar rannsóknin var gerð. Líkurnar á að fyrirtæki sem stofnað var fyrir tilstilli stofnfjárstyrks lifði af voru aðeins betri en fyrirtæki í samanburðarhópnum sem ekki nutu stofnfjárframlags.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Nú verður enn einfaldara að gangast undir frjáls fagpróf i iðngreinum

Framvegis munu fullorðnir sem gangast undir frjáls fagpróf í iðngreinum í Finnlandi njóta betri leiðsagnar. Hin einstaklingsmiðaða ráðgjöf á að stytta tímann bæði við nám og próf. Reglur Fræðsluráðs um einstaklingsmiðuð fagpróf munu taka gildi 1. mars 2007. Umbæturnar eiga að koma í veg fyrir endurtekningu í námi og leiða til þess að meiri fræðsla eigi sér stað utan fræðslustofnananna.
Eitt verkefni um einstaklingsmiðaða fullorðinsfræðslu sem kallað hefur verið AiHe (Aikuiskoulutuksen henkilökohtaistaminen), hefur þróað gæði og útbreiðslu prófanna.  Með því að einstaklingsmiða prófin hefur verið komið á vinnulagi í ætt við tengslanet og á þann hátt verður auðveldara að mæta kröfum atvinnulífsins. Lokanámstefna verkefnisins verður haldin í  Finlandiahúsinu dagana 30.11 – 1.12, og þar verður fjallað um fullorðinsfræðslu, hvað þurfi að þróa frekar og hvaða aðstoð er í boði.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Útlendingar á Íslandi

Útlendingum sem koma til Íslands til að vinna á íslenskum vinnumarkaði til lengri eða skemmri dvalar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem búsettir eru hér á landi var 5.148 í árslok 1996 og 13.378 í árslok 2005. Frá áramótum til loka september sl. bættist hratt í hópinn og nemur fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem búsettir eru hér á landi nú um 18.074. Hann skiptist þannig að um 10.440 eru með ríkisfang innan EES (önnur en Norðurlönd), 1.301 eru frá löndum í Evrópu utan EES, 2.938 frá Asíulöndum, 1.174 frá N- og S-Ameríku, 1.699 frá Norðurlöndum og 339 frá Afríku. Í efstu sætunum á listanum yfir fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi eru Pólverjar flestir en síðan koma Danir þá íbúar frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Island

100 milljónir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Ríkisstjórnin ákvað þann 10. nóvember að leggja fram 100 milljónir króna til íslensku kennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Lagt er til að stofnað verði til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga með verkefnisstjórn sem í sitji fulltrúar menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra. Markmið verkefnisins verði að koma íslenskukennslu fyrir útlendinga í það horf sem vel verði við unað. Á næstu þremur árum verði lögð áhersla á 200 tíma nám sem mætir þörfum byrjenda í íslensku, óháð bakgrunni þeirra. Í framhaldi af því verði stefnt að því að byggja ofan á þetta námsframboð svo öllum þeim sem hér setjast að verði gert kleift að öðlast nokkra færni í íslensku. Menntamálaráðuneyti hafi yfirumsjón með og beri ábyrgð á þeirri íslenskukennslu fyrir útlendinga sem greidd yrði úr ríkissjóði.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Mer om: språk
Norge

Breytingar á fagskólum

Þekkingarráðuneytið vill breyta reglunum um viðurkenningu á fagskólun til þess að gera námið við þá sveigjanlegra og vernda miðlæg hugtök eins og „fagskólamenntun“ og „fagskóli“.  Þekkingarráðuneytið vill skilgreina betur hvað felst í fagskólamenntun og að gera stjórnun og ákvarðanatöku gagnsærri. Þetta eru megintillögur um frumvarp til breytinga á lögunum um fagskóla sem nú eru til umsagnar. Með tillögum um breytingar á lögunum um fagskóla vill ráðuneytið að styrkja stöðu fagskólanna í menntakerfinu. Ráðuneytið leggur til að það verði greinilegra að þetta eru stuttar, starfsmiðaðar námsleiðir á framhaldsskólastigi. Lagt er til að fest verið í lögum að fagskólarnir veiti ákveðna, sjálfstæða færni sem nýtist í atvinnulífinu án þess að þörf sé fyrir frekari menntun.  
(Heimildir www.kd.dep.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Hreyfanleg færni

Leonardó da Vinci-áætlunin er á leiðinni yfir fjallið 
Frá 1. janúar verður hún staðsett í Bergen. Frá því á árinu 1995 hefur farið vel um Leonardó da Vinci í Osló, þar sem áætlunin hefu notið gestrisni Tæknfræðideildarinnar, TI. Nú lýkur II stigi áætlunarinnar og frá og með 1. janúar verður henni komið fyrir við Miðstöð alþjóðavæðingar háskólastigsins, SIU í Bergen. Þar mun hún verða ein af stoðunum undir símenntun. Í tilefni af breytingunum og lokum annars stigs áætlunarinnar stóð TI fyrir lokaráðstefnu í Osló dagana 27. og 28. nóvember. Margir verkefnastjórar Leonardó verkefna færðu starfsfólki TI bestu þakkir fyrir framlag þeirra og óskuðu SIU til hamingju með áskorunina. 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Jólagöf til lýðháskólanna

Ýmislegt á fjárlögum norska ríkisins fyrir árið 2007 vakti blendnar tilfinningar í samfélaginu. Framlög til lýðháskólanna átti að skera niður um 25 milljónir norskra króna. Eftir mikla vinnu og miklar umræður lítur út fyrir að þeir hafi unnið áfangasigur. Fjárlaganefndin hefur lagt til að 20 milljónum verði aftur bætt inn á fjárlögin og stjórnmálamennirnir eru nokkuð sammála um draga tillöguna um niðurskurð tilbaka. Lýðháskólarnir eiga með öðrum orðum von á almenninlegri jólagjöf frá stjórnvöldum þrátt fyrir að þeir geti ekki opnað pakkann fyrr en þann 5. desember þegar lögin verða lögð fyrir á norska Stórþinginu. 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Ný námsskrá fyrir sænskukennslu fyrir útlendinga.

Þann 1. janúar næst komandi mun ný námsskrá fyrir sænskukennslu fyrir útlendinga taka gildi.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Ný menntaáætlun frá ESB

Hin nýja menntaáætlun ESB nær yfir öll skólastig frá leikskóla til háskóla, starfs- og fullorðinsfræðslu. Áætlunin tekur gildi árið 2007 og rennur út í lok árs 2013. Fjárhagsáætlun fyrir hana hljóðar upp á um það bil sjö milljarða Evra.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Stefna evrópska félagsmálasjóðsins

Þá er einnig runnið upp nýtt tímabil fyrir evrópska félagsmálasjóðinn sem líka tekur yfir árin 2007 – 2013. Samkvæmt nýrri stefnu eru megin áherslur á eftirfarandi fjögur atriði:
• Færniþróun fyrir þá sem eru starfandi til þess að minnka líkurnar á þeir missi vinnuna.
• Óhefðbundnar aðgerðir til þess að auðvelda einstaklingum sem ekki eru á vinnumarkaði að fá störf og halda þeim.
• Vinna gegn og koma í veg fyrir mismunun og útilokun frá vinnumarkaði. 
• Frumlegar aðgerðir til þess að fyrirbyggja langtíma veinkdaleyfi og auðvelda þeim sem hafa verið lengi frá störfum vegna veikinda að koma aftur til starfa.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Europa

Menntamálaráðherrar ESB: Betri þekking á kostnaði vegna brottfalls úr námi

Menntamálanefnd Evrópusambandsins kom saman undir stjórn Antti Kalliomäki menntamálaráðherra Finna í Brussel þann 14. nóvember sl. Nefndin samþykkti m.a. niðurstöðurnar um áhrif menntunar og jafnréttis auk ákvarðana um áherslur á aukið evrópskt samstarf um iðmenntun. Þar að auki ræddu ráðherrarnir um endurskoðun á evrópskum háskólum.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Europa

Conference on Lifelong Guidance Policies and Systems: Building the Stepping Stones

Lifelong guidance policies in Europe were reviewed during the Finnish EU Presidency in the second half of 2006 within a European conference 6- 7.11.2006 Jyväskylä, Finland.
The conference in Finland had an agenda which was relevant both within and across education and employment sectors.
Read more through the link below 
E-post: Carola.lindholm(ät)vsy.fi