pageNMR

Nordplus Voksen

er styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar til ferða- og samstarfsverkefna á sviði fullorðinsfræðslu
Frestur til að skila inn umsókna er til 1. mars 2007 og gildir fyrir allar tegundir umsókna. Á árinu 2007 er aðeins einn umsóknafrestur:
Áherslur fyrir árið 2007 eru 4 á eftirfarandi þætti:
• Menntun allt lífið - þá sérstakleg viðurkenning á raunhæfni. Áhersla er lögð á þróun og leiðir til að meta og skrá raunhæfni jafnt í atvinnulífinu sem í almenningsfræðslu.
• Gæðaþróun í menntun t.d. með því að þátttakendur komi að matsferli.
• Áhrif fullorðinsfræðslu t.d. þróun tækja/aðferða til að meta áhrif menntunar/fullorðinsfræðslu.
• Grunnkunnátta fullorðinna, þ.e.a.s. lestrar-, rit-, reikni- og tölvukunnátta, lögð er áhersla á gæði.
Umsóknir sem hafa að geyma a.m.k. eitt af þessum áherslusviðum, auk þess sem þær uppfylla almennar gæðakröfur, njóta forgangs. Á hverju ári er um það bil 8 milljónum danskra króna til úthlutunar. Þátttakendur í hverju verkefni verða að vera frá að minnsta kosti tveimur löndum. Styrkir eru veittir til mismunandi ferða- og samstarfsverkefna. 
Ferðastyrkir eru veittir til kennara á sviði fullorðinsfræðslu, sem og stjórnenda, nemenda og
nemendaskipti í endur- og símenntun
Samstarfsverkefni eru styrkt á eftirfarandi sviðum
• Þemanet
• Þróunarverkefni
• Skráningarverkefni/stöðumat (kortlægningsprojekter).
Frekari upplýsingar eru á (link)
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

Norræn ráðstefna um raunfærni dagana 7. - 8. mars 2007

Net NVL með norrænum sérfræðingum um mat á raunfærni hefur í samstarfi við m.a. háskólann í   Linköpings unnið að samanburði á raufærnimati á Norðurlöndunum fimm. Skýrsla um samanburðinn mun verða lögð fram á ráðstefnu í Kaupmannahöfn dagan 7. og 8. mars 2007. Þar munu einnig verða lagðar fram niðurstöður Javal- verkefnisins (Nordplus- verkefni um mat á raunfærni). Til þess að veita breiðari yfirsýn yfir svið raufærni munu fulltrúar frá OECD einnig taka þátt í ráðstefnunni.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Danmark

Mælt með nýjum leiðum til framhaldsskólamenntunar

Nýlega hafa vinnuhópar sem skipaðir voru af dönsku ríkisstjórninni um þróun framhaldsnáms birt niðurstöður sínar. Í skýrslum hópanna er lagt til að framhaldsnám verði samsett úr einingum sem ýmist er skylda að tala á meðan aðrar eru valfrjálsar og að hægt verði að stefna á mismunandi störf eftir mismunandi leiðum. Mælt er með venjulegum leiðum til áframhaldandi náms eins og BA/BS gráðum á sviði fjármála, stjórnun, afþreyingarhagfræði, viðskiptafræði, stefnumótunar, markhópagreiningu, nýsköpunar- og frumkvöðlafræða auk þróunar á sí- og endurmenntunar á sviði hátækni og tölvufræða.
Lesið meira um tillögur nefndarinnar og skýrsluna (link):
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Mat á vinnumarkaðsmenntun árið 2007

Ráðgert er að á næsta ári verði vinnumarkaðsmenntun í Danmörku metin til þess að unnt sé að leggja mat á hvort og hversu vel svokallað AMU – kerfi mæti þeim markmiðum sem sett voru í lögum um AMU–menntun  og eins hvort framboð AMU–kerfisins á starfsmiðuðum námsleiðum fyrir fullorðna mæti þörfum vinnumarkaðarins um starfsfærni.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Um lestrarfærni á Netinu

Símenntunardeild UNESCO’s er meðal þeirra stofnana sem stendur að baki vefs þar sem hægt er að nálgast fjölda kennslumyndbanda, bóka, greina og bloggsíðna um lestrarfærni.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Finland

Gæðaverðlaun til fullorðinsfræðslu veitt í fyrsta sinn

Fjórir fullorðinsfræðsluaðilar hlut verðlaunin í ár; Borgå medborgarinstitut, Parkanon kansalaisopisto (Medborgarinstitutet i Parkano), Tampereen työväenopisto (Arbetarinstitutet i Tammerfors) och Tornion kansalaisopisto (Medborgarinstitutet i Torneå). Gæðaverðlaunin eru allt að upphæð 30.000 evrur. Fyrir árið 2006 var lögð sérstök áhersla á starf stofnananna við að auka fjölda þátttakenda.
Markmið gæðaverðlaunanna er at styðja við og styrkja starf fullorðinsfræðsluaðila við sífellda þróun á eigin starfsemi og auka gæði hennar. Með gæðaverðlaununum er hlúð að starfsemi stofnananna og áhrifa þeirra fyrir samfélagið.
Frekari upplýsingar veitir: undervisningsråd Juha.Arhinmaki(ät)minedu.fi
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Gæðaverðlaunin 2006 fyrir starfsmenntun

Hlaut starfsmenntastofnunin í Lapplandi, velferðarsviðið, Miðstöð námssamninga í Åbo hlaut heiðursútnefningu.
Menntamálaráðuneytið í Finnlandi hefur veitt gæðaverðlaun á sviði starfsmenntunar árið 2006. Verðlaunin fékk velferðarsvið starfsmenntastofnunarinnar í Lapplandi og sérstök heiðursverðlaun féllu í skaut Miðstöð námssamninga í Åbo sem er hluti af Turun ammatti-stofnuninni. Sérstök áhersla var lögð á stjórnun stofnananna og eflingu færni leiðbeinanda. Verðlaunin sem veitt voru í sjötta sinn afhenti menntamálaráðherra Finnlands Antti Kalliomäki Uleåborg.
Markmið gæðaverðlaunanna er að styðja og styrkja aðila á sviði starfsmenntunar til sífelldrar endurskoðunar og þróunar á gæðum starfseminnar..
Frekari upplýsingar veitir: överinspektör Seija.Rasku(ät)minedu.fi
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Starfsmenntaverðlaunin 2006 afhent

Starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs voru afhent föstudaginn 24. nóvember. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Starfsmenntaverðlaunin. Í ár hlutu öflug fyrirtæki og skólar tilnefningu og var val dómnefndar mjög erfitt.
Vinningshafar voru:
• Í flokki fyrirtækja og félagasamtaka: Alcan fyrir Stóriðjuskólann og uppbyggingu náms við hann
• Í flokki skóla og fræðsluaðila: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fyrir öflugt samstarf á svæðinu við grunnskóla og fyrirtæki, til að kynna og gera veg iðnnáms sem mestan
• Í opnum flokki: Björg Árnadóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur
Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna.

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Norge

Fleiri fullorðnir fá rétt á menntun

Ríkissstjórnin í Noregi vill fella 25 ára aldurstakmarkið um rétt til framhaldsmenntunar og veita fleirum aðgang að áframhaldandi náms
Rísisttjórnin í Noregi vill minnka bili í menntakerfinu og veita öllum sem náð hafa 25 ára aldri rétt til framhaldsnáms. Þessi “fullorðinsréttur” hefur fram til þess einungis átt við um þá sem fæddir eru fyrir árið 1978, þá sem nú eru 28 ára og eldri. Allir yngri en 25 eiga rétt á framhaldsnámi samkvæmt unglingakvótanum en engar reglur gilda um þá sem eru á aldrinum 25 til 28 ára. Norska ríkisstjórnin lagði frumvarpið fram á Stórþinginu sem lið í átaki um að efla símenntun þann 15. desember síðastliðinn. 
Nýju lögin munu hafa áhrif á stöðu 30-40.000 fullorðinna sem ekki hafa lokið framhaldsskóla. Meðal úrræða sem hinir fullorðnu geta nýtt sér er stytting á námi vegna þekkingar og reynslu sem fengin er með þátttöku í atvinnulífinu.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Skara fram úr í færni

Á ráðstefnu Norrænu ráherranefndarinnar í Stjørdal dagana 16. – 17. nóvember voru  Vox-verðlaunin veitt í fjórða skipti  Per Botolf Maurseth, aðstoðarmaður menntamálaráðherra í Noregi afhenti fulltrúum fyrirtækisins  Sør-Norge Aluminium frá Suður- Hordalandi viðurkenningaskjal og grafíkmynd eftir Eva Langaas.  Vox-verðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem leggja áherslu á að nám sé liður í daglegum störfum og nám er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að hvetja til náms á vinnustöðum til þess að efla færni starfsfólks. Meðal þeirra atriða sem mikilvæg eru fyrir veitingu verðlaunanna er áhersla fyrirtækisins á að efla lestrar- og ritunarfærni starfsmannanna. Meira um verðlaunin, afhendinguna og þá sem voru tilnefndir (link):
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Krafa um samstarf við störf fyrir unglinga

Það tekur sífellt lengri tíma fyrir unglinga að komast út í atvinnulífið. Styttri námstími og aukið samstarf á milli samfélagsins og fyrirtækja eru á meðal tillagna sem lagðar hafa verið fram með það að markmiði að auðvelda unglingum að fá vinnu. Lengdur námstími er ein af ástæðunum en í hugleiðingum Lil Ljunggren Lönnberg er bent á fleiri atriði. Athuganir hafa leitt í ljós að það er ekki síður mikilvægt að gæði menntunarinnar séu mikil. Náms- og starfsval unglinga verður auðveldara ef samstarf við atvinnulífið er gott og upplýsingar eru nægilega góðar. Ungt fólk sem lokið hefur einhverju framhaldsnámi eftir stúdentspróf gengur betur að fóta sig á vinnumarkaði. Námstíminn verður því stundum of langur. Hvatinn til þess að fara út á vinnumarkaðinn verður að verða greinilegri bæði fyrir þá sem standa að menntuninni og námsmennina.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Eftir lýðháskólann

Um það bil 25 prósent þeirra sem luku lengra námi við lýðháskóla skólaárið 2002/03 voru einnig við nám í lýðháskóla í apríl  2006. Á þriggja ára tímabili höfðu um það bil 40 prósent nemenda, allra kvenna og karla sem einhvertíma lagt stund á nám við lýðháskóla.
Vinna var á hinn bóginn það sem flestir þeirra sem aðeins höfðu lokið grunnskóla. Helmingur þeirra var við störf í apríl árið 2006.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Tölur um fullorðinsfræðslu og nám í sænsku fyrir innflytjendur

Skólaárið 2004/05 var fjöldi nemenda í formlegri fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna í Svíþjóð  229 299 (2000/01:317 206). Fjöldi nema í kvöldskóla skólaárið 2004/05 var 17 097 (200/01: 43 581).
Þau námskeið sem flestir þátttakendur sóttu skólaárið 2004/05 voru:
• Kynningarnámskeið
• Tölvunámskeið
• Stærðfræði grunnámskeið
• Sænska sem annað tungumál (grunnnámskeið)
Meðalaldur í fullorðinsfræðslu á grunnskólastigi var 35 ár og fyrir nám framhaldsskólanámi 32 ár.
Hlutafall þeirra sem luku námi var 73,8%
Fjöldi nemenda í sænsku fyrir innflytjendur 2004/05 var 48 006 (í samanburði við 37 322 árið 2000/01).
Fjölmennustu hóparnir voru þeir sem á eftirfarandi tungumál sem móðurmál:
Arabíska, taílenska, spænska, bosníska/króatíska/serbneska, enska, kúrdíska og sómalíska.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: språk
Sverige

Ný námskrá í sænsku fyrir innflytjendur er tilbúin

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se