pageNMR

The Nordplus Framework Programme

offers financial support to a variety of educational cooperation between partners in the area of lifelong learning from the eight participating countries in the Baltic and Nordic regions. The total budget for The Nordplus Framework Programme in the first programme year, 2008, is 63,7 MDKK.
The Nordplus Adult Learning Programme stimulates and develops adult learning in all its forms; formal, non-formal as well as informal learning. Prioritised areas and themes for Nordplus Adult in 2008
• Quality development in the area of adult learning in a perspective of lifelong learning
• Recognition and validation of skills and competencies acquired in informal and non-formal learning
• Basic competencies (i.e. reading-, writing-, mathematics- and IT-skills)
• Language learning for immigrants and minority groups
• Results of investments in adult learning
The application deadline is March 14. More information: www.nordplusonline.org
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

Hvernig nota má Web 2.0 í fræðslustarfi

Fjarkennsluhópur (DISTANS) Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna NVL (www.nordvux.net), boðar til áhugaverðrar málstofu þann 4. mars um notkun nýrra (ókeypis) verkfæra á Vefnum við fræðslustarf með fullorðnum – mannauðsþróun.

Á Vefnum má finna fjölda nýrra „verkfæra“ sem geta auðveldað og stutt við samvinnu og nám starfsfólks. Þekktustu dæmin eru vefþjónustur eins og:  Flickr, Wikipedia, del.icio.us, blog, ofl. Slíkar vefþjónustur hafa hlotið yfirskriftina Web 2.0 af því að sumum finnst þær hafa breytt eðli Internetsins.
Á málstofu í Osló og á vefnum 4. mars 2008 munum við skoða ólík verkfæri sem eru aðgengileg á vefnum og velta upp möguleikum til að nota þau við samvinnu og nám m.a. í vinnustaðanámi, samvinnu og þróun innanhúss. Dagskrá málstofunnar finnur þú á þessari síðu og á vefsíðu tengslanetsins: http://distans.wetpaint.com
Kynntu þér meira um Web 2.0 og verkfærin á eftirfarandi vefsíðum.
Stutt skýring á Web 2.0 með myndböndum  (á ensku)
Listi yfir Web 2.0 verkfæri
Um notkun Wiki í fyrirtækinu
Um notkun web 2.0 verkfæra í skólanum

Velkomin á málstofuna í Osló eða til að fylgjast með á vefnum! Skráðu þig hér: á málstofuna í Osló.
Nánari upplýsingar um þátttöku á vefnum birtist síðar.

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Danmark

Þekkingarsetur um raunfærnimat

Þekkingarsetur um raunfærnimat (Nationalt Videncenter for Realkompetencevurderinger – NVR) hefur nýlega hafið starfsemi sína. Ráðningu starfsfólks er lokið og opnunarmálþing fyrir starfsmenn var haldið fimmtudaginn 31. janúar 2008.
Þekkingarsetrið safnar saman, vottar, miðlar og dreifir þekkingu um stefnu og aðferðir við raunfærnimat og beinir sjónarhorni sínu einkum að vottun raunfærnimats á vinnustöðum og í þriðja geiranum. Þekkingarsetrið hefur fengið það mikilvæga verkefni að koma af stað umræðum og setja af stað tengslanet sem þar með er framlag þeirra til uppbyggilegrar samvinnu milli menntunar, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka í vinnunni við vottun raunfærnimats. Þekkingarsetrið hefur nýlega haldið tvö málþing um Raunfærnimat í framkvæmd með þátttöku tæplega 300 manns. Málþingin hafa fært þátttakendum aukna þekkingu og að auki sett af stað rökræður um vinnu við raunfærnimat innan sí- og endurmenntunar.
Kirsten Aagård, sem er framkvæmdastjóri þessa nýja þekkingarseturs, mun taka þátt í Tengslaneti um raunfærnimat á vegum norræns tengslanets um nám fullorðinna, NVL www.nordvux.net
árið 2008.
Efni frá málþingunum liggur inni á www.nvr.nu
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Handbók um raunfærnimat einstaklinga

Enn meiri innblástur um raunfærnimat má nálgast í nýrri útgáfu menntamálaráðuneytisins, þ.e. Handbók um raunfærnimat einstaklinga i AMU kerfinu – raunfærnimat í starfsnámi.
Handbókin gefur yfirlit yfir danskar lagasetningar, sýnir dæmi um vottun raunfærnimats og vísar í aðferðir og verkfæri við raunfærnimat eins og sjá má á vefslóðinni www.minkompetencemappe.dk.
Útgáfuna má hlaða niður af http://pub.uvm.dk/2008/ikviamu/kap02.html#kap02
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Kennaramenntun á háskólastigi fær meðmæli matsnefndar

Umsókn Háskólans í Árósum um 5 ára háskólamenntun fyrir kennara – 3ja ára grunnnám til bachelor gráðu og 2ja ára framhaldsnám til meistaragráðu - hefur fengið jákvæða umfjöllun og meðmæli matsnefndar. Í rökstuðningi sínum bendir matsnefndin á að m.a. færi Árósaháskóli í umsókninni fagleg rök fyrir rannsóknaþörf og samfélagslegri þýðingu kennaramenntunar á háskólastigi sem og faglegum vexti og framförum menntunarinnar. Kennaranám á háskólastigi er nýtt námstilboð í Danmörku en fram að þessu hefur kennaranám verið fjögur ár í kennaraskólum. Mikil umræða hefur farið fram um faglega stöðu kennaramenntunarinnar og orðstír en megintilgangur þessa námstilboðs er að efla kennaramenntun í landinu. Námstilboðið hefur ekki verið samþykkt endanlega en pólitísk umfjöllun um það mun fara fram fljótlega. Menntuninni verður komið fyrir í Kennaraháskóla Danmerkur (Danmarks Pædagogiske Universitetsskole) og Háskólanum í Árósum í samvinnu tveggja deilda, þ.e.  hugvísinda- og náttúruvísindadeildar.
Á þessari slóð má hlaða niður áliti matsnefndarinnar á háskólamenntun kennara við Háskólann í Árósum

Hér er afrit af umsókn Háskólans í Árósum.

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Island

Stefnumótun í menntunarmálum fanga

Menntamálaráðherra og dóms- og kirkjumálar¬áðherra kynntu ríkisstjórn Íslands nýútkomna skýrslu nefndar um stefnumótun í menntunar¬málum fanga í síðustu viku.
Nefndinni var sérstaklega falið að huga að fjarkennslu gegnum netið, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi. Skýrslu nefndarinnar fylgir jafnframt skýrsla um íslenska hluta samnorrænnar rannsóknar á menntun fanga sem fangar í afplánun á Íslandi tóku þátt í í október og nóvember 2006.
Nefndin lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga. Hún leggur til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám. Koma þurfi til móts við þarfir fanga með stutta skólagöngu að baki meðal annars með námskeiðum til að bæta grunnfærni í lestri, stærðfræði og tölvunotkun.
Nefndin leggur til takmarkaða nettengingu í öllum fangelsum og rýmri heimildir í opnum fangelsum.
Bæta þarf aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar í fangelsum og skapa fleiri störf sem geta nýst til starfsþjálfunar. Föngum verði gefinn kostur á starfsþjálfun utan fangelsis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá beri að leita til atvinnufyrirtækja í nánasta umhverfi fangelsa um starfsnám fyrir  fanga sem hafa leyfi til náms utan fangelsis.
Hugað verði að íslenskukennslu fyrir erlenda fanga sem dvelja um langan tíma í íslenskum fangelsum og að möguleikum fanga af erlendum uppruna á að stunda fjarnám við menntastofnanir í heimalöndum sínum.
Strax verður hafist handa við að hrinda tillögum nefndarinnar í framkvæmd og fyrsta verkið verður að fela Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem lagt er til að verði móðurskóli í kennslu fanga, að auglýsa stöðu náms- og starfsráðgjafa sem eingöngu vinni að málefnum fanga.
Sjá á (pdf)
Anna Vilborg Einarsdottir
E-post: anna(ät)frae.is
Finland

Fullorðinsfræðslan vinsæl

Næstum annar hver maður á vinnumarkaði tekur þátt í fullorðinsfræðslu. Árið 2006 sóttu um það bil 1,7 milljón Finna á aldrinum 18 - 64 ára nám á vegum fullorðinsfræðslu.
Helmingur þátttakenda sótti námskeið sem spannaði, að meðaltali, átta daga. Konur tóku oftar þátt í fullorðinsfræðslu en karlmennog þær sóttu lengra nám en þeir. Meðalnámstími kvenna var níu dagar en karlanna sjö.
Árið 2006 voru vinsælustu námskeiðin um fjármál fyrirtækja, lögfræðileg málefni, þjónustusamskipti, öryggismál og ýmiss konar tómstundir. Um þriðji hver þátttakandi á aldringum 18-64 ára sem tók þátt í fullorðinsfræðslu hafði menntun innan ofangreindra sviða.
Lestu meira á  www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2008/2401/resume.html#4
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Spá um færni og menntun í framtíðinni

Fyrsta skýrslan, um þörf menntunar í náinni framtíð, hefur litið dagsins ljós. Vinnuhópur gefur út skýrslu, einu sinni á ári, sem spáir fyrir um það hver þróunin verður hvað varðar þörf fyrir menntun og færni. Einnig kemur fram í skýrslunni hver staðan er hvað varðar námstilboð, árangur og spáð er fyrir um þróunarþörf í náinni framtíð. Í fyrstu skýrslunni er því kerfi sem lagt er til grundvallar skýrslunni lýst.
Lestu meira.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Norge

Hinn ósýnilegi nemandi – fullorðnir í sveigjanlegu námi á framhalds- og háskólastigi

Hinn fullorðni, sveigjanlegi nemandi mætir mörgum ögrunum, - Við verðum að skrapa yfirborðið, segir Wenche Rønning. Hún ritstýrir nýrri bók um aðstæðu og kjör fullorðinna í námi við háskólana og menntastofnanir á háskólastigi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Sjö vísindamenn, frá háskólunum í Tromsø, Þrándheimi, Agder, Álaborg og Uppsölum, hafa tekið þátt í sérstökum færnihópi sem hefur einbeitt sér að aðstæðum fullorðinna nemenda við framhalds- og háskólanám.  Hópurinn var settur á laggirnar af Háskóla Noregs árið 2005 og hefur sérstaklega skoðað það sem nefnt hefur verið hinn, fullorðni, sveigjanlegi nemandi. Í bókinni er bent á að þessi  hópur fer stækkandi á hærri skólastigum  – og þess vegna verða hinar svonefndu æðri menntastofnanir að taka mark á honum.
Þú getur lesið meira hér.

E-post: Ellen.Stavlund(ät)skolekom.dk
Norge

Stærri og færri háskólar í Noregi?

Í næstum tvö ár hefur hinn svo nefndi Stjörnu-nefndin, undir handleiðslu prófessors Steinar Stjernø, skoðað horfur hvað varðar framtíð æðri menntunar í Noregi. Nú er skýrslan komin.
Hópurinn bendir á, að með því að sameina skóla á háskólastigi verði til stærri og öflugri einingar sem eru betur í stakk búnar til þess að mæta þörfum fyrir menntun á háskólastigi og rannsóknir tengdum þeim. En eins og allir vita er ekki auðvelt að flytja háskóla og umræðan fer hátt og víða. Ráðherra rannsókna- og æðri menntunar, Tora Åsland, lægir öldurnar með því að fullvissa hlutaðeigandi um að það sé sama hvaða lausn verði fyrir valinu. Megintilgangur þessara aðgerða er alltaf sá að skapa fjölbreyttan geira fyrir rannsóknir og starfsnám, að styrkja norska rannsóknafærni og að undirstaða þessa er að í norsku samfélagi hafi allir jafnan rétt og tækifæri til æðri menntunar.
Þú getur lesið meira um NOU 2008:3 her.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Málþing um færni til framtíðar

… verður haldið á Piperska Muren í Stokkhólmi þann 28. febrúar 2008. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. NVL – norrænt tengslanet um nám fullorðinna www.nordvux.net býður upp á hádegisverð og kaffi.
Frekari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Raunfærnimatsnefndin hætti 31. december 2007!

Mikilvægt er að benda á það að vinnu við þróun raunfærnimats telst aldrei lokið því þróunarvinnan heldur áfram þar sem röksemdafærsla, jafngildi og gæði raunfærnimats verður alltaf haft að leiðarljósi. Matsbankinn fer aftur til Skólastofnunar svo allt efni sem við kemur Matsbankanum verður aðgengilegt á heimasíðu Skólastofnunar. Ríkisstjórnin mun sennilega, í framhaldinu, taka ákvörðun um hvaða stofnun tekur við umsjón og ábyrgð á vinnu við raunfærnimatið.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Sverige

Menntun nemenda í starfsnámi hefst í Svíþjóð haustið 2008

Starfsnámið felur í sér að um það bil helmingur námsins, 1250 af 2500 framhaldsskólaeiningum, á að fara fram á vinnustað. Í byrjun verða tekin frá 4000 pláss fyrir nema í starfsþjálfun í tilraunafyrirtækjum, á hverju ári. Vinnustaðir, sem taka á móti nemum, fá fjárstyrk frá viðkomandi sveitarfélagi. Ríkið leggur til um 25.000 sænskar krónur fyrir hvert pláss á hverju ári, alls um 515 milljónir sænskra króna, næstu þrjú ár.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Vinnumiðlun: ný stofnun

Þann 1. janúar 2008 var sett á stofn ný stofnun, Vinnumiðlunin. Stofnunin er sett saman af Vinnumarkaðsstjórninni (AMS) og öllum 20 vinnumálanefndum landsins. 
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

”Verklagsreglur innan atvinnu- og þróunarábyrgðarinnar”

Eftirfylgni á tillögum lýðháskólanna haustið 2007 hefur nú verið lögð fram í nýrri skýrslu. Í skýrslunni er mati á skipulagi fyrirtækja lýst, innihaldi þeirra, eftirfylgni og vottun ásamt samstarfi við aðra sem hlut eiga að máli.    
Lesið meira...
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: folkbildning
Europa

Intercultural Dialogue

On 7th January in Ljubljana Vasko Simoniti, Slovenian Culture Minister and Jan Figel, European Commissioner for Culture and Multilinguism launched the European Year of Intercultural Dialogue. The Slovenian presidency announced that this theme would be paid particular attention during its term in office. Commissioner Jan Figel pointed out that we want to go beyond multicultural societies where different cultures simply exist side by side, to surpass mere tolerance and to achieve instead a real intercultural environment. He further pointed out that the year will not only include individual projects, but that he will make intercultural dialogue a priority of all policies within his competence. He particularly stressed the key role of civil society in the endeavours to reach a large number of people with the activities this year. In the long-term perspective, intercultural dialogue is essential for every individual and state, as well as for the European Union as a whole. Commissioner Figel’ further appealed that we set the elimination of divisions between people as our common goal in 2008, and that we not only exist but also live together.
Link to more info.
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se