pageNVL

NVL-ráðstefna um gæði í fullorðinsfræðslu

Hvað einkennir gæði í fullorðinsfræðslu?
Hugmyndin um sí- og endurmenntun leiðir sjónarhornið að fræðslu fullorðinna, hvernig hún er skipulögð og hvaða árangurs er vænst af fræðslunni.  Námstilboð fyrir fullorðna er fjölbreytt, sveigjanlegt og tekur mið af þeirra þörfum. Þess vegna getur verið erfitt að finna sameiginlega þætti  yfir það sem einkennir mikil gæði í fullorðinsfræðslu.
NVL tekst á við þessa áskorun og býður til ráðstefnu í maí.
Lesið meira á slóðinni 
www.nordvux.net/page/652/nordiskkonferens2008.htm
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
NVL

Norræn ráðstefna í Danmörku um skipulag náms

Þann 22. maí 2008 heldur DISTANS, (www.nordvux.net/page/574/distansnatverk.htm) eitt af tengslanetum NVL, ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan beinir sjónum sínum að skipulag náms. Meðlimir DISTANS koma frá hverju Norðurlandanna og eru fulltrúar mismunandi stofnana sem hafa fullorðinsfræðslu sem verkefni. Í þetta skipti er það FLUID, Félag um sveigjanlega menntun í Danmörku sem leiðir vinnuna í kringum ráðstefnuna.
Í aðfararorðum ráðstefnunnar stendur m.a. „Í dag á nám að vera markvisst, nákvæmt, einstaklingsmiðað, sveigjanlegt og standa til boða þegar nemandinn þarfnast þess og þar að auki er gerð krafa um aukinn árangur af því. Hvernig er hægt að koma til móts við þessar fjölþættu og á stundum mótsagnakenndu þarfir? 
Einn möguleikinn er sá, að í stað þess að einblína um of á hefðbundnar kennsluaðferðir, verði námsumhverfið skipulagt þannig að það námsefni sem auðveldar námið verði nemendum aðgengilegt, sem um leið tryggir, að þeir komi inn í námsumhverfi sem einmitt tekur tillit til krafnanna um markviss vinnubrögð, nákvæmni og einstaklingsmiðað nám.
Ráðstefnan höfðar til leiðbeinanda, kennara, stjórnenda menntunar og kennslu, fræðslustjóra o.fl. á öllum norðurlöndunum. Ráðstefnan fer fram á dönsku, sænsku, norsku og ensku. Fræðimenn og fræðsluaðilar frá Norðurlöndunum flytja spennandi erindi og samhliða verður áhugaverðum indlæg beint að skipuleggjenda fræðslu, stjórnenda og kennara/leiðbeinenda.
Lesið meira á þetta á: www.fluid.dk/arrangementer/organisering-af-laering.aspx
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
NVL

Ársskýrsla NVL 2007

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL (www.nordvux.net) sem er norrænn vettvangur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, hefur lokið þriðja starfsári sínu. Í nýlegri ársskýrslu NVL er greint frá árangri af starfi NVL á árinu 2007. Á árinu 2007 var sjónum einkum beint, annars vegar að þekkingaröflun og þróun þekkingar innan hvers tengslanets og hins vegar dreifingu og miðlun upplýsinga gegnum tengslanet NVL.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir starfsemina á Íslandi en á Íslandi hefur tilkoma NVL valdið straumhvörfum í fullorðinsfræðslu því fjöldi þeirra, sem tekið hefur þátt í umræðunni um fullorðinsfræðslu á landinu, hefur vaxið verulega. Umræðuefni, sem ekki hefur þótt ástæða til að ræða fyrr, hafa verið tekin upp. Þar má nefna umræðu um lýðræði og menntun, færni í atvinnulífinu og gæði í fullorðinsfræðslu. NVL hefur þar að auki beint sjónarhorni fullorðinsfræðsluaðila að raunfærnimati, fjarkennslu og kennslu kennaraefna. Fjöldi þátttakenda í málstofum og ráðstefnum á vegum NVL og samstarfsaðila hefur aukist verulega og aldrei verið meiri. Árið 2005 voru þátttakendur 106, árið 2006 voru þeir 223 og 329 þátttakendur sýndu viðburðum á vegum NVL áhuga árið 2007. Þátttakendur komu frá ólíkum stofnunum, stærsti hópurinn kom frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðum og stéttarfélögum. Í næst stærsta hópnum voru fulltrúar frá fræðsluaðilum atvinnulífsins og formlegri fullorðinsfræðslu á Íslandi, þriðji stærsti hópurinn var þátttakendur frá háskólum og opinberum stofnunum.
Skýrslan öll er á  www.nordvux.net/page/16/uppgifterocharbetsomraden.htm
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norden

„Sjálfbært neytendanám“

Norræn málstofa í Kaupmannahöfn 21. apríl 2008
Í dag lifum við í heimi þar sem stjórnmál og efnahagsmál byggja, í stórum dráttum, á hugmyndum  um þróun samræðu og samvinnu milli frjálsra einstaklinga á frjálsum markaði – samblanda af lýðræði og kaptalisma. Rannsóknir sýna, að margir nýta sér þessa möguleika. Þannig vilja margir neytendur taka tillit til umhverfisins og félags- og siðferðilegar þátta þegar þeir eiga í viðskiptum við einhvern, en mörgum finnst líka að þeir hafi ekki nægilega vitneskju um málið til þess að gera það.
Vaxandi þörf er fyrir neytendavitund og –nám sem hjálpar til við að setja okkur í þær aðstæður og það hlutverk að við getum staðið undir þeirri kröfu að vera gagnrýnir, reflekterede neytendur. Á norrænu málþingi í apríl í Kaupmannahöfn gefst tækifæri til þess að ræða hvernig alþýðufræðslan geti tekið þátt í að leysa þetta verkefni.
Markhópar málþingsins eru eftirfarandi:
Fyrirtæki, sem eru vinna að Corporate Social Responsibility og hafa áhuga á nýjum samstarfsaðilum við neytendafræðslu. Fulltrúar frá lýðháskólum, upplýsingaráð, (námssamtök) og félög í alþýðufræðslu á Norðurlöndunum – stjórnendur, ráðgjafar og kennarar. Neytendastofur og starfsgreinasambönd. 
Frekari upplýsingar á  www.nordvux.net/object/17685/
bæredygtigforbrugerlæring.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Danmark

Þróun hugmynda og umræða um endurmenntun þvert á Eyrarsundið

Danir og Svíar eiga, í meira mæli, að starfa saman þvert á landamærin. Það krefst aukins framboðs á endurmenntun, að mati Fullorðinsfræðslumiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn (Voksen Pædagogisk Center i Købehavn). Stofnunin býður þess vegna til samtals- og hugarflugsfundar, sem gæti leitt til verkefnis.
Í boðsbréfinu skrifar Fullorðinsfræðslumiðstöðin (VPC) m.a. „Bætt menntun starfsmanna mun efla vinnumarkaði til frambúðar. Bætt menntun eykur starfsánægju einstaklinganna og eykur möguleikar þeirra á vinnumarkaði landamærasvæðisins. Hér höfum við þá trú að endurmenntun geti valdið straumhvörfum“. Í þessum tilgangi leitar VPC samstarfsaðila og félaga til þessarar hugmyndar að verkefni:
„Við óskum eftir reynslusögum og skoðunum  sem hugsanlega verða lagðar fram í þeim tilgangi að skapa möguleika á áframhaldandi vinnu með þessar spurningar þannig að allir viðkomandi aðilar geti verið sáttir“.
Kaupmannahöfn
Þriðjudagur 8. apríl, kl. 10-12
Ráðhús Kaupmannahafnar, fundarherbergi D, 1. hæð.
Helsingjaborg
Fimmtudagur 10. aprí, kl. 13-15
Þróunardeild, Rönnowsgatan 10, inngangur AA, 6. hæð.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: dialog, utveckling
Danmark

Nýtt sveigjanlegt meistaranám um mat

- á vegum Kennaraháskóla Danmerkur, Árósum (DPU ved Aarhus Universitet)
Það er aukin áhersla á mat og gæðaeftirlit menntunar. Þess vegna skiptir máli að matið fari fram á vegum fagfólks, sem geta sameinað faglega og uppeldisfræðilega þekkingu við kenningar og aðferðir um mat ásamt þekkingu á því hvernig túlka og nota megi niðurstöðurnar.
Markmiðið með hinni nýju menntun er að gefa nemendum innsýn í hina umfangsmiklu rannsóknamiðuðu þekkingu á því hvernig maður skipuleggur, framkvæmir og fylgir eftir mati og veitir þeim færni til þess að vinna sérstaklega með mat og gæðaþróun í allri fæðukeðju fyrir menntakerfið - frá grunnskóla til áframhaldandi menntunar og færniþróunar í breiðum skilningi. 
Lesið meira um þessa menntun á slóðinni www.dpu.dk/evaluering.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

„Tölur sem lýsa 2007“ – útgáfa á vegum menntamálaráðuneytisins

Útgáfan gefur yfirsýn yfir uppbyggingu danska menntakerfisins og lýsir þróun ýmissa meginsviða þess í tölum. Í útgáfunni eru kynntar lykiltölur í töflum og gröfum sem sýna á hvaða leið þróunin er. Útgáfan varpar, fyrst og fremst, ljósi á þróunina í Danmörku með stuðningi samsvarandi talna frá völdum löndum.
Útgáfan er á vefnum http://pub.uvm.dk/2008/taldertaler/
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Gæði í danskri starfsmenntun – á ensku

“The Danish Approach to Quality in Vocational Education and Training” er kynningarhefti á ensku sem segir frá vinnu með gæði í danskri starfsmenntun.
Útgáfan, sem upprunalega var gefin út 2005, hefur verið endurskoðuð að stórum hluta og uppfærð í samræmi við þróun á sviðinu og síðustu breytingar í löggjöfinni. Útgáfan lýsir því hvernig unnið er með gæðaþróun og símat á öllum sviðum danskrar starfsmiðaðrar menntunar ungra og starfsmenntunar.
Útgáfan höfðar sérstaklega til stjórnenda, kennara og annarra í skólum sem vinna með alþjóðleg viðmið og í alþjóðlegu samstarf. Hún hentar sérstaklega vel til notkunar við heimsóknir erlendis frá, en sem kynningarefni í heimsóknum erlendis.
Sjá á slóðinni www.uvm.dk/08/aq.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Sex prósent hverfa frá námi

Í Finnlandi hafa sex prósent nemenda horfið frá námi áður en til lokaprófs kemur. Svo virðist vera sem þessi hópur nemenda hafi heldur ekki haldið áfram í öðru námi sem leiðir til lokaprófs. Karlar hætta oftar í námi en konur. Mestur munur milli kynja er í starfsnámi, þar er brottfall karla meira en 11 prósent en 7,5 prósent kvenna hætta námi.
Í áætlun um menntun og rannsóknir á næstu árum, er stefnt að því að fjöldi þeirra sem ljúka lokaprófi aukist um 10%, þ.e. frá 70% upp í 80% nemenda. Þetta markmið krefst áhrifaríkra aðgerða. Skv. áætluninni verða settar skorður við tilgangslausa og óeðlilega lengd skólagöngu ásamt fjölda menntagráða einstaklinga. Settar eru fram tillögur að aðstoð við nemendur, til að mynda varðandi námsráðgjöf, aðstoð við námið og upplýsingamiðlun í sambandi við menntunina. 
Meira um þetta á www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2008/2003/resume.html og www.stat.fi/til/kkesk/index_sv.html
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Skattfríðindi með menningarmiðanum

Vinnuhópur í menntamálaráðuneytinu leggur til útvíkkun á tekjuskattslögunum á þann veg að lögin feli í sér skattfríðindi vegna þátttöku starfsmanna í menningartengdum atburðum/námskeiðum. Skv. vinnuhópnum á menningarmiðinn að virka eins og Íþróttamiðarnir sem eru til nú þegar. Vinnuhópurinn leggur til að vinnuveitandi, sem stendur fyrir menningarviðburði, eigi rétt á skattaafslætti  upp á 400 evrur, ár hvert. Með menningarmiðanum er  vinnuveitanda gert kleift að styðja starfsmenn til þátttöku á listnámskeiðum og annarri menningarstarfsemi sem um leið stuðlar að velferð og starfsánægju viðkomandi starfsmanns. Stefnt er að því að skattefrjásli menningarmiðinn verði tekinn í notkun í ársbyrjun 2009.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/03/kulttuuriseteli.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Norge

Norska sem lifandi tungumál

Í væntanlegri skýrslu um tungumálið er það verndun tungumálsins en ekki greinarmerkjasetningin, sem á gefa gaum.
Norska tungumálið er undir álagi, ekki síst vegna þróunar í fjölmiðlun. Þess vegna mun menningarmálaráðherra, Trond Giske, leggja fram skýrslu om ástand norskunnar í lok apríl.
Eitt af því sem skýrslan tekur á, er viðhald og verndun fullgilds norsks orðaforða sem tengist atvinnulífi og háskólaumhverfinu, tveimur sviðum sem hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá ensku.  Giske mun ekki leggja til að enska verði þvinguð út úr málumhverfi þessara tveggja sviða en sjá til þess að í norsku tungumáli myndist ekki orðaforðagap. Ráðherrann er líka upptekinn af því að tungumál er mikilvægur samnefnari menningar og það að hafa norsku á valdi sínu, að geta lesið, skrifað og tjáð sig á tungumálinu er ef til vill mikilvægasti grunnurinn að því að geta tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi og um leið að vera fær um að hafa áhrif og vald á stöðu sinni í því. 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Svíþjóð sem þekkingarþjóð

Vöxtur í hnattvæddri veröld dagsins í dag er meira og minna rekinn áfram af þekkingu. Hnattvæðingrráðið býður til tveggja hálfsdagsráðstefna um þemað Svíþjóð sem þekkingarþjóð. Sú fyrri, þann 21. apríl, varpar ljósi á forsendur grunn- og framhaldsskólans, sú seinni, þann 24. apríl, fjallar um áskoranir rannsókna- og framhaldsnáms háskólanna. Þátttakendur eru Alan Krueger, professor Princeton University, Philippe Aghion, Harvard University, og Andreas Schleicher, OECD, ásamt fleiri öðrum á þessu sviði.
Meira um þetta á slóðinni www.regeringen.se/sb/d/9749/a/100982
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Frivux-könnunin verður ekki að veruleika

Meginhugsun Frivux-könnunarinnar, „Frivux – valmöguleiki í fullorðinsfræðslu“ verður ekki að veruleika. Megintilgangur frivux-könnunarinnar, fól í sér frjálsan rétt til að setja af stað fullorðinsfræðslu.
Ástæða þessa er sú að ríkisstjórnin telur að hraði endurbóta í menntamálum næstu árin sé nú þegar orðinn of mikill. Það að setja ný skólalög, nýjan einkunna- og vitnisburðaskala, nýjar kennsluáætlanir, nýja kennaramenntun og samtímis innleiða umfangsmiklar breytingar á menntakerfinu verði nægt verkefni og enn fleiri stór verkefni gæti haft áhrif á gæði þessara umfangsmiklu aðgerða í menntamálum sem nú þegar á sér stað. 
Sjá hér www.regeringen.se/sb/d/9985/a/100373
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Starfsnám í bókbandi, leirsmíði og bólstrun er komið til að vera

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tilraunaverkefni í starfsmenntun fyrir fullorðna í ákveðnum iðngreinum verði haldið áfram. Starfsnámið er fyrir nemendur í bókbandi, leirsmíði og bólstrun og er á fagskólastigi eftir framhaldsskóla. Fjöldi þeirra sem vilja leggja stund á námið hefur aukist frá 25 til 100 og mun þessum skólaplássum verða dreift um allt landið.
Sjá www.regeringen.se/sb/d/9985/a/99739
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Samstarf í fullorðinsfræðslu

Þann 10. – 11. mars átti, fullorðinsfræðsluráðstefnan Samstarf í fullorðinsfræðslu, sér stað í Stokkhólmi. Ráðstefnan, sem er haldin annað hvert ár, laðaði til sín 800 þátttakendur.
Efni frá fyrirlestrum ráðstefnunnar og málstofum er á Rvux/ViS www.rvux.se
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Europa

Women and Employment

The French Economic and Social Council (CES) has published a study on "Les Femmes face au Travail à Temps Partiel." According to the survey results part-time work has risen overall in Europe; this represents 18% of jobs, and particularly involves women. In France one woman in three works part-time; this form of employment has grown constantly since the start of the 1990's. For one of third of women involved part-time work is something they are forced to do and hours are irregular. The report highlights that this form of employment comprises an impediment to equal opportunities and leads to unstable situations for women, a problem for which the "Nordic Models" should serve as an example in many ways. To fight against the disadvantages of part time work the CES advises women to take on several activities in order to foster full time work as well as a greater use of professional training.
www.ces.fr/rapport/doclon/08261005.pdf
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se