pageNVL

Quality in Adult Learning

Exchange of Nordic-European experiences

The Nordic Network for Adult Learning NVL and European Foundation for Quality in eLearning EFQUEL invite to a Nordic-European workshop in Nynäshamn, near Stockholm, 15-16 May 2008.
Registration: kate.sevon(ät)cfl.se
Program: www.nordvux.net/object/18298/qualityinadultlearning.htm

E-post: Kate.Sevon(ät)cfl.se
NVL

Faghópar NVL á Íslandi funda

Meðlimir faghópa NVL á Íslandi hittust á fundi í Skeifunni 8, þriðjudaginn 15. apríl sl. Markmið fundarins var kynning á verkefnum faghópa NVL á Íslandi. Starfsemi faghópanna hefur lagt lóð á vogarskálarnir í mikilvægri umræðu um fullorðinsfræðslu á Íslandi. Á síðunni www.frae.is má lesa meira um fundinn.

Lestrarráðið gaf nýlega út skýrslu um lestrarkennslu á Norðurlöndunum, Alfabetiserings utbildning i Norden. Skýrslan og meira um starfsemi Lestrarráðsins er á slóðinni www.nordvux.net/page/575/alfaradet.htm

Faghópur um kennslufræði vinnur að því að skoða hvernig staðið skuli að því að efla færni kennara til nýsköpunar og breytinga.
Meira hér www.nordvux.net/page/581/vuxenpedagogik.htm

Verkefni ráðgjafarnetsins er að kortleggja hvaða hæfni ráðgjafar í fullorðinsfræðslu þurfi að hafa til þess að sinna fólki í atvinnulífinu.
Meira um ráðgjafarnetið á  www.nordvux.net/page/580/vagledning.htm

Í raunfærnimatsnetinu hefur áherslan falist í að safna góðum dæmum frá Norðurlöndunum og gerð hefur verið samanburðarrannsókn á því hvað verið er að  meta hjá einstaklingum á Norðurlöndunum. Stefnt er að hagnýtu kerfi um raunfærnimat árið 2009. Skýrslan Validering i de nordiska ländarna er nýútkomin en meira um faghópinn er á síðu netsins www.nordvux.net/page/573/validering.htm

Eldri borgarar í atvinnulífinu er faghópur sem vinnur að málefnum eldri borgara. Að þeirra mati er brýnt að auka val eldri borgara á vinnustað því engin þjóð hefur efni á því að þeir fari of snemma út af vinnumarkaðnum. Meira um verkefni faghópsins er á slóðinni  www.nordvux.net/page/570/aldreiarbetslivet.htm

Á vegum faghópsins formlegrar fullorðinsfræðslu verður haldin ráðstefna á Íslandi um gæði í menntun árið 2009. Meira um faghópinn og verkefni hans er á slóðinni www.nordvux.net/page/577/formellvuxenutbildning.htm

Stór ráðstefna verður haldin á vegum gæðanetsins dagana 14. – 15. maí nk. Á ráðstefnunni verður kynnt skýrsla um gæði í fullorðinsfræðslu og eru í henni greiningardæmi frá öllum Norðurlöndunum. Meira um gæðahóp NVL og ráðstefnuna er á slóðinni www.nordvux.net/page/578/kvalitetsnatverk.htm

Næsta málþing fjarkennsluhópsins Distans um Skipulag náms verður í Kaupmannahöfn dagana 22. – 23. maí nk. Meira um fyrri ráðstefnur og fjarkennsluhópinn á www.nordvux.net/page/574/distansnatverk.htm

Ráðstefna á vegum faghópsins Atvinnulíf fyrir alla verður á Íslandi þann 28. maí. Frekari upplýsingar um starfsemi hópsins er á síðunni www.nordvux.net/page/610/
læringpaarbeidsplassenhindringer.htm

Á vegum fangelsisnetsins er verið að vinna stóra rannsókn á menntun fanga á Norðurlöndunum. Meira um starfsemi þess er á slóðinni www.nordvux.net/page/373/page.htm

Í rannsóknanetinu eru Jón Torfi Jónasson og Inga Jóna Jónsdóttir frá HÍ. Allar upplýsingar um starfsemina á www.nordvux.net/page/518/forskningsnatverk.htm

Nýlega var stofnaður bakhópur um starf NVL á Íslandi. Sá hópur hefur það verkefni að vera ráðgefandi við verkefnaval, hugmyndavinnu og miðlun upplýsinga til fulltrúa NVL á Íslandi.
Á vefslóðinni www.nordvux.net er að finna allar upplýsingar um starfsemi NVL á Norðurlöndunum. Fulltrúi NVL á Íslandi er Anna Vilborg Einarsdóttir og er hún með netfangið anna(ät)frae.is

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

Takmörkun á viðbótar dagpeningum

Ríkisstjórnin, Samtök atvinnurekenda DA og sósíaldemókratarnir vilja takmarka möguleikana á viðbótardagpeningum, einkum vegna þess að margir misnota dagpeningakerfið.
Bæði LVU – Landssamtök fullorðinsfræðsluaðila og DFS-Danskt alþýðufræðslusamráð vekja athygli á að breyting á fyrirkomulaginu geti komið niður á alþýðufræðslu. Margir leiðbeinendur alþýðufræðslunnar eiga ekki möguleika á fullu starfi þó að þeir óski þess.
Lesið meira:
LVU Fagbladet (pdf)
DFS Netavisen
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: folkbildning
Danmark

Háskólarnir fá 19,9 milljónir DKK úr sjóði menntamálaráðuneytisins

Menntamálaráðuneytið hefur veitt Samtökum um Lýðháskóla í Danmörku fjárveitingu upp á 19,9 milljónir DKK til verkefnis, þar sem ungu fólki með ófullnægjandi undirbúning er gert kleift að stunda nám í grunndeild iðngreina á meðan á dvöl þeirra í lýðháskóla stendur. Unga fólkið, sem ekki er í framhaldsskóla, kann að hafa not fyrir viðbótarkosti að hinni formlegu menntabraut. Kost, þar sem samvera og handleiðsla er í miðpunkti. Með því að skapa aukið samstarf milli formlega skólakerfisins og lýðháskólanna, aukast möguleikar unga fólksins á því að ljúka formlegri framhaldsskólamenntun. Með þessu fyrirkomulagi vonast Lýðháskólarnir eftir því að geta hjálpað til við að uppfylla markmið ríkisstjórnarinnar um að 95 % hvers árgangs á framhaldskólaaldri ljúki formlegri framhaldsskólamenntun árið 2015, og bæði menntamálaráðherrann og formaður Samtaka um Lýðháskóla í Danmörku vonast til að sérleg færni lýðháskólanna í aðstoð við nemendur í  „námi með virkri þátttöku“ og skuldbindandi félagsskap eigi við í samstarfinu um unga fólkið. 
Lesið meira á www.uvm.dk/08/satspulje.htm?menuid=6410
E-post: Maria.marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Auka þarf virðingu samfélagsins á starfsmenntun

Það var niðurstaðan á ráðstefnu Hæfni í DK um starfsmenntun. Markmiðið með Hæfni í DK er einmitt að hefja starfsmenntun til vegs og virðingar í samfélaginu og styrkja hana um leið. Þátttaka í heimsmeistaramótinu, World Skills, er liður í þessu. Auka á faglegt stolt þeirra sem eru með starfsmenntun, vekja frekari athygli á möguleikum á starfsframa í greininni og beina sjónum enn frekar að sérstökum hæfileikum fólks með starfsmenntun.
Lesið meira á www.uvm.dk/08/dk-skills.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Alþjóðlegir frumkvöðlar – samstarfsverkefni milli menntunar og atvinnulífs

Samtökin um menntun ungra verslunarmanna (FUHU), hefur í ár valið að verðlauna verkefni sem er árangur af samstarfssamningi milli VIA University College og fyrirtækinu VELFAC um 25.000.- DKK.
Verkefnið gengur út á það, að fyrirtækið tekur á móti og þjálfar erlenda nemendur t.d. frá Kína og Póllandi.
Það veitir aðgang að nýjum, skapandi samstarfsmönnum, með menningarlegan bakgrunn í þeim löndum sem fyrirtækið framleiðir eða selur vöru sína. Þessi samningur hefur þá þýðingu fyrir menntastofnunina að hún getur boðið nemendum sínum upp á menntun með möguleika á framtíðarstarfi, á staðnum, innanlands eða erlendis.
Verðlaunin eru veitt, einu sinni á ári, til einstaklings, stofnunar, félags eða fyrirtækis, sem hefur lagt sig fram um að efla alþjóðavæðingu innan menntunarinnar.
Lesið meira:
http://artikler.vitusbering.dk/artikel.asp?artikel_id=859
www.fuhu.dk/article.asp?articleid=91
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Raunfærnimat í endurmenntun og fullorðinsfræðslu – handbók

Lögin um viðurkenningu raunfærnimats á sviði fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntunar tóku gildi 1. ágúst 2007. Lögin gera ráð fyrir að fullorðnir geti farið þess á leit við menntastofnun að fari fram mat á raunfærni þeirra í þeim tilgangi að fá viðurkennt nám í fullorðinsfræðslu og/eða sí- og endurmenntun.
Menntamálaráðuneytið gaf nýlega út handbókina Raunfærnimat í fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntun sem inniheldur fróðleik til menntastofnananna um mat og viðurkenningu á þessu svið menntageirans. Handbókin gefur yfirlit yfir bakgrunn, hugtök, reglur, góðar aðferðir sem og nýbreytni í  aðferðum. Með greiningardæmum eru gefin dæmi um aðferðir við mat á raunfærni innan fleiri sviða menntunar.
Lesið meira á www.uvm.dk/08/rkv.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Lýðræðisfallbyssa

Nefndin um ritun lýðræðisfallbyssu var sett á stofn af ríkisstjórninni þann 31. maí 2007.
Lýðræðisfallbyssan inniheldur skráningu nefndarinnar á helstu viðburðum, heimspekilegum straumum og stjórnmálalegum prófunum sem hafa haft þýðingu fyrir þróun lýðræðis í Danmörku. Nefndin  hefur bent á 35 fallbyssupunkta sem mikilvægar vörður í langri þróunarsögu lýðræðisins. 
Lýðræðisfallbyssan er hugsuð sem hvatning til umræðu um skilning á grunninum að nútíma lýðræði í Danmörku.
Lesið meira á http://pub.uvm.dk/2008/demokratikanon/
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Vinnuhópur á að fara yfir fjárhagsaðstæður námmanna með fjölskyldur

Stefan Wallin, ráðherra menningar- og íþróttamála sem einnig ber ábyrgð á kerfi námstyrkja- og námslána, hefur skipað vinnuhóp til þess að fara yfir hvernig hægt er að nýta kerfið til þess bæta efnahag þeirra sem eru í námi og eiga fyrir  fjölskyldu að sjá. Hægt væri að bæta kjör námsmanna með fjölskyldur með því að hækka námsstyrki og námslán til þeirra námsmanna sem hafa börn á framfærslu sinni og hækka tekjumörk þeirra  í hlutfalli við fjölda barna og framfærsluaðila. Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili inn tillögum sínum til Wallin í apríl 2009.
Meira...
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Finland

Sarkomaa: Sveitarfélögin vinni saman að auknum gæðum menntunar

Sari Sarkomaa, menntamálaráðherra Finnlands hvetur sveitarstjórnir í Finnlandi til samstarfs um að bæta gæði menntunar og tryggja þjónustuna.
- Ekki var beinlínis fjallað um þjónustu menntageirans í bæja- og borgaskipulagi þar sem yfirvöld leggja fram tillögur að úrbótum á þverfaglegu samstarfi sveitarfélaga.
Tungumálakennslan er gott dæmi um þjónustu sem sveitarfélögin veita og þau gætu bætt þjónustuna með því að auka samstaf þvert á landamörk sín, sagði Sarkomaa. Á þann hátt væri meira að segja hægt að tryggja að boðið væri upp á fjölbreytt úrval tungumála.
Meira...
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Island

Styrkir úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins

Starfsmenntaráð auglýsti í febrúar sl. eftir umsóknum um styrki til starfsmenntunar í atvinnulífinu. Félagsmálaráðherra úthlutaði sl. föstudag, rúmlega 46 milljónum króna til 19 aðila vegna 32 verkefna, vegna ársins 2008.
Tvö verkefni fengu sérstaka athygli og voru sérstaklega kynnt við úthlutina. Annað verkefnið var Staða og menntun starfsmenntakennara á Íslandi. Verkefnið er rannsóknarverkefni og unnið í samstarfi við SRR-Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf, Kennaraháskóla Íslands og Kennarasamband Íslands. Umsækjandi er Hróbjartur Árnason, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Tilgangur verkefnisins er að afla haldgóðra upplýsinga um stöðu starfsmenntakennara á Íslandi með tilliti til menntunar, símenntunar og framtíðarsýnar. Þess má geta að Hróbjartur Árnason stýrir fjarkennsluhópi NVL. 
Hitt var verkefni Íslandspósts hf. Ekru-starfsþróun sem er áhugavert sýnishorn þeirra verkefna sem borist hafa Starfsmenntaráði þetta árið. Markmiðið er að hanna námskeið fyrir starfandi bréfbera hjá Íslandspósti hf. Áhersla verður lögð á sjálfseflingu starfsmanna, líkamsbeitingu og þá þætti sem eru til þess fallnir að auka trú starfsmanna á eigin getu og færni og með því að styrkja stöðu þeirra sem einstaklinga og starfsmanna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mími-símenntun og Póstmannafélag Íslands.
Fjölmargar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar fengu styrk og þess má geta að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sú stofnun sem hýsir NVL á Íslandi, fékk styrk til að rannsaka  Árangur lestrar- og skriftarnámskeiða fyrir fullorðna.
Upplýsingar um úthlutun styrkjanna er á www.starfsmenntarad.is
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

Nýr formaður Leiknar, samtaka um fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi

Leikn er sameiginlegur vettvangur aðila í fullorðinsfræðslu á Íslandi og málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum. Tilgangur samtakanna er að efla fræðslu fullorðinna á Íslandi. Aðalfundur Leiknar, var haldinn þann 22. apríl sl. Samtökin hafa starfað í þrjú ár og hefur Smári Haraldsson Fræðslumiðstöð Vestfjarða gegnt starfi formanns frá upphafi. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðjónína Sæmundsdóttir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, kosinn formaður. Nýr inn í stjórn kom einnig Emil Björnsson Þekkingarneti Austurlands. Mikill áhugi er á að efla og styrkja samtökin enn frekar og fjölga aðilum. Samtökin vilja efla tengslin við ráðuneytið, verða ráðgefandi varðandi fullorðinsfræðslu og taka þátt í stefnumótun í málefnum fullorðinsfræðslunnar.
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Notendavæn bókmenntamiðlun á vefnum

ABM-þróun (Skjala- og bókasöfn og fjölmiðlun) óskar eftir að stofna vefmiðil sem horfir til framtíðar og miðlar bókmenntum á almenningssöfnum landsins.

Á vefslóðinni www.litteratursiden.no á almennur neytandi að fá auðvelt aðgengi að bókmenntasöfnum bókasafnanna á sínum forsendum. Þessi tilhögun á að veita áhugasömum lesendum bókmennta aukinn innblástur og örva löngun til lestrar um leið og sköpuð er ný og óhefðbundin upplifun af bókmenntum. Öllum bókasöfnum landsins er boðið að taka þátt í verkefninu og vera með í að prófa nýja aðferð við miðlun bókmennta.
Þú getur lesið meira hér.

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: bibliotek
Norge

Noreg vantar starfsfólk

Ríkisstjórnin óskar eftir að auðvelda erlendu vinnuafli innflutning í landið. Það er framlag þeirra til aukins vaxtar í landinu.

Ráðherra atvinnu- og innflytjendamála, Bjarne Håkon Hanssen, kynnti nýlega fyrir meðlimum stórþingsins  reglur um erlent vinnuafl. Um 77.000 útlendingar hafa atvinnuleyfi í Noregi, af þeim eru aðeins 10 % borgarar utan Evrópusambandsins. 
En við þurfum fleiri – Ríkisstjórnin leggur fram tillögur um einföldun á reglum um innflytjendur í þeim tilgangi að bæta við og endurnýja vinnuafl, frá löndum bæði utan og innan Evrópusambandsins.  Starfsfólkið á að fá tækifæri til að hefja störf áður en atvinnuleyfi er fengið. Á sama tíma er vinnuveitendum fengin aukin ábyrgð í hendur við endurnýjun starfsfólks á vinnumarkaði.  
En ríkisstjórnin tekur líka á sig ábyrgð og leggur til frekari aðgerðir með fleiri samræmdum upplýsingum ásamt einfaldari og skjótari málsmeðferð við endurnýjun erlenda vinnuaflsins. Þar að auki eiga innflytjendurnir og fjölskyldur þeirra, sem setjast að í Noregi, að fá kynningu á réttindum þeirra og skyldum, möguleikum til þess að læra norsku og þekkingu á norsku samfélagi.

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Sókndjarft frumvarp

Með frumvarpi til laga um mismunun/heft aðgengi hreyfihamlaðra: Verjum réttinn - aðgengi fyrir alla, verður Noregur í fararbroddi á Norðurlöndunum á þessu sviði.
Ríkisstjórnin hefur stutt tillögur að nýju frumvarpi um  mismunun/heft aðgengi hreyfihamlaðra sem bannar mismunun á fólki með hreyfihömlun. Lögin eiga að gilda á öllum sviðum samfélagsins og stofnuð verður nefnd til að annast aðgengismál. Frumvarpið felur í sér skyldu til skipulags í þágu almennings (allsherjar mótun) á allri starfsemi sem er í þágu almennings til að mynda áhorfendasvæði og tilheyrandi útisvæði. 
Allsherjar mótun felur í sér jöfn tækifæri að aðgengi, þannig að aðgerðin henti sem flestum.
E-post: Ellen.stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Ný starfsmenntakennaramenntun

Færri og færri starfsmenntakennarar útskrifast og hlutdeild kennara, sem ekki er með sérmenntun í viðkomandi starfsgrein, stækkar. Ríkisstjórnin hefur, af þeim sökum, fengið nefnd um kennaramenntun það viðbótarverkefni að yfirfara menntun starfsmenntakennara. Auk þessa á ný nefnd að standa fyrir greiningu á tilheyrandi hæfnikröfum fyrir starfsmenntakennara.
www.regeringen.se/sb/d/10007/a/103574
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Ný markmið og próf innan sfi

Skólastofnun á að leggja fram markmið og próf fyrir hverja námsleið í sænskunámi fyrir innflytjendur (sfi). Verkefnið snýst um að yfirfara og setja upp sérsniðin yfirmarkmið fyrir sfi, ásamt markmiðum fyrir námskeiðin A, B, C og D við undirbúning námskeiðsáætlunar fyrir sænskunám innflytjenda.
www.skolverket.se/sb/d/389/a/11617
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: språk, invandrare
Sverige

Ný námskeiðsáætlun fyrir fullorðna með sérþarfir

Skólastofnun hefur tekið fram nýjar námskeiðsáætlanir fyrir fullorðna með sérþarfir og eiga þær að taka gildi frá 1. júli 2008.
www.skolverket.se/sb/d/390/a/10938
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

SAFIR námskeið á vefnum

SAFIR er sænskunámskeið fyrir útlendinga og fer fram á vefnum. Námskeiðið er þróað til þes að gefa fullorðnum innflytjendum góða þekkingu í sænsku með aðstoð upplýsingatækni. Til þess að vera virkur þátttakandi í sænsku þjóðfélagi í dag þarf maður að hafa góða þekkingu á tölvur. Fram að þessu hefur tungumálakennsla og tölvukennsla verið í  aðskildum námskeiðum, en í SAFIR er kennsla í upplýsingatækni samþætt  tungumálakennslu.
http://safir.cfl.se/safir/index.htm
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Netvux – Fullorðinsfræðsluvefur

Netvux er tengslanet fyrir fullorðinsfræðsluaðila og leitarþjónusta þar sem allir aðilar sem bjóða upp á nám fyrir fullorðna -  bæði sveitarfélög og einkaaðilar – setja inn námstilboð sín á einn stað. Fullorðinsfræðsluvefurinn - Netvux mun setja upp sameiginlegar gæðakröfur fyrir námskeiðsupplýsingar.
www.cfl.se/netvux
www.netvux.se
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Europa

Launch of ‘Ljubljana Process’ to revive the European Research Area

Slovenian Minister for Higher Education, Science and Technology, Mojca Kucler Dolinar, chaired the Informal Meeting of the Competitiveness Council, bringing together the EU Ministers competent for Research. The Slovenian minister commented that Europe had as yet not fully exploited its research potential – its human resources, institutions and, in particular, the operational synergy between them.

On 15 April, the 27 European Ministers for Research and the Commission launched a partnership known as the "Ljubljana process". They hope to improve exploitation of research potential in Europe and set up a European Research Area (ERA). The European Research Area (ERA) can be created only in partnership between the Member States and the European Commission. The Slovenian Presidency, therefore, invited the EU Ministers to build partnership and show commitment to developing the ERA. The Ljubljana process should help to increase the competitiveness of European industries, a fundamental pillar of the Lisbon agenda. Ministers also stated that the dynamism and flexibility of small and medium enterprises were essential to the improvement of economic growth and competitiveness and called for greater European action in terms of company creation.
Read more.

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Mer om: forskning