pageNVL

Alþýðufræðslan á loftslagsráðstefnu

NVL ber ábyrgð á málstofum á norrænu loftslagsráðstefnunni í Óðinsvéum í september.
Málstofan á að birta áherslur og átaksverkefni alþýðufræðslunnar í þeim verkefnum sem hafa hugmyndafræði sjálfbærar þróunar sem markmið. NVL mun í samvinnu við Hugmyndabankannn, safna saman og ritstýra góðum dæmum frá öllum Norðurlöndunum. Sum verkefnin verða notuð sem góð tilvik á meðan á ráðstefnunni stendur en markmiðið er að kynna öll verkefnin, í bæklingi, hugsanlega á geisladiski. Þú getur lesið meira um ráðstefnuna hér: www.nordvux.net/page/36/hallbarutveckling.htm
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
NVL

Námskeið - Hagnýtar lýðræðislegar samræður

Hvernig getum við lifað við lýðræðislegar klípur í ófullkomnum heimi og hagað okkur í lýðræði sem er breytingum undirorpið. Þetta eru þemu norræns námskeiðs sem haldið verður 2. – 4. október.
Námskeiðið hentar einkum þeim sem hafa not fyrir hagnýt verkfæri og innblástur til að skilja og takast á við klípur í kringum lýðræði. Verkefnið skiptist í fræðilegan hluta, æfingar, þjálfun, samtöl og umræður.
Á námskeiðinu munt þú:
• fá kynningu á hagnýtum vinnuaðferðum sem stuðla að lýðræðislegri samveru, hugsun og verknaði
• æfa og vinna með klípufræðslu sem aðferð og ferli
• þróa hagnýtar hugmyndir sem þú getur tekið með heim og notað við dagleg störf
• fá fyrirlestur um nútíma lýðræðislegar klípur t.d. völd – vanmátt, valdsmannslegur – einráður, ástríða - aðgerðaleysi, áhrifavaldar – að gera einhvern ósjálfráða
• nálgast sálfræðilegan skilning á ólýðræðislegum viðbrögðum mannfólksins t.d. "annaðhvort/eða hugsun", ótta, árásargirni, aðgerðarleysi
• vinna með eigin reynslu og greiningardæmi.
Öll dagskráin, skráning o.fl. www.nordvux.net/object/18534/
kursusomdemokratiogmedborgerskab.htm
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: dialog, demokrati
NVL

Nýbreytni í kennsluaðferðum

– námskeið fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu, -skipuleggjendur, námskeiðsmiðlara og -hönnuði Kennslufræðihópur NVL skipuleggur í samvinnu við Teamacademy í Finnlandi, Tietgen - færnimiðstöð í Danmörku, Performer House í Danmörku og Växsjö háskólann, námskeið í tveimur lotum haustið 2008.

Lota 1. 16. – 19. september. Kennarinn sem þjálfari í verkefnaskipulagðri stofnun
Þú munt í tilraunakenndu, verkefnadrifnu kennsluumhverfi m.a. 
• fá þekkingu, frá fyrstu hendi, um það hvernig þú getur nýtt þér námsumhverfi utan kennslustofunnar til þess að stuðla að því að nám og þekkingarmiðlun fari fram
• fá hugmyndir að því hvernig þú getur skapað áhugavekjandi námsmenningu sem er afar frábrugðin hefðbundinni skólamenningu
• fá fræðilegan grunn og hagnýta reynslu í því hvernig hægt er að nýta samtal og námshópa sem meginverkfæri í fullorðinsfræðslu 
• upplifa hvernig bæði námsþarfir þátttakenda og kennslufræði geta saman stuðlað að námi og færni til aðgerða

Lota 2. 21. – 24. október. „Leiðbeinandinn á sviðinu“ – frá æfingu til framsetningar með vinnu með fagurfræðilegar, aðferðir og æfingar leikhússins
Í lotunni munt þú þjálfast í og fá æfingu í mismunandi vinnuaðferðum m.a. .
• Mindfullness – aðferð til þess að auka einbeitingu, nærveru og áhrifaríkt nám
• Listform og vinnuaðferðir leikhússins sem þróa og styrkja leiðbeinanda hlutverkið og námsferlið
• Lifemap – lífssögur með þann tilgang að víkka út og dýpka skilning
• U-modellen – að nota minningar og skynfærin í námsferlinu (Otto Scharmer, Boston Business School) í átt að auknu námi

Þú öðlast dýpri þekkingu á fræðunum og ræðir við aðra um það hvernig þú getur nýtt aðferðirnar í starfi og um leið og þú stofnar til nýrra norrænna tengslaneta.

Dagskrá verður fljótlega inni á dagatali NVL á http://www.nordvux.net/page/13/kalender.htm

Frekari upplýsingar fást hjá:
Lisbeth Junker Mathiassen ljma(ät)tietgen.dk tlf +45 20289675
Maria Marquard, NVL, maria.marquard(ät)skolekom.dk +45 61339836

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Norden

Mynda bandalag til aðstoðar þeim sem eru utangarðs í atvinnulífinu

Velferðar- og atvinnumálastofnanir Norðurlandanna hafa valið ólíkar lausnir til þess að mæta kröfum um árangur og samlegð. Sú áskorun, sem er sameiginleg öllum löndunum, er stækkandi hópur veikra einstaklinga og langtíma atvinnulausra sem hafa lent utangarðs í atvinnulífinu.

 Á málþingi í Stokkhólmi þann 26. maí 2008 lýsti Cristina Husmark Pehrsson, félagsmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, eftir því að öll Norðurlöndin mynduðu bandalag til að hjálpa fólki til þess að verða aftur virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Cristina Husmark Pehrsson óskar eftir samstarfi yfirvalda, stjórnmálamanna og stofnana til aðstoðar þeim sem höfðu lent utangarðs í samfélaginu.
Frétt af vef NRN www.norden.org/webb/news/news.asp?id=7897&lang=1

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Danmark

Ný landsmiðstöð fyrir færniþróun

Þann 15. maí 2008 verður dönsk þekking á færniþróun í fullorðinsfræðslu og sí-og endurmenntun (VEU) saman komin á einn stað.
Landsmiðstöðin hefur fengið það hlutverk að vera miðstöð rannsókna og þarfagreininga og staðurinn þangað sem stjórnmálamenn, ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og þátttakendur í fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntun snúa sér til þess að afla sér þekkingar og að fá innsýn í umhverfi fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun. Stofnsetning og rekstur á Landsmiðstöð færniþróunar, tímabilið 2008-2010, hefur verið í útboði hjá Evrópusambandinu sem lauk í apríl 2008. Efstir í útboðinu var viðskiptafélag undir stjórn Kennaraháskóla Danmerkur (DPU). Eitt af mikilvægustu verkefnum landsmiðstöðvarinnar verður mat á öllum 22 fullorðinsfræðslufaghópum sem Menntamálaráðuneytið hefur sett á laggirnar.
Starfsmenn miðstöðvarinnar eru rannsakendur og sérfræðingar með sérþekkingu í árangursrannsóknum, þróun þekkingar, þekkingaröflunar og –miðlunar á sviði fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntunar. Að miðstöðinni standa Kennaraháskóli Danmerkur, Háskólinn í Árósum (DPU), Hagnýtar rannsóknir sveitarfélaga (AKF), Þekkingarsetur náms- og starfsráðgjafar (VUE), Landsmiðstöð þekkingar í raunfærnimati (NVR) ásamt Miðstöð rannsókna í atvinnumálum (Háskólinn í Álaborg) sem meðþátttakandi. Kennaraháskóli Danmerkur leiðir verkefnið og sér um daglega framkvæmdastjórn landsmiðstöðvarinnar sem verður staðsett hjá Kennaraháskóla Danmerkur á Tuborgvej í Kaupmannahöfn.
Lesið meira á  www.dpu.dk/site.aspx?p=6641&newsid1=712
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Matsskýrsla um verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“

Vinnumarkaðsmenntunin (AMU) var árið 2001 flutt frá þáverandi Vinnumálaráðuneyti til Menntamálaráðuneytisins. Árið 2003 voru lögin um nýju vinnumarkaðsmenntunina samþykkt með virkni frá l. janúar 2004. Markmiðið með lögunum var að beina sjónarhorninu enn frekar að færni á vinnumarkaði, sveigjanleika í námi og menntun og samhenginu milli náms og þeirrar færni sem einstaklingurinn öðlast á vinnustað.
Námsmatsstofnun Danmerkur hefur lagt mat á verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“ og eru niðurstöður hennar m.a. þær að ófaglærðir og faglærðir starfsmenn  eigi nú kost á sveigjanlegu kerfi, sem hægt er að aðlaga starfsmönnum og þörfum fyrirtækja. Þátttakendur á námskeiðunum eru ánægðir en verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“ hefur enn sem komið er, fengið of litla kynningu meðal fyrirtækja. 
Lesið meira á www.uvm.dk/08/nok.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: utvärdering
Danmark

Herferð um raunfærni

Raunfærnimat auðveldar aðgengi að endurmenntun er aðalboðskapur mikillar herferðar sem danska Menntamálaráðuneytið hefur nýlega hleypt af stokkunum. Ráðuneytið stefnir að því að tengja saman aðila vinnumarkaðarins og fyrirmyndir í námi til þess að breiða út boðskapinn. „Þú getur meira en þú heldur“ og „Af hverju að læra það sama tvisvar?“ eru heiti tveggja bæklinga sem hafa verið gefnir út af þessu tilefni. Sá fyrri beinir sjónum sínum að ófaglærðum og faglærðum starfsmönnum en hinn er einkum ætlaður uppeldisfræðingum, kennurum, félagsráðgjöfum og öðrum á sviði Félags starfs- og embættismanna (FTF).
Með herferðarbæklingunum fylgir plakat. Þar að auki hefur ráðuneytið framleitt dreifirit sem fagfélög og félög atvinnurekenda geta nýtt til þess að aðlaga að meðlimum þeirra og hvetja þá.
Lesið meira um herferðina og dreifirit ráðuneytisins o.fl. www.dfs.dk/netavisen/undervisningoguddannelse/
kampagneomrealkompetence.aspx
E-post: Maria.Marqurad(ät)skolekom.dk
Finland

Sarkomaa: Markmið breytinga á háskólunum er öflugt svæðisbundið háskólasamfélag

Menntamálaráðherra Sari Sarkomaa leggur áherslu á að markmiðið með endurskipulagi háskólanna sé að greiða fyrir enn frekara samstarfi innan allra finnskra háskóla.
- Þetta er eingöngu spurningin um að háskólarnir verði enn betri staður til rannsókna, náms og kennslu. Megináskorunin er að efla og bæta gæði menntunarinnar og rannsóknanna. Um leið er gert ráð fyrir því að samstarf háskóla á sama svæði eflist til muna. Við viljum að allir háskólarnir bjóði upp á eins góða þjónustu og rannsóknir og mögulegt er sagði Sarkomaa í ræðu sinni á 50 ára afmæli háskólans í Uleåborg þann 12. maí. 
- Samhliða enduruppbyggingunni heldur þróun innra starfs háskólanna áfram. Enginn háskóli verður lagður niður en það er greinilegt að náið samstarf og sameiningar þurfa að koma til, til að tryggja gæði rannsókna og kennslu ásamt því að efla sterkan og betri háskóla. Með því að breyta skipulagi hefur um leið skapast rými til að bjóða upp á meiri sveigjanleika í kennslu og rannsóknum staðfesti Sarkomaa.
Lesið meira á www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/05/
oulunyliopistonjuhla.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Finland

Gæðaverðlaun til starfsþjálfa Rinnehemmet og heiðurstilnefning til Securitas Ab

Menntamálaráðuneytið hefur veitt gæðaverðlaunin árið 2008. Starfsþjálfar Rinnehemmet stofnunarinnar, sem þjónustar þroskahamlaða, hlaut verðlaunin að þessu sinni, verðlaunaféð er 5.000 evrur (um 575.000 ISK). Heiðurstilnefningu hlaut að þessu sinni öryggisfyrirtækið, Securitas Ab. Forstjórinn, Sakari Karjalainen, veitti verðlaunin og heiðurstilnefninguna fyrir menntamálaráðherrann Sari Sarkomaa þann 8. maí í Helsingfors.
Meira á www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/05/oppisopimus.html?lang=sv&extra_locale=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Island

Raunfærnimat er mikil hvatning til frekara náms

Mímir – símenntun útskrifar þjónustufulltrúa í fjármálafyrirtækjum
22 konur luku verkefninu Gildi starfa – raunfærnimat fyrir þjónustufulltrúa í fjármálafyrirtækjum þann 22. maí sl. Um er að ræða framhald af samevrópsku Leonardo verkefni Gildi starfa (e. Value of work) sem lauk á síðasta ári og stýrt var af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Með hugtakinu raunfærni er átt við þá færni sem einstaklingur hefur tileinkað sér með ýmsum hætti, s.s. formlegu námi í skóla, starfsnámi, frístundanámi, starfsreynslu, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Mat á raunfærni felst í að kortleggja alla þessa færni einstaklings og markmiðið er að hún sé viðurkennd og metin og ekki síður gera hana sýnilega þeim sjálfum og öllum hagsmunaaðilum. Slíkt mat verður oft hvati að frekara námi eða þróun í starfi. Margar af þeim konum sem luku matsferlinu nú, stefna á nám á komandi hausti.
Mímir – símenntun er nú í fyrsta skipti að útskrifa hóp þátttakenda úr verkefninu en vinnan við það hófst í janúar s.l. Þátttakendur í skipulagningu verkefnisins auk Mímis – símenntunar voru Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og fjármálafyrirtækin. Þátttakendur voru frá sex fjármálafyrirtækjum; sjö frá Landsbankanum, fimm frá BYR, fjórar frá Kaupþingi, tvær frá Glitni, tvær frá Valitor og tvær frá SPRON.
www.mimir.is
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Snörp umræða um stafrænan gagnabanka í bókasöfnunum

Um þessar mundur fer fram snörp barátta um auðlindir og úrræði á norskum bókasöfnum. Kjarni umræðunnar er spurningin: Á norska þjóðarbókhlaðan að setja öll sín gögn í stafrænan gagnabanka?
Þjóðarbókhlaðan fær fjárframlög upp á 40 - 50 mill. NKR á hverju ári til þess að uppfæra gögnin sín stafrænt. Inni í þessu verkefni eru bókmenntirnar sem nú þegar eru aðgengilegar neytendum á stafrænu formi, þeim að kostnaðarlausu . – Þetta er ekki bara barátta um þarfagreiningar og skipulag, þetta er miklu frekar barátta um auðlindir og úrræði skrifar formaður norska bókasafnafélagsins (Norsk Bibliotekforening) Anne Hustad og framkvæmdastjórinn Tore Kr. Andersen, í kjallaragrein í  Aftenposten:
Lesið meira á  www.aftenposten.no/meninger/debatt/article2437151.ece
Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hgs(ät)vofo.no
Mer om: bibliotek
Norge

Fræðslustarfsemi námsflokkanna – Fækkun á fjölda námskeiðsstunda árið 2007

Árið 2007 skipulögðu norsku námsflokkarnir 37.000 niðurgreidd námskeið. Þátttakendur voru 490.000 og fjöldi námskeiðsstunda 1.315.000. Það sem er jákvætt við þetta er að fjöldi lokinna námskeiða hefur aukist hjá 8 námsflokkum miðað við árið áður. En því miður hefur orðið fækkun í heildarfjölda námskeiða ef tekið er mið frá fyrra ári. Fjöldi námskeiðsstunda hefur einnig aukist í 8 námsflokkum en þegar á heildina er litið er fækkunin 6 %.
Tölfræðina fyrir 2007 finnur þú hér: www.ssb.no/voppl/
Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hsg(ät)vofo.no
Mer om: folkbildning
Norge

Nám í brennidepli á ráðstefnu NFF dagana 18. og 19. nóvember 2008

NÁM er þema á ráðstefnu NFF (Norsk samtök fyrir fjarkennslu og sveigjanlegt nám) sem fer fram í Høgskolen í Osló þann 18. og 19. nóvember. Hvernig fer nám fram? Hvað hefur áhrif á að nám eigi sér stað? Hvernig á að aðlaga fræðsluna að þörfum einstaklinga? Er sveigjanlegt skipulag náms nauðsyn? Hefur netið og upplýsingatæknin áhrif á nám? Börn læra á tölvur upp á eigin spýtur – er kennsla óþörf? Áhrifavaldarnir og álitamálin eru mörg og spennandi.  Ráðstefnan er skipulögð af NFF í samstarfi við Høgskólann í Osló, Norgesuniversitetet, NKS, NKI, ABM-utvikling og REN.
Frekari upplýsingar fást hjá Torhild Slaatto, slaatto(ät)nade-nff.no 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Mælt með stofnun starfsmenntaháskóla

Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Anders Franzén, leggur til að öll starfsmenntun eftir framhaldsskóla, sem ekki er í boði í háskólum, verði safnað saman undir eitt svið, Starfsmenntaháskóla. Skólinn gæti boðið upp á framhaldsbrautir fyrir þá sem eru með færni framhaldsskóla en háskólarnir hafa ekki slíka braut fyrir þennan hóp nemenda. Markmið með tillögunni er einnig að stuðla að og tryggja aðgang að þeirri starfsfærni sem atvinnulífið óskar. Þessu nýja sviði verður stýrt af nýrri stofnun.
Starfsmenntaháskólanum er ætlað að taka mið af þeirri starfsmenntun sem þegar er í boði eftir framhaldsskóla og byggja ofan á hana. Það er markvisst fagnám (s. kvalificerade yrkesutbildningen  KY), fagnám (s. påbyggnadsutbildning PU) innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna, áfanganám (s. de kompletterande utbildningarna) ásamt iðnnámi fullorðinna í vissum starfsgreinu (s. lärlingsutbildningen för vuxna till vissa hantverksyrken), en þessir menntunarmöguleikar munu hverfa með tilkomu hins nýja Starfsmenntaháskóla. Þar að auki hafa verið ræddir möguleikar á  að hægt verði að færa styttra hagnýtt háskólanám yfir í Starfsmenntaháskólann. Einnig að starfsmenntun, sem er í boði á vegum lýðháskólanna, verði af sambærilegum gæðum og sú menntun sem fæst í Starfsmenntaháskólanum.
Lagt hefur verið til að tvenns konar próffyrirkomulag. Hið almenna lokapróf verður kallað starfsmenntaháskólapróf og er þess krafist að þátttakandinn hafi að fullu lokið því sem krafist er til þess að vera viðurkenndur í öllum atriðum menntunar sem er a.m.k. 60 vikur að lengd. Fyrir hæfnisstarfsmenntaháskólapróf verður krafist, annars vegar að menntunin vari í 80 vikur og hins vegar að minnst fjórðungur námstímans fari fram á vinnustað. Ennfremur er krafist prófavinnu og að skupuleggjandinn uppfylli vissar kröfur.
Meira á slóðinni www.regeringen.se/content/1/c6/10/13/62/6fb921b9.pdf
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Mesti nemendafjöldi nokkru sinni í sænskunámi fyrir innflytjendur - 65.000 nemendur

Námsárið 2006/07 tóku rúmlega 65.000 nemendur þátt í sænskunámi fyrir innflytjendur (sfi), sem er mesti fjöldi sem mældur hefur nokkru sinni.
Um það bil 34.000 voru byrjendur i sfi, á meðan aðrir nemendur höfðu hafið sfi einu eða fleiri námsárum áður. Fjöldi byrjenda í sfi 2006/07 var það hæsta frá námsárinu 1993/94 þegar fjöldi þeirra sem hóf nám var 35.500.
Móðurmál nemendanna var, í flestum tilfellum, arabíska, en ríflega 20 prósent nemenda töluðu arabísku. Næst algengustu móðurmálin voru tælenska og sómalíska. Námsárið 2006/07 áttu ríflega 130 tungumál fulltrúa en mörg tungumálanna voru einungis töluð af einstaka nemendum.
Af þeim sem hófu sfi námsárið 2004/05 höfðu 62 prósent staðist einhvert námskeið, á hvaða  braut sem er, til og með námsárið 2006/07.
Meira á slóðinni www.skolverket.se/sb/d/1840/a/11747
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: språk, invandrare
Sverige

Lokaskýrsla nefndar um raunfærnimat til umsagnar

Nefnd um raunfærnimat hefur afhent Menntamálaráðuneytinu lokaskýrslu sína. Skýrslan er nú til umsagnar og athugasemdir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu í seinasta lagi þann 30.mai 2008.
Í skýrslunni kemur fram hvert verkefni nefndarinnar var, hvaða þáttum tókst að ljúka, við hverja nefndin tók upp samstarf við og hvaða tillögur og hugmyndir nefndin hafði að áframhaldandi starfi innan raunfærnimats. Verkefni nefndarinnar um raunfærnimat varaði í þrjú ár, frá 2004 til ársins 2007.
Sjá á www.skolutveckling.se/innehall/utbildning_arbetsliv_tillvaxt/
vuxnas_larande/validering/
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Sverige

Átta milljónir króna til alþýðufræðslu

Í tillögum ríkisstjórnarinnar er lagt til að alþýðufræðslan taki yfir ákveðin verkefni Miðstöðvar sveigjanlegs náms (Nationellt centrum för flexibelt lärande), sem verður lagt niður 1. október. Framlög, til verkefna sem stefnt er að, þ.e. að þróa aðferðir fjarkennslu innan alþýðufræðslunnar koma úr framlagi ríkissjóðs til alþýðufræðslunnar og er þar með á könnu Alþýðufræðsluráðsins. Tillagan felur í sér að framlag til alþýðufræðslu verði aukið um rúmlega 8 mill. kr. frá árinu 2009.
Sjá meira á www.folkbildning.se/page/398/fbrinfo.htm
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se