pageNVL

Spennandi endurmenntunartilboð fyrir kennara í fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjafa, kennsluráðgjafa og námshönnuði.

Á fundi í faghópi um kennslufræði fullorðinna í september 2006, kom fram, í næstum öllum framsöguerindum, að bjóða ætti kennurum og kennurum í fullorðinsfræðslu upp á þekkingu um og færni í að skipuleggja námsferli sem efla færni í nýbreytniverkefnum. Framsöguerindin vitnuðu í skýrslu NVL „Færni til framtíðar“ og „Norðurlöndin í fararbroddi“ útgefinni af Norrænu ráðherranefndinni. Það er bent á þörf í færni sem tekur mið af þörfum atvinnulífs og samfélags framtíðarinnar. Leiðbeinendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og kennsluráðgjafar o. fl. gegna lykilhlutverki í því starfi.
Faghópur NVL um kennslufræði fullorðinna "Voksenpædagogik" hefur af þeim sökum heimsótt, skoðað, tekið viðtöl og rannsakað valdar menntastofnanir sem eru dæmi um góð verkefni (e. best practice) hvað varðar nýbreytnistarf og námsumhverfi. Norrænar stofnanir í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Álandi, Noregi og Íslandi í samvinnu við NVL bjóða upp á endurmenntunarnámskeið, til að byrja með í tveimur lotum, fyrir þátttakendur í fullorðinsfræðslu.


Nýbreytni í námsaðferðum
• Lota 1: „Kennarinn sem verkefnastjóri – þjálfari í verkefnamiðaðri fræðslustofnun" 16. -19. september, Teamacademy, Jyväskylä, Finland
• Lota 2: „Kennarinn á sviðinu“ – frá fagurfræðilegum æfingum leikhússins að sviðinu í kennslustofunni" 21. – 24. október, Tietgen færnimiðstöðin í Óðinsvéum og Performershouse í Silkiborg.
• Drög að lotu 3: „Kennarinn sem námskeiðshönnuður“, Háskóla Íslands, Íslandi. Frekari upplýsingar fylgja.

Lesið meira...

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Norden

Nýr norrænn upplýsingavefur um tryggingamál

Yfirvöld tryggingamála á Norðurlöndunum, hafa tekið höndum saman og opnað sameiginlegan upplýsingavef. Vefurinn geymir upplýsingar um tryggingar fyrir einstaklinga sem búa, starfa eða nema í öðru norrænu landi.
Vefslóðin er www.nordsoc.org/is.
E-post: Ellen.stavlund(ät)vofo.no
Danmark

Upphafsskot að eflingu fullorðinsfræðslu og símenntun í Danmörku

Miðvikudaginn 18. júní 2008 opnar menntamálaráðherra Bertel Haarder (V) Færniþróunarmiðstöðina (Nationalt Center for Kompetenceudvikling NCK) formlega. Hin nýja þekkingarmiðstöð um færniþróun, fullorðinsfræðslu og símenntun hefur fengið það hlutverk að stuðla að eflingu fullorðinsfræðslu, símenntun og ráðgjöf fyrir fullorðna á næstu þremur árum.
Sjá dagskrá (pdf) og lesið meira á heimasíðu NCK www.ncfk.dk.

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Námsstyrkur til starfstengds náms innan fullorðinsfræðslu

Skv. endurskipulagi ríkisstjórnarinnar á menntakerfinu tryggja ný lög möguleika á því að þátttakendur í starfstengdu námi innan fullorðinsfræðslu geti sótt um námsstyrk (SVU).
Lögin koma í kjölfar samnings milli ríkisstjórnarinnar, KL, Dönsku svæðisráðanna, FTF, LO og AC um tilraun til að auka þátttöku starfsmanna í starfstengdum námskeiðum. Markmiðið er að styrkja fagmennsku þeirra og hreyfanleika með stuttum námskeiðum sem taka mið að sérhæfðum sviðum viðkomandi starfsmenntunar. 
Það hefur áður verið mögulegt að fá námsstyrk til sams konar námskeiða í fullorðinsfræðslu en 1. jan. 2003 var fallið frá því fyrirkomulagi þegar upp kom sú ósk að tryggð yrði markvissari notkun þeirra fjármuna sem voru settir í sjóðinn. 
Starfstengdu námskeiðin spanna frá einni viku upp í fjórar. Markmið námskeiðanna er að endurmennta þátttakendur, sem hafa menntun í greininni, til faglegra starfa skv. kröfum atvinnugreinarinnar í dag.  Þessum sérhæfðu námskeiðum lýkur ekki með prófum og veita þátttakendum því engin formleg réttindi eða prófgráður.
Upptaka námsstyrksins þýðir að þeir, sem hafa starfsmenntun á sviðinu, eiga þess kost að endurnýja fyrri menntun, fá innblástur og að komast fram á við innan starfsgreinarinnar. Faghópar eins og leikskólakennarar, kennarar og hjúkrunarfræðingar fá tækifæri til þess að fara í gegnum stutta endurmenntun , sem er á sviði fyrri menntunar.
Tekur gildi: 1. júlí 2008. 
Sjá meira á www.uvm.dk/08/kurser.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Menntun fyrir allan æskulýð

Menntamálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga héldu ráðstefnu um verkefnið "Menntun fyrir allan æskulýð" í Ráðstefnumiðstöðinni í Óðinsvéum.
Atvinnulífið hefur þörf fyrir ungt fólk og á ráðstefnunni var rætt um hvernig laða mætti ungt fólk í nám. 
Menntamálaráðherra lagði til að samfélagið hlustaði enn frekar á unga fólkið. „Það þarf að koma til móts við þau og samræður milli aðila er merki um nýjar aðstæður í samfélaginu. En það þýðir þó ekki að það eigi að slaka á kröfunum til unga fólksins”
Það er kaupendamarkaður. Við verðum að taka tillit til þess sem unga fólkið vill fá. Við verðum að hlusta á þau en það á, að sjálfsögðu ekki, að pakka þeim inn í baðmull,” sagði Bertel Haarder.
Menntamálaráðherrann lagði áherslu á að það eru þeir, sem minnst mega sín, sem þurfa aðstoð við að afla sér menntunar og það gerist með aukinni ráðgjöf og mentorum.” Hér geta mentorar sýnt fram á að aðstoð þeirra er sú besta fyrir þennan hóp. Unga fólkið hefur ekki hitt annað en kennara allt sitt  líf og þess vegna getur einstaklingur, utan skólakerfisins verið þeim sem ferskur vindblær og öflugur stuðningur,” sagði Bertel Haarder. Mörg efni voru á dagskránni, m.a. aukið frelsi unga fólksins og sjálfábyrgð, betri og samfelldari ráðgjöf og mikilvægi samveru og félagslífs í skólunum.
Heftinu Perspektiver på Uddannelse (www.uvm.dk/08/documents/perspektiver.pdf) var dreift á ráðstefnunni
Lesið meira á www.uvm.dk/08/vat.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Nýtt Danmerkurkort yfir allt styttra framhaldsnám

Allt styttra framhaldsnám í Danmörku er nú í átta stórum starfsmenntunarháskólum

Sameining og samruni skólastofnana er ein yfirgripsmesta breytingin í menntakerfinu á undanförnum árum og tók gildi 1. janúar 2008. Sameiningin nær til allra bakkalárgráða í starfsmenntun – til að mynda kennara, diploma verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga, leikskólakennara, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og ljósmóður  – i sjö stórum starfsmenntaháskólum.
Meginframtíðarsýn menntastefnu starfsmenntaháskólanna er að útbúa menntastofnanir sem bjóða upp á jafngildar námsleiðir og háskólarnir, að koma til móts við margbreytilegar þarfir atvinnulífsins og mynda nýjar námsleiðir fyrir utan að þróa þær sem fyrir eru. Á þann hátt munu starfsmenntaháskólarnir vera gott framlag í því að raungera markmið ríkisstjórnarinnar um að minnsta kosti helmingur alls ungs fólks árið 2015 hafi framhaldsmenntun að baki og að aldur þeirra sem ljúka námi lækki.
Yfirlit yfir hið nýja Danmerkurkort menntakerfisins er nú aðgengilegt á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins www.uvm.dk/07/images/professions.gif

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Lýðháskólar vilja samstarf við formlegar námsleiðir

Menntamálaráðuneytið leggur til hliðar 3 mill. DKK á hverju ári frá 2007 - 2009 til þess að styrkja lýðháskóla, hússtjórnar- og handverksskóla sérstaklega til þess að þróa líkön um samstarf milli lýðháskóla/Verslunarskóla og menntastofnana í formlega skólakerfinu.

Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags lýðháskóla í Danmörku (FFD Foreningen af Folkehøjskoler i Danmark). Fjármagni til þróunarstarfsins er sameiginlega stjórnað af FFD og Félagi Hússtjórnar- og handverksskóla (FAHH Foreningen af Husholdnings- og Håndarbejdsskoler). Sérstök nefnd hefur það hlutverk að halda utan um úthlutun á fjármagni og hefur nefndin skipt því í tvo sjóði.
• Sjóður 1 styrkir verkefni, sem hafa það að markmiði að koma á samstarfi milli lýðháskóla/Verslunarskóla og formlegra menntastofnana.
• Sjóður 2 styrkir verkefni sem hafa það að markmiði að styrkja hugmynda-, uppeldis- og menntunarfræðilega þróun skólakerfanna.

Leiðbeiningar um samstarf
Í framhaldi af vinnu nefndar um lýðháskóla um að auka möguleika á samstarfi milli lýðháskóla og menntastofnana formlega skólakerfisins,  hefur menntmálaráðuneytið látið vinna leiðbeiningar, sem útskýrð er með röð líkana yfir samstarf.
Sjá meira...

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Stafrænt bókasafn bætir rafrænt aðgengi að efni bóka-, skjala- og annarra safna

Menntamálaráðuneytið hefur hrint af stað verkefni um stafrænt bókasafn (2008-2011). Markmiðið með verkefninu er að veita aðgengi að rafrænu efni bókasafna, skjalasafna og annarra safna og nýtingu þess á upplýsingaveitum. Jafnframt verður fundin langtíma lausn á varðveislu rafræns efnis um menningararf Finna.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/06/digikirjasto.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Mer om: bibliotek
Finland

Óloknu starfsnámi verður hægt að ljúka innan fullorðinsfræðslu

Einstaklingar, sem hafa horfið frá starfsnámi sjá nú fram á að geta lokið námi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ráðuneytið tók ákvörðun um þetta nýja fyrirkomulag þann 29. maí 2008 og mun það taka gildi þann 1. september 2008.
Með aðgerðunum eykst aðgengi atvinnulífsins að starfskrafti með starfsmenntun og um leið stuðlar þessi tilhögun að því að einstaklingar, sem annars dyttu algerlega út úr námi, ljúki starfsnáminu.  
www.tem.fi/?89507_m=91719&l=sv&s=2467
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Finland

Samningur um stofnun Aalto-háskólans verður undirritaður í júni

Ráðuneytið veitti menntamálaráðherra, Sari Sarkomaa, heimild þann 29. maí sl. til þess að undirrita stofnsamning og samþykktir fyrir háskóla sem settur verður á laggirnar innan skamms (hinn s.k. nýsköpunarháskóla). Nýi háskólinn verður til við samruna Tækniháskólans, Verslunarskóla Helsingfors og Listiðnaðarháskólans og fær heitið Aalto-háskólinn.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/05/saadekirja.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Island

Nýjar tölur frá Hagstofunni um nemendur og námslok við 24 ára aldur

Þann 3. júní sl. kom út hjá Hagstofu Íslands hefti þar sem nám og námslok einstaklinga sem fæddir voru á Íslandi árið 1982 eru skoðuð. Stuðst er við nemendaskrá og prófaskrá Hagstofunnar og er tekið mið af því hvaða námi þessir einstaklingar höfðu lokið árið 2006, árið sem þeir eru 24 ára.

Þriðjungur hefur ekki lokið framhaldsskólanámi við 24 ára aldur
Í árganginum 1982 eru skv. tölum Hagstofunnar 4.352 einstaklingar.  Af þeim hafði 2.701 lokið einhverju námi samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands árið 2006 eða 62,1% árgangsins. Langflestir þeirra höfðu lokið námi á framhaldsskólastigi.

Fjöldi þeirra sem ekki hafa verið skráðir í nám er 224 eða 5,1% árgangsins og rétt tæpur þriðjungur árgangsins eða 1.427 manns hefur verið skráður í nám en ekki lokið því.

Fleiri konur en karlar hafa lokið einhverju námi
Í tölum Hagstofunnar kemur fram að hlutfall kvenna í þessum hópi sem stundað hafa nám og útskrifast er mun hærra heldur en hlutfall karla. Þannig höfðu 96,5% kvenna og 93,2% karla stundað nám á Íslandi og 69,7% kvenna höfðu lokið einhverju námi en samsvarandi hlutfall meðal karla er 55%.

Hlutfall brautskráðra lægra á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu
Hlutfall þeirra sem höfðu lokið námi var hærra á höfuðborgarsvæðinu heldur en landsbyggðinni. Mikill munur er á hlutfalli karla sem hafa lokið framhaldsskólastiginu eftir landsvæðum. Þar er hlutfallið lægst á Vestfjörðum eða 36,3% en hæst í Reykjavík eða 57,2. Minni munur er á hlutfalli kvenna sem hafa lokið framhaldsskólastigi við 24 ára aldur eftir landshlutum. Þar er hlutfallið lægst á Suðurnesjum eða 51,1% en hæst á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eða 69,8%.

Fleiri karlar en konur hafa lokið starfsnámi
Sumir hafa lokið námi af fleiri en einni námsbraut og eru því brautskráningar fleiri en brautskráðir nemendur. Brautskráningar úr bóknámi eru um 60% allra brautskráninga á framhaldsskólastigi og þegar hæsta próf er skoðað er stúdentspróf langalgengasta prófið sem árgangurinn 1982 hefur lokið. Konur hafa brautskráðst í sex af hverjum tíu brautskráningum úr bóknámi á framhaldsskólastigi en karlar í rúmlega sex af hverjum tíu brautskráningum úr starfsnámi.

Nálgast má heftið í heild sinni á vef Hagstofu Íslands:
www.hagstofa.is/Utgafur/Utgafur-eftir-efni/Skolamal

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Mer om: studieavbrott
Island

Kynningarfundur um íslenskukennslu fyrir útlendinga

Verkefnisstjórn menntamálaráðuneytis um íslenskukennslu fyrir útlendinga heldur kynningarfund um stöðu verkefnisins þriðjudaginn 3. júní nk. kl. 14:00 – 16:00 í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6 í Reykjavík.

Ríkisstjórnin samþykkti 10. nóvember 2006 að verja 100 m.kr. til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007 og að fela menntamálaráðuneyti umsjón verksins. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð vegna þessa. Vegna mikillar eftirspurnar eftir styrkjum til námskeiðahaldsins ákvað ríkisstjórnin í júní 2007 að veita 100 m.kr. til viðbótar til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007. Alþingi samþykkti síðan 200 m.kr. framlag á fjárlögum til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2008.
Verkefnisstjórnin mun kynna greinargerð um framgang verkefnisins árið 2007 og það sem af er árs 2008. Jafnframt verða kynntar niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrr á þessu ári meðal styrkþega ársins 2007. Að loknum kynningum og framsöguerindum verða almennar umræður um næstu skref í íslenskukennslu fyrir útlendinga.
www.menntamalaraduneyti.is/
frettir/Frettatilkynningar/nr/4560

Dagskrá:
» Opnunarávarp - Arna Hauksdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra
» Kynning á greinargerð - Stefán Stefánsson, formaður verkefnisstjórnar
» Kynning á könnun Félagvísindastofnunar HÍ - Védís Grönvold, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti
» Kynning á drögum að námskrá - Sigrún Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá FA
» Sjónarhorn fræðsluaðila - Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími
» Sjónarhorn Samtaka atvinnulífsins - Guðrún Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri hjá SA
» Sjónarhorn stéttarfélaga - Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar
» Almennar umræður um næstu skref
Fundarstjóri verður  Guðrún Ögmundsdóttir, verkefnisstjóri í menntamálaráðuneyti.

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Mer om: språk, invandrare
Norge

Mikilvæg lög í Noregi

Samþykkt hafa verið ný lög um aðgreiningu og aðgengi
Lögin munu veita einstaklingum með hreyfihömlun rétt til verndar við hugsanlega aðgreiningu. Lögin fela einnig í sér ákvæði um aðgengi þar sem kveðið er á um að tekið sé mið af alþjóðlegum reglum við skipulag og uppbyggingu opinbers rýmis og umhverfis.
Þú getur lesið meira hér www.regjeringen.no/nb/dep/bld.html?id=298
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: hinder, jämlikhet
Norge

Upp og niður í námskeiðahaldi

Fólk í Noregi hefur enn áhuga á að sækja námskeið. Ríflega helmingur þátttakenda er konur og handverk og fagurfræðilegar greinar eru á toppnum í tölfræði námsflokkanna.
Námsflokkarnir í Noregi skráðu 490 000 þátttakendur árið 2007 sem þýðir samdrátt um 16000 þátttakendur. Á sama tíma luku 22000 þátttakendur námskeiðum á vegum sjálfstæðra fjarkennslumiðstöðva og var aukning þeirra upp á 6%.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Fækkun þátttakenda í fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna

Haustið 2007 tóku 116 300 einstaklingar þátt í fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélagannasem þýðir fækkun um 21% frá hausti 2006. Þetta kemur í ljós í samantekt Skólastofnunar fyrir ríkisstjórnina, á umfangi, innihaldi og formi fullorðinsfræðslu.
Meira
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Leyfisbréf og skerptar reglur um hæfni kennara

Í reglugerðinni Leyfisbréf og skerptar reglur um hæfni kennara (SOU 2008:52) er lagt til að m.a. verði krafist leyfisbréfs sem kveði á um hæfni kennara til að kenna í skólum og að bera ábyrgð á uppeldi barna í leikskólum. Í skipulaginu er einnig lagt til að kennaraefni bæti við sig viðurkenndu æfingaári  að loknu kennnarnámi til þess að leyfisveiting fáist.  Nýtt skipulag vegna leyfisbréfs kennara og leikskólakennara mun taka gildi í tveimur þrepum árið 2010.
www.regeringen.se/sb/d/10005/a/105620
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Åland

Jansson þróar raunfærnimatskerfi

Landsstjórn Álands hefur skipað Robert Jansson verkefnastjóra til þess að þróa kerfi fyrir raunfærnimat á Álandi.
Hafið samband við:  
Projektet Validering på Åland
Projektledare Robert Jansson, tel. +358 18 25248, +358 40 7529191
robert.jansson(ät)regeringen.ax
E-post: Viveca.Lindberg(ät)living.ax
Mer om: validering
Europa

2,000 new Master's students to receive scholarships from Erasmus Mundus

More than 2,000 students and 450 teaching staff from outside Europe have been selected to receive an Erasmus Mundus scholarship for the academic year 2008/09. These scholarships will allow them to study in Europe for one or two years and obtain a Master's degree from one of the 103 top-quality Erasmus Mundus Masters Courses offered by consortia of European higher education institutions.
In 2008, a total number of 17 new partnerships of Erasmus Mundus Masters Consortia with higher education institutions in non-European countries were selected. Altogether, they encompass 62 universities from 28 different third countries.
The partnerships allow European higher education institutions, scholars and students to strengthen their ties with other higher education environments in the world. One of the characteristic features of the Erasmus Mundus programme is that student grantees follow their courses in at least two universities located in different European countries. This gives them the additional opportunity to learn about European cultures, languages and academic systems.
Read more… 
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se