pageNVL

Næstu ráðstefnur

– lesið meira á www.nordvux.net

Horft til framtíðar - málstofa um fjarkennslu/fjarnám og framtíð

Á vegum fjarkennsluhóps NVL verður haldin áhugaverð ráðstefna þann 22. sept. í Espoo, Hanaholmen, Finnlandi. Ráðstefnan er einkum ætluð kennurum/leiðbeinendum í sí- og endurmenntun, fræðslustjórum fyrirtækja, stjórnendum og verkefnastjórum í fræðslumálum og öðrum áhugasömum um menntun og fræðslumál frá Norðurlöndunum.

Fullorðinsfræðsla - kennslufræði nýrra tíma
– námskeið í tveimur lotum

Lota 1, 16.-19. september, Finnlandi. Kennarinn sem verkstjóri í verkefnamiðaðri stofnun.
Lota 2, 21.-24. október, Danmörku: Kennarinn á „sviðinu“.

Námskeið um lýðræði og virka borgaralega þátttöku

Dags. 2.- 4. október 2008
Staður: Lýðháskólinn í Östra Grevie, Vellinge.
Námskeiðið hentar þátttakendum sem daglega vinna að lausn mála sem um leið eiga þátt í því að efla og auka skilning á lýðræði.

www.nordvux.net

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norden

Norræna bókasafnsvikan 10. - 16. nóvember 2008

Norræna bókasafnsvikan er stærsti upplestrarviðburður á Norðurlöndunum. Í fyrra tóku rúmlega 2600 skólar og bókasöfn á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum þátt í verkefninu. Norræna bókasafnsvikan er haldin í nóvember ár hvert. Þema ársins er „Ást á Norðurlöndum“. Hægt er að lesa textana og kynnast rithöfundunum á slóðinni: www.bibliotek.org.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: bibliotek
Danmark

Kennaraháskólinn í Danmörku tekur við formennsku í International Alliance of Leading Education Institutes

Danmörk hefur tekið við formennsku alþjóðlega þankabankans International Alliance of Leading Education Institutes á eftir Singapore - og Kennaraháskólinn (DPU) hefur nú það hlutverk að vera í fararbroddi sameiginlegra samanburðarrannsókna undir yfirskriftinni: Loftslagsbreytingar og sjálfbær þróun: Hvers er menntun megnug?
Meðlimir bandalagsins eru allir deildarforsetar í viðurkenndum deildum og háskólum í heiminum sem sinna menntarannsóknum. Þeir benda m.a. á þörfina fyrir betri menntun kennara og að litið sé á menntun kennara sem fjárfestingu frekar en útgjöld,  þörfina fyrir að efla alþjóðlegt samstarf og þörfina fyrir að bæta innihald kennaramenntunarinnar með samstarfi. Það á að vera eftirsóknarvert að mennta sig til kennara, það voru deildarforsetarnir sammála um.
DPU gefur út, í tengslum við ráðstefnuna, sérstaka útgáfu af nýju alþjóðlegu tímariti Quarterly um kennaramenntun frá alþjóðlegu sjónarhorni. Hægt er að panta tímaritið á netfanginu quarterly(ät)dpu.dk eða í síma Ib Jensen á (0045) 8888 9059.
Meira á www.dpu.dk/site.aspx?p=6641&newsid1=7515
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

OECD gefur danskri starfsmenntun góða umsögn

Niðurstöður úr nýrri greiningu OECD, gefa til kynna að danska starfsmenntakerfið stendur vel hvað varðar nýjungar innan þess. Í skýrslunni er einnig bent á samstarf tíðkast í starfsmenntakerfinu og aðilarnir standa saman sem einn aðili að starfsmenntun.
OCED mælir með, að rannsóknir á starfsmenntun verði settar í forgang. Fram að þessu hafa þær einkennst af óformlegri miðlun þekkingar innan hópsins. Þrátt fyrir veikan rannsóknargrunn viðurkennir OECD að danska starfsmenntakerfið sé afar gott. Til þess að tryggja það að þekking utanfrá berist inn í starfsmenntun, mælir OECD með að styrkar stoðir verði settar undir rannsóknir á sviðinu.
Skýrslan OECD – Systematic Innovation in VET er á www.oecd.org/dataoecd/19/23/40892777.pdf
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Nýr vefur um loftslag

Ný vefslóð um loftslag hefur verið opnuð á vef Danska upplýsingasamráðsins.
Hinn sameiginlegi skilningur er viðurkenning á því að íbúar landsins gegna lykilhlutverki hvað varðar breytingar – hvort sem þær snúast um pólitískar ákvarðanir, frumkvæði fyrirtækja eða verk borgaranna. Forsendurnar eru þekking, möguleiki á skoðanaskiptum og innblástur til nýrra hugsana. Á síðunni er sögð saga aðgerða, sem skólar alþýðufræðslunnar og félög hafa ýtt úr vör, vegna loftslagsfundar í Kaupmannahöfn í nóvember 2009.
Síðan er einkum ætluð alþýðufræðurum í Danmörku en á síðunni má finna upplýsingar um loftslag og fyrirhugaðar aðgerðir, sem geta vakið áhuga utan Danmerkur.
www.dfs.dk/klima/klima.aspx
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Virk samfélagsþátttaka á Evrópuvísu - ráðstefna

Fritid og Samfund bjóða til ráðstefnu í Árósum þann 23. september.
Ráðstefnan er haldin í tilefni að lokum EU-Grundtvig-verkefnis sem ber heitið ”Strengthening Participative Democracy through Collaborative Learning”. Ráðstefnan fer fram á ensku.
The conference will offer participants the opportunity to discuss about how to improve active citizenship in different fields. Working place, leisure time are part of the topics as well as active citizenship especially in relation to youth and to immigrants.
www.dfs.dk/netavisen/konference/
aktivtmedborgerskabpaaeuropaeiskplan.aspx?umbNl=5470
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Hugmyndalisti um ráðgjöf vegna styttra og lengra framhaldsnáms

VUE þekkingarmiðstöð fyrir starfs- og námsráðgjöf hefur gefið út hugmyndalista „46 hugmyndir að ráðgjöf á styttra og lengra framhaldsnámi“. Listinn er unninn í kjölfar rannsókna- og þróunarverkefnis hjá VUE.
Meira um hugmyndalistann og skýrsluna á www.vejledning.net
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Norrænt samstarf um rannsóknir á námi

Rannsóknarmiðstöð um nám við háskólann í Åbo hefur verið valin í hóp norrænna öndvegisrannsóknasetra og hlotið fjárveitingu til áranna 2009 – 2011.
Norræni rannsóknasjóðurinn, Nordforsk hefur tilnefnt Rannsóknamiðstöðina um nám í hóp  norrænna öndvegisrannsóknasetra ásamt miðstöðvum í Gautaborg, Osló og Tallin. Verkefnið sem hefst í byrjun næsta árs ber heitið NordLearn – Norræn miðstöð rannsókna um nám og miðlun. Markmiðið er að styrkja rannsóknir og vísindamiðaða framhaldsmenntun við miðstöðvarnar, sem beina sjónum að þeim áskorunum og tækifærum, sem blasa við námi studdu tækni og miðlun. Nordforsk hefur veitt á aðra milljón norskra króna (hátt í 20 milljónir íslenskra króna) til verkefnisins.
www.otuk.utu.fi/en
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Finland

Tillaga menntamálaráðuneytisins til fjárlaga 2009

Finnska menntamálaráðuneytið gerir í tillögum sínum til fjárlaga fyrir næsta ár, ráð fyrir að útgjöld til stjórnsýslunnar aukist um 507 milljónir evra (rúmlega 60 milljarðar ISK). Samkvæmt tillögunum nemur upphæðin sem verja á til stjórnsýslu samtals 7,5 miljarða evra (um það bil 900 miljarðar ISK).
Sérstök áhersla verður lögð á að þróa grunnmenntun og menntun á háskólastigi auk þess að efla gæði rannsókna einnig á að tryggja rekstrargrundvöll lista og menningarstarfs, hvetja til heilsusamlegrar hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttum, hreyfingu og styrkja félagslega vitund ungs fólks.  
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/08/opmbudjetti2009.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Finland

Erfiðara að fyrir fólk með menntun erlendis frá að fá vinnu

Rúmlega 4000 Finnar leggja á ári hverju stund á nám fyrir utan Finnland með það að markmiði að ljúka háskólaprófi. Sumir ílengjast erlendis að afloknu námi á meðan aðrir snúa aftur tilbaka til Finnlands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem lífeyrissjóðirnir gerður reynist þeim sem hafa aflað sér menntunar erlendis erfiðara að fá vinnu í Finnlandi.
Samkvæmt könnuninni kom m.a. fram að slakt innlent  tengslanet virtist hamla þeim sem eru í atvinnuleit. Þá kom einnig fram að nærrum þriðjungur þeirra sem hafði lokið prófum erlendis var atvinnulaus á þeim tíma sem könnunin fór fram. 
www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2008/2108/resume.html?lang=fi#4
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Island

Raunfærnimat fullorðinna í nýjum lögum um framhaldsskóla

Í nýsamþykktum lögum um framhaldsskóla, er kveðið á um að menntamálaráðherra gefi út reglur um flokkun og þrepaskiptingu náms í samræmi við færni- og lokamarkmið námsins (23. gr.) og um að nemandi sem innritast í framhaldsskóla eigi rétt á raunfærnimati (31. gr.) og að ráðherra setji reglur um raunfærnimat í aðalnámskrá. Hér er annars vegar á ferðinni ákvörðun um að komið skuli á ramma um hæfniviðmið (e. national qualifications framework) sem hægt verður að tengja evrópska rammanum EQF. Hins vegar liggur fyrir að komið verði á raunfærnimatskerfi sem býður upp á möguleika á alhliða mati fyrir fullorðna á fyrra námi, formlegu sem óformlegu, og á starfsreynslu, til styttingar á námi til lokaprófs á framhaldsskólastigi.
Sjá meira á www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)fra.is
Island

Vika símenntunar 22. – 28. september

Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun. Að vikunni stendur menntamálaráðuneytið en framkvæmd verkefnisins er í nánu samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími-símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu.
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Miklir fjármunir en lélegur árangur?

OECD beinir sjónum að norskri menntun
Í nýrri úttekt Efnahags- og framafarastofnunarinnar, OECD er sérstakur kafli um norska grunnmenntun þar sem fram kemur að árangur nemenda sé of slakur í lestri, stærðfræði og náttúrufræðigreinum miðað við það fjármagn sem lagt er í menntunina. Stofnunin leggur fram fjölmargar tillögur um hvernig unnt sé að bæta árangurinn, m.a. að bæta hæfi grunnskólakennara, gera starfið eftirsóknarverðara og hvetja til aukinnar sí- og endurmenntunar.  Hægt er að lesa meira:  www.regjeringen.no/nb/dep/kd/aktuelt/nyheter/2008/
oecd-med-sokelys-pa-norsk-utdanning-.html?id=524787
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: baskunskaper
Norge

Mikil þörf fyrir menntun í Noregi framtíðarinnar

Í nýrri skýrslu kemur fram að mikil þörf verður fyrir starfsfólk með æðri menntun á næstu árum í Noregi.
Skýrslan „Framboð og eftirspurn eftir vinnuafli”  er skrifuð af Roger Bjørnstad, Dennis Fredriksen, Marit L. Gjelsvik og Nils Martin Stølen sem öll starfa á rannsóknasviði Norsku hagstofunnar. Með aðstoð líkana um mannfjölda og hagvöxt er dregin upp mynd af eftirspurn eftir vinnuafli fram til ársins 2025, skipt niður á 30 námsbrautir á fjórum menntasviðum. Nánari  upplýsingar um þörfina:  www.ssb.no/vis/magasinet/analyse/art-2008-08-13-01.html
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Norðmenn í vandræðum með upplýsingatækni

27 prósent Norðmanna notfæra sér upplýsingatæknina lítið eða ekkert . Flestir þessara hafa hvorki þörf fyrir né áhuga á að bæta úr því.
Í skýrslu Vox sem ber nafnið; Borgarar og notendur eru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var í því augnamiði að efla vitneskju um hæfni íbúa Noregs til þess að nýta upplýsingatækni og komast að því hvort stafræn skil séu meðal íbúanna.
– Slök hæfni á sviði upplýsingatækni getur haft alvarlegar afleiðingar á mörgum sviðum daglegs lífs nútímans. Haldi þróuninni fram sem horfir, þá getum við átt á hættu að stór hluti íbúanna endi utan við samfélag  framtíðarinnar, er haft eftir Turid Kjølseth, framkvæmdastjóri  Vox.
Þú getur lesið meira hér: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=3191
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: IT kunnande
Norge

Fjölbreytileiki einkennir viku símenntunar í Noregi

1.- 8. september verður Vika símenntunar fyrir fullorðna um gervallan Noreg. Þema ársins er fjölbreytileiki, með öðrum orðum að það er pláss fyrir alla og tækifærin eru óteljandi!
Átakið varir í heila viku og meðal viðburða eru sýningar, sýnishorn af námskeiðum, verðlaunaafhendingar, bókakaffi, fyrirlestrar og fundir. Markmiðið er að hvetja fullorðna til náms með því að gera tilboðin sýnileg. Nánari upplýsingar um viku símenntunar eru á heimasíðu verkefnisins: www.vofo.no/ld
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: jämlikhet
Sverige

Ibn Rushd – starfsemi nýja fræðslusambandsins metið

Í matsskýrslunni um Ibn-Rushd – nýja fræðslusambandið er farið yfir starfsemina á reynslutímabilinu. Hægt er að panta eintak af skýrslunni á fbr-bestallningar(ät)folkbildning.se
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Alþýðufræðsluráðið flytur í nýtt húsnæði

Alþýðufræðslusambandið og Samtök sveitarfélaga í Svíþjóð og  hagsmunasamtök lýðháskóla í eigu félagasamtaka eru aðilar að Alþýðufræðsluráðinu (Folkbildningsrådet, FBR). Meðal verkefna ráðsins er að deila opinberum fjárframlögum á milli skólanna auk þess að fylgjast með starfsemi þeirra og meta hana.
Alþýðufræðsluráðið hefur flutt frá Norra Bantorget og frá og með 16. júní er starfsemin í nýju húsnæði við Rosenlundsgötuna 50 í Stokkhólmi.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: folkbildning
Sverige

Náms- og starfsráðgjöf í fullorðinsfræðslu nú og til framtíðar

Á heimasíðu CFL eru þrjár greinar um stöðu náms- og starfsráðgjafar í fullorðinsfræðslu nú og í framtíðinni.
www.cfl.se//default.asp?sid=2397
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Europa

2009 European Year of Creativity and Innovation

Europe needs to boost its capacity for creativity and innovation for both social and economic reasons. That is why the Commission has adopted a proposal to declare 2009 the European Year of Creativity and Innovation. The decision will be taken later this year by the Council and the European Parliament.
Read more: www.eaea.org/news.php?k=15611&aid=15611
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se