page

Danmark

Ný aðalskrifstofa Global Platform

Ný aðalskrifstofa verkefnisins Global Platform, hefur verið opnuð á vegum Alþjóðlega samstarfsins í Kaupmannahöfn, þetta er í framhaldi af þróun nýrrar háskólaáætlunar með þátttöku þriggja Global Platform skrifstofa; á Indlandi, Austur-Afríku og El Salvador auk Þjálfunarmiðstöðvar Alþjóðlega samstarfsins i Tansaníu TCDC. Nýju aðalskrifstofunni í Kaupmannahöfn er ætlað að bera hitann og þungann af bæði stjórnskipulagi og kennslufræði þessara fræðslumiðstöðva auk þess að vinna að útbreiðslu Global Platform í heiminum.
Þetta er metnaðarfull tilraun til þess að yfirfæra hefðbundna danska alþýðufræðslu yfir í nýjan alþjóðlegan heim - „Hnattrænn Grundtvig“, segir framkvæmdastjóri Alþjóðlega samstarfsins um nýju aðalstöðvarnar og miðstöð á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Frekari upplýsingar á slóðinni: www.dfs.dk/netavisen/navnestof/globalplatform-globalgrundtvig.aspx?umbNl=5571
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Rannsóknir staðfesta jákvæð áhrif náms

Jákvæð virkni símenntunar á líf einstaklinga hefur einnig áhrif á atvinnulífið og kostnað samfélagsins á sviði félags- og heilbrigðismála.
Rannsóknir á símenntun leiða í ljós að áhrifa hennar gætir jafnt á persónulegum og samfélagslegum sviðum. Þessar niðurstöður komu fram í rannsókn sem Palmenia, menntunar- og þróunarmiðstöð Háskólans í Helsinki gerði á áhrifum símenntunar á líf þátttakenda. Niðurstöðurnar byggja á viðtölum og spurningaeyðublöðum sem lögð höfðu verið fyrir 1744 námsmenn í símenntun.
Meðal áhrifanna sem gætti í lífi einstaklinga má nefna, bætt líkamlegt og sálrænt heilsufar, auk styrkari sjálfsmyndar sem endurspeglast í bættum samskiptum við fjölskyldu og vinnufélaga og það hefur aftur samfélagsleg áhrif sem m.a. gætir í kostnaði við félags- og heilbrigðismál.
Krækja í skýrsluna á finnsku:
www.vsy.fi/doc/Tiedote_Vaikutukset_elokuu08.pdf
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Samrunar skóla

Haustið 2008 hefja nemendur á Íslandi nám í tveimur skólum sem urðu formlega til við samruna annarra skóla þann 1. Júlí s.l.
Þá  sameinuðust Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands . Með sameiningu skólanna undir heiti og merki Háskóla Íslands, tekur gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands. Skólanum verður skipað í fimm fræðasvið og Kennaraháskólinn myndar stofninn í einu þeirra, menntavísindasviði. Önnur fræðasvið eru félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Sama dag var formleg sameining Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík í Tækniskólann skóla atvinnulífsins, sem verður stærsti framhaldsskóli landsins. Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.  Skólinn verður stærsti framhaldsskóli landsins með vel á þriðja þúsund nemendur, 250 starfsmenn og yfir 40 námsbrautir. Tækniskólinn verður rekinn með nýrri hugmyndafræði en verið  hefur í skólarekstri hérlendis m.a með því að stofnaðir hafa verið 11 undirskólar sem hver fyrir sig hefur sérstakan skólastjóra og  faglegt sjálfstæði.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Nýr fulltrúi Íslands í NVL

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir hefur störf sem íslenskur fulltrúi í NVL þann 1. október 2008.  Arnþrúður Ösp mun starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í Reykjavík, stofnunina sem hýsir NVL á Íslandi, samhliða starfinu hjá NVL.  Arnþrúður Ösp lauk kennaranámi í Danmörku og listmenntun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands.  Hún hefur starfað við kennslu og listir og undanfarin ár hefur hún verið forstöðumaður kennaranáms við Listaháskóla Íslands.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Gullverðlaun til Noregs

Á Evrópumeistaramóti í iðngreinum í Rotterdam féllu tvenn verðlaun í skaut Norðmanna. Verðlaunin hlutu þér fyrir sigur í greinunum hárgreiðslu og grafískri hönnun.
Ellefu Norðmenn sem tóku þátt í keppninni hrepptu verðlaun í sjö af átta greinum sem þeir kepptu í. Auk gullverðlaunanna tveggja hlutu þeir tvenn silfurverðlaun og þrenn brons. Þátttakendur frá 31 landi  tókust á Evrópumeistaramóti í iðngreinum (EuroSkills) í þrjá daga í september. Þeir voru dæmdir bæði fyrir framlag sitt sem einstaklingar sem og í liðum. Dómar byggja á gæðum, sköpun og getu til þess að skila unnu verki á tilsettum tíma.
Meira á:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/aktuelt/nyheter/2008/tidenes-medaljedryss-til-norge-i-yrkes-e.html?id=527099
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Eldri borgarar standa utan upplýsingasamfélagsins

Eldriborgarar, einkum þeir sem eru 65 ára og eldri, skortir þekkingu til þess að fara á internetið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um notkun breiðbands sem gerð var að tilhlutan ráðuneytis nýsköpunar- og stjórnunar í Noregi.
- Um breiðbandið er hægt að nálgast margskonar gagnleg tilboð og þjónustu, bæði frá hinu opinbera og einkageiranum. Þessi gátt verður sífellt mikilvægari og af þeim sökum er það áhyggjuefni að margir eldri borgarar eru utan hennar. Skýrslan veitir upplýsingar um til hvaða ráða er hægt að grípa til þess að hrífa þessa kynslóð inn í upplýsingasamfélagið, segir Heidi Grande Røys,  nýsköpunarráðherra.
Eldriborgurum finnst að símafélögunum beri að skapa nýjar vörur og lausnir sem henta nýjum notendum og að framleiðendur verði að láta aðstoð við uppsetningu fylgja með vörunum. Í lok skýrslunnar kemur fram að lítil þekking er á þörfum eldri borgara og fáar vörur séu framleiddar fyrir þann aldurshóp, ennfremur að nauðsynlegt sé að huga að nýjum vörum, aðstoð við neytendur og aukna þjónustu.
Í skýrslunni sem er unnin af Norsk Telecom, er greint hvers vegna margir eldriborgarar ekki kaupa breiðband. 
Hægt er að nálgast skýrsluna:
www.regjeringen.no/nb/dep/fad/pressesenter/pressemeldinger/2008/eldre-faller-utenfor-informasjonssamfunn.html?id=526407
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sjálfboðaliðastörf eru einnig góður kostur fyrir innflytjendur

Sjálfboðaliðastörf eru mikilvægur þáttur í norsku samfélagi og frjáls félagasamtök leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda innflytjendum og flóttamönnum að aðlagast nýju samfélagi.  Frjáls félagasamtök eru mikilvæg og brýnt er að þau leggi sitt af mörkum til þess að ná markmiðum um samfélag fyrir alla.  Hvernig geta þau sinnt þessu hlutverki? Sú spurning var lögð fyrir vinnuhóp sem komið var á laggirnar vorið 2008 í atvinnu- og innflytjendaráðuneytinu. Hópurinn hefur kynnt fjölda tillagna í nýrri skýrslu. 
Ein af tillögunum felst í að bæta samskipti á milli sveitarfélaga og frjálsra félagsamtaka, í annarri er lagt til að mennta samfélagsleiðsögumenn. Lesa má um fleiri tillögur á slóðinni: Pdf
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: invandrare

Samkeppni við Wikipediu

Í janúar 2009 mun nýtt Stórt norskt fjölfræðisafn koma út á www.snl.no. Aðgangur að fjölfræðisafninu verður ókeypis og gagnvirkur.
Í safninu verður að finna bæði gæðavottaðar fjölfræðigreinar og aðsendar greinar. Gæðavottað efni er samkvæmt þeim faglegu og góðu viðmiðum sem Stóra norska fjölfræðisafnið hefur verið þekkt fyrir í 100 ár, en þar að auki geta allir sem áhuga hafa á ákveðnum sviðum lagt inn greinar.
— „Nýja, Stóra norska fjölfræðisafnið á að sameina tímamóta hugmyndafræði Wikipediu og hefðbundin lögmál fjölfræðisafna – allt það besta frá  tveimur heimum. Þetta á að vera lifandi vefur, síbreytilegur en þrátt fyrir það fjölfræðisafn sem hægt er að vísa til í  heimildaritgerðum án þess að falla.“ Segir  aðalritsjórinn Petter Henriksen.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Starfsmenntun fyrir fullorðna í fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna

Í fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna er oftast áberandi meira um fræðilega námsáfanga og í flestum sveitarfélögum er boðið upp á almenna menntaskólaáfanga. Framboð sveitarfélaganna á iðnmenntun er mun takmarkaðra sökum þess að áfangar af því tagi eru umtalsvert dýrari i rekstri. 
Ríkisstjórnin leggur í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2009 að veita fjármunum til þess að auka framboð á iðnmenntun í fullorðinsfræðslu. Alls er lagt til að 1,2 milljarður SEK (rúmlega 17 milljarðar íslenskra króna) að meðtöldum kostnaði við námsstyrki, á næstu þremur árum. Lagt er til að tæplega jafnvirði 3 milljarða íslenskra króna verði veitt til málaflokksins árið 2009, um það bil 5,5 milljarða árið 2010 og árið 8,5 milljarða króna árið 2011.
www.regeringen.se/sb/d/10942/a/111679
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Áhersla á háskólamenntaða innflytjendur

Í frumvarpi sænsku ríkistjórnarinnar til fjárlaga er ennfremur lagt til að 100 milljónum SEK (14,2 milljónum íslenskra króna) verði varið til símenntunar fólks með próf frá erlendum skólum. Það er nokkurn veginn tvöföldun á framlaginu í ár. Lagt er til að mestur hluti fjármunanna renni til þess að mennta lækna.
www.regeringen.se/sb/d/10406/a/111416
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Fullorðinsfræðsluráðið fá fjármuni til þess að hvetja kvenkyns frumkvöðla

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fjármuni til jafnréttismála í alþýðufræðslunni, með sérstakri áherslu á að jafna tækifæri kvenna til nýsköpunar. Á árinu 2008 verður u.þ.b. 35 milljónum íslenskra króna veitt til þessa verkefnis. Ríkisstjórnin leggur einnig til að sömu upphæð verði veitt fyrir árið 2009. Um 20. september munu lýðskólar og fullorðinsfræðsluaðilar að fá upplýsingar um hvernig sækja beri um framlög til fræðslu í þessum tilgangi.
www.folkbildning.se
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Starfsmenntaháskóli stofnaður

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að starfsmenntaháskóla verði komið á laggirnar árið 2009. Þar á að bjóða upp á starfsmenntun sem er á háskólastigi en ekki er boðið upp á í háskólum í dag. Þetta á einkum við um löggilta starfsmenntun og símenntun á háskólastigi. Að mati ríkisstjórnarinnar verður kostnaðurinn, að meðtöldum kostnaði við námsstyrki, 50 milljónir SEK (710 milljónir ísl. króna) á árinu 2009 og tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna árin 2010 og 2011.
www.regeringen.se/sb/d/10942/a/111679
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

NVL

Raunfærnimat á Norðurlöndunum

Skýrsla Åsu Hults og Per Anderssons um raunfærnimat á Norðurlöndunum, stefnu og framkvæmd ”Validering i de nordiska länderna - Policy och praktik” er nú aðgengileg á ensku: 
www.nordvux.net/
page/726/nvlsrapporter.htm
  (krækja í skýrsluna)
www.nordvux.net/
page/6/validering.htm
  (krækja á síðu raunfærnimatshópsins)
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering

RSS

 www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 30.9.2008

Til baka á forsíðu NVL