page

Danmark

Aðlögun með fullorðinsfræðslu og símenntun

Landsmiðstöð fyrir færniþróun í Danmörku (NCK) hrindir af stað nýrri rannsókn fyrir Norrænu ráðherranefndina um aðlögun innflytjenda í gegnum fullorðinsfræðslu og símenntun.
Rannsóknin verður framkvæmd sem samanburðargreining á kringumstæðum á Norðurlöndunum og á að leiða í ljós hvort unnt er með fullorðinsfræðslu og símenntun að auðvelda  innflytjendum og afkomendum þeirra að aðlagast nýju samfélagi og ná fótfestu á vinnumarkaði.
Rannsóknin er framkvæmd í samstarfi við Háskólann í Turku, Háskóla Íslands, Gautaborgarháskólann og  NTNU, Tækniháskólann í Noregi.
Rannsókninni lýkur í árslok 2009.
Meira: www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=7764
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Alþýðufræðsla og þátttaka almennings gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagsþróun

Um þetta eru margir í þingflokki Vinstriflokksins á einu máli um. Í greinargerðinni „Gildi þátttöku alþýðunnar“ er mikilvægt hlutverk alþýðufræðslunnar til að viðahalda og þróa frjálst, opið og lýðræðislegt samfélag í hnattvæddum heimi reifað.
Greinargerðin er einskonar stefnuskrá fyrir gildi, vísbending til íbúanna um að samfélagið þarfnist þátttöku þeirra. Ritið á að senda til breiðs hóps stuðningsmanna Vinstri flokksins til innblásturs. Meðal örfárra tillagna um aðgerðir er endurskoðun á lögunum um alþýðufræðslu til þess að auka á sveigjanleika hennar. Samtímis kemur þingið á fót nefnd um alþýðufræðslu sem á að varpa ljósi á mikilvægi þátttöku almennings. Sennilega er það samkvæmt meðvitaðri ákvörðun að í erindinu er ekki að finna tilteknar tillögur. Það á að virka sem innlegg í umræðuna um gildi. 
www.venstre.dk/fileadmin/venstre.dk/main/
files/oplaeg/Folkeoplysningsoplaeg-2008.pdf
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Nýju starfsmenntaháskólarnir og BA menntun

Sorø-fundinum árið 2008 er fylgt eftir með útgáfu á riti, sem meðal annars fjallar um samspil kenninga og reyndar í BA menntun starfsmenntaháskólanna, markaðssetningu menntunarinnar, þarfir atvinnulífisins og alþjóðavæðingu. 
www.uvm.dk/08/ident.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Lög um iðnskóla til umsagnar

Frumvarp með breytingum á lögum um iðnskóla hefur verðið sent til umsagnar hagsmunaaðilunum.
Markmiðið með frumvarpinu um breytingar á lögum um iðnskóla er að aðlaga þau nýjum lögum um háskóla sem eru í undirbúningi. Þar að auki eru lagðar fram ýmsar tillögur um aðrar breytingar sem varða ekki beinlínis endurskoðun laga um háskóla.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að staða prófa sem tekin eru við starfsmenntaháskóla verði útskýrð. Hægt er að nálgast beiðni um umsögn (pdf) auk frumvarpsins (pdf) á heimasíðu menntamálaráðuneytisins. Frestur til að skila inn umsögnum er til 7.11.2008.
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Tillaga um tvöföldun námskeiða til undirbúnings fyrir grunnnám innflytjenda

Ríkisstjórnin hefur lagt til að fræðsla sem boðin er innflytjendum til undirbúnings fyrir grunnnám verði tvöfölduð.
Samkvæmt tillögunni á að auka við fræðsluna sem nú er veitt til undirbúnings fyrir grunnnám  á hálfs árs námskeiði í  námskeið sem tekur heilt ár. Mánudaginn 15. September samþykkti ríkisstjórnin efni laganna um undirbúningsnámið auk laga um framlög til mennta- og menningarmála. Áætlað er að forseti lýðveldisins leggi frumvarpið fram á Þjóðþingi Finnlands, Riksdagen n.k. mánudag.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/09/mamu_valmistava_opetus.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Útgáfa íslensku náms- og menntunarflokkunarinnar ÍSNÁM2008

Hagstofa Íslands gefur út íslensku náms- og menntunarflokkunina ÍSNÁM2008. ÍSNÁM2008 sýnir flokkun náms á Íslandi samkvæmt alþjóðlegu menntunarflokkuninni ISCED97. Í handbókinni er farið yfir skilgreiningar á stigum og sviðum náms. Jafnframt er á vef Hagstofu Íslands sýnd flokkun náms ofan grunnskóla í hinu hefðbundna menntakerfi á Íslandi á árunum 1997 til 2007 samkvæmt ÍSNÁM2008.

Við innleiðingu ÍSNÁM2008 hefur mennta- og menningarmáladeild Hagstofunnar unnið í samráði við menntamálaráðuneytið að flokkun menntakerfisins hér á landi eftir staðlinum. Samráð hefur einnig verið haft við þær alþjóðastofnanir sem Ísland starfar mest með en það eru Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD), Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Tölur um íslenska skólakerfið samkvæmt ÍSNÁM2008 má finna á vef Hagstofu Íslands, t.d. upplýsingar um fjölda nemenda eftir stigum og sviðum.
Handbók um ÍSNÁM2008 flokkunina má sækja ókeypis á vef 
Krækja

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is

Norge

60 ára þjónusta við fræðslu

Umræður um eldriborgara eru ofarlega á baugi á Norðurlöndunum. Búa þau „gömlu“ yfir nægilegri færni til þess að vera áfram virk á vinnumarkaði?

Um þessar mundir er 60 ára afmæli Folkeuniversitetet, stærsta fræðslusambands Noregs haldið hátíðlegt og afmælisbarnið lætur engan bilbug á sér finna.
Folkeuniversitetet er afar virkur eldri borgari og býr yfir færni til aðlögunar sem dugar til að starfa fjölmörg ár enn. Þetta var staðfest á norrænni hátíðarráðstefnu á Voksenåsen i Osló.
Sem dæmi um málefni sem fjallað var um má nefna: Hvaða færni verður þörf fyrir á Norðurlöndunum í framtíðinni? Alþjóðavæðingin, áskoranir sem henni fylgja og blasa við fullorðinsfræðslu og þarfir atvinnulífsins fyrir færni í framtíðinni. Bæði framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, Sigrun Vaageng og menntamálaráðherra, Tora Aasland lýstu yfir tiltrú sinni á mikilvægi hlutverki fræðslusambanda í framsýnu þekkingarsamfélagi.
www.fu.no

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Ennþá þörf fyrir undirstöðufærni í atvinnulífinu

Milljónum króna varið til fræðslu á vinnustöðunum. Framlögin eru til kennslu í lestir, ritun, reikning og upplýsingatækni
430.þúsund fullorðnir Norðmenn eiga í erfiðleikum með lestur bæði ritmáls og talnaefnis. 27 prósent af íbúum Noregs hefur ekki vald á upplýsingatækninni. Margir eru sér ekki meðvitaðir um að þeir þurfi á fræðslu að halda og sitja eftir við breytingar. Þetta kemur fram í norskum og alþjóðlegum rannsóknum.
Þess vegna hefur verið ákveðið að verja 27 milljónum norskra króna,sem samsvarar tæplega hálfum milljarði íslenskra króna,til góðar samstarfsverkefna sem hafa það að markmiði að bæta undirstöðufærni í atvinnulífinu. Það er VOX sem stjórnar verkefninu frekari upplýsingar er að finna á slóðinni:
www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=1674 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: baskunskaper

Mikilvægar ráðstafanir fyrir starfs- og iðnmenntun

Karlsen-nefndin sem fjallað hefur um starfs- og iðnmenntun skilaði skýrslu sinni „Fagmenntun til framtíðar“ til þekkingarráðuneytisins þann 20. október sl.
Þekkingarráðherra, Bård Vegar Solhjell lagði áherslu á að þrátt fyrir að starfs- og iðnmenntun væri þegar mjög góð mætti ekki sofna á verðinum, heldur vinna að því að gera hana enn betri.
„Okkur hættir til að vanmeta starfs- og iðnmenntun og því verðum við að hætta. Um er að ræða hágæðamenntun og hún veitir færni til afar mismunandi og mikilvægra starfa“ sagði þekkingarráðherra þegar hann tók á móti skýrslunni af formanni nefndarinnar Rolf Jørn Karlsen.
Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur um 80 mismunandi aðgerðir. Margar þeirra felast í því að koma í veg fyrir brottfall sem er ein helsta áskorunin sem blasir við um þessar mundir. „ Ég vona að vinna okkar leiði til áþreifanlegra aðgerða sem verða til þess að mörgum nemendum líði betur“ sagði Karlsen í kynningu sinna á niðurstöðum skýrslunnar. Skýrsluna er hægt að nálgast á slóðinni www.regjeringen.no/nb/dep/kd/dok/
NOUer/2008/nou-2008-18.html?id=531933
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Ríkisstjórnin veitir þeim sem hafa verið atvinnulausir lengi stuðning

Í sænsku fjárlögunum fyrir næsta ár er þriðji áfangi atvinnu- og þróunarábyrgðarinnar kynntur.
Markmið hennar er veita þátttakendum tækifæri til þess að öðlast starfsreynslu, eignast vinnufélaga og vera virkir í samfélaginu. Vinnumiðlun verður falið verkefnið við að mynda framkvæmdahóp þar sem ASF-ráðið (European Social Fund) í Svíþjóð leikur stórt hlutverk, með fyrirtækjum í samfélagslegri eigu, sveitarfélögum, héruðum og opinberum stofunum ofl. til þess að tryggja nægt framboð atvinnutækifæra. Þátttakendur geta fengið vinnu á allskonar vinnustöðum, eins og fyrirtækjum í samfélagslegri eigu, einkageiranum, sveitarfélögunum o.s.frv.. Þriðji áfangi hefst að loknum 450 dögum með bótum frá atvinnu- og þróunarábyrgðinni. Þátttakendur hafa reglubundið samband við Vinnumiðlunina og leiðbeinanda sinn með það fyrir augum að geta hafið aftur störf..
www.regeringen.se/sb/d/8271/
fromdepartment/8270/pressitem/110638#anc110638
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Skólaþróun styrkir Skólastofnunina

Þróunarverkefni hefur aftur verið fundinn staður í Skólastofnuninni, sem er að hluta ný stofnun, eftir að Stofnun skólaþróunar var lögð niður 1. október. Með eftirfylgni, mati, stjórnun og þróun er hinni nýju Skólastofnun ætlað að halda áfram að vaka yfir stöðu skólanna og hrinda umbótum í framkvæmd.
www.skolverket.se/sb/d/2481/a/
13647;jsessionid=38F961550AE3B237788CC8FEE5684941
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: utveckling

Vinna erlendis við löggild störf

Tækifæri til þess að stofna eigið fyrirtæki eða ráða sig til starfa í öðru landi innan ESB/EES eru grundvallar réttindi borgaranna. En hvernig ber maður sig að því að fá vinnu sem til dæmis læknir, kennari eða arkitekt erlendis? Nú er komin út bæklingur með fræðslu fyrir þann sem hefur hug á að starfa erlendis við svokölluð löggild störf.
www.hsv.se/download/
18.7a21c82b11c2deb2ac98000950363/EG-dir%28sv%29_ny+med+lankar.pdf
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Nýjar KY-menntabrautir vorið 2009

Nú er ljóst á hvaða fjórum nýjum KY-menntabrautum (KY stendur fyrir kvalifiserad yrkesutbilnding – menntun til fullgildra starfa) verður hægt að hefja nám á vorið 2009. Nýju brautirnar verða á sviðum fjármálastarfsemi/sölu og landbúnaðar. Síðar í haust munu þær brautir sem unnt verður að hefja nám á haustið 2009 njóta forgangs. Fyrirliggjandi 210 umsóknir eru í vinnslu og ákvarðanir um hverjar hægt verður að setja af stað haustið 2009 munu liggja fyrir í desember 2008.
Krækja
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Næstum 23 milljónir sænskra króna, til Evrópuverkefna um starfsmenntun

Tíu sænsk þróunarverkefni um starfsmenntun hafa fengið úthlutað samtals 22.707.00 SEK, sem jafngildir tæplega 350 milljónum íslenskra króna, frá Leonardo da Vinci, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
– Þessum verkefnum er ætlað að eiga þátt í þróun starfsmenntunar í Evrópu, segir Ulf Melin, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofunnar sem ber ábyrgð á Leonardó verkefnum í Svíþjóð. 
Markmið með þróunarverkefnum Leonardo da Vinci er að auka gæði starfsmenntunar í Evrópu með því að vinna úr og þróa verkefni sem góð reynsla er af. Verkefnin á síðan að innleiða í starfsmenntun eða atvinnulífið á landsvísu, á ákveðnum svæðum eða innan ákveðinna atvinnugreina.
Frekari upplýsingar um verkefnin veitir: Marianne Feldt, verkefnastjóri
marianne.feldt(ät)programkontoret.se
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

Europa

Lifelong Learning as a Right? European Perspectives

11th International LLinE Conference 29-31 January, 2009, Helsinki, Finland
The rhetoric of many national governments and international organisations views lifelong learning as a right for everyone. But what is the reality of lifelong learning – is it a right that is fulfilled in Europe today? How can LLL promote inclusion, empowerment, and democratisation? These will be the central questions discussed at the 11th LLinE Conference.
This conference welcomes paper and poster presentations on research, case studies and projects relevant to the theme. A selection of papers will be published in the LLinE journal in 2009. Deadline for abstracts (200 words): 17 November 2008.
Send your proposal abstract to lline(ät)kvs.fi.
Early bird registration deadline 17 November 2008. Registration by 15 December.
Further information: Miisa Holmström, Conference Assistant: conference(ät)kvs.fi
www.lline.fi
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

NVL

Hvernig sköpum við atvinnulíf framtíðarinnar?

Ráðstefna á vegum NVL 21. nóvember á Hótel KEA, Akureyri
Er yfirskrift ráðstefnu sem NVL á Íslandi stendur fyrir í samstarfi við Símey, Jafnréttisstofu, Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Samkeppnishæft atvinnulíf er ein af meginforsendum samfélags þar sem áhersla er lögð á að tryggja velferð borgaranna. Þess vegna er afar brýnt að mun fleiri en stjórnendur og eigendur fyrirtækja taki þátt í umræðum um hvað hvernig atvinnulífið mun þróast og hvaða færni verður þörf fyrir í framtíðinni. Meðal annars verður umfjöllun um skýrslu sem gefin var út á vegum NVL og Norræna .þankabankans: Færni til framtíðar
Slóðin að skýrslunni
www.nordvux.net/download/
2267/ntt_rapport_v2.pdf
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

50 góðar hugmyndir um sjálfbæra þróun

Ráðstefnan One Small step (Eitt örstutt skref), norræn ráðstefna um sjálfbæra þróun er sú þriðja í röðinni af norrænum ráðstefnum þar sem umfjöllunarefnið er sjálfbær þróun. Sú fyrsta var í Gautaborg árið 2004, sú næsta í Osló 2006 og sú fjórða verður haldin í Turku í Finnlandi.
Lesið fréttapistil Karen Brygmanns frá ráðstefnunni í Óðinsvéum 16. September 2008: 
www.nordvux.net/page/738/
nordiskklimakonferens2008.htm
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 30.10.2008

Til baka á forsíðu NVL