page

Danmark

Ný fjárlög – 143,3 milljónir danskra króna til nýrra frumkvæða

Í nýju fjárlögunum fyrir árið 2009 verður veitt fjármagni til hraðnáms í dönsku, aðstoðar við heimanám, aðstoðarkennara, til verkmenntaskóla og starfsmenntaháskóla. Alls verður 143,3 milljónum danskra króna, jafnvirði tæplega 3, 5 milljarða íslenskra, veitt til nýrra aðgerða sem styðja við markmið Velferðarsamkomulagsins sem er m.a. um að 95% árgangs ljúki námi á framhaldsskólastigi og 50% af hverjum árgangi ljúki námi á háskólastigi.
Ný frumkvæði að leiðum í námi, sem vekja áhuga nemenda, hvetja til náms og þess að ljúka námi, tilrauna- og þróunar í kennsluaðferðum og kennsluumhverfi starfsmenntunar, gæðaþróunar náms verkmenntaskólanna, styrking og marksækni í námsráðgjöf er nokkur þeirra verkefna sem veitt verður fjármagn til. Marmiðið er meðal annars; aukin gæði, minna brottfall og að stuðla að styttri námstíma nemenda. Auk þess að verður auknu fjarmagni veitt til EVA (Námsmatsstofnun Danmerkur) með það að markmiði að hraða ferlinu við vottun náms- og námseininga
Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins
E-post: Maria.marquard(ät)skolekom.dk

Ný herferð – 15 milljónir danskra króna til ímyndasköpunar starfsmenntunar

Hinni nýju 15 milljón DKK (u.þ.b. 375 milljónir ISK) herferð danska menntamálaráðuneytisins er ætlað að fjölga verknámssamningum og bæta ímynd starfsmenntunar.
Virðing er lykilorðið sem er ætlað að vekja viðbrögð atvinnulífsins og ekki síður ungu kynslóðarinnar. Markmiðið er að fjölga umsækjendum að starfsmenntun og verknámssamningum nemenda við fyrirtæki í atvinnulífinu.
Herferðin var mótuð í samvinnu menntamálaráðuneytisins og dönsku starfsmenntaskólanna, en dönsku landbúnaðarskólarnir, SOSU- leiðtogasamtökin, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið í Danmörku hafa einnig tekið þátt í verkefninu.
Nánari upplýsingar
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Aukin alþýðumenntun fyrir fatlaða

Á næstu fjórum árum verður aukalega 15 milljónum varið til þátttöku fatlaðra í alþýðumenntun.. Fjármagnið kemur úr ríkissjóði.
Í fjárlögum er nú þegar gert ráð fyrir  4.1 miljón danskra króna til  verkefnisins.  Þar að auki verður nú bætt 3,75 milljónum á hverju ári næstu fjögur ár.  Með fjárframlögunum er ætlað að greiða fyrir meiri hluta þess aukakostnaðar sem tengist þátttöku fatlaðra í alþýðumenntun.
Verkmenntaskólarnir munu einnig njóta góðs af þessu framlagi úr ríkissjóði. Alls munu 30,3 milljónir danskra króna á árunum 2009-2012, verða veitt til fjögurra verkefna sem beinast að nemendum  verkmenntaskólanna, það er meðal annars til áhættuhóps um brottfall, þeirra sem eiga við lestrar- og skriftarerfiðleika að stríða og vegna tilraunaverkefnis um aukna samvinnu verkmenntaskóla og heimila.
Nánari upplýsingar
E-post: Maria.marquard(ät)skolekom.dk

VVU, Viðbótarnám nám fyrir fullorðna – hot or not?

Um næstu áramót hefur Námsmatsstofnun Danmerkur, EVA rannsókn á námi á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna (Videregående voksenuddannelser - VVU). Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á hverjir það eru sem sækja um VVU, hvers vegna, og hvaða hindranir geta verið fyrir væntanlega þátttakendur að hefja nám á námsbrautunum.
Bakgrunnur rannsóknarinnar er að þrátt fyrir að markhópur VVU sé afar stór hafa þátttakendur á námskeiðum aðeins verið um það bil 15.000 manns á ári, samkvæmt tölum frá árunum 2004-2008. Niðurstaðna rannsóknarinnar er að vænta sumarið 2009.
Nánari upplýsingar um rannsóknina
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Framtíð-Færni-verkefni

- Nýjar rannsóknir varpa ljósi á hvers konar færni er þörf á Norður Jótlandi í framtíðinni.
Framtíð-Færni-verkefnið er greining á þörf fyrir færni og hæfni á Norður Jótlandi. Frumkvæði að verkefninu á byggðaþróunarstofa Norður Jótlands. Framtíð-Færni verkefnið er þróunar- og frumkvöðlaverkefni í samvinnu margra aðila í atvinnulífinu, og þeirra sem standa að atvinnu- og skólaþróun. Markmiðið er að gefa mynd af þörf fyrir færni í dag og í framtíðinni, í sex atvinnugreinaþyrpingum á Norður Jótlandi, sem fela í sér um það bil 50% vinnuaflsins í landhlutanum Tilgangur verkefnisins er auk þess að gefa skilaboð um hvers konar færni er hagnýtt að þróa auk þess að bæta almenna þekkingu á færniþörf við stefnumótun. Verkefnin og skýrslurnar geta gefið innsýn og innblástur til sambærilegra verkefna annarstaðar.
Nánari upplýsingar (pdf)
Allar skýrslurnar má nálgast á heimasíðum Region Nordjyllands og Beskæftigelsesregion Nordjyllands sjá slóðirnar:  www.rn.dk/RegionalUdvikling/Erhverv/FremKom.dk  og www.brnordjylland.dk.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Gæðaverðlaun fyrir starfsmenntun 2007 til Norður-Karelen og Helsinki

Menntamálaráðuneytið hefur veitt Pohjois-Karjalan koulutuskuntayhtymä og Suomen Liikemiesten Kauppaopisto - Atk-Instituutti gæðaverðlaun fyrir starfsmenntun 2008. Starfsmenntastofnunin við Centralparkens hlaut heiðurstilnefningu fyrir prófmenntun. Gæðaverðlaunin voru veitt í áttunda skipti og þau voru afhent af Sari Sarkomaa, menntamálaráðherra í Nyslott þann 11. Nóvember s.l
Markmið gæðaverðlaunanna fyrir starfsmenntun er að styrkja og hvetja fræðsluaðila og menntastofnanir til þess að meta starfsemina og koma á sífelldum umbótum á gæðum undirstöðuviðfangsefnanna. Jafnframt er stefnt að því að draga fram fyrirmyndarstarf er varðar nám í öðrum stofnunum. Ennfremur er ætlunin með gæðaverðlaununum að beina athyglinni enn frekar að starfsmenntun, svo hún verði metin að verðleikum og eftirsótt. Fræðsluaðilar sem veita grunn starfsmenntun geta fengið viðurkenningu fyrir gæði starfseminnar og fyrir sífellda þróun hennar, fyrir gæði árangursins auk fyrirmyndarstarfs við þróun starfsmenntunar.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/11/laatupalkinto.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Árangurstengd fjármögnun starfsmiðaðrar endurmenntunar

Þann 24. janúar s.l.skipaði menntamálaráðuneytið nefnd embættismanna til þess að: 1) undirbúa tillögur um skilyrði fyrir árangurstengdrar fjármögnunar starfsmiðaðrar endurmenntunar. 2) reikna út hvaða áhrif nýju ákvæðin hefðu á annars vegar kerfi fjárveitinga og hins vegar hlutfall fjármögnunar ríkisins til menntastofnana auk þess 3) að dæma hvaða áhrif breytingarnar hefðu á lagasetningu.
Starf nefndarinnar var í samræmi við verkefnið sem fólst í aukinni áherslu á próf sem grundvöll fyrir fjárveitingu.
Nefndin leggur til að árangurstengd fjármögnun til starfmiðaðrar endurmenntunar verið innleidd árið 2010. Árangurstengd fjármögnun telst vera 5 prósent af heildar fjárframlagi ríkisins til endurmenntunar og um það bil 10 milljónir evra af fjárlögum. Árangurstengd fjármögnun miðast við að nemendur ljúki lokaprófi.Greitt er til þeirrar stofnunar sem veitir þá menntun er lýkur með prófinu. Innleiðing árangurtengdrar fjármögnunar krefst breytinga á lögum og reglugerða um fjármögnun mennta- og menningarstarfs. 
Nánari upplýsingar.
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Samráðshópur vegna erfiðrar stöðu á vinnumarkaði

Í ljósi þeirra miklu hremminga sem hafa gengið yfir íslenskt samfélag síðustu vikurnar má gera ráð fyrir mikilli lægð á næsta ári með meira atvinnuleysi hér á landi en menn hafa séð um langt árabil.
Vegna þessara sérstöku aðstæðna sem hafa skapast hefur stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sett af stað samráðshóp vegna erfiðrar stöðu á vinnumarkaði.  Fulltrúar frá ASÍ, SA, Vinnumálastofnun, Starfsmenntaráði, fræðsluaðilum og menntamálaráðuneyti eiga sæti í þessum samráðshópi sem er undir forystu Ingibjargar Elsu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Meginhlutverk samráðshópsins eru:
• að vakta breytingar sem eru að verða og það sem gert er til að bregðast við þeim
• að huga að hvar og hvernig eigi að bjóða og beita þeim úrræðum sem þegar eru til, meðal annars ráðgjöf, raunfærnimati og námi
• að bæta við úrræðum fyrir einstaka hópa og huga að breyttri forgangsröðun í þeim málefnum sem til góða gætu komið fyrir hópinn
Samráðshópurinn mun reyna að kortleggja og finna menntunarúrræði fyrir þá sem lenda í erfiðleikum á vinnumarkaði en markhópur FA eru þeir sem hafa minnsta formlega menntun. Þessi úrræði eru mjög mikilvæg til að bregðast við erfiðri stöðu einstaklinga þannig að aðgengileg fullorðinsfræðsla verði valkostur fyrir þá sem minnsta menntun hafa og missa vinnuna í þeim þrengingum sem ganga nú yfir íslenskt efnahagslíf.
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is

Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast af háskólastigi á einu skólaári

Á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is kemur fram að á háskólastigi útskrifuðust 3.521 nemandi með 3.553 próf skólaárið 2006-2007. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskóla-stigi á Íslandi á einu skólaári síðan gagnasöfnun Hagstofu Íslands hófst árið 1995. Brautskráðum nemendum fjölgaði um 159, eða 4,7% frá árinu áður. Konur voru tveir þriðju (67,6%) þeirra sem útskrifuðust með próf á háskólastigi og karlar þriðjungur (32,4%) útskrifaðra.
Ekki hafa fleiri lokið meistaragráðu á Íslandi á einu skólaári til þessa eða 612 og fjölgaði um 201 frá fyrra ári, sem er fjölgun um 48,9%. Rúmlega tvöfalt fleiri luku meistaragráðu þetta ár en skólaárið 2004-2005, þegar 292 luku þessu námi. Alls luku 10 doktorsprófi á skólaárinu, 4 karlar og 6 konur. Það eru 5 færri en árið á undan.
Flestar brautskráningar á háskólastigi eru vegna nemenda sem ljúka fyrstu háskólagráðu. Þær voru 2.505 talsins skólaárið 2006-2007, og hafa ekki áður útskrifast svo margir með fyrstu háskólagráðu á Íslandi. Brautskráningum með fyrstu háskólagráðu fjölgaði um 64 frá fyrra ári (2,6%), sem er talsvert minni fjölgun en undanfarin ár.
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is

Norge

Erum við undirbúin fyrir morgundaginn?

Norska ríkisstjórnin vill þróa velferðarsamfélag þar sem einkennist af aðlögun, samstöðu og grósku. Með þetta að leiðarljósi er nú unnið að undbúningi frumvarps sem hefur hlotið vinnunafnið Undirbúin undir framtíðina.
Til þess að vera undirbúinn er brýnt að þekkja þörfina fyrir færni og vita  hvort námstilboð eru í samræmi við þarfir atvinnulífsins  og einstaklinganna. Við undirbúning frumvarpsins leggur ríkisstjórnin áherslu á að draga saman þá þekkingu, sem fyrir hendi er um þarfir einstaklinga og atvinnulífsins, æskilegt er talið að komast að því hvernig hægt er að samhæfa menntun og atvinnulíf auk þess að skoða nánar hvernig unnt er að meta þá færni sem einstaklingar hafa aflað sér utan við hið formlega menntakerfi.
Nánari upplýsingar.
Ef þú hefur hug á að kynna þér efnið nánar geturðu nálgast norrænu skýrsluna um færni til framtíðar; Fremtidens kompetenser á slóðinni www.nordvux.net/download/2623/ntt_rapport.pdf
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Gerið umhverfisrannsóknir sýnilegri

Lög um margbreytni náttúrunnar eru til umfjöllunar hjá norsku ríkisstjórninni. Með nýjum lögum er reynt að festa ákvæði um að umhverfisstjórnun verði að byggja á þekkingu í lög.
„Við þörfnumst þekkingar til þess að geta tekist á við þær flóknu áskoranir sem blasa við í umhverfismálum. Auk þess er þörf fyrir að raddir vísindamannanna heyrist í umræðunni til þess að auka á trúverðugleika þeirra“, sagði Heidi Sørensen þegar hún opnaði vísindaráðstefnuna Umhverfið 2015 í nóvember.
Umhverfið 2015 var sett á laggirnar til þess að gæta að þörf fyrir nýja þekkingu sem tengist umhverfismálum, styrkja stefnu í umhverfisrannsóknum og víkka þátttöku í rannsóknum.
Nánari upplýsingar
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Yfirstjórn verkmenntaskóla flytur til Västerås

Það er nú ljóst aðaðalskrifstofa nýrrar yfirstjórnar verkmenntaskólanna verður staðsett í Västerås, þar eru nú engar opinberar stjórnsýslustofnanir. Stofnunin mun einnig reka skrifstofu í Hässleholm.
– Í Västerås eru góðar aðstæður fyrir þessa nýjus tofnun. Í bænum er rík hefð fyrir iðnaði og þar eru einnig háskólar, segir menntamálaráðherra Jan Björklund.
Framhaldsmenntun í iðn- og starfsnámi sem ekki tilheyrir háskólanámi býðst eftir ýmsum leiðum m.a. sem viðurkennd starfsmenntun (kvalificerad yrkesutbildning, KY) og í formi viðbótarnáms.
Til þess að styrkja ímynd þessara menntunarleiða, tryggja gæði námsins ásamt því að auka réttaröryggi nemenda stefnir ríkisstjórnin að því að leggja fram frumvarp um að setja á fót verkmenntaskóla til þess að sameina þessar menntunarleiðir. Áætlað er að hægt verði að hefja nám í verkmenntaskólanum þann 1.júli 2009. 
Áætlað er að 55 starfsmenn starfi við stjórnsýslu verkmenntaskólanna og að verkefnum verði skipt jafnt á milli Västerås og Hässleholm. Með tveimur skrifstofum mun þekkingin frá KY stofnuninni varðveitast og stofnunin mun geta greint á milli veitingu starfsleyfa og annarra verkefna sem fylgja þarf eftir.
LINK
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

Útnefnt í sænska nemanefnd

Jan Björklund útnefndi þann 4 nóvember 2008 formann og fulltrúa í sænska nefnd sem starfar að málefnum iðnnema.
Nefndinni er ætlað að vera ráðgefandi fyrir tilraunaverkefni um þróun verknámssaminga í framhaldsskólum, sem hófst á haustmisseri 2008. Nefndin á einnig að stuðla úrbótum á vinustaðanáminu og hafa þannig áhrif á gæði og innihald námsins.
Per Thullberg framkvæmdastjóri sænsku skólaþróunarstofnunarinnar Skolverket hefur verið tilnefndur formaður nefndarinnar. Per Thullberg er prófessor í sögu og hefur meðal annars starfað sem skólastjóri Södertörns háskólans.
www.regeringen.se/sb/d/10408/a/114888
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

Åland

Nýjar reglur um framlag til alþýðumenntunar

Ríkisstjórn Álandseyja hefur lagt fram frumvarp til nýrra laga um framlag ríkisstjórnarinnar til fræðslusambanda.
Samkvæmt frumvarpinu mun framlag ríkisstjórnarinnar aldrei verða hærra en sem nemur 85% af viðurkenndum kostnaði fræðsluaðila. Framlaginu er ætlað að mæta kostnaði við stjórnun, leshringi og námskeið auk kostnaðar vegna sérstakra þróunarverkefna eða annarra sérverkefna sem snúa að fræðslustarfinu. Fræðsluaðilar geta einnig fengið styrk til fyrirlestra og námsstefna. Með frumvarpinu hyggst ríkisstjórnin endurskoða markmið og tilgang alþýðufræðslunnar, sem er að hvetja til sífellds náms allt lífið, virkja þegnana og efla lýðræðið auk þess að hvetja til samfélagsþátttöku. Til þess að fá styrk verður starfsemin að vera samkvæmt markmiðunum.
Frekari upplýsingar á slóðinni
Viveca Lindberg
E-post: vivve(ät)living.ax

Färöarna

Umræður um þróun menntunar í Færeyjum

Niðurstöður færeysku PISA – rannsóknarinnar voru afar lakar miðað við niðurstöðurnar á hinum Norðurlöndunum. Umræður hófust strax um hverjar ástæður þessa gætu verið og hvernig standa ætti að þróun skólastarfs.
Umræðurnar beindust einkum að ónægri menntun kennara, ófullkomnum bókasöfnum og lélegs almenns aðbúnaðar í skólunum, sem ástæðum þess að menntun nýtur lítillar virðingar í  Færeyjum. Þá er staðreyndin einnig sú, að langur vegur er frá framleiðslusamfélagi þar sem flestir fást við fiskveiðar og fiskvinnslu til nútíma þekkingarsamfélags. Þess vegna munu Færeyingar leggja meiri áherslu á skólann og kennaramenntun í framtíðinni.  
Ennfremur á að styrkja stoðir háskólamenntunar. Sameina á Hjúkrunarskólann og Kennaraháskóla Færeyja háskólanum í Færeyjum, Fróðskaparsetur Føroya (http://setur.fo/en/university/).
Sameina á allt húsnæði háskólans undir eitt þak.

 

Heimild: Tjaldur tíðindi 2008, útgefið af Tjaldi – vináttufélagi Finnlands og Færeyja. Text: Martina Huhtamäki

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Europa

Menningararfur aðgengilegur fyrir alla

Þann 20. nóvember var Europeana opnuð en það er sameiginlegt vefgátt fyrir evrópskan menningararf. Nú þegar eru aðgengilegar tvær miljónir stafrænna verka, s.s. myndefni, bækur, dagblöð, hljóð og kort, á vefnum Europeana og fleiri bætast við á hverjum degi frá skjala- og, bókasöfnum og öðrum söfnum hvaðanæva að í Evrópu.
Það er varla hægt að ímynda sér þá möguleika sem þetta veitir námsmönnum, listaðdáendum og vísindamönnum til að læra af, tengja saman og rannsaka menningarverðmæti allra þátttökulandanna á netinu, segir forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins José Manuel Barroso.
Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.abm-utvikling.no/digitalt-abm/europeana-har-apnet.html
www.europeana.eu
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: bibliotek, databas

NVL

Námstefna: Aðstoð við gerð Nordplusumsókna

CIRIUS og NVL bjóða ráðgjöf fyrir væntanlega umsækjendur um Nordplus Voksen verkefni, í tengslum við næsta umsóknarfrest fyrir rammaáætlun Nordplus, þann 1. Mars 2009.
Það skal skýrt tekið fram að námstefnan er ekki forval fyrir nordplusverkefni, heldur er henni einvörðungu ætlað að vera tilboð um ráðgjöf við þátttakendur að skrifa góða umsókn.
Um 30 þátttakendum verður boðin þátttaka. Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:
1. Verkefnahugmyndin þarf að vera samkvæmt markmiðum áætluarninnar
2. Búið verður að finna samstarfsaðila
3. Hugmyndin þarf að vera fullmótuð
Tími:  Mánudagur 2. febrúar 2009 kl. 10-15
Staðsetning: CIRUS, Fiolstræde 44, 1171 Kaupmannahöfn K
Þátttaka í námstefnunni er ókeypis, en þátttakendur vera sjálfir að standa straum af kostnaði við ferðir og uppihald. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar í byrjun desember á heimasíðum NVL og CIRIUS.  Ef þú hefur áhuga á að fá senda dagskrá og umsóknareyðublað, vinsamlega sendu tölvupóst sem fyrst til Benediktu Harris, CIRUS bha(ät)cirusmail.dk
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: projekt

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 27.11.2008

Til baka á forsíðu NVL