page

Danmark

Nefndin Framhaldsmenntun fyrir þá sem litla menntun hafa verður lögð niður

Danska þingið samþykkti þann 4. desember frumvarp til laga um að leggja niður nefndina Framhaldsmenntun fyrir þá sem litla menntun hafa (Rådet om Kortuddannedes Fortsatte Uddannelse (KFU-rådet)). Nefndin verður lögð niður frá og með 1. janúar 2009. Hlutverk nefndarinnar hefur verið að ráðleggja menntamálaráðherra um menntunarþarfir þeirra sem litla menntun hafa.
Ráðgafaverkefnunum verður í framtíðinni deildt á tvær aðrar starfandi nefndir: Nefnd um starfstengt viðbótarnám fyrir fullorðna, (Rådet for Erhvervsrettet Voksen- og efteruddannelse (REVE),  sem samhliða þessu breytingum mun skipta um nafn og heitir nú; Nefnd um fræðslu og endurmenntun fullorðinna (Rådet for Voksen- og Efteruddannelse (VEU-rådet)) og Nefnd um atvinnutengt grunnnám (Rådet for de grundlæggende Erhvervsrettede Uddannelser (REU)).
Lestu meira
E-post: Maria.Marqurad(ät)skolekom.dk

Ráðstefnuna ”Menningarheimar mætast og fjölmenningarfærni”

Fjölþjóðlegir minnihlutahópar hafa ekki verið fyrirferðamiklir í almennum fræðslunámskeiðum á undanförnum árum. En það má bæta úr því. Jákvæð og fjölbreytt reynsla af fundum þar sem menningarheimar mætast og þátttakendur auka færni sína í fjölmenningu, varð hinnblástur fyrir undirbúning ráðstefnu fyrir meðlimi DFS sem haldin var á Kollekolle.
Frá DOF til DUF og frá Efterskoleforening til Grænseforening fengu þátttakendur fjölda raunhæfra dæma um hvernig almenna fræðslan getur unnið með menningarheimum sem mætast.  Kynnt voru frumdrög að verkefnum og útfærðar áæltlanir með mjög fjölbreyttu sviði.
Lestu meira.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Sophia – þankabanki fyrir vísindi og rannsóknir

Sophia er samráðshópur sem byggir á lýðræðislegum og húmanístiskum gildum og vinnur með stefnumarkandi greiningu á því umhverfi sem snertir nám og kennslu. Í Sophia vilja men reyna að skilgreina nýleg þróunareinkenni og væntingar til þróunar menntastofnanna og því samhengi að skilgreina og lýsa nýstárlegum þróunarmöguleikum til úrlausna.
Sophia er uppbyggileg og gagnrýnt mótvægi við þá endurskoðuðu frjálshyggju í menntakerfinu sem núverandi dönsku ríkisstjórnarflokkarnir Venstre og Konservative fylgja. Í desember útgáfu tímaritsins Magisterbladet er meðal annars vitnað í oddvita Sophia, Pia Kjeldsen að VK (Venstre og Konservativ) ríkisstjórnin væri með frjálshyggju endurskoðun sinni vel á veg komin að brjóta niður grundvallaratriði velferðarsamfélagsins: lýðræðislega þekkjandi borgarar sem huga að samfélagslegri ábyrgð.  Þess í stað eru við á leið í átt að eftirliti með einstaklingum og samfélagi byggðu á vantrausti.
www.sophia-tt.org
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Innflytjendur hafa jákvæð viðhorf til náms

Fræðsluráðið hefur látið gera úttekt á stöðu menntunar ungra innflytjenda í Finlandi. Þekking þeirra er lakari en finnskumælandi samanburðarhópurinn en viðhorf þeirra til náms er jákvæðara.
Þekking nýbúanemendanna í ýmsum námsgreinum er að meðaltali lakari en finnskumælandi nemenda í samanburðarhópi, þegar þekking var mæld með stöðluðum prófum Fræðsluráðsins.  Viðhorf nýbúanemendanna til skólans og námsins er þó jákvæðara en finnsku nemendanna.  Með samanburði á meðaleinkunnum kemur í ljós að annarrar kynslóðar innflytjendum gengur best í námi meira að segja betur en innfæddum.  Innflytjendur frá löndum utan Evrópusambandsins hafa lakasta meðaltalið. Stúlkum í hópi innflytjenda gengur getur í námi en strákum. 
Í öllum hópum innflytjenda hefur verið algengara að nemendur velji menntaskóla fram yfir starfsmenntun þegar sækja um nám á framhaldskólastigi.  Nemendur með innflytjendabakgrunn sækja um og komast í menntaskólana með lakari vitnisburð en innfæddir.
www.oph.fi/svenska/page.asp?path=446,466,88120
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Mer om: invandrare

Árangursríkar heimsóknir á vegum Kunskapslyftet

Í Kunskapslyftet hefur fullorðinsfræðslu verið hagað á nýjan hátt. Samkvæmt áætluninni er markvisst farið til markhópsins. Þetta er kölluð leitandi starfsemi. Yfirleitt fer þetta þannig fram að leiðbeinendurnir, sem annars eru með aðsetur í fræðslustofnun, fá aðsetur í fyrirtækjum og á vinnustöðum. Með þessu móti hafa orðið víxláhrif leiðbeinenda og markhópsins. Áhersla er lögð á leiðsögn og ráðleggingu ásamt því að ýta undir þróun námsfærni með það fyrir augum að draga úr líkum á námserfiðeikum
Með þessum heimsóknum hefur með árunum tekist að ná til þeirra sem vegna aldurs og grunnmenntunar hafa minnstan áhuga á menntun. Þann 1. desember 2008 höfðu um það bil 24.000 manns hafið nám og lokið um það bil 15.600 fagprófum, fagáföngum, tölvuskírteina eða hluta prófa fyrir tölvuskírteini. 854 hófu sænskunám. Í þeim hópi hefur 427 prófum og áföngum verið lokið.
Með því að leggja áherslu á leiðsögn og ráðleggingar hefur tekist að draga úr námserfiðleikum og brottfalli úr námi. Að meðaltali hafa námsmenn í Kunskapslyftet síður fallið frá námi en aðrir fullorðnir námsmenn.
Tilgangur Kunskapslyftet, sem hófst 2003, er að fá fleiri úr hópi þeirra sem hafa stysta skólagöngu í nám sem er skipulagt fyrir fullorðið fólk. Þau sem eru á aldrinum 30-59 ára og eru á vinnumarkaði auk þeirra sem eru orðin 25 ára og hafa ekki lokið grunnskóla hafa í Kunskapslyftet fengið fleiri námstilboð og fleiri möguleika til náms. Kunskapslyftet er í boði víða í Finnlandi. Það er ráðstöfun í fullorðinsfræðslu á vegum menntamálaráðuneytisins en rekið sem þríhliða verkefni undir stjórn lénsstjórna. Fræðslustofnanir hafa með sér samstarf á landsvísu og ákveðnum svæðum auk þess sem þær hafa farið yfir hefðbundin landamæri fræðslu og eiga þar að auki samstarf við samtök atvinnulífsins.
Námið er ókeypis fyrir þátttakendurna. Kunskapslyftet lýkur 31. desember 2009. Frekari upplýsingar: Marja Pakaste, verkefnastjóri, sími 0400 693 887 og tölvupóstfangið marja.pakaste(hjá)laaninhallitus.fi
www.noste-ohjelma.fi/sve/default.asp
E-post: Larry.Karkkainen@folkhogskolor.fi

Island

Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni 1. janúar 2009

Styrkur norræns samstarfs felst meðal annars í þeim sveigjanleika að vinna má þvert á fagsvið. Þess vegna ákvað menntamálaráðuneytið að leggja fram sameiginlega formennskuáætlun á sviði vísinda, menningar og mennta undir kjörorðinu Menntun, sköpunarkraftur og frumkvæði á tímum hnattrænna breytinga. Með því vill ráðuneytið leggja áherslu á að markmiðum okkar verður ekki náð nema í samstarfi þessara þriggja fagsviða og annarra þvert á fagleg mörk. Hæfni Norðurlanda til aðlögunar, nýsköpunar og frumkvæðis til að mæta breytingum á sér skýrar menningarlegar rætur. Að auki gegnir þverfagleg samvinna og tengsl listsköpunar og menningar við atvinnulífið lykilhlutverki þegar fjallað er um norræna nýsköpun. Samkennd Norðurlanda og áratugareynsla í árangursríkri samvinnu byggist á sameiginlegum gildum og menningarlegum grunni sem mikilvægt er að hlúa að. Í ljósi þess munu Íslendingar leitast við að sameina áherslur sínar á sviði vísinda, menningar og mennta undir formerkjum menntunar, sköpunarkrafts og menningarlegrar hæfni til nýsköpunar og frumkvæðis. Þá munu Íslendingar fylgja eftir norrænni málstefnu og stuðla að átaki til að auka áhuga á menningar- og málskilningi milli landanna með það fyrir augum að auka samkennd milli þeirra.
Formennskuáætlun menntamálaráðuneytis á sviði vísinda, menningar og mennta hefur verið gefin út á íslensku, dönsku og finnsku og má finna á vef menntamálaráðuneytis www.menntamalaraduneyti.is
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is
Mer om: forskning, språk

Norge

Færni og rannsóknir styrkja hæfileika til skapandi hugsunar

Norska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um nýsköpun í Stórþinginu í desember. Í frumvarpinu er lagt til að styrkja fjölda nýjunga með það að markmiði að veita fólki tækifæri til þess að þróa og nýta ráðsnilld sína og færni.
Atvinnu- og viðskiptamálaráðherra Brustad lagði áherslu á að öruggt velferðakerfi sé undirstaða nýsköpunar og verðmætaaukningar. Að efla verðmætisaukningu á aftur sinn þátt í að fjármagna ný og bætt úrræði í velferðarkerfinu. Þannig er fylgni og gagnkvæmur styrkur á milli verðmætisaukningar og velferðar.
Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin stefnir að skapandi samfélagi, með skapandi fólki í skapandi fyrirtækjum með langtíma þekkingaröflun. Lesa má frumvarpið og tillögurnar á slóðinni.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Fjölbreytni kostur í samkeppni

Í byrjun desember hlaut sveitarfélagið Lørenskog fjölbreytniverðlaunin 2008. 11,2% starfsmanna sveitarfélagsins tilheyra minnihlutahópum.
Í sveitarfélaginu er markvisst unnið að því að skipuleggja fjölbreytni. Dómnefndin hrósar sveitarfélaginu fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni á öllum sviðum. Í Lørenskog  sveitarfélaginu er litið á fjölbreytni sem kost í samkeppni og áhersla er lögð á að ráða hæft starfsfólk úr röðum íbúanna. Í sveitarfélaginu er stór hluti íbúanna sem á rætur sínar að rekja til minnihlutahópa og þessi auðlind  er vel nýtt. Árið  2007 var sérstöku verkefni, þar sem markvisst var unnið að því að ráða innflytjendur, hrint í framkvæmd. Í rökstuðningi fyrir verðlaunaveitingunni kemur m.a. fram að hvívetna í sveitarfélaginu, frá minnstu einingum og upp í skóla, hjúkrunarheimila og heilbrigðisstofnanna sé lögð áhersla á fjölbreytni. Þetta sé gott dæmi um að fjölbreytni sé gagnleg, hún  stuðli að virðisauka sem leiði til betra samfélags. Fjölbreytniverðlaunin eru veitt af atvinnu- og innflytjendaráðuneytinu í samstarfi við aðila atvinnulífsins.  Lestu meira.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Vilja meiri menntun

58% þeirra sem eru á vinnumarkaði í Noregi óska eftir frekari menntun. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vox gerði.
Launahækkun og tækifæri til þess að takast á við ögrandi verkefni í vinnunni eru þeir þættir sem helst hvetja til þátttöku i námi. En á sama tíma telur meira en helmingur íbúanna að eigin færni sé meiri en starfið sem þeir gegna gerir kröfur um, að undanskyldum erlendum tungumálum og upplýsingatækni. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þörf er á að bæta upplýsingar námstilboð sérstaklega ætluðum fullorðnum. Aðeins 13 prósentum er kunnugt um leiðir til þess að stytta sér nám eða fá skírteini sem byggir á mati á raunfærni.
Íbúabarómeter Vox er að finna á slóðinni.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Tækniskólar og verkmenntaskóla fá aukið fjárframlag

Svo kallaður kreppupakki ríkisstjórnarinnar, sem hefur 8,3 milljarða til ráðstöfunar á árinu 2009, felur meðal annars í sér framlög til náms fyrir fullorðna nemendur í tækniskóla og verkmenntaskóla. Lagt er til að framlagið verði notað til þess að auka námsframboð í tækniskólum og verknáms fullorðinna. Þar að auki er lagt til að fleirum verði gert kleift að fá hærri styrkinn í námsstyrkjakerfinu til verknáms fyrir fullorðna.
Í tækniskólum verður hægt að fjölga ársnemum um 1.000 árið 2009, 2.000 árið 2010 og 1.000 árið 2011. Í  verknámi fullorðinna verður hægt að fjölga um 3.200 árið 2009, 3.900 árið 2010 og 1.600 árið 2011. Fjölgunin á að vera í samræmi við raunverulega þörf vinnumarkaðarins. Hluta fjárins verður varið til sænskunáms í verkámi.
Til þess að hvetja fleiri til að sækja um verknám fyrir fullorðna munu þau sem eru orðin 25 ára eiga kost  á að halda hærri námsstyrknum árið 2009 og 2010 ef þau hafa ekki skírteini um námslok..
www.regeringen.se/content/1/c6/11/70/36/d1380200.pdf
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Nýr einkunnakvarði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýjan einkunnakvarða.  Einkunnakvarðinn á að vera í 6 stigum með 5 þrepum, A-E sem er gefið fyrir staðið og eitt þrep F sem er ekki staðið.  Þegar  vantar grundvöll fyrir einkunnagjöf er það táknað með striki. 
www.regeringen.se/sb/d/10408/a/115030
www.regeringen.se/sb/d/10003/a/115617
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Háskólapróf þýðir starf

Mjög hátt hlutfall, 95 prósent, þeirra sem fyrir þremur árum luku prófi í grunn- og rannsóknarnámi háskólanna höfðu vinnu í apríl 2008. Þetta staðfestir Hagstofa. Þau sem höfðu vinnu fengu meira að segja vinnu við hæfi menntunar sinnar. Hlutfall þeirra sem höfðu vinnu var hærra hjá innfæddum en innfluttum sem höfðu háskólapróf, 96 á móti 90 prósentum. Hlutfall innfluttra karla var 86%.
Konur og karlar í hópi þeirra sem höfðu próf úr grunnnámi fengu jafn auðveldlega vinnu. Konur reyndust frekar fá ”rétta” vinnu en karlarnir. Með hliðsjón af prófi unnu þau sem höfðu menntað sig í húmaniskum fræðum, á listasviði og tæknifræðingar oftar en aðrir á öðru sviði.
Lestu meira (pdf).
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se

Tillaga að skiptingu ríkisframlags til lýðháskólanna á árinu 2009 er tilbúin

Almenn áhrif af hækkun ríkisframlags til lýðháskólanna sjást á því að virði þátttakendaviknanna hækkar úr 1.410 krónum í 1.435 krónur. Lýðháskólarnir í Gautaborg og  Sjövik fá hvor um sig 840.000 krónum meira 2009 til áframhaldandi tilraunaverkefna í lýðháskólanámskeiðum með samtökum bæði sígauna og íslama. Framlagið til gæðastarfsins verður veitt áfram þannig að hver lýðháskóli um sig fær 100.000 krónur.
www.folkbildning.se
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: folkbildning

NVL

Upplýsingafundur um Nordplus Voksen þann 14. Janúar 2009

– í beinni útsendingu frá fræðslumiðstöðvum í Svíþjóð og á Netinu
Staður: Allar fræðslumiðstöðvar í Svíþjóð sem hafa tilkynnt að þær ætli að efna til staðbundins upplýsingafundar á sínum svæðum. 
Tími: 14.1.2009, kl. 14.00-16.00
Þátttökutilkynning: Þátttöku fræðslumiðstöðva verður að tilkynna eigi síðar en 22. desember. Með tölvupósti til gun.lundberg@kristianstad.se, eða í síma 0733- 13 60 82. Vinsamlega látið upplýsingar um netfang og símanúmer þess aðila hjá miðstöðinni, sem sér um samskipti fylgja, svo hægt sé að senda frekari upplýsingar til hans.
Útsendingin er styrkt af fjárveitingu NVL.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: projekt

Námskeið um gerð Nordplus umsókna í Danmörku

2. Febrúar 2008, kl. 10:00 – 15:00 Staður: CIRIUS, Fiolstræde 44, 1171 København K
CIRIUS og NVL bjóða ráðgjöf fyrir væntanlega umsækjendur um Nordplus Voksen verkefni, í tengslum við næsta umsóknarfrest fyrir rammaáætlun Nordplus, þann 1. Mars 2009. 
Um 30 þátttakendum verður boðin þátttaka. Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:
1. Verkefnahugmyndin þarf að vera samkvæmt markmiðum áætlunarinnar
2. Samstarfsaðilar verða að vera fyrir hendi
3. Hugmynd að verkefninu þarf að vera fullmótuð
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar í viku 50 á heimasíðum NVL og CIRIUS einnig á slóðinni:www.nordplusonline.org
Frekari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu NVL á slóðinni:
www.nordvux.net/page/764/nordplusvuxenmotesplatser.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se
Mer om: projekt

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 18.12.2008

Til baka á forsíðu NVL


God Jul och Gott Nytt År

Glædelig Jul og Et Godt Nytår

Gleðileg jól og farsælt komindi ár

Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi

Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta

God Jul og Godt Nyttår

Gledilig Jól og Gott Nyttár

Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi

Merry Christmas and Happy New Year