„Ævinám má ekki verða að möntru“

Hver á að standa straum af kostnaðinum við nám í framtíðinni? Ótal aðilar lýstu eftir betri fjárhagslegum módelum fyrir nám framtíðarinnar og raunfærnimat í evrópsku starfsmenntavikunni í Helsinki. Finnski menntamálaráðherrann Li Andersson lagði sérstaka áherslu á bætta grunnleikni.

 
Fr.v. Paneldeltagare Åshild Olaussen, föredragshållare Ragnhild Lied och paneldeltagare Jorma Malinen på första raden. Foto: Camilla Lindberg Fr.v. Paneldeltagare Åshild Olaussen, föredragshållare Ragnhild Lied och paneldeltagare Jorma Malinen på första raden. Foto: Camilla Lindberg

Ein mikilvægasta spurning framtíðarinnar hvað varðar félagslegt réttlæti snýst um tækifærin sem fólk fær til símenntunar, sagði Li Andersson menntamálaráðherra í Finnlandi. Framlag hennar til málþings um ævinám í evrópsku starfsmenntavikunni í Helsinki var langt og uppörvandi framsöguerindi.  

Menntamálaráðherra Finna lagði áherslu á mikilvægi þess að fólk öðlist nægilega góða grunnleikni í grunnnámi. Finnar hafa löngum verið fremstir þjóða á því sviði en nú þurfa þeir að taka sig á. Li Andersson vakti einnig athygli á hvaða færni yrði mikilvægust til framtíðar.  

– „Að læra að læra“ verður það mikilvægasta sem skólinn verður að sjá til þess að nemendur læri. 

1.jpg

Menntamálaráðherra Finna, Li Andersson kynnti mörg atriði sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar. Mynd: Camilla Lindberg

Lágt menntunarstig karla

Menntamálaráðherra Finna vakti athygli á þeirri staðreynd að reynslan sýnir að þeir einstaklingar sem mesta þörf hafa fyrir menntun er þeir sem síst sækja sér menntun.   

– Í Finnlandi eru það fyrst og fremst hámenntaðar konur frá Suður-Finnlandi sem eru áfjáðar í að afla sér meiri menntunar. Í stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar felast aðgerðir sem sérstaklega eru ætlaðar til þess að ná til karla með litla menntun að baki. 

Li Andersson vakti athygli á ástæðum fyrir því að einstaklingar forðast símenntun. 

– Þær eru skortur á tíma, peningum og hvatningu. Af þeim tel ég hvatninguna þá sem torveldast er að vinna bug á. 

Fjármunir og ný líkön 

Markmið málþingsins þann 16. október 2019 var að vekja athygli á ólíkum aðgerðum á Norðurlöndum á sviði ævináms.  

Þarfir atvinnulífsins breytast mjög ört og á því sviði leika ólíkir félagslegir aðilar afgerandi hlutverk við að koma á traustu menntakerfi sem veitir undirbúning undir starfsmenntun. 

Miðlæg þemu sem endurtekið komu fram á málþinginu snerust um þá aðlögun sem tækninýungar og umhverfismál gera kröfu um á heimsvísu. 

Spurning sem endurtekið kom upp í ólíku samhengi snérist um fjármögnun. Hver á að greiða fyrir herlegheitin? Hvernig er unnt að þróa haglíkön sem ná yfir aðra aðila en hið hefðbundna opinbera menntakerfi? 

Norðurlöndin geta bætt sig 

Einn liður á dagskrá voru pallborðsumræður undir yfirskriftinni: Að byggja ævinám í sameiningu – norræna leiðin.  

– Við á Norðurlöndun erum góð í að vinna saman og miðla reynslu okkar og þekkingu sagði Hildur Oddsdóttir, fulltrúi Íslands í NVL sem jafnframt var fulltrúi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. 

Hún nefndi NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) sem dæmi um góðan og þróaðan vettvang miðlunar.   

Fram kom í máli Åshild Olaussen, aðalráðgjafa frá Unio sem eru fjölmennustu launþegasamtök háskólamenntaðra í Noregi, að hún teldi að enn væru mörg úrlausnarefni óleyst á Norðurlöndunum. 

– Við megum ekki vera of fljót til að berja okkur á brjóst. Í Noregi hefur þeim sem sækja sér menntun fækkað umtalsvert á undanförnum árum.  

5.jpg

Sari Gustafsson stjórnaði pallborðsumræðunum þann 16. október. Frá vinstri Hildur Hrönn Oddsdóttir, Samuel Engblom, Åshild Olaussen og Jorma Malinen. Mynd: Camilla Lindberg

Leggja þarf áherslu á grunnleikni

Jorma Malinen sem er formaður finnska stéttarfélagsins Pro lét í ljósi ugg yfir því sem nú væri að koma í ljós þegar ábyrgðin á menntun hefur að hluta til flust yfir í ólík fyrirtæki.  

– Þar höfum við tekið eftir að launþegar búa ekki lengur yfir nægilega góðri grunnleikni og það veldur erfiðleikum við símenntun fólks. Það er afar mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri. 

Á Íslandi þar sem atvinnuleysi er lítið, hafa ákveðnar þarfir komið fram, sagði Hildur Hrönn Oddsdóttir. 

– Margir sem hafa verið lengi við störf til dæmis í iðnaði hafa enga formlega menntun og þeir þyrftu nú að gangast undir mat á raunfærni til þess að fá þekkingu og færni skjalfesta með það að markmiði að fjölga tækifærum til starfsframa. 

Töfrastafurinn 

Samuel Engblom sem fer fyrir samfélagssviði Bandalagi opinberra starfsmanna (TCO) í Svíþjóð lýsti eftir nákvæmari skilgreiningu á því hvaða færni er talin nauðsynleg þegar rætt erum ævinám. 

– Við verðum að vera mun nákvæmari. Annars verður ævinám bara mantra. 

Stjórnandi pallborðsumræðnanna Sari Gustafsson leyfði aðeins eitt orð sem svar við síðustu spurningunni.  

Ef þú hefðir töfrastaf í hendinni og þú mættir breyta einu atriði varðandi ævinám. Hvað myndirðu velja? 

– Gleði var svarið frá Finnlandi.

Í Svíþjóð var lýst eftir meiri sveigjanleika og í Noregi tíma. 

Á Íslandi var På Island var svarið hvasst:

– Peninga!

Raunfærnimat frá norrænu sjónarhorni 

Í starfsmenntavikunni kynnti Anni Karttunen skýrslu frá NVL undir titlinum Hlutverk náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimati á Norðurlöndunum. Hún beindi einkum sjónum að þeim áskorunum sem blasa við og tillögum að úrræðum sem koma fram í skýrslunni.

Þátttakendur voru um það bil sjötíu einstaklingar hvaðanæva að Evrópu og þar voru fulltrúar atvinnulífsins, rannsakenda og þróunaraðila. 

Eyrnamerkt fjárframlög

Anni Karttunen er sérfræðingur á sviði menntunar (frakvæmdastjóri Globeeu) og meðlimur í sérfræðinganeti NVL. 

– Ég tók sérstaklega eftir einu atriði. Áður en mitt erindi hófst deildi Pedro Moreno da Fonseca frá Evrópsku starfsmenntastofnuninni (CEDEFOP) nokkrum meginhugmyndum er varða uppgötvanir stofnunarinnar. Þær tengjast greinilega þeim sem við höfum gert hér á Norðurlöndunum.   

Anni Karttunen lagði áherslu að mikilvægi þess að mennta kerfisbundið þá sem koma að framkvæmd raunfærnimats. 

– Á Norðurlöndunum eru engin dæmi eru framboð á námi um raunfærni, hvorki í grunnnámi kennara né námi náms- og starfsráðgjafa. 

Hin áskorunin sem blasir við er að eyrnamerkja fjárframlög til ráðgjafar í raunfærnimati. 

– Þetta á sérstaklega við um ef náms-og starfsráðgjafinn vinnur í annarri stofnun er þeirri býður upp á raunfærnimatið.  

Anni Karttunen lýsti jafnframt eftir betri samhæfingu á milli þeirra sem þjónustuaðila sem koma að raunfærnimatinu. 

3.-..Ragnhild-Lieds-presentaton.jpg
Ragnhild Lied hélt erindi um færni til framtíðar og ævinám í Noregi. Mynd: Camilla Lindberg


4.jpg
Ragnhild Lied frá Noregi hélt erindi í starfsmenntavikunni í Helsinki. Mynd: Camilla Lindberg