„Danir geta betur“ - umbótaútspil frá dönsku ríkisstjórninni

Með útspili um umbæturnar „Danir geta betur“ vill ríkisstjórnin gera Danmörku, „auðugri, öruggari og grænni.“

 

Með útspili um umbæturnar „Danir geta betur“ vill ríkisstjórnin gera Danmörku, „auðugri, öruggari og grænni.“

Árið 2020 skipaði danska ríkisstjórnin „Nefnd um annarrar kynslóðar umbætur eftir nýjum leiðum“ sem átti að leggja fram tillögur að lausnum á flóknum samfélagslegum áskorunum. Í maí kom fyrsta útgáfa nefndarinnar út. „Viðurkennt, reynt leyst, óleyst.“ Þar sem nefndin útnefndi fimm áskoranir sem þau myndu einbeita sér að:

  • Ungt fólk með ónýtta möguleika
  • Fullorðnir án fótfestu á vinnumarkaði
  • Framlag til menntamála er ekki tryggt til framtíðar
  • Margslunginn fundur borgara og hins opinbera
  • Ónýttir framleiðnimöguleikar

Með endurbótaútspilinu „Danir geta meira“ er ætlun ríkisstjórnarinnar að gera Danmörku „auðugra, öruggara og grænna“ á næstu 10 árum, auka atvinnu, efla nýsköpun, rannsóknir og menntun. Meðal annars úthluta 2,5 milljörðum danskra króna til að efla gæði í menntun, stofna þrjá nýja loftslagstækniskóla og styrkja fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntunarkerfið og tryggja ævinám líka fyrir ófaglærða og þá sem hafa stutta formlega menntun að baki.

Lesið útspil umbótanefndarinnar „Viðurkennt, reynt leyst, óleyst.“ (da ”Erkendt, forsøgt løst, uløst”) her.

Lesið umbótaútspilið „Danir geta meira" (da "Danmark kan mer")