”Endurómun” – menntahátíð

Þema ársins var: ”Endurómun er menntahátíð um manneskjuna í stafrænum heimi“

 
 ”Endurómun” – menntahátíð Ljósmyndari: Mads Bordinggaard, Earthlander Media, resonans.live

Stýrihópur með þekktu fólki úr viðskiptum, menningu, listum og menntun hefur komið Endurómun á laggirnar, menntahátíð, sem var haldin í annað skipti í ágúst 2022 við Oure lýðskólann.

Athyglinni sem beint er að menntun, er lýst þannig: „… allt sem gerir okkur að góðum, upplýstum og félagslegum manneskjum.“ Á hátíðinni áttu fleiri fleiri samkomur þátt í að auka uppfærðan skilning á menntun með einstaklega góðum fundum á milli heimspeki, miðlun gæða sviðs- og tónlistar auk alþýðufræðslu og annarskonar menntunar.

Innblástur að hugtakinu ”Endurómun” er sóttur í bók þýska heimspekingsins Hartmut Rosas ”Resonans”, sem var á afar einfaldan hátt, meðal annars í viðtali við hann á hátíðinni, útskýrt sem „eitthvað sem endurómar í þér“ „að maður verði snortinn bæði tilfinningalega og líkamlega af kröftugu og umbreytandi ferli.“ Einmitt það sem listir geta bætt við menntunarhugtakið, sem var greinilegt og rætt var um á fleiri músíkölskum samkomum á hátíðinni.

Þá var rætt um endurómun sem persónulega forsendu upplifunar af náttúrunni og tengslum nauðsynlegum til umskipta í átt að meiri sjálfbærni.

Síðast en ekki síst má nefna að inngangseyrir var afar litill og því varð ásetningurinn um inngildandi menntunarfyrirmynd greinilegur. Innblásin hátíð, opin öllum með ný og hrífandi sjónarhorn á menntun.

Nánar um hátíðna á dönsku

Nánar um stýrihóp hátíðarinnar á dönsku