26/05/2021

Sverige

Menntastefna, Atvinnulíf, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

7 min.

Nám í raunfærnimati var mér mikil uppörvun

Fyrir fullorðinsfræðarann Ninu Lindberg bauð nám í raunfærnimati bæði upp á óvænta upplifun og staðfestingu á því að hún væri á réttri leið.

Utbildningen i validering gav mig en otrolig skjuts framåt

Nemendur Ninu Lindberg hafa unnið sem leikskólaliðar um tíma og eru oft fær um að mæta ólíku fólki og skipuleggja, framkvæma og skjalfesta, en skortir fræðilega þekkingu. Mynd: Pixabay

Katarina ”Nina” Lindberg kennir á barna- og frístundabrautinni fyrir fullorðna* í Sundsvall. Hún hefur unnið að raunfærnimati síðan 2017 og haustið 2020 fór hún í nám í Raunfærnimati við háskólann í Linköping. Námið er á vegum sænsku Menntamálastofnunarinnar, Skolverket sem kom því á laggirnar að beiðni sænsku ríkisstjórnarinnar.

– Námið var afar áhugavert, sumt kom mér á óvart, en ég fékk líka staðfestingu á að við værum á réttri leið. Það var líka gott að ég gat tengt prófverkefnin við það sem ég er að gera í vinnunni, segir Nina Lindberg.

Þegar hún fór að vinna við fullorðinsfræðslu í Sundsvall hafði enginn sem starfar við barna- og frístundabrautina komið að raunfærnimati.

– Ég skipulagði þetta sjálf og hef stundum hugleitt um hvort ég væri að gera rétt. Námið veitti mér ótrúlega mikla uppörvun.

Náminu stýrir Per Andersson, prófessor við Háskólann í Linköping sem er virkur í neti NVL um raunfærnimat. Námið byggir á norræna gæðalíkaninu fyrir raunfærnimat með lýsingu á átta þrepum raunfærnimats, allt frá söfnun upplýsinga og að eftirfylgni.

– Einn af vinnufélögum mínum byrjaði á því að kynna sér skjalfestinguna á meðan ég einbeitti mér að kortlagningunni. Við skoðuðum þetta á meðan við vorum í náminu, segir Nina Lindberg.

Helstu þættir norræna gæðalíkansins eru:

  • Upplýsingasöfnun
  • Kanna forsendur
  • Skráning
  • Samhæfing
  • Ráðgjöf
  • Kortlagning
  • Mat
  • Eftirfylgni

Margir nemendur hennar hafa ekki lokið námi í framhaldsskólanum.

– Það geta verið margar ólíkar ástæður fyrir því að þau hættu námi, segir Nina Lindberg sem er einnig í samstarfi við framhaldsskólann og hefur tekið eftir því að unga fólkið á margt í vandræðum með að mæta kröfunum þar og miklum hraða.

Nemendurnir hafa svo unnið við afleysingar sem leikskólaliðar og koma í fullorðinsfræðsluna til þess að fá mat á starfshæfni sinni og ljúka þeim áföngum sem þá skortir til þess að þeir geti lokið náminu. Þeir sem hafa unnið sem leikskólaliðar um tíma eru oft á tíðum mjög færir við að vinna með ólíku fólki, skipuleggja, framkvæma, meta og skjalfesta. Þessi þekking er metin í samvinnu við stjórnendur á vinnustöðunum. Til þess að þekkingin uppfylli sömu kröfur og gerðar eru í náminu hafa þeir einnig þörf fyrir fræðilega þekkingu.

– Leikskólaliðanámið er ekki jafn verklegt og til dæmis nám í matreiðslu eða hárgreiðslu, segir Nina Lindberg.

Vinna við raunfærnimat er afar einstaklingsmiðuð af þeim sökum eru bekkirnir sem Nina Lindberg kennir ekki fjölmennir. Hún útbýr sjálf verkefni fyrir nemendur til þess að kanna hvað þeir kunna mikið af námsefni hvers áfanga. Verkefnin geta til dæmis falist í sjálfsmati. Svo á hún einkasamtal við nemendur þar sem hún spyr ólíkra spurninga til þess að geta metið hvort þeir uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í námskránni.

– Það er líkara samtali en yfirheyrslu, vegna þess að það er afslappaðra fyrir nemandann. Samtölin geta oft dregist á langinn, frá hálf tíma upp í tvo tíma, segir hún.

Síðastliðið ár með heimsfaraldri hafa samtölin farið fram með myndsímtölum. Kennslan hefur einnig verið rafræn. Það hefur valdið sumum nemendum vandræðum, meðal annars þeim sem eru af erlendum uppruna og hafa ekki fullt vald á tungumálinu.

– Þótt ég reyni að aðlaga kennsluna og tala hægt þá gera hinir í hópnum það ekki alltaf, staðfestir hún.

Nina Lindberg

Nina Lindberg vinnur við að meta raunfærni nemenda sem leggja stund á leikskólaliðanám í fullorðinsfræðslunni í Sundsvall. Stór hluti vinnudaganna eru helgaðir matssamtölum við nemendur.

Fjarkennslan getur verið erfiðari fyrir nemendur sem skortir drifkraft.

– Að þeir sæki fullorðinsfræðslu getur stundum verið vegna þess að þeir hafa ekki fundið sig í skólanum, það er ekki af ástæðulausu að þeir eru hjá okkur, segir Nina Lindberg sem gagnrýnir kröfur í fullorðinsfræðslunni um einkunnir. Henni finnst að það ætti að nægja að gefa staðið eða ekki staðið.

Í haust ætla fleiri af vinnufélögum Ninu að sækja námið. Skólastjórnendur eru jákvæðir.

– Námið veitir vægi, það hentar rektorum sem kunna að meta vísindalegar staðreyndir, segir hún.

Óskar eftir samstarfi við Ísland

13. apríl sl. stóðu Skolverket og NVL fyrir fjölsóttri vefráðstefnu um raunfærnimat og ráðgjöf í fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna. Nina Lindberg var meðal þátttakenda. Tveir fyrirlesarar voru frá öðrum Norðurlöndum: Íslandi og Noregi. Þeir fjölluðu um hvernig þeir sinna raunfærnimati og ráðgjöf í sínum heimalöndum.

– Mér fannst ráðstefnan í heild vera góð, það komu fram mörg ólík sjónarhorn á viðfangsefnið, segir Nina Lindberg og segir frá því að fullorðinsfræðsluaðilar í Sundsvall kanni hvort þeir geti sótt um styrk frá Nordplus til þess að vinna að samstarfsverkefni með Íslendingum. Á Íslandi hafa menn náð lengra en Svíar við að tengja náms- og starfsráðgjafa við raunfærnimatsferlið. Nina Lindberg hefur hug á því að ráðgjafarnir auki færni sína við að meta raunfærni.

– Það er auðvitað heilmikil vinna að koma því af stað, en ég vil að náms- og starfsráðgjafarnir geri nákvæmari kortlagningu áður en nemendur eru skráðir í áfangana. Oftar en ekki kemur í ljós að nemarnir mínir kunna þegar það sem er verið að kenna í áfanganum og það er sóun og getur líka haft áhrif á hvort nemarnir fái námsstyrk.

Nina Lindberg hélt sjálf stutt ávarp á ráðstefnunni þar sem hún greindi frá reynslu sinni af náminu. Síðan hafa margir vinnufélagar haft samband við hana til þess að fá að vita meira um hvernig þeir vinna í Sundsvall.

– Fólk frá ýmsum landshlutum í Svíþjóð frá Gotlandi til Skellefteå hafa haft samband, segir hún.

Nyeste artikler fra NVL

Godkjent utdanning fra utlandet et stort pluss i jobbsøknaden

11/04/2024

Norge

10 min.

Den som vil etablere seg i Norge med utdanning fra et annet land, kan få godkjent utdanningen sin og jamført den med norsk utdanning. Dermed stiller en gjerne sterkere i en jobbsøknad. Med vitnemål og full dokumentasjon er saken grei. Dersom dokumentasjonen er mangelfull, blir det en tyngre prosess, men det kan fortsatt være mulig.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

04/04/2024

Danmark

12 min.

Ordblinde og andre, der har udfordringer med bogstaver, har med generativ AI som ChatGPT fået nye muligheder for at udtrykke sig og læse svære tekster, fortæller lærer og ekspert.

Simon Dahlgren ja Olof Gränström ovat puhujina Skellefteån konferenssissa.

03/04/2024

Sverige

9 min.

Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.

Share This