"Tungumál er til alls fyrst“

„Tungumál er til alls fyrst,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir við opnun Veraldar, húss Vigdísar og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar á sumardaginn fyrsta.

 

Hún hélt síðustu ræðuna á hátíðlegri dagskrá og var henni þakklæti ofarlega í huga. Meðal þeirra sem stigu á stokk og héldu ræðu, var Rigmor Dam, mennta- og menningar-málaráðherra Færeyja.

Vígdís ræddi um mikilvægi tungumálsins sem sameiningartákns því það byggi brýr og auki víðsýni. Hún benti á að það væri dýrmætt fyrir allan heiminn að passa upp á að ekkert tungumál dæi út og líkti tungumálum við minnisbanka heimsins sem allir þyrftu að eiga aðgang að.

Nánar á íslensku