"Við höfum tekið djarfa ákvörðun í Finnlandi“

Evrópa er eitt af elstu stóru hagkerfum heims. Þess vegna fjárfestir Evrópusambandið í fullorðinsfræðslu og sambandið mun um ókomna framtíð halda áfram að fjárfesta í henni. Það sama á við um Finna af fullum krafti, segir Erno Hyvönen frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Finnlandi.

 
Menntun nýtur mikillar virðingar í Finnlandi. Myndin sýnir þinghúsið í Helsinki þar sem einnig er fjallað er um menntamál. Mynd: Hanne Salonen Menntun nýtur mikillar virðingar í Finnlandi. Myndin sýnir þinghúsið í Helsinki þar sem einnig er fjallað er um menntamál. Mynd: Hanne Salonen

Erno Hyvönen er verkefnastjóri í tiltölulega nýrri deild fyrir framhaldsskólastigið og starfsmenntun í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Finnlandi. Hann er sannfærður um að breytingarnar á atvinnulífinu eru svo markverðar og örar að þörf fyrir umskólun verður sífellt brýnni.

– Persónuleg skoðun mín er að við höfum tekið djarfa ákvörðun í Finnlandi, segir hann og vísar til umbóta á starfsmenntun í Finnlandi.

Nýlegar umbætur tak mið af framtíðinni

Umbótum á starfsmenntun sem hrint var í framkvæmd árið 2018 eru umfangsmestu umbætur á finnsku menntakerfi síðan umbætur á grunnskólanum voru gerðar á áttunda áratugnum.

– Á meðan umbótunum stóð varð ljóst að það var ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hæfniþarfir næstu fimm ára, enn síður til næstu tíu eða tuttugu ára. Þess vegna hefur allt kerfið byggst upp rannsóknum á breiðum grundvelli og með áherslu á ævinám. Ráðuneytið hefur jafnframt hrint af stað sérstökum umbótum á símenntunarkerfinu sem á við um öll svið frá leikskóla til háskólamenntunar, segir Erno Hyvönen.

Grundvöllur umræðunnar um umbæturnar var að menntunin ætti að mæta örum breytingum atvinnulífsins.

– Áhersla er lögð á persónulega hæfniþróun, greiningu og mat á þeirri færni sem einstaklingurinn hefur aflað sér, auk samsetningu menntaeininga úr ólíkum atvinnugreinum, segir Erno Hyvönen.

Geta til þess að finna lausnir er góð

– Kringumstæður í Finnlandi eru ekki fullkomnar, en þær eru aðeins skárri en í mörgum öðrum löndum. Hvað varðar grunnleikni þá eru fullorðnir Finnar betur settir en íbúar margra annarra landa í heiminum og hér eru færri illa staddir einstaklingar, segir Erno Hyvönen.

Að hans áliti eru veigamestu orsakir þess að rík söguleg hefð er fyrir að meta menntun mikils í Finnlandi auk þess að menntunin í grunnskóla er góð.

– Niðurstöður bæði PISA- og PIAAC kannananna staðfesta að þeir sem hafa gengið í grunnskóla í Finnlandi eru lausnamiðaðri en samsvarandi „afurðir“ í öðrum löndum, jafnvel þrátt fyrir að hæfnin sé ekki fyrstflokks í Finnlandi.

Að mati Erno Hyvönen er að minnsta kosti fræðilega, hægt að álykta sem svo að Finnar geti brugðist betur og fljótar við efnahagslegum breytingum á samfélaginu og að nýjum iðnaði og rekstrargeirum sem gætu komið fram eftir covid-19.

Flott og fallegt kerfi

– Mig langar líka að benda á eitt atriði sem er starfsmatið í finnska starfsmenntakerfinu, segir Erno Hyvönen.

erno-hyvonen .jpg
Verkefnastjórinn Erno Hyvönen telur marga kosti með leið Finna til eflingu hæfniþróunar s ser många fördelar med Finlands sätt att skapa kompetenshöjande stigar. Mynd: í einkaeigu

Í fjölda annarra landa í Evrópusambandinu geta ýmsar skriffinnsku hindranir valdið því að metin færni veitir ekki réttindi til áframhaldandi náms.

– Í Finnlandi verður að sýna fram á raunverulega hæfni, hvernig hennar hefur verið afla skiptir engu máli. „Mat á áunninni raunfærni“ og „Mat á núverandi námi“ eru jafngild og í skýru og opnu kerfi sem er bæði stjórnsýslulega fallegt og flott.

Stig og stefnur í Finnlandi

– Í Finnlandi teljum við að maður verði að minnsta kosti að hafa lokið námi á framhaldsskólastigi til þess að hljóta brautargengi á vinuumarkaði og taka virkan þátt í samfélaginu. Að hafa einungis lokið grunnskóla nægir ekki.

Erno Hyvönen vísar til nýju umbótanna á starfsmenntakerfinu sem eru í samræmi við ótal atriði sem lýst er í aðgerðum Evrópusambandsins til hæfniþróunar „Ný tækifæri fyrir fullorðna“ (e. Uppskilling Pathways). Í Finnlandi höfum við ákveðið að beina sjónum að því atriði sem lýtur að „Að bjóða upp á nám“. Í rauninni snýst það um ýmiskonar stuðning við að hefja nám á framhaldsskólastigi eða annað grunnám. Í markhópnum eru fullorðnir sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi, fólk með úrelta menntun, ásamt nýaðfluttum og innflytjendum með grunnmenntun sem er ábótavant.

Engin óviðráðanleg vandamál hér

– En annars hafa Finnar verið að vinna að umbótum á símenntun, sérstök deild í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vinnur að þeim (https://minedu.fi/jatkuva-oppiminen). Finnar hafa jafnframt tekið þátt í þróun smærra verkefnis tengdu „Upskilling Pathways“- stefnu Evrópusambandsins, en það hefur ekki hlotið neina opinbera viðurkenningu. Erno Hyvönen segir stöðu Finna ólíka annarra þjóða innan sambandsins, því Finnar sem ekki búa yfir nægilegri grunnleikni í lestri og ritun séu fáir og það sama gildi um einstaklinga með mjög litla grunnmenntun.

– Auðvitað er þeir til, en þeir eru svo fáir að það telst ekki vera vandamál.

Hverjar eru helstu áskoranirnar sem blasa við Finnum?

– Að fólk hafi tækifæri og búi yfir hæfni þýðir ekki að allt verði í lagi af sjálfu sér. Það verður samt sem áður að grípa verkefnið föstum tökum, segir Erno Hyvönen.

HHann lýsir Finnum sem þjóð með hækkandi meðalaldri og ungu fólki sem fer út á vinnumarkaðinn fækkar stöðugt.

– Þess vegna verður að tryggja að breytingarnar nái til sem flestra og koma í veg fyrir að fólk lendi í jaðarhópum vegna þess að það skortir grunnleikni.

Hvernig sinna Finnar þeim sem búa yfir lítilli grunnleikni?

– Finnska menntakerfið tekur í heild tillit til þeirra einstaklinga, finnur þá og ber kennsl á þá. Kennarar og menntastofnanir hafa þekkingu og vita hvar hægt er að leita eftir stuðningi. Um þessar mundir beinist þróunarvinna okkar að því að skapa áreiðanleg námstilboð eða „learning offer“ eins og það heitir á ekta Evrópusambands -Upskilling Pathways-máli. Í reynd felur það í sér að fleirum verður gert kleift að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi, segir Erno Hyvönen.

En hvernig á að hvetja þá sem hafa minnsta grunnleikni til þess að hefja nám og styðja þá í ferlinu? Svar er stutt og hnitmiðað.

– Hvorki ég, aðrir Finnar eða aðrar þjóðir hafa fundið hina einu sönnu lausn á því hvernig það er hægt.

Nánari kynning á starfsmenntakerfi Finna (Vocational Education and Training):