„Við lærum svo margt nýtt á hverjum degi“

Hjónin Hasna Naasan og Salah Moussa frá Sýrlandi eru í hópi þeirra fyrstu sem leggja stund á Grunnmennt á Álandseyjum. Þeim fellur vel vistin á landsbyggðinni á Álandseyjum.

 
 Eva Ekström Andersen er fagstjóri og kennir sænsku og ensku. Hún leggur áherslu á hve mikilvægt það er að verða virkur samfélagsþegn og að Hansna og Salah tileinki sér upplýsingatækni. Eva Ekström Andersen er fagstjóri og kennir sænsku og ensku. Hún leggur áherslu á hve mikilvægt það er að verða virkur samfélagsþegn og að Hansna og Salah tileinki sér upplýsingatækni.

Grunnskóli fyrir fullorðna er ný námsnálgun á Álandseyjum. Í greininni hér á eftir köllum við hana grunnmennt. Leiðin er ætluð einstaklingum sem ekki hafa vottorð um að hafa lokið námi í grunnskóla.

Námið skiptist í þrjá hluta: Les- og skriftarhlutann, inngangshlutann og lokahlutann. Lokahlutinn jafnast á við efsta stigið og sá hluti er við lýðskólann á Álandseyjum. Námið hófst í október 2021. Í tvö ár fá nemar tækifæri til að leggja stund að nám í greinum sem eru nauðsynlegar til þess að fá vitnisburð um að hafa lokið grunnskóla. Til þess verður nemi að hafa náð 17 ára aldri og kunna sænsku.

Skilyrði fyrir inngöngu í Grunnmennt:

  • hafa hætt í grunnskóla með vottorði um það nám sem hann hefur lokið eða skortir vitnisburð um að hafa lokið námi í grunnskóla.
  • flutt til Álandseyja og hafið nám þar á efsta stigi á þess að geta tileinkað sér allt nám samkvæmt námsskrá grunnskóla. 
  • flutt til Álandseyja á fullorðinsárum án formlegs náms eða sundurslitins náms í heimalandinu. 

Hasna Naasan og Salah Moussa Hasna Naasan og Salah Moussa Fyrir þremur árum komu Hasna Naasan og Salah Moussa frá Sýrlandi til Álandseyja. Nú njóta þau þess að leggja stund á nám í vetrarumhverfi og dreymir um að geta stofnað eigið fyriræki eða haldið áfram námi.

Þetta felst í náminu 

Efni sem farið er yfir í náminu eru sænska / sænska sem annað mál, enska, stærðfræði, trúarbrögð og lífsleikni, saga, samfélagsfræði, líffræði, landafræði, eðlisfræði, efnafræði, heilsufræði, íþróttir auk valgreina eins og til dæmis upplýsingatækni og smíði. 

En að auki alls þessa felst námið í að verða virkur samfélagsþegn. 

- Við leggjum mikla áherslu á upplýsingatækni. Sem felst í því að geta bókað tíma í hárgreiðslu eða hjá lækni, heimsækja heimasíður stjórnvalda eða bóka farseðil. Námið snýst um færniþjálfun og með tímanum fá þau hvert sína tölvu til heimabrúks. Við þjálfum þátttöku í fjarkennslu, sem er alltaf að verða algengari, segir Eva Ekström-Andersen, fagstjóri og kennari í sænsku og ensku. 

Hún lýsir kennslufræðilegum áskorunum – að hafa fjóra nema með mismunandi móðurmál, þar af einn sem er Álandseyingur og talar sænsku. 

- Við ræðum allt og tölum mikið saman. Svo höfum við fengið stóran skjá sem léttir staðbundnu kennsluna mikið, en jafnvel líka ef við þurfum að taka upp fjarkennslu.  .

Eva nefnir fyrirmynd sem er sænsku höfundur kennsluefnis, Tiia Olala. Tiia kennir sænsku sem annað mál og hefur unnið lengi með nýaðkomna nema og tungumálakynningu. 

- Hún hefur samið mikið sem gagnast í samfélaginu. Að kenna í þessu námi verður til þess að maður verður að búa yfir eða öðlast ótrúlega mikla almenna þekkingu, segir Eva og leggur áherslu á að hún sinni besta starfi í heimi. 

- Vegna þess að mér gafst tækifæri til þess að leggja grunn að námsáætluninni, það sem í grunnskólanum heitir námsskrá, fyrir grunnmennt fyrir fullorðna er það eiginlega bara bónus.  

Hasna Naasan Hasna Naasan

Líka við námið 

Við hittum fyrir hjónin Hasna Naasan og Salah Moussa. Þau eru frá Sýrlandi og komu til Álandseyja ásamt börnunum fjórum, í október 2018. Eftir flóttann frá Sýrlandi bjuggu þau um skeið í Tyrklandi.  

Salah hafði unnið sem klæðskeri og deildi áhuganum á saumi með eiginkonunni. Hún sinnir afleysingum á elliheimili og vonast til að geta tekið starfsnámshluta tungumálanámsins þar. 

Þau eru að koma úr leikfimitíma og nú er komið að hádegisverðinum. 

- Við fengum að sippa, boxa auk hreyfingar og teygju, segja þau.
Þau segja líka frá skrítnum orðum á sænsku sem eru lík en hafa mismunandi þýðingu eins og yoga (jóga) og jogga (skokka). Að þau eigi í vandræðum með öll nýju orðin og að skilja hvað í þeim felst. 

Þau halda áfram frásögninni af eldmóð um skógarferð, skemmtiferð þar sem þau tendruðu bál í vetrarlandslaginu.  

- Það er gott að litast um hérna, segja þau.

Salah Moussa Salah Moussa

Framtíðaráætlanir 

Auk þess að vera í fullu námi þá framleiða þau og selja mat og bakkelsi á torginu í Mariehamn. Hjá þeim er hægt að kaupa bæði baklava og falafel. Þau sýna vídeó á TikTok af fjölskyldunni að elda saman. 

Draumurinn er að fjölskyldan geti unnið saman í framtíðinni eða haldið áfram námi eftir Grunnmennt. 

- Pabbi minn var smiður og ég hef innsýn í fagið. Kannski læri ég meira eða sæki um vinnu segir in Salah.

Tvær dætranna leggja stund á nám við starfsmenntaskólann á Álandseyjum til verslunarnáms og sem leikskólaliði.    

- Þær kunna sænsku miklu betur en við, en okkur fer líka alltaf fram, segir Hasna. Hún varð ljóðræn þegar hún kom inn handavinnustofuna í lýðskólanum á Álandseyjum, þar var prjónavél. 

- Þá gat ég kennt hinum eitthvað. Ég hef mikla reynslu af að vinna við hana, segir hún.