10 frásagnir af grunnleikni á Norðurlöndum

Hvernig náum við til markhópsins sem þarf að efla stafræna grunnleikni sína? Í nýju riti með yfirskriftinni Látum hversdagslíf allra virka (se Få vardagen att fungera för alla) er úrval frásagna af starfi og verkefnum á Norðurlöndunum þar sem vel hefur tekist til að ná til einstalklinga sem skortir almenna grunnleikni.

 

Í ritinu Látum hversdagslíf allra virka – 10 fréttapistlar um grunnleikni á Norðurlöndum er safn frásagna af starfi og verkefnum í norrænu löndunum þar sem tekist hefur að ná til einstaklinga með slaka almenna grunnleikni, einkum starfræna hæfni. Markmið frásagnanna er að miðla þekkingu og reynslu auk þess að veita innblástur og læra af öðrum. 

Dæmi um spurningar sem leitað var svara við í viðtölunum:

  • Hvernig er hægt að ná til markhópsins sem hefur þörf fyrir að efla stafræna hæfni sína?
  • Hvernig getum við nýtt hvetjandi aðferðir? Og hvernig er hægt að hvetja námsmenn til þess að ljúka námi sínu?
  • Hvaða verkfæri eru tiltæk til þess að styðja námsmenn við undirbúninginn undir að velja sér nám, að skipuleggja nám, leggja stund á nám og ljúka því?  
  • Hvernig vinnum við með aðlögun og aðgengileika? 

Hér er hægt að nálgast ritið 10 frásagnir af grunnleikni á Norðurlöndum á pdf formi.

Bakgrunnur útgáfunnar

Í janúar 2020 gaf NVL netið um grunnleikni út skýrslu um grunnleikni á ensku með titilinn Basic digital skills for adults in the Nordic countries – how can we turn challenges into opportunities?.

Í skýrslunni kemur fram að norrænu þjóðirnar eru framarlega hvað varðar beitingu upplýsingatækni en að enn er fjölmennur hópur íbúa sem skortir grunnleikni á nokkrum sviðum. Að búa yfir lítilli les-, skrif, og reiknileikni getur hindrað þátttöku bæði í hversdags-, atvinnu- og samfélagslífi. 

Einstaklingar sem skortir þessa leikni geta hafnað utanvið öryggiskerfi samfélagsins. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að örðugt reynist að ná út til þessa markhóps. 

Rúmu ári eftir að skýrslan kom út skall heimsfaraldurinn af völdum Covid 19 á stór hluti samfélagsins lokaðist. Þá reyndi skyndilega bæði á hæfni kennara og námsmanna, oft buðu kringumstæður ekki upp á neitt annað en að notast við fjarkennslu.