10 milljónir aukalega til grunnfærni

 
Við fjárlagagerðina í Noregi fyrir árið 2007 var lögð fram tilaga um að auka við framlög til verkefnisins um grunnfærni í atvinnulífinu úr 24,5 milljónum NOK í næstum því 35,5 milljónir. Ríkisstjórnin  staðfestir þannig vilja sinn til þess að leggja áherslu á grunnmenntun fullorðinna í lestri, ritun, stærðfræði og notkun upplýsingatækni.
Verkefninu verður stýrt af Vox, og það á að koma í veg fyrir útskúfun úr atvinnulífinu og það á einnig að miða að því að fá fleiri í vinnu eða aftur út í atvinnulífið.