1000 leiðir til þekkingar

 
Fræðsluútvarpið (UR) stendur fyrir átakinu sem í þetta sinn er í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Samtök alþýðufræðslunnar hafa komið að undirbúningi með ráðgjöf, en aðilar í þeim eru flestir fullorðinsfræðsluaðilar og fulltrúar stjórnvalda sem koma að námi fullorðinna. Í kring um 300 aðilar í öllum sveitarfélögum i Svíþjóð leggja hönd á plóg við framkvæmd vikunnar. 
Markhópurinn vikunnar í þetta skipti eru þeir úr hópi fullorðinna sem eru í yngri kantinum,  atvinnulausir eða eiga hættu á að lenda utan vinnumarkaðarins og sem þurfa að afla sér starfsmenntunar eða bæta við þekkingu sína. Nú verður sérstakri athygli beint að praktískum leiðum til menntunar, þá einkum starfmenntunar innan iðnaðar, handverks, umönnunar og þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir: Anna Gustafson på UR agu(ät)ur.se
Ingrid Brundin hjá Samtökum alþýðfræðslunnar /FIN ingrid.brundin(ät)folkbildning.se