10/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Jákvæð áhrif fullorðinsfræðslu og símenntunar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem ber heitið “Áhrif fullorðinsfræðslu – greining á áhrifum fyrir einstaklinga auk kostnaðar og nytjagreiningar”, hefur fullorðinsfræðsla og símenntun jákvæð áhrif á atvinnuöryggi, launahækkun og hvatningu til frekari menntunar.

Miðstöð hagnýtra rannsókna á sviði sveitarfélaga, sem gerði rannsóknina fyrir hönd - Dönsku færniþróunarmiðstöðvarinnar, NCK og hefur birt niðurstöðurnar úr upplýsingabrunni um þá, sem hafa verið skráðir í fullorðinsfræðslu og símenntun kostaða af opinberu fé. Í skýrslunni Áhrif fullorðinsfræðslu – greining á áhrifum fyrir einstaklinga auk kostnaðar og nytjagreininga, kemur meðal annars fram að AMU-vinnumarkaðsmenntun  leiðir til aukins atvinnuöryggis og betri tengsla við vinnumarkaðinn og að fullorðinsfræðsla á háskólastigi veitir mestu launahækkanirnar, sérstaklega konum. Þátttaka í almennri fullorðinsfræðslu og einstaka fögum á framhaldsskólastigi hefur hvorki sömu jákvæðu áhrif á fjárhagslega ávinninga né atvinnuöryggi en á móti kemur að þátttaka í slíku námi virðist hafa áhrif á áframhaldandi nám.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Þverfagleg greining

Reynslan af náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna – greining á mati náms- og starfsráðgjafaneta í Danmörku

Greiningin lýsir reynslu og framtíðarhorfum 22 svæðisbundinna náms- og starfráðgjafaneta. Reynsla sem skiptir máli, tekur yfir skipulag sem hefur áhrif á skuldbindingar stofnana til samstarfs, gerð nýrra námstilboða, vinnuna við að koma á og viðhalda sambandi við fyrirtæki og sambandi við þá sem hafa skamma skólagöngu, þörf fyrir fagmennsku leiðbeinenda auk hindrana.

Greininguna má nálgast á: PDF

Umfangsmikil matsskýrsla á ráðgjafanetunum var gefin út fyrr á árinu og hún ber heitið 
”Betri leiðsögn og ráðgjöf til starfsmanna og fyrirtækja” www.vejledning.net

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning

Alþýðufræðslan beinir sjónum að loftslagsráðstefnunni

Samband alþýðufræðsluaðila í Danmörku, DFS, hefur opnað vefsíðu með upplýsingum um starfsemi tengdri loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Þá má, á síðu DFS,  einnig finna krækjur í fréttir um nýjar upplýsingar um loftslagsvandann.
Nytsamlegar krækjur og tilvísanir eru á på www.dfs.dk/klima/klima.aspx
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Þörf er gagngerri endurskoðun á rannsókna- og nýsköpunaráætlun Finna

Þetta kemur fram í alþjóðlegu mati sem birt var í október. Alþjóðlegt mat á rannsókna- og nýsköpunaráætlun Finna var framkvæmt af hópi alþjóðlegra sérfræðinga sem hafa starfað undir stjórn prófessors Reinhilde Veugelers.
Samkvæmt niðurstöðum matsins er rannsókna- og nýsköpunaráætlun Finna flókin og klofin. Þetta á einkum um við kerfið fyrir styrki til fyrirtækja. En fyrirtækin, einkum smá og nýrri fyrirtæki eru á sömu skoðun; að kerfið sé flókið. Rannsókna- og nýsköpunaráætlun Finna er ekki eins alþjóðavædd og flestir halda. Hagkerfi Finna er ekki jafn hnattvætt og hagkerfi annarra Norðurlanda. Finnland er hvorki aðlaðandi fyrir erlenda vísindamenn né velmenntaða sérfræðinga. Finnar laða  hvorki til sín þekkingarfyrirtæki né heldur rannsóknir þeirra. Hreyfanleiki fræðimanna til og frá Finnalandi hefur minnkað síðustu ár. 
Matshópurinn leggur til öfluga hvata til þess að auka hreyfanleika fræðimannanna og alþjóðavæðingu háskólanna og rannsóknastofnananna. Þá ber einnig að hraða alþjóðavæðingu fyrirtækjanna. 
Meira...
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Umbótum á skipulagi sveitarfélaga og þjónustu miðar áfram

Umbótum á skipulagi finnskra sveitarfélaga mun einkum beinast að því í framtíðinni að þróa innihald þjónustunnar og bæta afkastagetuna. Þetta kemur skýrt fram í greinargerð ráðherrans um endurskoðun á skipulagi sveitarfélaga og þjónustu. Við upphaf endurskoðunarinnar var sjónum einkum beint að skipulaginu.

Á sviði alþýðufræðslunnar gætir áhrifanna helst í rekstri borgarastofnana á vegu sveitarfélaganna. Sveitarfélögum hefur fækkað úr 432 síðan árið 2005 í 348. Samtímis þessum niðurskurði hefur borgarastofnum fækkað um 20. Nú eru 206 borgarastofnanir en þeim hefur fækkað um næstum því áttatíu stofnanir á tíunda áratug síðustu aldar. Í stað þeirra hafa bæði staðbundnar og svæðisbundnar stofnanir stækkað.
Á sviði iðn- og starfsmenntunar hafa fjölmargar stofnanir sameinast. Grundvöllurinn að umbótum á því sviði eru viðmið um að til þess að stofna megi iðn- og starfsmenntaskóla verði að vera að minnsta kosti 50.000 íbúar á svæðinu.
Sameining sveitarfélaga hófst 2005 og ferlinu á að ljúka 2012. Markmiðið er að koma á laggirnar lífandi, virku og samhæfðu skipulagi sveitarfélaga auk þessa að skapa kerfi sem gerir kleift að veita víðtæka og hagkvæma þjónustu á landinu öllu.
Meira... (pdf)

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: folkbildning

Island

Fleiri náms- og starfsráðgjafar virkjaðir í þágu atvinnuleitenda

Þann 28. október var undirritaður samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva  og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi, taka þátt í að ná til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. Atvinnuleysi er mismunandi eftir svæðum. Mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf hefur aukist mjög mikið og þetta er liður í því að hægt verði að mæta ráðgjafaþörfinni á vegum Vinnumálastofnunar.
Meira: www.frae.is/frettir/nr/299/
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: vägledning

Atvinnuleysi 7,6% í október

Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns atvinnulausir að jafnaði. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá október til nóvember. Þróun síðustu vikna bendir til að svo verði einnig raunin í ár og er gert ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði á bilinu 7,6-8,1%.
Nánar: http://vinnumalastofnun.is/
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Framlög til starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins tryggð

Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir, og fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirritaðu þann 26. október, endurnýjaðan þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Með samningnum, sem gildir fyrir árið 2010, er starfsemi FA tryggð.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Menntun fyrir hreindýraeigendur á faraldsfæti!

Hvernig er unnt að taka þátt í formlegri menntun ásamt því að fylgja eftir flokki hreindýra? Þessari spurningu var varpað fram í Samíska háskólanum. Sveigjanleg tilboð og nýjasta tækni eru hluti lausnarinnar í nýju námstilboði fyrir hreindýrabændur, námið hefst í haust!
Þegar hafa borist 36 umsóknir um 20 námspláss. Námið er vefrænt og  boðið upp á það í fjarkennslu. Verkefnastjóri er Mathis P. Bongo, og hann leggur áherslu á að námið eigi að vera eins sveigjanlegt og hægt er, meðal annars verður námsframvinda námsmanna vera einstaklingsbundin, þeim í sjálfsvald sett hvenær þeir sinna náminu og hve miklum tíma þeir verja til þess. Þannig hefur Samíski háskólinn þróað einstakt  námstilboð fyrir markhóp, sem fremur öðrum, hefur þörf fyrir sérstakan sveigjanleika sem gerir þeim kleift að taka þátt í námi og menntun. Þetta er lýsandi dæmi  sem margir fræðsluaðilar gætu haft gagn af.
Nánar: www.nrk.no/kanal/nrk_sami_radio/1.6847301
Samíski háskólinn: www.samiskhs.no
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Áskoranir um þekkingu í byggingariðnaði

Byggingariðnaðurinn er geiri sem verður sérstaklega illa úti í efnahagssveiflum. Innan geirans er bent á að þörf sé fyrir að auka þekkingu þeirra sem starfa inna hans. Landssamband byggingariðnaðarmanna hefur tekið upp samstarf við VOX til þess að virkja fleiri til þátttöku í áætluninni um eflingu grunnþekkingar í atvinnulífinu.

Fræðslustjóri sambandsins Jørgen Leegaard dregur einfaldlega saman: „Duglegt fólk skapar tekjur. Ef fyrirtækin eiga að lifa af á vinnumarkaði framtíðarinnar þá verða þau að veðja á starfsfólkið. Og til þess að starfsfólkið geti sinnt störfum sínum þarf það að búa yfir þekkingu. Þá verða viðskiptavinirnir ánægðir og fyrirtækið þénar peninga.“ Þetta framtak er hluti af áætlun VOX um að bæta grunnþekkingu í atvinnulífinu. Nú þegar hefur verið lýst eftir umsóknum um 65 milljónir norskra króna frá fyrirtækjunum.

Nánar: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=4319&epslanguage=NO
Nánar: www.bnl.no/article.php?articleID=1095&categoryID=6

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Starfsfólk á leikskólum í tölvukennslu

37 starfsmenn á leikskólum í Rana komust að því að þeir hafa þörf fyrir meiri tölvufærni og þess vegna eru þeir sestir aftur á „skólabekkinn“.
Kennslan fer fram í samstarfi á milli stofnananna Minar og Vox, sem styrkir verkefnið með fjármunum frá áætluninni um eflingu grunnþekkingar í atvinnulífinu. Elin Mørkom, ráðgjafi hjá Minar segir: „Mikil þróun hefur átt sér stað á starfi leikskóla eins og annarra geira í atvinnulífinu og hún gerir kröfur um aukna skjalfestingu og skýrslugerð .“ Þátttakendur eru ánægðir með kennsluna og telja að þekkingin gagnist þeim í starfi.
Nánar: www.ranablad.no/nyheter/article4653115.ece
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Þemahefti Itinera um nám fullorðinna

Tímaritið Itinera er gefið út af Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins í Noregi og í ár er þemahefti um fullorðinsfræðslu.

Þar má meðal annars lesa grein sem ber yfirskriftina „Sameiginleg ábyrgð“ sem stjórnandi norska alþýðusambandsins Roar Flåthen ritaði og grein eftir  Liv Ragnhild Teig, deildarstjóra atvinnulífsins hjá samtökum atvinnulífsins í Noregi „Nám allt lífið“  sem og greinina Evrópskt samstarf er uppspretta orku, eftir Sturla Bjerkaker hjá VOFO.

Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af ritinu : PDF

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade.nff.no

Sverige

Menntun og styrkir veita 1500 einstaklingum tækifæri til aðlögunar

Sænska ríkistjórnin hefur ákveðið að verja 90 milljónum sænskra króna til nemaplássa fyrir einstaklinga sem sagt var upp hjá bílaverksmiðjum Volvo og birgjum þeirra.
Menntunin á að vera jafngild starfsmenntun fyrir fullorðna. Af því leiðir meðal annars að í henni felst bæði umfangsmikil og víðtæk starfsþekking.  Þeim einstaklingum býðst að taka námið verða að vera á atvinnuleysisskrá hjá vinnumiðlun og þeir mega ekki njóta framfærslustyrkja frá námsstyrkjakerfinu. Styrkir til framfærslu á meðan á náminu stendur, samsvara atvinnuleysisbótum, en felast í framlögum til að virkja atvinnulausa. 
Meirihluti peninganna eru framlög frá hnattvæðingarsjóði ESB og þau nægja fyrir 1000 nýjum nemaplássum í starfsmenntun fyrir fullorðna og nærri 500 manns er boðið upp á annað nám, ráðgjöf, frumkvöðlastyrki og styrki til þess að stofna fyrirtæki. 
www.regeringen.se/sb/d/11990/a/134071
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fullorðinsfræðsla banar brautina til atvinnu og náms

Nærri lætur að fimm af hverjum tíu fullorðinna námsmanna fái vinnu að loknu námi. Næstum fjórir af hverju tíu halda áfram námi í háskóla.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem rannsóknastofan Splitvision hefur gert að beiðni borganna Stokkhólms, Gautaborgar og Málmeyjar. Rannsókninni var ætlað að kanna áhrif fullorðinsfræðslu á líf einstaklinga sem njóta hennar. Hvaða markmið hafa námsmennirnir, og hvert leiðir menntunin þá?
Niðurstöðurnar sýna að markmið námsmannanna eru mismunandi, meirihluti þeirra lítur á námið sem undirbúning undir frekara nám við háskóla, en aðrir hverfa til nýrra starfa eða njóta framgangs á vinnustað.
Rannsóknin leiðir einnig í ljós að fullorðinsfræðsla hefur líka önnur áhrif sérstaklega fyrir þá sem hafa annað móðurmál en sænsku. Þeir námsmenn öðlast ný tækifæri til þess að tileinka sér upplýsingar um samfélagið og verða hæfari til þess að afla sér upplýsinga á Netinu.
Nánari upplýsingar…
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Samfélagsfræðsla fyrir nýkomna innflytjendur

Sænska ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp til þess að gera úttekt á því hvernig samfélagsfræðslu fyrir nýkomna innflytjendur er háttað. Erik Amnå prófessor við háskólann í Örebro hefur verið falið að stýra úttektinni. Hann á að skila inn tillögu um efni, umfang og tilhögun samfélagsfræðslunnar.
Grunnurinn að verkefninu er að ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga um sérstök framlög til hluta innflytjenda sem eru nýkomnir til þess að þeir geti komið sér fyrir í Svíþjóð. Markmiðið með lagasetningunni er meðal annars að skylda sérhvert sveitarfélag til þess að bjóða upp á samfélagsfræðslu fyrir þá sem lögin taka yfir. Úttektarhópurinn á einnig að kanna hvort fleiri innflytjendur ættu að eiga rétt á að njóta samfélagsfræðslu á vegum sveitarfélaganna.
Hópurinn á að skila frumskýrslu 1. mars 2010 og lokaskýrslu 17. maí 2010.
www.regeringen.se/sb/d/11291/a/134814
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: invandrare

Konunglega bókasafnið á að varðveita netútgáfur

Rannsóknarmaðurinn Sören Öman skilaði í dag tillögum um skilaskyldu fyrir rafrænar útgáfur (Ds 2009:61). Lagt er til að skjöl sem gefin eru út á rafrænu formi á Internentinu beri að skila til Konunglega bókasafnsins svo hægt verði að varðveita þau til framtíðar.
Fyrst og fremst á þetta við um starfandi útgefendur á Netinu sem ber að skila inn efni. Um er að ræða útgefendur tímarita, tónlistar og bóka, útvarps- og sjónvarpsstöðvar auk kvikmyndaframleiðenda. Frumvarpið tekur hvorki til persónulegra heimasíðna né bloggs.  
„Með frumvarpinu er lagður grunnur að varðveislu stafræns efnis svo unnt verði að rannsaka það í framtíðinni“ segir rannsóknarmaðurinn Sören Öman.
Full skilaskylda verður gengur í gildi síðari hluta árs 2013 en ákveðna hluti verður skylt að skila inn þegar seinni hluta árs 2011.
www.regeringen.se/sb/d/11327/a/135437
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: bibliotek

Nýsköpunarmiðstöðvar við átta háskóla

Ákveðið hefur verið að byggja upp nýsköpunarmiðstöðvar við átta háskóla í Svíþjóð. Miðstöðvarnar eiga að styðja nytsemi rannsókna með gæðatryggðri ráðgjöf um meðal annars, einkaleyfi, starfsleyfi og samningagerð. Verkefninu er einnig ætlað að vinna með vísindamönnum við fræðasetur sem ekki tengjast neinni nýsköpunarmiðstöð.
Áætlað er að miðstöðvunum verði komið á laggirnar við Uppsala háskóla, Háskólann í Lundi, Háskólann í Umeå, Karolinsku stofnunina, Konunglega Tækniháskólann, Tækniháskólann í Chalmers og Miðháskólann (Miðstöð fyrir háskólana í Karlstad, Örebro auk Växjö).
Sænska ríkisstjórnin hefur í ár veitt 60 milljónir SEK til verkefnisins sem skiptast á milli háskólanna átta. Framvegis eiga háskólarnir að skipta á milli sín 50 milljónum SEK árlega.
www.regeringen.se/sb/d/11327/a/135235
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tveir þriðju hlutar umsækjenda í sænska háskóla eru konur

Þjónustustofnun háskólastigsins í Svíþjóð, VHS hefur nú lokið samantekt á umsóknum um nám á vormisseri. Samtals hafa 194.000 manns skráð sig í nám á háskólastigi. Það jafngildir aukningu um 13 % frá síðasta ári.
Eins og fyrr er meiri hluti umsækjenda konur. Nærri lætur að tveir þriðju hlutar, eða 63 % umsækjenda séu konur. Sífellt fleiri notfæra sér rafræna skráningu þrátt fyrir að enn sé hægt að nota umsóknareyðublöð úr pappír. Gert er ráð fyrir að umsækjendur fái svar við umsóknum sínum um miðjan desember.
Nánari upplýsingar…
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Raunfærnimatsverkefnið á Álandseyjum framlengt

Landsstjórnin á Álandseyjum hefur framlengt raunfærnimatsverkefnið um tvö ár eða fram til 31.12.2012. Ástæðan er að forsendur þess að ná markmiðum verkefnisins hafa breyst. Umbótum á fullorðinsfræðslukerfinu ekki verið komið á og áætluninni um samlögun hefur verið frestað. Áætlun fyrir raunfærnimatsverkefnið hefur verið endurskoðuð í ljósi þess að hægt verði að ljúka því með framlengingunni. Cecilia Stenman var ráðin sem nýr stjórnandi verkefnisins frá 1. nóvember 2009, þegar Robert Jansson hvarf til annarra starfa. Cecilia hefur tekið virkan þátt í sérfræðinganeti NVL um raunfærni. 
Nánir upplýsingar eru á slóðinni www.regeringen.ax/validering/
Viveca Lindberg
E-post: vivve.lindberg(ät)living.ax

Færniþróun verður illa úti í fjárlögunum fyrir 2010

Landsstjórnin á Álandseyjum lagði fram frumvarp til fjárlaga þann 29. október.

Ef framlög til menntamála á milli áranna 2009 og 2010  eru borin saman kemur í ljós að tekjur fyrir af menntun minnka, sem hefur í för með sér að framlög til mismunandi þátta menntamála, lækka einnig. Framlög til fullorðinsfræðslu lækka 27,1%. Þar að auki eru framlög til alþýðufræðslu, sem er sérstakur liður á fjárlögum, skorin niður um  34,9%. Enn fremur lækka framlög til Evrópusambandsins (Socialfonden) um 58,5%  en þess ber einnig að geta að mörg verkefni í fullorðinsfræðslu eru fjármögnuð með framlögum úr þessum sjóði, og það er ein af ástæðunum fyrir niðurskurði framlaga til þróunar.  Á móti kemur að framlög til vinnumarkaðsmála og námsstyrkjakerfisins hækka um 20,2%.
Atvinnuleysi er nú 2,7% og telst tiltölulega lágt í samanburði við nágrannaþjóðirnar. Atvinnuleysi hefur samt aukist frá árinu 2008 en þá var það aðeins 2,0%. Samkvæmt spám fyrir 2010 er þess vænst að atvinnuleysi nái 3 %.  Í greinagerðinni eru breytingarnar á ferju- og flutningaskipaflotanum taldar aðalástæða neikvæðra þróunar efnahagsmála.
Samkvæmt þessari túlkun má telja víst að færniþróun á Álandseyjum verði illa úti í mörgu tilliti þegar kreppan skellur á. Þrátt fyrir það er tekið fram að sérstök áhersla verði á umbætur á framhaldsskólastiginu og fullorðinsfræðslunni árið 2010.  

Fjárlögin í heild: www.regeringen.ax/budget.pbs

Viveca Lindberg
E-post: vivve.lindberg(ät)living.ax

NMR

Call for applications

Nordic-Baltic Mobility Programme for Public Administration 2010

The next call for applications to the Nordic-Baltic Mobility Programme for Public Administration 2009-2013 is now open. The deadline for applications is 30. March 2010.
The Programme gives financial support to civil servants from the Nordic and Baltic countries to carry out study visits, internships, on the job training or network activities in the Nordic and Baltic countries. The programme has in 2009 supported 32 cooperation projects between the 8 Nordic and Baltic countries with a total amount of 1,4 mln DKK.
The Programme Guidelines and Application Forms are available on the Programme’s website.
The Management Body of the Nordic-Baltic Mobility Programme for Public Administration is the Nordic Council of Ministers’ Office in Estonia.

Contact: Madis Kanarbik, public.administration(ät)norden.ee

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Gæði fjarkennslu – hver eru skilaboðin frá evrópskum fræðimönnum?

Distanshópurinn býður til þátttöku í vefnámskeiði um gæði þann 7. desember kl. 11:00 að íslenskum tíma. (12:00, dönskum, norskum og sænskum tíma og 13:00 á finnskum tíma): Vinsamlegast skráið þátttöku á slóðinni www.frae.is/quality-in-e-learning Að lokinni skráningu munið þið fá slóð fundarins i Adobe Connect senda í tölvupósti. Sjáum þann 7. des.!
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

”Atvinnumennska leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu”

Norræn ráðstefna 1. og 2. mars 2010 í Málmey
Það er vaxandi áhugi að þýðingu leiðbeinandans fyrir gæði fullorðinsfræðslunnar og færniþróunar, þetta á einkum við um Norðurlöndin, Evrópu og Asíu. Markmið ráðstefnunnar er að örva umræður um hæfni þeirra sem leiðbeina fullorðnum á Norðurlöndunum m.a. með því að veita aðilum á ólíkum sviðum frá Norðurlöndunum og Evrópu tækifæri til þess að hittast á andríkum fundi. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi NVL við Nordplusverkefnin BABER og Needsassessment.
Boð á ráðstefnuna...
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 24.11.2009

Til baka á forsíðu NVL