10/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Nýtt setur fyrir óháða fræðsluaðila í Danmörku

Meðal árangurs af starfi nefndar, sem fjallaði um málefni alþýðufræðslunnar, er stofnun þekkingarseturs fyrir óháða fræðsluaðila.

Þekkingarsetrinu er ætlað að efla og styrkja frjálsræðið í óháðum skólum og innan alþýðufræðslunnar. Markmiðið sestursins er að afla á kerfisbundinn hátt, vísbendinga um kennslu og rekstur fræðsluaðilanna, skjalfesta þær og miðla öðrum. Á heimasíðu setursins er hægt að nálgast upplýsingar um sviðið, nýjustu rannsóknir og þá atburði sem efst eru á baugi. Meðal annars er þróunarverkefni sem fjallar um „þátt samvista í lýðskólum“ sem setrið vinnur að í samstarfi við Samtök lýðskóla í Danmörku. 

Nánar: www.videnomfrieskoler.dk/forside

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

Er frumvarp til fjárlaga til þess fallið að tryggja framtíðina eða skemmdarverk?

Stjórnarflokkarnir, Danski þjóðarflokkurinn og Kristilegu lýðræðissinnarnir í Danmörku hafa náð samkomulagi um frumvarp til fjárlaga fyrir 2011. Samkvæmt umfjöllun ráðuneytisins eru fjárlögin talin skref í átt að sjálfbærri þróun og bent er á að í þeim felist framlög upp á 2,4 milljaðra danskra króna sem meðal annars eru ætlaðar til þess að fjölga nemaplássum og fjármagna aukin umsvif á sviði menntunar frá og með árinu 2011 og að draga úr áður áætluðum niðurskurði til lýðskólanna samkvæmt Endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar.

Ekki allir deila þessari skoðum á fjárlögunum. Í greiningu, sem gerð var af vinnumarkaðsráði verkalýðshreyfingarinnar, kemur fram að samkvæmt svokallaðri endurreisnaráætlun fjárlaganna verða framlög til rannsókna og menntamála skert sem svarar 5 milljörðum danskra króna fram til ársins 2013. Framlög til framhaldsskólastigsins verði skert um 750 milljónir árið 2011. Í vikuritinu A4 er haft eftir Ove Kaj Pedersen, prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS), að hugsanlega sé það vandamál að ríkisstjórnin aðhyllist annars vegar vöxt drifinn af áherslu á þekkingu og færni en skerði hinsvegar harkalega niður framlög til menntunar og rannsókna. 
Meginspurningin er hvort nú hafi hámarks afkastagetu verið náð og héðan af muni niðurskurðurinn bitna verulega á gæðum. Fullorðinsfræðslumiðstöðvar hafa þegar brugðist við og telja fjárlögin vanhugsuð.   Fullorðinsfræðslumiðstöðvunum er gert að spara 460 milljónir danskra króna af sameiginlegri fjárhagsáætlun upp á  2 milljarða eða sem svarar 24%. Í fréttatilkynningu frá starfsmenntaháskólunum, heilbrigðis- og félagsmálaskólunum, menntaskólunum, fullorðinsfræðslumiðstöðvunum og Samtökum danskra iðnskóla er niðurskurðurinn sagður heimskulegur.

Nánar:
Umfjöllun ráðuneytisins: Fm.dk
Samningur um frumvarp til fjárlaga: Fm.dk
Greining vinnumarkaðsráðs verkalýðshreyfingarinnar: Ae.dk (pdf) 
Grein í vikuritinu A4: Ugebreveta4.dk 
Fréttatilkynning: Ucc.dk (pdf) 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný bók um námsnálgun fullorðinna

Fullorðið fólk hefur þroskaða sjálfsmynd, reynslu af bæði vinnu og fjölskyldulífi, formlega hæfni og raunfærni. Fullorðið fólk getur notfært sér það sem það lærir, á vinnustað, í lengra námsferli eða til persónulegs og félagslegs þroska.

Í bókinni er þeim einstöku kringumstæðum lýst, sem gæta verður að þegar skapa á námsnálgun sem hæfir fullorðnum. Í bókinni lýsa fullorðnir einnig fullorðinsfræðslu,  forsendum fyrir og hvatningu til þess að taka þátt í námi þegar þess gerist þörf. Hún lýsir einnig grundvallareinkennum náms og hvað hvetur fullorðna og þá togstreitu sem nám getur valdið. Bókin lýsir hvernig unnt er að yfirfæra þekkingu, með öðrum orðum hvernig hægt er að nýta námið við raunveruleg störf.  Þá reynir á kennslufræðiþekkingu og færni þess sem leiðbeinir. 
Höfundur bókarinnar er Bjarne Wahlgren, prófessor í kennslufræði fullorðinna og stjórnanda danska þekkingarsetursins um færniþróun. (NCK)  Bókin heitir: Voksnes læreprocesser – Kompetenceudvikling i uddannelse og arbejde og það er Akademisk Forlag sem gefur hana út.

Nánar: www.akademisk.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Sjálfstæð próf njóta sífellt meiri vinsælda

Finnska kerfið með sjálfstæð próf er kerfi fyrir færniþróun fullorðinna sem verið hefur í þróun síðastliðin fimmtán ár. Samkvæmt tölulegum upplýsingum tóku alls 84.400 einstaklingar þátt í námi til þess að undirbúa sig fyrir sjálfstæð próf árið 2009. Það samsvarar 8 prósenta aukningu frá árinu áður.

Í kerfinu felst að þátttakendur geta lokið starfsmenntaprófi, fagprófi eða sérstöku fagprófi með því að sýna fram á ákveðna þekkingu og kunnáttu í sérstöku matsferli. Af þeim sem koma að því að meta verður að minnsta kosti einn að hafa lokið námi matsmeistara.
Árið 2009 stóðust 18.500 manns sjálfstæð próf og þar af var 61 prósent konur. Kerfið var tekið í notkun árið 1994. 

Nánar:
Stat.fi
Spektri

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Þróunarverkefni um náms- og starfsráðgjöf í menntaskólum hrint í framkvæmd

Finnski menntamálaráðherrann, Henna Virkkunen hefur veitt fjármagni til 12 fræðsluaðila til þróunarverkefnis um náms- og starfsráðgjöf í menntaskólum. Í verkefninu er sérstök áhersla lögð á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Haft er eftir Virkkunen að helstu vandamálin við námsráðgjöf innan menntaskólanna felist í því hve ólíkir skólarnir eru, í að gera ráðgjöfina betur einstaklingsmiðaða og að veita ráðgjöf um frekara nám.
– Hver menntaskólanemi fær einstaklingsmiðaða áætlun fyrir áframhaldandi nám. Markmiðið með tilraunaverkefninu er að þróa aðferðafræði sem hentar menntaskólum, háskólum, vinnumarkaðsskrifstofum og vinnumarkaðnum, segir Virkkunen.
Með þróunarverkefninu er reynt að skapa aðferðir sem hægt er að nota í menntaskólum, háskólum, starfsmenntaháskólum sem og í samstarfi vinnumiðlana og atvinnulífsins.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: vägledning

Island

Hvað hvetur, hvað letur?

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA hélt ársfund sinn þann 18. nóvember sl. Þar var fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar.

Þema ársfundarins og ársritsins Gátt sem kom út á ársfundinum var þátttaka fullorðinna í námi. Rúmlega 120 manns hlýddu á erindi um hindranir, hvatningu og möguleg úrræði til þess að auka þátttöku í námi. Þá voru fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Þetta var í fjórða skiptið sem FA veitir slíkar viðurkenningar. Nú hlutu þau Björgvin H. Björgvinsson og Hjördís Unnur Másdóttir viðurkenningar fyrir árangur sinn.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur í tengslum við ársfund sinn frá árinu 2006, veitt verðlaun þeim einstaklingum sem hafa sýnt góðan námsárangur, frumkvæði og kjark og þar að auki náð að yfirstíga ýmis konar hindranir í sínu námi eins og t.d. námserfiðleika. Markmið Fræðslumiðstöðvarinnar með viðurkenningunum er að vekja athygli á námsárangri fullorðinna einstaklinga sem hafa tekið þátt í viðfangsefnum FA í samstarfi við fræðslu- og símenntunarstöðvar og er þar átt við: Vottaðar námsleiðir, Raunfærnimat og Náms- og starfsráðgjöf og finna námsmenn sem vilja miðla öðrum af reynslu sinni og um leið hvetja til náms.

Meira: www.frae.is/forsida/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Innleiðing nýrra laga

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt ráðstefnu 19. nóvember sl. undir yfirskriftinni Samstarf og samstaða um framhaldsfræðslu. Samkvæmt nýjum lögum um framhaldsfræðslu sem tóku gildi 1. október á þessu ári er framhaldsfræðsla skilgreind sem “Hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla.”

Fyrir hádegi voru flutt erindi þar sem fjallað var um innleiðingu laganna og samstarf símenntunarmiðstöðva og framhaldaskóla. Eftir hádegi skiptu þátttakendur sér milli fjögurra vinnuhópa. Starfmenn frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins héldu utan um einn þeirra sem fjallaði um menntunarþarfir markhóps FA á vinnumarkaði, út frá sjónarhóli einstaklinga og fyrirtækja og stofnana. U.þ.b. 100 manns tóku þátt í ráðstefnunni sem tókst mjög vel í alla staði.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is

Norge

Í fyrsta skipti sem nám fullorðinna er skipað í eigin deild!

Þann 1. október  sl. var stofnuð deild fyrir nám fullorðinna og ráðgjafarvísindi  (IVR) við Norska tækni og raunvísindaháskólann, NTNU. Þetta er í fyrsta skipti að nám fullorðinna skipar sess deildar innan háskólanna. Deildin er afleiðing þess að miðstöð fullorðinna í ævinámi og ráðgjafahópurinn við kennslufræðideildina sameinuðust. Deildarforseti er Dr. Sigvart Tøsse.

Heimasíða deildarinnar er á slóðinni : www.ntnu.no/ivr

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Rannsóknir móta framtíðina

Sænska ríkisstjórnin fól rannsóknarnefnd að veita ráðgjöf um rannsóknir. Nefndin hefur gert úttekt á sænska vísindasamfélaginu og leggur í skýrslu sinni fram fjölmargar tillögur sem varða m.a. menntun, ráðningu fræðimanna, starfsframa vísindamanna, fjárveitingar til rannsókna og hvernig auka má gæði sænskra rannsókna.

Dæmi um tillögur:
Aukið rannsóknir í Svíþjóð
Skapið greinilega aflgjafa gæða
Eflið nýsköpun í sænskum rannsóknum
Aukin framlög til "wild cards" í rannsóknum

Nánar á sænsku: www.regeringen.se/sb/d/5146/a/149604
Nánar á ensku: PDF

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Lærlingar í menntaskóla – menntun til starfa

Sænska nemanefndin hefur skilað annarri áfangaskýrslu sinni um Lærlinga í menntaskóla - menntun til starfa. – Reynslan að lokinni tveggja ára tilraun með lærlinga (SOU 2010:75)

Nálægt 10.000 unglingar taka þátt í tilraunaverkefninu með lærlinga í menntaskólum.
Verkefnið hefur staðið yfir síðan haustið 2008 og mun á næsta ári verða hluti af hinum nýja menntaskóla. Rannsóknir nefndarinnar sýna að níu af tíu fyrirtækjum sem tóku þátt í tilraunaverkefninu eru hlynnt því. Rannsóknirnar sýna að það eru þrír meginaflgjafar sem stýra fyrirtækjum og stofnunum sem taka lærlinga: ráðningar, samfélagshlutdeild og að mæta kröfum vinnumarkaðarins fyrir færni.

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12465/a/155371

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Margt starfsfólk tekur þátt í starfsmenntun

Á fyrri helmingi ársins 2010 tóku tvær milljónir starfsmanna þátt í einhverri menntun fyrir starfsfólk.

Það jafngildir 44 prósentum vinnandi fólks á aldrinum 16-44 ára í júní 2010. 
Konur og miðaldra einstaklingar mennta sig meira en karlar.

Nánar: Scb.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

A World Worth Living In: Adult Learning and Education – the Key to Transformation

14-17.6.2011, Malmö, Sweden

The Swedish National Council of Adult Education (Folkbildningsrådet) will host the World Assembly of the global adult education organisation, International Council of Adult Education (ICAE). Around 800 people are expected to attend the assembly, which will focus on the role of adult education and folkbildning in the world.

More information on NVL:s Calender Page

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NVL

Ritunarsemínar – aðstoð við gerð umsókna um Nordplusstyrki

Aðalskrifstofa Nordplus Voksen áætlunarinnar, Styrelsen for International Uddannelse og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL bjóða hér með tilvonandi umsækjendum um Norplus Voksen styrki upp á leiðsögn um gerð umsókna fyrir næsta umsóknarfrest um styrki frá Nordplus menntaáætluninni þann 1. Mars 2011. Það skal tekið fram að semínarið er ekki forval aðeins tilboð um leiðsögn við að skrifa góða umsókn.

Skilyrði fyrir þátttöku eru að:
1. Hugmyndir að verkefnum falli að áherslum fyrir 2011.
2. Búið er að finna samstarfsaðila.
3. Hugmyndin verður að vera tilbúin, næstum tilbúin eða vel á veg komin.
 
Tímasetning: 27.1. 2011, frá kl. 9 til 16
Staður:  FUHU , Fiolstræde 44, 1171 København K

Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis, en þátttakendur verða sjálfir að standa straum af kostaði við ferðir og uppihald. 

Dagskrá og nánari upplýsingar verða birtar fljótlega á heimasíðunni

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 25.11.2010

Til baka á forsíðu NVL