11/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn

Um víða veröld er fylgst með loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þessa dagana. Fjöldi menntastofnana og félagasamtaka hafa verið virk bæði fyrir ráðstefnuna og eins nú á meðan hún stendur yfir og hafa sent skilaboð um lausnir og aðgerðir á COP15 fundinn í Kaupmannahöfn.

Kaupmannahafnarháskóli stóð, ásamt samstarfsháskólunum í stjörnubandalaginu IARU, í mars fyrir alþjóðlegri ráðstefnu vísindamanna um loftslagsbreytingarnar sem lið í undirbúningi að loftslagsráðstefnu SÞ. Nánari upplýsingar á  http://klima.ku.dk/
Meðal niðurstaðna frá ráðstefnunni er skýrslan “CLIMATE CHANGE Global Risks, Challenges & Decisions”. Þar eru kynntar sex nauðsynlegar meginaðgerðir til þess að hægt verði að bregðast við loftlagsbreytingunum. Skýrslan hefur verið þýdd á átta tungumál; arabísku, dönsku, frönsku, kínversku, portúgölsku, rússnesku, spænsku og ensku.

Lesið skilaboðin sex og sækið skýrsluna á http://klima.ku.dk/kongres2009/

Dönsku lýðskólarnir hafa opnað sérstaka, gagnvirka heimasíðu á ensku: COme 2gether með það að markmiði að skapa vettvang fyrir umræður þvert á landamæri og leggja sitt af mörkum við skoðanaskipti og umræður: www.come2gether.com/ og www.facebook.com/group.php?gid=78739176915
Eftir sumarfund sem haldinn var í ágúst 2009 gefa danskir lýðskólar einnig út 7 skilaboð um nauðsynlegar aðgerðir "7 promises - change the climate changes”, sem hægt er að grípa til gegn loftslagsbreytingum.
Nánar: http://come2gether.com/brugere/7promises/index.asp?side_id=3

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýtt tengslanet um sjálfbæra þróun

Dansk Regional Centre of Expertise (RCE) – er nýtt tengslanet um sjálfbæra þróun sem menntamálaráðherra Dana opnaði við DPU, kennaraháskólann í Danmörku.
Meðlimir í tengslanetinu er fólk úr öllum atvinnugreinum sem fást við sjálfbæra þróun og loftslagsmál. Meðal þeirra eru vísindamenn, grunnskólakennarar, bókasafnsfræðingar, blaðamenn og aðrir sem miðla upplýsingum um sjálfbæra þróun. Ráðuneyti menntamála og vísinda leggja hvort um sig fram 2.250 þúsund DKK á ári í þrjú ár til þess að koma tengslanetinu á. Tengslanetið í Danmörku er í samstarfi við hið alþjóðlega RCE tengslanet SÞ sem er við háskóla Sameinuðu þjóðanna.
UVM
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nám á háskólastigi (Videregående voksenuddannelse (VVU) í Danmörku) nýtist við dagleg störf

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá dönsku matsstofnuninni, EVA
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þátttakendur meta nám á háskólastigi sem jákvætt á þann hátt að menntunin veiti færni sem nýtast í atvinnulífinu og að reynsla þeirra sé hluti af kennslunni. VVU hefur jákvæð áhrif á vinnu, laun, starfsframa og löngunina til þess að læra meira og þar með nær menntunin pólitísku markmiði. Í skýrslunni er þó bent á að það skorti VVU tilboð fyrir faglærða eins og smiði, rafvirkja og múrara. Hluti skýringarinnar er að tilboð sem miðast við námsmenn sem hafa iðnnám að baki er afar takmarkað í samanburði við tilboð fyrir þá sem hafa verslunarmenntun en einnig vegna þess að nokkuð skortir á skilning eða almenna þekkingu á VVU. 
Hægt er að nálgast skýrslu EVA stofnunarinnar
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: fortbildning

Skiptingu á hnattvæðingarsjóðnum fyrir 2010 er lokið

Danska ríkisstjórnin hefur ásamt fulltrúum jafnaðarmanna, danska þjóðaflokksins og Radikale venstre náð samkomulagi um skiptingu hnattvæðingarsjóðsins fyrir 2010.

Einkum er lögð áhersla á aðgerðir til þess að auka þátttöku ungs fólks í samfélaginu og hvetja það til þess að ljúka námi. Það er gert með styrkjum til fyrirtækja sem stofna til nemaplássa og aðgerða sem stuðla að þátttöku ungs fólks í námi auk styrkja til þess að efla verkmenntaskóla. En starfsmenntaháskólar og verkfræðideildir fá einnig aukin fjárframlög og haldið verður áfram að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu og símenntun.

Nánar: UVM

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Höfuðborgarsvæðið veðjar á innflytjendur

Markmið aðgerðanna er að það verði auðveldara og fljótlegra fyrir innflytjendur að aðlagst og finna sér vinnu. Þá er einnig stefnt að því að þróa módel til þess að tryggja að innflytjendur fái fljótt vinnu og það á gagnast um allt landið. Að aðgerðunum standa ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Framlag ríkisins nemur 2,6 milljónum evra og sveitarfélögin veita tveimur milljónum evra til verkefnisins árið 2010.

Atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytið eiga að veita viðbótarframlög til atvinnu- og þróunarskrifstofanna á höfuðborgarsvæðinu til þess að unnt verði að ráða fleira fólk til að sinna þjónustu við innflytjendur. Hraða á kortlagningu innflytjenda og auðvelda þeim þátttöku í námi, meðal annars með niðurgreiðslu launa og nemaplássa á vinnustöðum. Markmiðið er að námið verði samfellt og að bið innflytjenda eftir að komast í nám styttist. Þá á einnig að þróa menntunina í þá átt að hún verði enn vinnumarkaðsmiðaðri.
Grundvöllur aðgerðanna er að innflytjendur eiga drjúgan þátt í þróun höfuðborgarsvæðisins. Um það bil helmingur allra innflytjenda í Finnlandi búa á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir að hlutfall þeirra eigi enn eftir að vaxa. Það gerir auknar kröfur um að þróun þjónustu við innflytjendur og að hún verði viðvarandi. Aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til þess að efla atvinnuþátttöku innflytjenda miða að því að mynda samfellda keðju þjónustu til þess að bæta aðlögunar - og ráðningarferli innflytjenda. 

Meira...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: invandrare

Helsinki gerir hönnun að hluta lífsins

Borgarstjórinn í Helsinki Jussi Pajunen er ánægður með útnefningu Helsinki sem heimsborg hönnunar árið 2012. „Þetta er frábært og mikil viðurkenning fyrir Helsinki og samstarfsaðilanna í Espo, Vanda, Grankulla og Lahtis auk allra þeirra einstaklinga sem lagt hafa sitt af mörkum. Þetta veitir okkur sem gestgjöfum einstakt tækifæri til þess að gleðjast og við ætlum að nýta það til fulls,“ staðhæfir hann.

Auk samstarfssveitarfélaganna studdu margir háskóla og aðrar menntastofnanir, auk fyrirtækja og stofnana innan hönnunargeirans umsókn Helsinki. Pajunen bendir á að hönnun hafi umtalsverða þýðingu á breiðu sviði. „Markmiðið er að þróa borgina og auka lífsgæðin. Hugmyndafræði hönnunar er t.d. hægt að nýta til þess að endurskipuleggja þjónustugeirann. Grunngildi góðrar hönnunar er að hún sé notendavæn, sjálfbær og hafi þægileg áhrif.“
Að mati Pajunen þarf að hefja vinnuna án tafar. Málið muni snúast um mikið meira en eina borg eða eitt ár. Heimsborg hönnunar þjónar langtíma þróun og styrkir stöðu Helsinki á alþjóðavettvangi. 
Helsinki verður þriðja heimsborg hönnunar á eftir Tórínó (2008) og Seoul (2010). Útnefningin til einhverrar borgar í veröldinni er gerð annað hvert ár. Að baki útnefninganna stendur hönnunarstofnunin Icsid sem tilkynnti um ákvörðun sína í tengslum við heimshönnunarráðstefnuna í Singapúr þann 25. nóvember sl.  

Meira...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: kreativitet

Sænskukunnáttunni hrakar enn

Kunnátta grunnskólanemenda í sænsku hefur hrakað frekar frá árinu 2001. Þetta kemur fram í mati skólamálastofnunarinnar sem fór fram vorið 2008. Við lok grunnskólans er kunnátta nemendanna í heild aðeins viðunandi. Um það bil helming drengja skortir kunnáttu.

Í matinu voru viðhorf nemendanna til sænskunámsins einnig kortlögð. Viðhorfin eru jákvæðust meðal stúlknanna sem stefna að því að halda áfram námi í menntaskóla. Þær telja að nám í sænsku sé nytsamlegt og hafa einnig mesta trú á kunnáttu sinni. Þær stúlkur sem stefna á iðnnám telja kunnáttu í sænsku einnig nokkuð  en þær telja sig ekki hafa tök á tungumálinu.
Viðhorf drengja sem stefna á nám í menntaskóla er gagnvart nytsemi sænsku er aðeins neikvæðara, einnig gagnvart eigin kunnáttu og viljans til að tileinka sér tungumálið. Drengir sem stefna á iðnnám skortir trú á eigin kunnáttu, þeir kunna heldur ekki að meta sænskuna og sjá engan tilgang í að læra tungumálið. 
Sænska er skyldunám fyrir alla finnskumælandi nemendur í grunnskólanum. Svæðisbundinn mismunur á svörunum var lítill. Stúlkur í Lapplandi og á Uleå svæðinu auk annarra þéttbýlli svæða höfðu betri tök á uppbyggingu sænskunnar er aðrir.

Meira...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: språk

Island

Mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti mikilvægi fullorðinsfræðslu

Í lok nóvember var haldin ráðstefna tveggja daga í samstarfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, (FA) og Skrifstofu menntamála Evrópusambandsins undir fyrirsögninni Úrræði til árangurs. Umfjöllunarefnið var staðan á vinnumarkaði í nútíð og framtíð.

Á fyrra deginum, sem einnig var ársfundur FA var fjallað um erfiða stöðu á íslenskum vinnumarkaði, skýrslu um árangur námskeiða fyrir þá sem stríða við lestrar- og skriförðugleika. Þá voru útnefndar tvær fyrirmyndir í námi fullorðinna. Í opnunarávarpi sínu staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir mikilvægi fullorðinsfræðslu og að ekki yrði nein skerðing á framlögum til hennar þrátt fyrir almennan niðurskurð á framlögum til menntamála á næsta ári. Þá sagði ráðherra að á næstu dögum yrði lagt fram frumvarp um Framhaldsfræðslu „Framhaldsfræðsla er hugsuð fyrir þá sem ekki nýta sér almenna skólakerfið af einhverjum ástæðum en vilja styrkja sig og mennta” 

Ávarp menntamálaráðherra :
http://frae.is/um-fa/arsfundir/mennta-og-menningar/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þann 26. nóvember sl. hlutu þeir Sigtryggur Gíslason og Vilhjálmur Örn Halldórsson viðurkenningu fyrir að hafa skarað fram úr í námi fullorðinna á árinu 2009.
Báðir höfðu gengið í gegn um mat á raunfærni í trésmíði og í framhaldinu sótt ýmis námskeið til þess að efla sjálfstraust sitt og ná tökum á lesblindu sem hafði verið þeim fjötur um fót allt frá upphafi skólagöngu. Í dag sækja þeir Sigtryggur og Vilhjálmur Örn báðir námsleiðina Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Símey.
Afhending verðlaunanna www.frae.is/um-fa/arsfundir/vidurkenningar-myndskeid/
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Flestir ungir langtímaatvinnulausir hafa aðeins grunnskólapróf að baki

Í nýútkominni skýrslu um atvinnuleysi ungs fólks, sem gerð var að frumkvæði félagsmálaráðherra, kemur fram að skráð atvinnuleysi í október var um 7,6% sem svarar til þess að um 12.680 manns voru án atvinnu.
Af þeim hópi hafði rúmlega helmingur verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur sem er skilgreining á langtímaatvinnuleysi. Nánari skoðun vinnuhópsins á þessum upplýsingum leiddi í ljós að yfir 30% langtímaatvinnulausra eru ungt fólk, 30 ára og yngri. Þá kom fram að í hópi allra langtímaatvinnulausra sem eru undir þrítugu hefur langstærstur hluti hópsins (77,4%) einungis lokið grunnskólaprófi.
Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: PDF
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: kortutbildade

Norge

Erfiðleikar sem blasa við fötluðum unglingum á vinnumarkaði

Nærri lætur að annar hver fatlaður unglingur sem ekki hefur lokið annarri menntun en grunnskólaprófi sé án atvinnu. Í heild er hlutfall fatlaðra unglingar af vinnuafli án atvinnu lægra en annarra.

Skýrslan er samin af AFI og er hluti af alþjóðlegri rannsókn á vegum OECD, höfundur skýrslunnar er fræðimaðurinn Sveinung Legard hjá AFI . Skýrsla AFI liggur til grundavallar um kringumstæður fatlaðra unglinga í Noregi og í henni er fjallað um þá erfiðleika sem mæta þeim, sem líða fyrir ýmiskonar fötlun eða eiga við námsörðugleika að stríða, í skólanum, æðri menntun og á vinnumarkaði. Einkum þær erfiðu kringumstæður sem skapast geta í millibilsástandinu á milli skóla og atvinnulífs. Fram kemur í skýrslunni að næstum 65% fatlaðra einstaklinga eru á vinnumarkaði í Noregi. Af þeim sem lokið hafa háskólaprófi eru 82 prósent með atvinnu á meðan aðeins 53 prósent þeirra sem bara hafa lokið grunnskólanum eru í vinnu. 4 af hverjum 10 vinnandi eru í hlutastarfi og af þeim eru 77 prósent bæði í vinnu og námi.

Nánar Rannsóknasetur vinnumálastofnunar  /
Absentia.no
www.absentia.no/article.aspx?articleID=2280

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Þeir sem njóta starfsþjálfunar og símenntunar eru lengur á vinnumarkaði

Aldur skiptir ekki meginmáli þegar launþegi óskar eftir að fara á eftirlaun. Vinnufærni hefur mun meiri áhrif og fræðimenn mæla með því að fullorðnir á vinnumarkaði njóti símenntunar og fái tækifæri til að stunda líkamsrækt.
Fræðimenn sem tóku þátt í málþingi um aldur og atvinnufærni sem Nordic Institute for Advanced Training in Occupational Health (NIVA) komust að þessum niðurstöðum. Málþingið var haldið í Danmörku á Rannsóknamiðstöð fyrir vinnuumhverfi, (NFA).
Nánar: www.absentia.no/article.aspx?articleID=2279
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Menntun sem ekki er miðstýrð, þekkingarmiðlarar og tæknistutt nám

Menntunarstigið er afgerandi fyrir þróun byggðalaga, en tilboð um háskólanám er viðvarandi verkefni. Þekkingarmiðlarar og tæknistutt nám gætu verið hluti af lausninni.
Þekkingarmiðlun – eða að einhver sérhæfi sig í að skapa kringumstæður til náms – getur haft afgerandi áhrif á færni og byggðaþróun á landsbyggðinni. Þetta haft eftir sérfræðingnum Margrete Haugum við rannsókna- og þróunarsetur Þrændalaga (TFoU), sem hefur lagt mat á háskólasetrið í Kristjánssundi. Menntunarstig íbúanna er mikilvægt fyrir þróun byggðar á svæðinu. Fullorðnir námsmenn eru afar mikilvægur markhópur fyrir háskólamenntun.
Nánari upplýsingar: www.forskning.no/artikler/2009/november/235384
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Evrópskt stærðfræðinámskeið

Vox býður öllum sem vinna með nám fullorðinna í stærðfræði á námskeið í Ósló dagana 1. og 2. febrúar. Námskeiðið fer fram ensku.

The target group is policy makers, researchers, practitioners and teacher trainers.
 
Invited speakers include:
Geoff Wake, Senior Lecturer in Mathematics Education at the University of Manchester, UK
Terry MacGuire, Head of Lifelong Learning at the Institute of Technology Tallaght in Dublin Ireland
Lena Lindenskov, Professor msr in Mathematics and Science Education at DPU School of Education, Aarhus University, Denmark.
Henk van der Kooij, Curriculum developer, Freudenthal Institute at Utrecht University, The Netherlands.

Practical information
Venue: Vox, Olaf Helseths vei 5b, Oslo
Conference fee: 130 EUR, incl two lunches and one dinner.
Hægt er að sækja dagskrána (pdf) á slóðinni: PDF

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade.nff.no

Nám í fullorðinsfræðlu á meistarastigi við NTNU (Norska tækniháskólann)

Við miðstöð Norska tækniháskólans í rannsóknum á fullorðinsfræðslu er boðið upp á nám í fullorðinsfræðslu á meistarastigi. 
Námið er ætlað venjulegum stúdentum og einstaklingum sem hafa starfreynslu sem tengist færniþróun og námi fullorðinna. 

Nánari upplýsingar: www.ntnu.no/vill

E-post: Are.Skjelstad@svt.ntnu.no

Sverige

Menntaskólaverkfræðipróf í nýjum framhaldsskóla

Um þessar mundir er unnið ötullega að endurbótum á skólakerfinu í Svíþjóð. Miklar breytingar verða á framhaldsskólastiginu bæði hvað varðar skipulag og innihald. Meðal breytinganna er að unnt verður að ljúka prófi til starfsréttinda á framhaldsskólastigi. Breytingarnar á framhaldsskólanum munu einnig hafa áhrif á fullorðinsfræðslu.
Ríkisstjórnin telur að það eigi að vera hægt að ljúka menntaskólaverkfræðiprófi eftir fjögurra ára tækninám í nýja framhaldsskólanum.
Meðal annarra, hefur sænska hagstofan, bent á að á næstu árum muni margir verkfræðingar með styttri menntun, þ.e.a.s menntaskólaverkfræði og háskólaverkfræði fara á eftirlaun. Þess vegna er þörf fyrir nýjar, aðlaðandi en stuttar námsleiðir í verkfræði.
Sænska ríkisstjórnin ætlar að fela Skólamálastofnuninni að gera tillögu um hvernig  tækninámsleiðin í nýja framhaldsskólanum á að vera. Nemendur á tæknibrautinni eiga  að hafa góðan undirbúning undir bæði tækninám á háskólastigi og valfrjálst fjórða tækniár í framhaldsskólanum. Fjórða árinu á að ljúka með menntaskólaverkfræðiprófi. Prófið á að hafa skýra tilvísun til starfs og spanna þekkingu sem þörf er fyrir á vinnumarkaði.  
www.regeringen.se/sb/d/2279/a/135426
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Þekkingarþríhyrningurinn á að skapa hagvöxt í Svíþjóð og Evrópu

Ráðherrar háskólamenntunar í ESB hafa komist að niðurstöðu um hvernig efla beri hinn svokallaða þekkingarþríhyrning (samstarf menntunar, rannsókna og nýsköpunar) í Evrópu. Þekkingarþríhyrningurinn hefur verið á forgangslista Svía á menntasviðinu á meðan þeir gegndu formennsku í Evrópusambandinu.
Ráðherra háskóla og rannsókna, Tobias Krantz hefur sent rektorum allra háskóla bréf, þar sem hann upplýsir þá um ákvörðum ráðherraráðsins, og hvetur þá til að leggja sitt af mörkum við að styrkja nýsköpun í menntun og rannsóknum. Þá eru háskólarnir beðnir um að gera grein fyrir því hvernig þetta er framkvæmt núna.  
www.regeringen.se/sb/d/11360/a/136736
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tækifæri til þess að læra sænsku fyrir innflytjendur í lýðskólum

Lýðskólar eiga að geta boðið upp á kennslu í sænsku fyrir innflytjendur (sfi) til þess að auka á fjölbreytni námstilboða, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. Til þess að jafna tækifæri aðila, sem bjóða upp á nám fyrir fullorðna, hefur ríkisstjórnin lagt til að boðið verði upp á að vissir fræðsluaðilar geti, undir ákveðnum kringumstæðum, sótt um að mega gefa út skírteini ef námstilboðið er samkvæmt samningi.
Eins og er getur hver fræðsluaðili fengið leyfi frá hinu opinbera til þess að gefa einkunnir, leggja fyrir próf og gefa út skírteini og vottorð samkvæmt þeim reglum sem gilda fyrir fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna. 
Samkvæmt frumvarpi til laga; Sænskukennsla fyrir innflytjendur í lýðskólum m.m. (prop. 2009/10:68) er lagt til að lýðskólar geti borið ábyrgð á menntun sem er jafngild sfi. Þar að auki er lagt til að hægt verði að flytja ábyrgð á stjórnunarverkefnum sem falla undir rektora yfir til fræðsluaðila á sviði fullorðinsfræðslu, sérkennslu og sænsku fyrir innflytjendur, ef kennslan fer fram samkvæmt samningi. Skilyrði fyrir því er að fræðsluaðili hafi rétt til að gefa út skírteini. 
www.regeringen.se/sb/d/11328/a/136729
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: invandrare

Margir óska eftir að bjóða upp á nýtt nám í starfsmenntaháskólum

Í haustlotu umsókna um framlög frá ríkinu til þess að bjóða upp á menntun í starfsmenntaháskólum bárust stofnun starfsmenntaháskóla 851 umsókn. Í lok janúar 2010 er að vænta ákvarðana um hvaða nýjar námsleiðir verða í boði í starfsmenntaháskólunum.
Einu sinni á ári gefst ríkisreknum háskólum, sveitarfélögum, héruðum og nokkrum einstaklingum og lögaðilum tækifæri til þess að sækja um fjárframlög til þess að bjóða upp á nám í starfsmenntaháskóla. Lotan sem nú er lokið er ætluð fyrir námsleiðir í starfsmenntaháskólum sem hefjast haustið 2010 eða vorið 2011.  Stofnuninni hefur borist 851 umsókn um fjárframlög til námsleiða sem jafngilda samtals  23 222 nemaplássum. Stofnunin hafði samkvæmt fyrri spám reiknað út að þörf yrði á um það bil 7000 nemaplássum.Um það bil helmingur nemaplássanna er ætlaður styttri námsleiðum eða sem taka að hámarki eitt ár. Listi yfir þær námsleiðir sem hljóta styrk verður birtur á heimasíðu stofnunarinnar www.yhmyndigheten.se seinni hluta janúar.
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Europa

Lifelong Learning and Wellbeing

12th International LLinE Conference, 27-29th January 2010; Tuusula, Finland

The conference will address the following issues:
• What does wellbeing mean in the context of lifelong learning?
• How can lifelong learning support and promote wellbeing in different settings?
• How does wellbeing influence learning?
• How does learning influence wellbeing?

The programme includes keynotes and case study presentations as well as workshops, roundtable sessions and study visits. The conference will be a forum for exchanging ideas and for mutual learning for participants from different countries and different contexts.

Further information: www.lline.fi

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NMR

Náms- og samskiptavettvangur

Með náms- og samskiptavettvanginum er ætlunin að styrkja nám á öllum sviðum samfélagsins. Vettvanginum er ætlað að stuðla að yfirfærslu þekkingar um nám í framkvæmd - til dæmis við skipulagningu kennslufræði í menntastofnunum, innréttingu fyrirtækja til að stuðla að nýsköpun eða til þess að hámarka árangur funda, námskeiða og ráðstefna.

www.dialognorden.org

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Rafrænum verkfærum

er víða beitt í raunfærnimatsferlinu.

Þau eru meðal annars notuð við sjálfsmat eða á annan hátt í þeim tilgangi að kortleggja þekkingu sem aflað hefur verið, sem og verkfæri við mat á raunfærni eða til þess að skjalfesta þá þekkingu sem aflað hefur verið. Vorið 2009 var átti sér stað kortlagning á nokkrum norrænum verkfærum, sem lauk með útgáfu skýrslu og viðauka við hana, um úrval rafrænna verkfæra. Verkfærum frá öllum Norðurlöndunum er lýst á heimasíðu NVL, á þemasíðunni með krækju í viðeigandi rafrænt verkfæri. Kynningin er flokkuð eftir löndum.

www.nordvux.net/
page/886/everktyg.htm

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: validering

Norden

Skjalfesting (raun)færni við norræna lýðskóla

Vinnuhópur, sem skipaður var af Norræna lýðskólaráðinu, hefur sent frá sér skýrslu með kortlagningu á því á hvaða hátt norrænir lýðskólar skjalfesta (raun)færni og óformlega færni sem námsmenn hafa aflað sér.

PDF

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

* * *

God Jul och Gott Nytt År

Glædelig Jul og Et Godt Nytår

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi

Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta

God Jul og Godt Nyttår

Gledilig Jól og Gott Nyttár

Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi

Merry Christmas and Happy New Year


RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 17.12.2009

Til baka á forsíðu NVL