11/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Tæknistudd kennsla fyrir einhverfa unga - er "nýsköpun á sviði unglingakennslu"

Danska námsmatsstofnunin EVA hefur metið AspIT námið, sem er sérstaklega hönnuð námsleið fyrir þátttakendur með Asperger heilkenni.

Námsleiðin er hönnuð af AspIT færniþróunarmiðstöðinni. Aðrir fræðsluaðilar geta nýtt sér skipulagið og nafnið að höfðu samráði við AspIT færniþróunarmiðstöðinni, en það er liður í að tryggja gæði námsins.
Mat EVA stofnunarinnar sýnir m.a. að námið hefur afar jákvæð áhrif, hægt er að byggja á og þróa sérstaka færni þátttakenda, og fyrirtæki og vinnustaðir eru einnig afar ánægðir með kunnáttu og þekkingu þátttakendanna. Þetta á jafnt á við um störf við starfþjálfun og fastar stöður.

Meira um AspIT færniþróunarmiðstöðina og námið á: www.aspit.dk/index.php?id=2
Fréttatilkynning frá námsmatsstofnuninni:  Eva.dk 
Hægt er að nálgast matsskýrsluna á slóðinni: Eva.dk 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Samstarf á milli bókasafna og alþýðufræðsluaðila getur hleypt nýju lífi í alþýðufræðsluna

Það er álit Samtaka stjórnenda á sviði barna- og menningarmála, sem beinir sjónum að námi og samveru í nærsamfélaginu.
Á ársfundi samtakanna var bæklingurinn "Guldet i nabolaget" (Fjársjóðurinn í nágrenninu) út, en í honum er mismunandi samstarfi alþýðufræðsluaðila og bókasafna lýst og hvernig það getur hvatt til náms í þekkingarsamfélagi.
Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu danska alþýðufræðslusambandsins: PDF 
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

Lofandi upphaf nýrra Fullorðins- og símenntunarmiðstöðva - VEU miðstöðva

Í janúar 2010 var 13 VEU miðstöðvum komið á laggirnar i Danmörku. Markmiðið með stofnun miðstöðvanna var að búa til einn aðgang fyrir þá sem nýta sér fullorðins- og símenntunarkerfið og um leið fá betri yfirsýn yfir námstilboðin og gera þau aðgengilegri.

Stofnanirnar sem hýsa VEU miðstöðvarnar gegna einnig mikilvægu hlutverki við að tengja markaðssetningu, virkni á vinnustöðum og þarfagreiningar á sviðinu. 
Með stofnun VEU miðstöðvanna er ætlunin að koma á  skuldbindandi samstarfi á milli fræðsluaðila sem geta tekist á við ögrandi viðfangsefni á forsendum eigin stofnunar. 
Danska námsmatsstofnunin hefur nýlega lokið við mat á hluta ferlisins og niðurstöðurnar benda til þess að byrjunin lofi góðu, en ennþá er verið að ræða um viðfangsefnin sem blasa við.

Meira: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Lagt er til að ríkið taki að sér fjármögnun starfsmenntaháskólana

Ábyrgðin á fjármögnuninni myndi færast algerlega til ríkisins og öllum starfsmenntaháskólum yrði breytt í hlutafélög. Tillagan er hluti af úttekt sem lögð hefur verið fyrir Henna Virkkunen menntamálaráðherra.

Framlög sveitarfélaganna til starfsmenntaháskólanna er rúmlega helmingurinn af kostnaði. Í fjárlögum ársins 2011 er gert ráð fyrir að kostnaður við starfsmenntaháskólana verði rúmlega 900 milljónir evra, og af þeim leggi ríkið fram rúmlega 400 milljónir evra og sveitarfélögin það sem upp á vantar. 
Í úttektinni er lagt til að mun árangursmiðaðra fjármögnunarkerfi verði komið á. Núverandi kerfi miðast við kostnaðinn sem freistað getur til þess að auka kostnaðinn.
Í Finnlandi eru starfandi 25 starfsmenntaháskólar með 115.000 stúdentum sem ljúka grunnmenntun og 5.600 sem ljúka framhaldsmenntun. Framlag ríkisins byggir á reiknilíkani með fjölda nemenda og staðinna prófa.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Finnar náðu aftur yfirburðaárangri í PISA-könnuninni

Lesskilningur finnskra unglinga, stærðfræðikunnátta og þekking í náttúrufræði er samkvæmt PISA-könnuninni ein sú besta á heimsmælikvarða.

Meginsvið PISA könnunarinnar snerist um lesskilning og þar voru Finnar að meðaltali í þriðja sæti á eftir  Shanghai og Kórumönnum. Stærðfræðiþekking Finnanna skipaði þeim að meðaltali í annað sæti meðal OECD-landa  og í sjötta sæti af öllum þátttakendalanda. Í náttúrufræði voru Finnar næst bestir á eftir nemendum frá Shanghai.
Lesskilningur finnskra unglinga hefur hrakað nokkuð miðað við niðurstöður könnunarinnar árið 2000 en er þrátt fyrir það sá besti í OECD- löndunum. Stúlkurnar standa drengjunum ennþá langtum framar hvað varðar lesskilning en munurinn á milli skóla er ennþá lítill .

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Aukið samstarf í framhaldsfræðslu og nýr þjónustusamningur við FA

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneyti, og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu þann 24. nóvember yfirlýsingu um að efla samstarf sitt um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild.

Aðilar þessa samkomulags munu sameiginlega vinna markvisst að því að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Til að ná því markmiði verður framhaldsfræðsla efld, en ný lög um framhaldsfræðslu tóku gildi 1. október s.l. Jafnframt eru aðilar sammála um að það verði tryggt að menntun og færni sem er metin innan framhaldsfræðslunnar verði viðurkennd innan framhaldsskólans og þeir sem þess óska geti bætt við menntun sína án hindrana.
Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefni í framhaldsfræðslu, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur að sér að vinna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Með samningnum er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins falin umsjón með ýmsum verkefnum er varða framkvæmd laga um framhaldsfræðslu sbr. lög nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Yfirlýsingin og þjónustusamningurinn eru á vef FA. www.frae.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Kemur tæknin í veg fyrir aðlögun?

Nýjar tæknilausnir auka á vandann við að samlaga fólk námsumhverfinu og félagslífinu við Háskólann í Osló

Þessi staðhæfing var meðal þess sem kom fram í máli Anne Birgitte Leseth, lektors við miðstöð fyrir starfsmenntun, við setningu ráðstefnu sem bar yfirskriftina ”Intercultural meetings within institutional borders” og haldin var af Háskólanum á dögunum.
Markmið ráðstefnunnar var að beina sjónum að fjölmenningarlegum samskiptum í menntastofnunum.
Kjarninn í erindi hennar var að tækni á borð við Internetið, tölvupóst, spjallrásir eykur afkastagetu námsins við skólann en veldur því einnig að fólk hittist ekki jafn oft augliti til auglitis og áður. Tæknin gerir starfsfólki kleift að halda sig á sinni deild, það yfirgefi sjaldan skrifstofur sínar. 

Nánar á: Hio.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nýtt námstilboð fyrir sem óska eftir að fá alþjóðleg réttindi í logsuðu

Iðnskólinn notfærir sér sveigjanlegt nám við menntun þeirra sem vilja afla sér alþjóðlegra réttinda sem logsuðumenn.

Námsleiðin er þróuð í samstarfi við Corroweld AS, Aker Stord og Vitec. Leiðbeiningar fyrir þetta alþjóðlega nám og kennslu logsuðumanna eru unnar af Hópi A við International Authorisation Board (IAB) ved IIW. Stefnt er að því að með leiðbeiningunum verði hægt að samræma kennslu og próf fyrir logsuðumenn alþjóðlega.  .

Nánar á: Norskindustri.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade.no

Fréttir af frumkvöðlum

Hversvegna eru tveir þriðju norskra frumkvöðla karlar? Er ein þeirra spurninga sem leitast er við að svara í þremur nýjum rannsóknaverkefnum innan MER áætlunarinnar.

Norðmenn standa sig ágætlega samanburði við önnur lönd í Evrópu hvað varðar frumkvöðla, en talið er æskilegt að fjölga brautryðjendum.  Okkur skortir þekkingu á hvað það er sem letur eða hvetur  frumkvöðla og rannsóknir á sviðinu eru brotakenndar og ófullnægjandi  segir Hanne Mari Førland, aðalráðgjafi við Vísindaráðið.

Nánar á: Forskningsradet.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sömu laun fyrir jafngilda vinnu

Nýtt stjórnarfrumvarp var lagt fram föstudaginn 26. nóvember 2010 ”Likestilling for likelønn”. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar vinnu og niðurstöðu sem Launajafnréttisnefndin lagði fram árið 2008.

Meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að gripið verði til eru:
• Áhrifarík eftirfylgni við réttinn til sömu launa fyrir jafngilda vinnu
• Auka á jafnrétti foreldra 
• Tryggja betra jafnvægi á milli menntunar og starfa
• Auknar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk vinni hlutastörf gegn eigin vilja
Í 5. §  Jafnréttislaganna er staðfest að konur og karlar sem vinna hjá sama fyrirtæki skuli hafa sömu laun fyrir jafngilda vinnu. Fram kemur að ákvörðunin um laun eigi að fara fram á sama hátt hvort sem um ræðir konur eða karla, ekki eigi að taka tillit til kyns. Hvernig ber að skilja frumreglur um launajafnrétti og hvernig fæst niðurstaða í hvort störfin eru „jafngild“ ?

Nánar á: Hsh-org.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sex af hverjum tíu Norðmönnum eru virkir eftir að hafa tekið þátt í Færniáætluninni

Tölur frá færniáætluninni árið 2009 sýna að fleiri en sex af tíu þeirra sem luku verkefninu héldu áfram í vinnu eða í námi.

Færniáætlunin (KVP) er tilboð frá norsku vinnumálastofnuninni (NAV) fyrir þá sem líklegt er talið á að þiggja þurfi félagslega aðstoð til langs tíma. Með skuldbindandi fjárhagsaðstoð og eftirfylgni er stefnt að því að áætlunin geri sem flestum kleift að fá sér vinnu. Markhópurinn er fólk á  vinnufærum aldri með verulega skerta starfsgetu en engin eða lítil framlög úr almannatryggingakerfinu. Einstaklingar í markhópnum búa oft við bág lífskjör af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum. 

Nánar á: Ks.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Fullorðinsfræðsla á tímamótum - umbæturnar 2010

Miklar breytingar eiga sér nú stað innan sænska skólakerfisins: Ný skólalög, nýr einkunnaskali, nýjar áfangalýsingar og svo frv. Breytingar sem varða fullorðinsfræðsluna ganga í gildi árið 2012.

Sænska skólamálastofnunin hefur látið gera nýjan bækling þar sem fyrirhugaðar breytingar á fullorðinsfræðslunni eru reifaðar, en jafnframt viðfangsefnin sem blasa við hvað varðar þróun starfseminnar.

Hægt er að panta bæklinginn eða hlaða honum niður á slóðinni: www.skolverket.se/sb/d/4019

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Víðtækar breytingar á fræðslusamböndum bæði svæðisbundin og í nærumhverfinu

Í Svíþjóð eiga sér stað umfangsmiklar breytingar, sem hafa í för með sér ögrandi viðfangsefni en einnig fjölbreytt tækifæri fyrir fræðslusamböndin. Landshlutar taka yfir verkefni frá ríkinu, samstarfsstofnanir verða settar á laggirnar og fjármunum verður útdeilt svæðisbundið.

Samræður verða teknar upp við borgarana til þess að skapa nýjan vettvang og koma á nýju formi samstarfs um þá starfsemi sem standa á að. Lausnirnar verða ólíkar á mismunandi landshlutum.

Meira: www.studieforbunden.se

E-post: Asta.modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Nýr samstarfssamningur á milli Íslands, Grænlands og Færeyja

Á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Reykjavík  í nóvember sl. ræddu menningarmálaráðherrar  Vestur- Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir frá Íslandi, Mimi Karlsen frá Grænlandi og Helena Dam á Neystabø frá Færeyjum um nánara samstarf á menningarsviðinu á svæðinu. Ráðherrarnir undirrituðu samkomulag sem nær yfir framlög til þriggja eftirfarandi  sviða:.
2012: Menntun sem styður sjálfbæra þróun – tækifæri til óformlegrar menntunar.
2013: Framkvæmda og nýsköpunar á  jaðarsvæðum.
2014: Mannaskiptaverkefni fyrir listamenn og starfsfólk á menningarsviði.

Nánar: Mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Skipulagsbreytingar á menntun skips- og vélstjórnarnámi 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi út fréttatilkynningu þann 7 desember þess efnis að frá og með 1. ágúst 2012 um færist skipstjórnar og véltækninám á háskólastig og verði um leið hluti af námi Háskólans í Færeyjum. Samtímis mun annað nám eins og frá Vélstjórnar og skipsstjórnarskólanum í Þórshöfn, t.d. skipstjóra og vélstjóra á fiskibátum flytjast til Klakksvíkur þar sem Sjómannaskólinn og Tækniskólinn hefja samstarf um þessar og aðrar námsleiðir og námskeið á sviðinu.  

Nánar: Mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Europa

Bruges Communiqué: Education Ministers back Commission strategy for vocational training

Androulla Vassiliou, the European Commissioner for Education, Culture, Multilingualism and Youth, welcomed the adoption of the 'Bruges Communiqué', a package of objectives and actions to increase the quality of vocational training in Europe by making it more accessible and relevant to the needs of the labour market.

Commissioner Vassiliou said: "I am delighted that 33 European countries, employers and unions are backing the Commission's strategy to make vocational training a more modern and attractive learning option. Vocational training needs to fulfill two central objectives:
- to contribute to employability and economic growth on one hand,
- to respond to larger societal challenges, in particular social cohesion, on the other.”

At present, about half of all students in upper secondary education in the EU choose vocational programmes. There are, however, significant differences between countries, with enrolment rates ranging from less than 15% in some to nearly 80% in others.

Bruges Communiqué: a vision for the next decade

The Bruges Communiqué presents a vision of a modern and attractive vocational training system which ensures:
• Maximum access to lifelong learning so that people have opportunities to learn at any stage in life and by making routes into education and training more open and flexible
• More opportunities for experience and training abroad to boost language skills, self-confidence and adaptability
• Higher quality courses, providing the right skills for specific jobs,
• More inclusion and access for disadvantaged people,
• Creative, innovative and entrepreneurial thinking.

To find out more: Full text of the Bruges Communiqué (pdf)

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Sigurvegarar i keppni NVL um fyrirmyndarverkefni í nýsköpun

Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Praksisbaseret viden og videnbaseret praksis - forsøgs- og udviklingskonference på VEU-området“ sem haldin var í samstarfi danska menntamálaráðuneytisins, dönsku námsmatsstofnunarinnar, EVA, miðstöð færniþróunar í Danmörku, NCK og Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL voru veitt verðlaun til verkefna sem skara þóttu fram úr hvað varðar nýsköpun. 
Þau verkefni sem báru sigur af hólmi voru:
„Kunstgreb“ einstakt samstarf listamanna og fyrirtækja, þróað af Bandalagi listamanna í Danmörku, og ráðgjafafyrirtækinu Wischmann Innovation í samstarfi við 60 fyrirtæki.
„Flow“ verkefni þar sem ungu fólki með samstarfi fullorðinsfræðslumiðstöðvarinnar á Fjóni og kvöldskólans FOEA 1748, gefst tækifæri til þess að ljúka ígildi stúdentsprófs með námi hjá alþýðufræðsluaðilum. 
Þar gefst ungu fólki tækifæri til þess að velja nýja námsleið og geta nýtt sér hvatninguna sem felst á einu sviði (alþýðufræðslunni) til náms á öðru (miðstöð fullorðinsfræðslu).
„Kollegial vejledning – innovativ kompetenceudvikling i psykoeducation“ Þróunarverkefni sem byggist á samstarfi Háskólans í Hróarskeldum, Danska Kennaraháskólans og sjúkrahússins Fjorden á Sjálandi.

Meira: www.nordvux.net

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Distans heldur vefnámskeið og málþing 2011

Distans er þemanet um upplýsingatækni og markmið með störfum þess er: Að greiða fyrir miðlun reynslu af aðferðum og verkfærum upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu – til þess að auðvelda aðgengi að námi.

Á árinu 2011 hefur hópurinn skipulagt röð af fimm vefnámskeiðum, kl. 13:00 á skandinavískum tíma hvern 18. dag mánaðanna janúar til og með maí. Þema námskeiðanna er sosial media. Í janúar ríður Hróbjartur Árnason á vaðið með kynningu á Nordist.
Enn fremur hefur Distans skipulagt röð málþinga. Ætlunin er að beina sjónum sérstaklega að því hvernig hægt er að beita upplýsingatækni og sveigjanlegu námið til þess að hvetja til náms, skapa ný tækifæri til náms og hækka menntunarstig dreifbýlla svæða. Fyrsta málþingið verður haldið í Rudkøbing í Danmörku þann 8. mars 2011. Takið daginn frá!

Meira: www.nordvux.net

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Discussion about the NQFs in Europe

Different countries in Europe proceed with the development and implementation of their NQFs at a different pace. The importance of creating a common language in Europe for interpreting the learning outcomes and the important role of validation in this respect was emphasized by all the key-note speakers and many participants during the conference in Brussels in November this year.

The conference participants actively shared their experiences during the round-table sessions and commented on the presented examples of NQF implementation. A selection of views from the European adult education organizations and education authorities is presented in the interviews with the conference participants from Ireland, Germany, Sweden, Greece and Macedonia. And much more information is available in the report from the EAEA / NVL Conference 2010 “The integration of non-formal adult learning in National Qualification Frameworks (NQFs)”.

Link to Conference report

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Náms- og starfsráðgjöf í dreifbýli

Hvernig er hægt að trygga að allir íbúar á dreifbýlissvæðum á Norðurlöndunum geti sótt sér náms- og starfsráðgjöf? Hvaða reynsla er af því, hvaða aðferðum og verkfærum hefur verið beitt?

Þessar spurningar eru meðal þeirra sem teknar voru fyrir og rætt var um á norrænni námsstefnu ”Vägledning på glesbebyggda områden” á Íslandi dagana 26.–29. september 2010.
Námstefnan var haldin af NVL, Norræn samtök Náms- og starfsráðgjafa (NFUE) og Miðstöð ráðgjafar á Grænlandi (CVG).

Skýrsla frá málþinginu og kynningar eru nú aðgengilegar á heimasíðu NVL.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 16.12.2010

Til baka á forsíðu NVL

God Jul och Gott Nytt År

Glædelig Jul og Et Godt Nytår

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi

Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta

God Jul og Godt Nyttår

Gledilig Jól og Gott Nyttár

Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi

Merry Christmas and Happy New Year