1/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Ráðstefna danska menntamálaráðuneytisins um tilrauna- og þróunarverkefni fjallaði um iðn- og starfsmenntun

Á ráðstefnu danska menntamálaráðuneytisins um starfsmenntun i janúar, beindist athyglin sérstaklega að þremur mikilvægum sviðum; að standa við gerða samninga, brottfall og framfylgni. Eins og undanfarin sjö ár snerist umfjöllunin aðallega um að skiptast á reynslu af verkefnum á starfsmenntasviði. Náið samband við þá sem sjá um að praktíska hluta námsins, traust samstarf milli skóla, og fyrirtækja og gott námsumhverfi eru mikilvægir þættir þegar draga á úr brottfalli úr iðn- og starfsmenntun.
Vibeke Aarkrog aðalráðgjafi í danska menntamálaráðuneytinu, sagði meðal annars frá að áhersla innan FoU væri á að upplýsa um reynslu af góðum verkefnum. Lýsingar á þróunarverkefnum sem kynnt voru á ráðstefnunni má lesa á:
www.emu.dk/fouhistorier/erhverv/index.html
Fyrirlestra og annað efni frá ráðstefnunni er hægt einnig hægt að nálgast:
www.emu.dk/erhverv/multimedie/fou_januar09.html
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Ný námsbraut á VVU stigi fyrir unglinga- og fullorðinfræðslukennara

Námsmatsstofnunin í Danmörku hefur samþykkt 10 nýjar námsbrautir sem eru aðlagaðar nýjum greinum og þörfum, þar á meðal menntun fyrir kennara á unglingastigi og í fullorðinsfræðslu sem boðið er upp á við VIA háskólann.
Menntunin á að veita nemendum færni til þess að annast, færa rök fyrir og þróa kennslu og aðra starfsemi viðkomandi unglinga- og fullorðinsfræðslu. Um er að ræða sveigjanlegt námstilboð fyrir einstaklinga með stutta menntun, sem kenna eða vilja kenna unglingum og fullorðnum á fræðslusviðum sem ekki búa við eigin kennaramenntun, eins og t.d. í  menntasmiðjum, eða innan almennrar fullorðins- og alþýðufræðslu, í íþrótta, frístunda- og menningargeiranum, í fyrirtækjum, faglegum stofunum sem og í stofnunum sem sinna innflytjendum og atvinnulausum.
Meira...
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: utveckling

Umræður um meginhlutverk lýðskólanna

Á fundi Samtaka lýðskóla í Danmörku þann 22. janúar í Íþróttaháskólanum í Árhúsum, var fjallað um hvað er og á að vera meginhlutverk lýðskólastarfsins í nútíma og framtíðar samfélagi.
Tveir fyrirlesaranna Klaus Levinsen, lektor við Suðurdanska háskólann og Anders Petersen,  við AAU fjölluðu í fyrirlestrum sínum um tækifæri og mikla getu lýðskólanna til þess að skapa ramma sem auðvelda þátttakendum til þess að tengjast öflugum böndum þvert á menningarlegan bakgrunn eða annan mun. Ennfremur hve staða þeirra til þess að veita rými til persónulegs og faglegs þroska. Á fundinum komu einnig fram skoðanir um að lýðskólarnir gætu eflt samband við sitt nánasta umhverfi og aðrar menntastofnanir og geira. Umræðunum verður fylgt eftir út árið. Á fundinum var ókeypis e-riti með greinum eftir m.a. Finn Thorbjørn Hansen, Niels Buur Hansen, Svend Brinkmand, Dorte Sørensen, Lars-Henrik Schmidt og Erik Bendtsen.
Hægt verður að nálgast e-ritið  næsta mánuðinn á slóðinni:  www.uniflip.dk/catalogs2/6418/15844/pub/index.html
Eftir það verður ritið gefið út á mynnislykli sem sendur verður til meðlima í samtökunum. Hægt er að skrá sig sem meðlim á 
www.ffd.dk/ffd/medlemskab-af-ffd www.ffd.dk/ffd/medlemskab-af-ffd
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Námsmatsstofnunin í Danmörku býður upp á námskeið um notendavænt mat fyrir matsaðila

Á námskeiðinu er ætlunin að veita nothæfa þekkingu um matsaðferðir og kenningar. Aðaláhersla verður lögð á að kenna hvernig hægt er að framkvæma og nýta mat og beinist einkum að fólki sem hefur þörf fyrir aukinn skilning á hvað felst í mati og til hvers hægt er að nýta það. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa nokkra eða enga reynslu í bæði að framkvæma eða panta mat á jafnt einkareknum sem og skólum í opinberum rekstri. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á slóðinni:
www.eva.dk/konsulentydelser/kurser/anvendelsesfokuseret-evaluering
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: utvärdering

Raunfærnimat – áskorun, fræðileg, praktísk og pólitísk

Danska miðstöðin fyrir raunfærnimat (NVR) býður til ráðstefnu um raunfærnimat með fyrirlesurum frá Danmörku og öðrum Evrópulöndum.
Á ráðstefnunni á að fjalla um grundvallarlögmál sem liggja að baki aukinna tækifæra til raunfærnimats, bæði í Danmörku sem og aðþjóðlega. Markmiðið er að veita yfirsýn og auka skilning á þeirri sýn sem þeir sem framkvæma raunfærnimat, stjórnmálamenn, fulltrúar stofnanna og vísindamanna  hafa á þeirri áherslu sem lögð er á mat á raunfærni.  
Ráðstefnan verður haldin, fimmtudaginn 5. mars 2009  kl. 9.30 – 15. 45 í University College Lillebælt, Asylgade 7-9, 5000 Óðinsvéum C. Ráðstefnan fer fram á bæði dönsku og ensku.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Nemendum í menntaskólum fækkar – vinsældir starfsmenntunar aukast

Á tuttugustu og fyrstu öldinni hefur nemendum í menntaskólum í Finnalandi fækkað sem og menntaskólum. Vinsældir starfsmenntunar aukast. Þessar upplýsingar eru fengnar úr tölfræði finnsku menntamálastofnunarinnar: Mælanlegar stærðir menntunar.
Árið 2007 voru 417 menntaskólar í Finnlandi og í þeim um það bil 100.000 nemendur. Á árunum 2003 -2007 fækkaði menntaskólum um næstum því átta prósent og fjölda menntaskólanema um fjögur prósent.
Á sama tíma hafa vinsældir starfsmenntunar aukist. Unglingum sem sækja um starfsmenntanám hefur fjölgað um næstum því sex prósent á árunum 2005-2007.
Tölfræðiefni (á finnsku með sænskum útdrætti):
www.oph.fi/info/tilastot/INDI2008.pdf
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Evrópska þema ársins 2009 – er sköpun og nýsköpun

Þema ársins 2009 í ESB er sköpunarkraftur og nýsköpun. Að allir íbúar hagi lífi sínu samkvæmt þessum hugmyndum er hvatning til allra íbúa í aðildarlöndum ESB sem og öðrum íbúum Evrópu til að leggja sitt af mörkum til þemaársins.
Auk menntunar og menningar varðar þemað m.a. viðskipta-, byggða- og vísindamál. Á árinu eru ýmsir viðburðir og verkefni skipulögð með það að markmiðið að efla og gera þýðingu og tækifæri sköpunarkrafts og nýsköpunar greinilegri. Það er m.a. talið brýnt að skapa umhverfi sem hvetur til nýrra hugmynda. 
Meginatriði þemaársins í Finnlandi eru að:
• hvetja til framkvæmda sem efla sköpunarkraft og nýsköpun í skólum og menntastofnunum
• efla samskipti stofnana, skóla, háskóla, og fræðsluaðila
• miðla dæmum um fyrirmyndarverkefni og aðgerðir
• sýna fram á mikilvægi sköpunarkrafts og nýsköpunar í lífi fólks
www.minedu.fi/euteemavuosi/?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Lög um framhaldsfræðslu

Fyrir alþingi Islands var lagt frumvarp til laga um framhaldsfræðslu þann 9. Desember 2008.
Með orðalaginu framhaldsfræðsla er att við alla menntun sem ætlað er að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og ekki er skipulögð á grundvelli laga um framhaldsskóla og háskóla. Með frumvarpinu er kveðið á um skipulag framhaldsfræðslunnar og aðkomu stjórnvalda og samtaka launafólks að henni.
Fyrirhugað er að lögin taki gildi í júlí 2009.
www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0291.pdf
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is

Lög um framhaldsskóla

Ný lög um framhaldsskóla, sem Alþingi samþykkti á 135. löggjafarþingi, fela í sér veigamiklar breytingar á skipulagi náms á framhaldsskólastigi. Lögin eru afrakstur af vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum og lýtur að því að endurskoða lögbundna skipan framhaldsskólastigsins og leggja drög að breytingum á henni, þar sem náið tillit er tekið til endurskoðunar laga sem varða önnur skólastig.
Lögin er að finna hér: 
www.nymenntastefna.is/framhaldsskolar/log/
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
E-post: arnthrudur(ät)frae.is

Norge

Ný lög um fullorðinsfræðslu

Gildandi lög um fullorðinsfræðslu voru samþykkt árið 1976. Þau teljast vart mjög gömul en síðan þau voru samþykkt hefur margt breyst hvað varðar nám og menntun.
Þekkingarráðuneytið í Noregi vill nú fella lögin úr gildi og setja í stað þeirra ný lög sem taka til náms utan formlega skólakerfisins. Frumvarpið var lagt fram þann 12. janúar og það verður til umsagnar til 23. febrúar.
Lögin eiga að setja skýrar reglur um starfsemi fræðslusambanda, sjálfstæðra fjarkennsluaðila og sumra einkaskóla. Ráðuneytið leggur til að yfirskrift laganna verði „Lög um nám utan formlega skólakerfisins“. En fagnar betri og greinilegri tillögu. Það er skoðun ráðuneytisins að ný lög muni veita fræðslusamböndum og sjálfstæðum fjarkennsluaðilum betri og nútímalegri ramma fyrir reksturinn. Samtímis munu ný lög auðvelda neytendum og stjórnvöldum að kynna sér framboð náms utan hins formlega skólakerfis,  einkum  í einkageiranum.
Meira (pdf)
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Nám og þekking á krepputímum

Norska ríkisstjórnin birti 26. janúar sl. aðgerðir til þess að draga úr efnahagsvandanum. Þar er lagt til að framlög til áætlunarinnar um eflingu grunnfærni í atvinnulífinu verði aukin úr 38,6 milljónum norskra króna í 58,6 milljónir norskra króna eða sem samsvarar tæplega milljarði íslenskra króna. Þar að auki er stefnt að ná til þátttakenda á öðrum sviðum en í atvinnulífinu með auknu samstarfi við fræðslusambönd.
Grunnfærni í atvinnulífinu er áætlun  þar sem fyrirtæki og opinberar stofnanir geta sótt um styrk til kennslu í lestri, ritun, stærðfræði og upplýsingatækni sem og aðgerða sem hvetja til náms.  Fræðsluaðilar og  stofnanir  atvinnulífsins geta sótt um ásamt fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Styrkurinn á að styrkja grunnfærni launþega og atvinnulausra, sem eru í leit að vinnu, í því sjónarmiði að fækka þeim sem hverfa af vinnumarkaði og auka þátttöku í fræðslu og menntun. 
Til þess að ná til fleiri í markhópnum vill ríkisstjórnin gera smávægilegar breytingar á efni áætlunarinnar. Markmiðið er að ná til:  
- launþega í þeim geirum atvinnulífsins, sem eiga í vök að verjast vegna efnahagskreppunnar, eins og t.d. byggingariðnaðar, verslunar o.s.frv.
- atvinnulausra með nánara samstarfi við norsku vinnumálastofnunina,  NAV .
- þátttakenda á öðrum sviðum en í atvinnulífinu með auknu samstarfi við fræðslusambönd.
Tillögurnar í heild er að finna:
www.vofo.no/images/file/stprp37.pdf
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Bann við að mismun vegna takamarkaðrar starfsgetu

Þann 1. janúar 2009 tóku ný lög um mismunun og aðgengileika gildi í Noregi. Nú er það á ábyrgð vinnustaða og fræðsluaðila að ganga úr skugga um að fötlun sé ekki til trafala.
Lögunum er ætlað að hvetja til jafnréttis og jafnvirði, tryggja öllum jöfn tækifæri og réttindi til virkni í samfélaginu óháð starfsgetu og koma í veg fyrir mismunun vegna takmarkaðrar starfsgetu. Yfirvöld eiga að vinna markvisst og skipulega að því að hrinda markmiðum laganna í framkvæmd. Það sama á við um fyrirtæki sem að jafnaði hafa fleiri en 50 starfsmenn. Fyrirtækin eiga að gera grein fyrir aðgerðum sem hefur verið hrint í framkvæmd eða sem gerðar hafa verið áætlanir um að hrinda í framkvæmd í ársskýrslum sínum eða fjárhagsáætlunum. Lögin í heild eru á:
www.lovdata.no/all/tl-20080620-042-0.html
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Frumvarp ríkisstjórnarinnar „Aðgerðir vegna atvinnu og breytinga“

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga og í því er meðal annars lagt til að framlög til fullorðinsfræðslu verði aukin í því skyni að:
1. Fjölga nemendum í starfsmenntaháskólum til viðbótar við þá sem leggja stund á viðurkennda starfsmenntun  um eitt þúsund árið 2009, tvö þúsund árið 2010, og eitt þúsund árið 2011.
2. Auka á framlög ríkisins til framhaldsskólamenntunar fyrir fullorðna (iðn- og starfsmenntun). Fjölga  á nemendum á þessu skólastigi u.þ.b. 3.200 á árinu 2009, og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi u.þ.b. 3.900 árið 2010 og u.þ.b. 1600 árið 2011. Þessi aukning er til viðbótar þeim framlögum sem þegar hafði verið gert ráð fyrir á sænsku fjárlögunum.
Til þess að hvetja atvinnulausa, eldri en 25 ára til þess að sækja sér starfs- eða iðnmenntun í framhaldsskólum á vegum sveitarfélaganna, fá þau tímabundna fjárveitingu til námsstyrkja samkvæmt hærri úthlutun á árin 2009 og 2010. Fjárveitingar samkvæmt hærri úthlutun eiga að nægja fyrir 80 prósentum af heildarnámsstyrk.
www.regeringen.se/content/1/c6/11/90/25/98794355.pdf
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Visbyáætlunin – Eystrasaltsáætlun – Sænsku stofnunarinnar

Visbyáætlunin, Eystrasaltsáætlun Sænsku stofnunarinnar er áætlun sem veitir styrki til starfsmannaskipta á milli Svíþjóðar og næstu nágrannaþjóða í austri: Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Rússlands, Úkraínu og Hvítarússlands. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að auknu samstarfi á sviðum menntunar og rannsókna á milli Svíþjóðar og landanna sem áætlunin tekur til. Sérstök áhersla er lögð á samstarf við Rússland, Úkraínu og Hvítarússland. Visbyáætlunin miðar að því að tengja aðila til þess að efla þátt Svía og menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Eystrasaltssvæðinu. Áætlunin er ætluð háskólum auk stofnanna á sviði alþýðu- og fullorðinsfræðslu sem og framhaldsskóla og spannar allar greinar. Frestur fyrir lýðskóla og fræðslusambönd til þess að skila inn umsóknum til Sænsku stofnunarinnar um styrki til fullorðinsfræðslu (hina svokölluðu Visbýáætlun), rennur út þann 1. mars. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Sænsku stofnunarinnar www.si.se/templates/CommonPage____5259.aspx
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Þriðji hluti atvinnu- og þróunaráætlunarinnar tilbúinn

Allt frá því að sænska ríkisstjórnin hrinti atvinnu- og þróunaráætluninni í framkvæmd árið 2007 var auglýst að öllum þátttakendum, sem hefðu þegið bætur í meira en 450 daga án þess að fá vinnu, myndi vera vísað á þriðja stig áætlunarinnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á fjölmörgum reglugerðum sem kveða á um eða lýsa þriðja stigi áætlunarinnar.
Vinnumiðlanir eiga að bera ábyrgð á þriðja stigi atvinnu- og þróunaráætlunarinnar.  Vinnumiðlunirnar eiga að bjóða þátttakendum pláss í fyrirtækjum og stofnunum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Þátttakendur eiga samtímis að fá stuðning frá leiðbeinenda sínum. Aðgerðunum á þriðja stigi áætlunarinnar er ætlað  að veita tækifæri til vinnu. Ráðningartímabil skal vera til langs tíma, þó ekki lengri en tveggja ára. Ríkisstjórnin hefur lagt il að stuðningur til fyrirtækja og stofnana sem veita þátttakendum vinnu verði 225 krónur á dag fyrir hvern þátttakenda.
www.regeringen.se/sb/d/11337/a/118601
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: utveckling

Åland

Ný lög og áætlun um fullorðinsfræðslu á Ålandseyjum

Landsstjórnin á Álandseyjum hefur skipað vinnuhóp til þess að semja tillögu að löggjöf um fullorðinsfræðslu á Álandseyjum.
Rammalöggjöfinni er ætlað að virka sem heildarlöggjöf fyrir fullorðinsfræðslu sem hefur skort. Hópurinn á að ljúka störfum fyrir 31. maí 2009.
Þá hefur landsstjórnin einnig ákveðið að leggja skuli drög að aðgerðaáætlun um þróun fullorðinsfræðslu á Álandseyjum vorið 2009. Ætlunin er að setja fullorðinsfræðslunni skýr markmið, stefnu sem og vel þróað skipulag sem veitir íbúunum tækifæri til náms allt lífið. Drög að aðgerðaáætlun eiga einnig að liggja fyrir þann 31. maí 2009.
E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax

NMR

Ný tækifæri til menntunar og mannaskipta á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna - Nordplus áætlunin

Nú er hægt að sækja um styrki frá Nordplus, innan sameiginlegs verkefnis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um menntun og mannaskipti. Nordplus áætlunin hefur árið 2009 yfir að ráða 60 milljónum danskra króna, eða sem svarar til 8 milljónum evra til úthlutunar. Árlega eru þátttakendur í öllum verkefnum Nordplus um 10.000. Í ár verður lög áhersla á að styðja umsóknir sem varða loftslags- og umhverfismál.

Nordplus verkefnið samanstendur af eftirfarandi þáttum:
• ,,Nordplus ungmenni“ fyrir grunnskóla og menntaskóla
• ,,Nordplus ærðri menntun“ fyrir menntun á háskólastigi
• ,,Nordplus fullorðnir“ með áherslu á menntun allt lífið og símenntun
• ,,Nordplus horisontalt“ sem stuðlar að samstarfi á milli ólíkra menntunargeira og styrkir óhefðbundin nýsköpunarverkefni
Fimmta verkefnið, ,,Nordplus norræn tungumál og menning“, verður einnig opið fyrir umsóknir frá janúar 2009.

Sameiginleg umsókna- og skýrslukerfi ARS er nú aðgengilegt fyrir umsækjendur:
LINK

Áhersluatriði fyrir Nordplus fullorðinna á árinu 2009:
• Viðurkenning og mat á raunfærni
• Virkjun nemenda í framþróun námsskeiða til að bæta gæði kennslu og til að aðlaga hana þörfum nemenda.
• Grunnþekking fullorðna
• Sérstök áhersla á loftslags- og umhverfismál, en einnig frumkvöðlastarf og önnur tengd efni.
Meira...

Næsti umsóknarfrestur fyrir Nordplus er 2. mars 2009. Athygli er vakin á því að CIRUS í samstarfi við NVL mun þann 2. febrúar 2009 halda námsstefnu fyrir þá sem hyggjast sækja um styrki til Nordplus fullorðinsfræðsla. Frekari upplýsingar...

E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

NVL

Ný framtíðarsýn fyrir eldri borgara í vinnu

Tengslanet NVL um eldri borgara á vinnumarkaði hefur birt skýrslu sína: Active ageing and learning at work - New visions and opportunities for older workers in the Nordic countries.
Markmið skýrslunnar er að lýsa og bæta kringumstæðum eldri borgara með því að lýsa nokkrum þróunarverkefnum og tækifærum fyrir eldri borgara á vinnumarkaði og fræðslumöguleikum. Ætlunin er að eyða klisjukenndum hugmyndum auk þess að bera kennsl á mótstæðukenndar kenningar i stjórnmálum og kringumstæðna í reynd. Í skýrslunni er einnig að finna aðgerðir sem tengslanetið mælir með að verði hrint í framkvæmd til þess að bæta tækifæri eldri borgara á vinnumarkaði og fræðslumöguleikum.
Krækja í heimasíðuna þar sem skýrslan er vistuð:
www
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 3.2.2009

Til baka á forsíðu NVL