1/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Nýjar kröfur um kennslufræði starfsmenntakennara

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um starfsmenntun. Í nýrri aðaltilskipun felur ein af breytingunum í sér að auknar kröfur verða gerðar til þekkingar kennara á uppeldis- og kennslufræði.

Kröfurnar sem gerðar eru um uppeldis- og kennslufræði felast í að kennararnir verða að hafa lokið því sem svarar til diplómanáms. Þetta er rökstutt með því að kennararnir þurfi í starfi sínu að leysa sífellt flóknari  uppeldis- og kennslufræðileg úrlausnarefni.  

Nánar: UVM

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Þróun og nám í gegnum sveigjanleg starfsmannasamtöl

Í Danmörku hefur miðstöð færni- og gæðaþróunar SCKK, tekið saman drög að sveigjanlegum starfsmannasamtölum.

Í drögum að sveigjanlegum starfsmannsamtölum felast samtalsverkfæri fyrir stjórnendur og starfsmenn, efni og spurningar sem leggja grunn að markvissu samtali sem beinist fram á við. 

Nánari upplýsingar um drögin eru á www.sckk.dk/content/mus

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

”Þar sem færniþróun er viðtekinn vani”

Annað þemahefti um þekkingu og tæki til þess að efla færniþróun í fyrirtækjum er komið út hjá miðstöð færniþróunar í Danmörku, NCK.
Þemaheftið er skrifað af Morten Lassen, og þar beinist athyglin að fyrirtækjum þar sem færniþróun er talin sjálfsagður og samþættur hluti af starfseminni. Útfrá þremur meginatriðum er lýst hvernig aðferðir og tæki þurfa fara eftir aðstæðum innan fyrirtækjanna til þess að þau gagnist. Meginatriðin þrjú eru sterk hefð fyrir menntun, rík hefð fyrir samtarfi og augljós nauðsyn.
 
Nánar: DPU
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Innfæddir Danir standast ekki prófið til þess að öðlast ríkisborgararétt

20 prósent Dana fellur á prófi samkvæmt könnun sem Analyse Danmark hefur framkvæmt fyrir Vikufréttabréfið A4 (Ugebrevet A4).
Í úrtakinu voru  40 spurningar lagðar fyrir 1.112 Dani á aldrinum 18-70 ára. Spurningarnar voru þær sömu og umsækjendur um ríkisborgararétt þurftu að svara á prófi sem lagt var fyrir í desember sl. Einkum ungir Danir myndu eiga í erfiðleikum ef þeir þyrftu að standast sömu kröfur og útlendingar sem sækjast eftir að öðlast danskan ríkisborgararétt. 34 prósent af aldurshópnum 18-29 ára gátu ekki svarað 32 af 40 spurningum, sem þarf til að standast prófið. Þá kemur einnig fram í könnuninni að konur eiga einnig erfitt með að svara spurningunum um danska lífsleikni. 28 prósent danskra kvenna myndi fá höfnun við umsókn um danskan ríkisborgarrétt ef þær hefðu tekið prófið en hið sama á aðeins við um 12 prósent karla.
Meira: Ugebrevet A4
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: baskunskaper

Í nýjum kennslufræðilegum leiðbeiningum eru áþreifanleg dæmi um skipulagningu kennslu fyrir lesblinda

Danska menntamálaráðuneytið hefur falið Miðstöð lesblindu að semja leiðbeiningar um kennslu fyrir fullorðna sem eiga við leserfiðleika að stríða.
Í leiðbeiningarnar á að vera hægt að sækja innblástur og áþreifanleg dæmi um kennslu og sérkennsluaðferðir fyrir fullorðna, lesblinda þátttakendur í fyrirtækjum og stofnunum.
Meira: UVM (Pædagogisk vejledning til ordblindeundervisning for voksne)
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Atvinnulausir fá leyfi til þess að stunda nám án þess að atvinnuleysisbæturnar skerðist

Frá byrjun árs 2010 mega þeir sem eru atvinnulausir í Finnlandi stunda nám án þess að komi til skerðinga atvinnuleysisbóta.

Til þess að fá bætur verður viðkomandi að vera í atvinnuleit og orðinn 25 ára. Umsækjandi verður að semja um námið við vinnumiðlun, sem sker úr um hvort námið er markvisst og eykur færni umsækjanda og bætir þar með stöðu  hans á vinnumarkaði.
Atvinnuleysisbætur eru veittar þeim sem stunda fullt nám. Fullt nám innifelur nám grunnám og  framhaldsnám á háskólastigi, nám í framhaldsskóla fyrir unglinga sem verða að ljúka að minnsta kosti fimm einingum eða sem nemur 25 tímum á viku.

Nánar: PDF

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Ný lög um starfsmenntaskóla öðluðust gildi í byrjun árs 2010

Breytingar á lögunum varða skólagjöld, rétt til nemapláss, skilgreiningu prófa og náms fyrir innflytjendur.

Starfsmenntun er ókeypis, en starfsmenntaskólunum er heimilt að krefjast skólagjalda af nemendum, sem ljúka prófum frá starfsmenntastofnunum, og eru frá löndum utan ESB/EES. Tilraun verður gerð með að leggja á skólagjöld á tímabilinu fram til loka árs 2014.
Nemandi hefur rétt til þess að þiggja nemapláss sem er úthlutað eftir umsókn í sameiginlegu umsóknaferli fyrir háskóla í Finnlandi. Samkvæmt nýju lögunum er starfsmenntaháskólum heimilt að skipuleggja undirbúningsnám fyrir innflytjendur. Námið er undanþegið skólagjöldum.  
Próf frá starfsmenntaháskólum er samkvæmt lögum um háskóla. Próf frá starfsmenntaháskóla veitir starfsréttindi þar sem gerð er krafa um próf frá háskóla.

www.finlex.fi/sv/laki/alkup/2009/20090564

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Ráðgjöf og raunfærnimat í brennidepli

Dagana 11. og 12. janúar var haldin í Keflavík ráðstefna um ráðgjöf og raunfærnimat sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna stóðu fyrir. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 60 manns hvaðanæva af landinu.

Ólafur Grétar Kristjánsson, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fulltrúi Íslands í Stýrihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um nám fullorðinna setti ráðstefnuna. Tveir frummælenda voru erlendir: Raimo Vuorinen frá Finnlandi og Kirsten Aagard frá Danmörku. Þá fluttu tveir sérfræðingar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, þau Fjóla María Lárusdóttir og Haukur Harðarson erindi um stöðuna á Íslandi og þær áskoranir sem blasa við á sviði ráðgjafar og raunfærnimats. Báðum dögum lauk með málstofum um fjölbreytt málefni og þar spunnust fjörugar og gagnlegar umræður.

Nánar: www.frae.is/frettir/nr/320/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

Norge

Menntun og veikindaleyfi

Fjórði hver launþegi sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi þiggur örorkubætur á tíu ára tímabili. Í umræðunni um veikindaleyfi hefur skort umræðu um áhrif einnar breytu, það er menntunar. Menntamálaráðherra Norðmanna Kristin Halvorsen telur að einstaklingar sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi eigi að fá tækifæri til þess að afla sér frekari menntunar. Við það muni bótaþegum fækka og draga úr fjarvistum vegna veikinda.
Halvorsen hefur bent á tvennskonar úrræði sem hægt er að beita til þess að draga úr fjarvistum vegna veikinda og fjölgun þeirra sem þiggja bætur. Í fyrsta lagi er hægt að efla átakið “Grundvallarfærni í atvinnulífinu” Það er einkum ætlað þeim sem eiga við lestrar- og ritunarörðugleika að etja og VOX hefur haft umsjón með því . Hitt úrræðið snýr að þeim sem vilja ljúka vilja sveinsprófi á vinnustað.  Í könnun sem gerð hefur verið af Frisch rannsóknarmiðstöðinni kemur fram að fjóðri hver launþegi sem aðeins hefur lokið námi í grunnskóla þiggur örorkubætur á tíu ára tímabili. .
Nánar: www.frisch.uio.no/main.html
Jakob Sleten
E-post: sletten(at)nade-nff.no
Mer om: kortutbildade

Leið til vinnu og frekari menntunar

Nýrri miðstöð í Kragerø er ætlað hlutverk við að aðstoða skjólstæðinga við að fá vinnu eða afla sér frekari menntunar. Í miðstöðinni býðst starfsþjálfun og einka atvinnuráðgjafar. Í miðstöðinni á að bjóða upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og eftirfylgni. Atvinnuráðgjöfum ber að veita stuðning á meðan á atvinnuleitinni stendur.
Miðstöðinni er ætlað að bjóða upp á markvissa og skipulagða aðstoð við atvinnuleit eða til að hefja frekara nám. Ferlið byggir á mikilli virkni og aukinni ábyrgð á eigin ákvörðunum og aðgerðum. Hver sá sem kemur í miðstöðina í leit að aðstoð fær eigin atvinnuráðgjafa sem á að veita stuðning við atvinnuleitina. Ráðgjafinn á að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og eftirfylgni. Í rágjöfinni felst vinnumiðuð endurhæfing þar sem einstaklingunum er veitt aðstoð við að sigrast vandamálum sem koma í veg fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu.
Nánar: www.ta.no/nyheter/grenland/article4820890.ece
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no
Mer om: vägledning

Námstilboð fyrir innflytjendur í Þelamörk

Í fullorðinsfræðslumiðstöðinni í Porsgrunn er verið að hrinda í framkvæmd nýju verkefni. Síðastliðnar tvær vikur hafa þrír hópar innflytjenda notið sérkennslu sem er sniðin að menntun þeirra.
Mikil þörf er fyrir vinnuframlag innflytjendanna. Tungumálaörðugleikar og skortur á annarri færni kemur oft í veg fyrir að innflytjendur verði virkir á vinnumarkaði. Hópurinn er afar sundurleitur en fjöldi námstilboða tekur ekki mið af því. Vinnumiðlanir og sveitarfélögin á Grenlandssvæðinu hafa tekið höndum saman um framboð í fullorðinsfræðslu þar sem tekið er tillit til þessa.
Nánar:  www.ta.no/nyheter/article4771916.ece
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade.nff.no

Sverige

Í umsagnarferli: Ný skólalög

Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur sent nýtt frumvarp til skólalaga til umsagnar og áætlað er að frumvarpið verði lagt fyrir þjóðþing Svía vorið 2010. Stefnt er að því að lögin öðlist gildi þann 1. júlí 2011.

Skólalögin spanna allt frá leikskóla til fullorðinsfræðslu og hafa verið vandlega undirbúin. Miklu máli skiptir að til grundvallar umsagnarferlinu er gengið út frá því að uppbygging laganna sé skýr, einföld og sömu reglur, sem fylgja framkvæmd laganna, gildi fyrir öll skólastig og meginsvið.
Sem dæmi um breytingar sem lagt er til að verði gerðar, er að aðeins þeir sem hafa viðeigandi próf hafi rétt til þess að vera ráðnir sem kennarar eða leikskólakennarar (að móðurmálskennurum og starfsmenntakennurum á framhaldsskólastigi undanteknum).
Hvað varðar fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna telur ríkisstjórnin að í öllum aðalatriðum skuli núverandi fyrirkomulag gilda þar sem það er í samræmi við nýju lögin. Lagt er til að viss ákvæði varðandi skipulag sem nú eru í gildi færist undir lögin og hugtakið raunfærnimat er skilgreint.   

Nánar um umsagnarferlið: Nýju skólalögin – um þekkingu valfrelsi og öryggi  www.regeringen.se/sb/d/5130/a/137079

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tvær nýjar skýrslur um alþýðufræðslu

Nýlega hafa verið gefnar út tvær skýrslur um alþýðufræðslu. Önnur er könnun meðal þátttakenda í námi á vegum fræðslusambanda og hin er norræn skýrsla með gagnasafni um raunfærnimat.

Þátttakendur í leshópum 2008. Könnun meðal þátttakanda í leshópum fræðslusambanda.
Alþýðufræðsluráðið í Svíþjóð hefur gert nokkrar kannanir á meðal þátttakenda í leshringjum , kannanirnar eru gerðar til þess að meta áhrif alþýðufræðslunnar.  Nýjasta skýrslan byggir á niðurstöðum könnunar sem náði til 10.800 þátttakanda í leshringjum árið 2008. Til viðbótar voru einnig tekin viðtöl til þess að dýpka þekkingu um ástæður fyrir þátttöku í leshringjum og um áhrif þeirra á einstaklingana og samfélagið. 
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar meta þátttakendur mikils að öðlast þekkingu og færni en ekki hvað síst persónulegan þroska. Það sem skiptir mestu máli er áhrif leshringjanna á vellíðan og að einstaklingurinn fá notið sín. Hringirnir veita félagsskap og tækifæri til nýrra sambanda. Þátttaka í leshring getur einnig verið hvatning til frekara náms..

Nánar: PDF

Gagnasafn um (raun)færnimat
Skýrslan er samin af Norræna lýðskólaráðinu og byggir á kortlagningu á því hvernig norrænir lýðskólar vinna með að skjalfesta þá (raun) færni og óformlegu færni sem nemendur hafa tileinkað sér. Í lok skýrslunnar eru lögð fram þrjár tillögur um aðgerðir sem hægt er að grípa til .

Nánar: www.rio-org.se/News.aspx?oID=13017

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: folkbildning

Átak til þess að skapa ný störf og vöxt í Trollhättan og Vestra Gautalandssvæðinu

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur aukið framlög til starfa, vaxtar og breytinga sem beinast einkum að Trollhättan og Vestra Gautalandssvæðinu. Átakið er liður í því að mæta þeim erfiðleikum sem blasa við í Trollhättan og svæðinu í grennd.
Samtals ráðgerir ríkisstjórnin ráðstafa 542 milljónir SEK til nýsköpunar, menntunar og vinnumarkaðsaðgerða. Stuðningurinn beinist einkum að vinnumarkaðsmálum, menntasviðinu og framlögum til þess að styrkja frumkvöðla og þróun. 
Nánar: http://regeringen.se/sb/d/11992/a/137491
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NMR

Nordplus-frétt

Rafræn umsókn um styrki úr Nordplus Horisontal

Opið fyrir rafrænan aðgang að umsóknum um styrki úr Nordplus – áætlununum 
Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að rafrænum umsóknum á heimasíðu Nordplus áætlananna www.nordplusonline.org. Þar er jafnframt að finna Handbók um Nordplus 2010 bæði á ensku og skandínavísku.

Umsóknarfrestur fyrir styrki úr Nordplus Horisontal rennur út 1.3.2010
Nordplus Horisontal er einn af fjórum hlutum menntaáætlunarinnar Nordplus. Horisontal tekur yfir Nordplus Junior, Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus Voksen og veitir tækifæri til nýs og breiðari samstarfs á sviði ævimenntunar. 
Að umsóknum um verkefni og myndum samstarfsneta verða aðstandendur frá að minnsta kosti aðilar frá tveimur mismunandi skólastigum. Starfsemin getur t.d. falist í samstarfi háskóla og grunnskóla eða á milli starfmenntunar og fullorðinsfræðslu. Styrkir eru veittir til kennslustofnana, stofnana, félaga og annarra sem vinna með menntun og ævimenntun. 
Nánari upplýsingar um áætlunina eru veittar í Nordplushandbókinni sem auk krækju í rafræna umsókn er að finna á slóðinni www.nordplusonline.org

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: projekt

NVL

Motivation

NVL invites to a Nordic Meeting Place 3-4 of June 2010!
How do we create learning arenas that invite and motivate  for  learning?
How to support groups at risk ?
How do we ensure that the students stay on in learning?
Are there new target groups for lifelong learning?
 
Come and share your experience on motivation for lifelong learning.
Book the dates for this cross-sectorial  Nordic conference in Copenhagen already  now!
More information in the coming newsletters and on www.nordvux.net.
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Velferð undir þrýstingi!

Norðurlandaráð hefur lagt fram lofsvert hnattvæðingarverkefni fyrir 2010 undir yfirskriftinni Norðurlöndin séu samkeppnisfær, velferðarsvæði sem er vel fallið til fjárfestingar, atvinnu og búsetu. NVL hópunum, sem hefur verið falið að velta fyrir sér hvort því sé þannig farið að tækifæri til þekkingar, hlutdeild og þátttöku séu jöfn, telur að áskoranirnar sem blasa við séu allmiklar, en útlit er fyrir að viljinn til velferðar sé umfram getu. 
Meira... ->Kunnskap, engasjement og deltakelse i Norden – Like muligheter?
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 2.2.2010

Til baka á forsíðu NVL