140 milljónir sænskra króna til Samtaka sænskra íþróttafræðsluaðila SISU Idrottsutbildarna

 
Ráherra fullorðinsfræðslu Lena Hallengren hefur kynnt frumvarp um að tvöfalda fjárframlög til SISU Samtaka sænskra íþróttafræðsluaðila. Lagt er til að SISU fái 140 milljónir sænskra króna á ári til þess að sinna fræðslumálum og þjálfun, auk starfsemi í anda alþýðufræðslu. Fram til þessa hefur  SISU fengið fjárframlög frá Alþýðufræðsluráðinu.