16 nýir ráðgjafar víðsvegar um Grænland

 

Þeir eru ráðgjafar við menntaskóla, verslunarskóla, námslánastofnunina, grunnskóla,  Piareersarfik og á skrifstofum vinnumálastofnunar. Grunnnámið skiptist í verklegt nám á vinnustað og staðbundnar lotur í skólanum. Stúdentarnir hafa verið við störf við náms- og starfsráðgjöf sem ófaglærðir ráðgjafar.
Ráðgjafamiðstöðin er vistuð við verslunarskólann Niuernermik Ilinniarfik í Nuuk og hún er fjármögnuð að heimastjórninni. Markmið menntunarinnar er að veita stúdentum færni til þess að sinna náms- og starfsráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna um nám á öllum skólastigum, eða til þess að virkni á vinnumarkaði. Í átta lotum sem fara fram í mismunandi bæjum á Grænlandi gefst stúdentunum tækifæri til þess að heimsækja opinberar stofnanir og upplifa á eigin skinni hvernig samhenginu á milli ráðgjafanetsins, menntastofnana og atvinnulífsins á Grænlandi er háttað.
Frá því að námið hófs hefur það tekið eitt ár en á síðasta ári var það lengt í eitt og hálft ár. Enn er langur biðlisti umsækjenda, sökum þess að aðeins eru teknir inn 15 stúdentar í einu. Frá upphafi hafa 158 ráðgjafar lokið námi á Grænlandi. 

Krækja í heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvarinnar á Grænlandi: www.vejledning.gl