200 nýir lektorar í skóla og leikskóla

 

- Við  verðum að auka gæði í sænskum skólum og því er nauðsynlegt að fjölga vel menntuðum kennurum. Þar að auki skapar staða lektora leið til starfsframa. Eins og er liggur leiðin oftar en ekki úr kennslustofunni og inn á skrifstofu. Það er nauðsynlegt að kennarar hafi tækifæri til starfsframa sem tengist kennarahlutverkinu, segir Jan Björklund, menntamálaráðherra. Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 251 milljón sænskra króna til leikskóla sem gerir um það bil 200 kennurum  í leik- og grunnskólum kleift að afla sér aukinnar menntunar.

Með fjárveitingunni er hægt að veita kennurum menntun til lísensíatprófs í greinum sem þeir eru menntaðir til að kenn, eða kennslufræði þeirra greina. Leikskólakennarar fá tækifæri til þess að taka lísensíatpróf í greinum sem tengjast þroska barna einkum varðandi málþroska og stærðfræðiþroska.  

Meira: www.regeringen.se/sb/d/14065/a/162007