2/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Rýmri vinnumarkaður, verkefni um vinnu fyrir þroskahefta

Danska félagið LEV – landssamband þroskaheftra og aðstandenda þeirra, kynntu á ráðstefnu í ferbrúar, verkefnið: Skapandi, langtímavinnuskipulag (KLAP- Kreativ Langsigtet ArbejdsPlanlægning). Það er tilraun til að bæta úrræði þroskaheftra til þátttöku á vinnumarkaði.
Markmiðið er að skapa 350 nemapláss og 150 venjuleg störf á almennum vinnumarkaði á þremur árum. „Ekki hvort, heldur hvernig.“ er slagorð KLAP verkefnis LEV – Landssambands þroskaheftra í Danmörku. Samkvæmt verkefnaáætlun á að skrifa námsskrár, skapa nemapláss og atvinnutækifæri á almennum vinnumarkaði. Takmarkið er að skapa á ári hverju 80 nemapláss fyrir þroskahefta á landsvísu auk 40 – 50 starfa í einkageiranum í hverjum landshluta. Þá á einnig að opna heimasíðu undir yfirskriftinni „Hvað get ég orðið?“ fyrir þroskahefta.  
Meira: www.projektklap.dk/front/
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Hin nýstofnaða alþýðufræðslunefnd hefur fengið hlutverk

Danska ríkisstjórnin ákvað í haust að setja á laggirnar alþýðufræðslunefnd, sem meðal annars á að fjalla um hvernig hægt sé að styrkja samfélagslega þýðingu alþýðufræðslunnar og gera hana sýnilegri, til þess að hún, á sama hátt og frjáls félagasamtök, geti lagt sitt af mörkum til þess að styrkja lögræði borgaranna, hvetja til þátttöku i menntun, aðlögun, heilsueflingu o.fl.? Þetta er aðalviðfangsefni alþýðufræðslunefndarinnar.
Nefndinni hefur nú verið falið hlutverk, þar sem tilteknum verkefnum er lýst auk þess er tekið fram að nýja tillagan skuli ekki leiða til aukins kostnaðar, fjármögnun skuli rúmast innan fjárhagsramma menntamálaráðuneytisins. Verkefninu skal lokið fyrir árslok 2009.
Nánari upplýsingar 
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Endurnýjun háskólanna

Ríkisstjórnin í Finnlandi lagði fram frumvarp til nýrra laga um háskóla, fimmtudaginn 19. febrúar s.l. Umbætur á háskólunum eiga að auka sjálfstæði þeirra og gera þá að sjálfstæðum lögaðilum. Háskólarnir verða annað hvort sjálfstæðir lögaðilar eða stofnanir sem falla undir tilheyrandi lagasetningu. Í nýju háskólalögunum er einni kveðið á um skipulag, umsýslu, fjármögnun og stjórnun háskólanna sem og málefni sem lúta að stúdentum og starfsfólki.
Markmið umbótanna er að skapa háskólunum betri starfsaðstæður og styrkja kennslu- og rannsóknir, efla gæði og árangur.  Með því að auka sjálfstæði háskólanna gefst þeim tækifæri til að ná betri árangri á alþjóðlegum vettvangi. 
Frumvarpið hefur verið undirbúið í nánu samstarfi við háskólana, stúdenta og  starfsfólk auk annarra hagsmunaaðila. Fjallað hefur verið um frumvarpið m.a. á óformlegum umræðuvettvangi ríkisstjórnarinnar, menningarmálanefnd ráðherranna og fjárveitingarnefnd. Reynt hefur verið eftir megni að taka tillitt til þeirra athugasemda sem bárust eftir umsagnarferlið, sem fram fór á haustdögum 2008, og fella þær inn í frumvarpið.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2009/02/he_yliopistolaki.html?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Stjórnarskipti á Íslandi

Þann 1. febrúar tók ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, við stjórnartaumunum á Íslandi.
Nýja ríkisstjórnin mun vera við stjórnvölinn til 25. apríl en þá munu fara fram kosningar til Alþingis. Nýr menntamálaráðherra er Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri-grænum og flokkssystir hennar Kolbrún Halldórsdóttir tók við sem norrænn samstarfsráðherra.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Metfjöldi nemenda í framhalds- og háskólum haustið 2008

Hagstofa Íslands hefur tekið saman yfirlit yfir fjölda skráðra nemenda í framhaldsskólum, sérskólum og háskólum á Íslandi haustið 2008. Haustið 2008 voru alls 47.282 nemendur skráðir til náms í framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Í framhaldsskóla voru skráðir 29.271 nemendur og 18.011 nemendur í háskóla. Sjá nánar á vef Hagstofunnar:
www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=4041
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Mikilvæg hátíðarráðstefna í Osló

Í 25. árið í röð stendur EADL (European Distance Education) fyrir ráðstefnu um sveigjanlegt nám s. Að þessu sinni í Osló, þrjá fagra daga í maí.
Ráðstefnan ber yfirskriftina á ensku: Drinking from the digital well og þar verður boðið upp á þemu sem efst eru á baugi og spennandi samkomur.
Lestu meira: 
www.nade-nff.no/default.pl?showPage=260
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Símenntun fyrir kennara

Þekkingarráðuneytið í Noregi hefur ákveðið að veita 117 milljónum NOK, eða sem samsvarar tæpum 20 milljörðum íslenskra króna til endur- og símenntunar fyrir kennara. Það gerir háskólunum kleift að bjóða upp á 1600 fleiri sæti fyrir nemendur í kennaranámi frá haustmisseri 2009. Markmiðið er að koma varanlegu skipulagi á símenntun kennara sem veitir kennurum og skólunum þá færni sem þörf er á. Nánari upplýsingar... 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Norræn vika í Osló

Í 12. viku ársins, eða frá 16. – 20. mars verður sjónum beint að Norðurlöndunum í Osló. Markmið vikunnar er að vekja athygli á norrænu samstarfi og auka á norræna virkni meðal stúdenta. Þemu sem fjallað verður um bera yfirskrift eins og Norræn samfélagslíkön, Tungumálasamstarfið og Skandínavismi. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á slóðinni:
www.nordenifokus.no/nordisk_uke09.html
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: projekt

Örugg framtíð samískra tungumála

Vísindaáætlun um samískar rannsóknir hefur fengið aukafjárveitingu upp á 1179 milljónir NOK eða tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Féð á að renna til rannsókna á suðursamískum og lulesamískum málum.  „Við þurfum að öðlast betri þekkingu á þessum tungumálum til þess að tryggja öryggi og lífslíkur þessara mála í framtíðinni“, segir Dag Terje Andersen ráðherra. „Markmið ríkisstjórnarinnar er að búa í haginn og tryggja örugga framtíð samísku tungumálanna í Noregi.“ Suður- og lulesamísk tungumál eru minnihlutamál einnig á samískan mælikvarða og eru á lista UNESCO yfir tungumál sem hætt er við að hverfi.
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: språk

Sverige

Iðnmenntun fyrir fullorðna

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir frá sveitarfélögunum um fjármagn til þess að bjóða upp á iðnnám á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna. Frestur til að senda inn umsóknir er til 16. mars. Ríkisstjórnin fagnar samstarfi sveitarfélaga um verkefni. Einnig getur verið samvinna við vinnumiðlanir eða vinnuveitendur/fyrirtæki/vinnuveitendasamtök. 
www.skolverket.se/sb/d/2615/a/14932
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Í Svíþjóð eru uppi áform um að innleiða viðmið um lokapróf eða námslok í framhaldsskóla (NQF)

Í Svíþjóð er unnið að innleiðingu  EQF (European Qualifications Framework) og innleiðingin þar mun byggja á landskerfi með viðmiðum um nám innan opinbera skólakerfisins.  Til þess að hægt verði að ná markmiðunum um gagnsæi á milli kerfa er einnig mikilvægt að þeir fræðsluaðilar sem standa utan við opinbera skólakerfið vinni einnig samkvæmt viðmiðum EQF. Sænska landsviðmiðakerfið, NQF (National Qualifications Framework) á að vera nákvæmara og stigin í því eiga að vera betur skilgreind.
PDF
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Þróun fullorðinsfræðslu - 2009

Ráðstefnan mun fara fram dagana 17. og 18. mars 2009 i Linköping. Meðal fyrirlesara verða Jan Björklund, Hans Rosling, Elaine Bergkvist og Björn Ranelid.
www.liu.se/insidan/liu-konferens/vuxenutbildningen2009
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

NMR

Í nýútkominni skýrslu er í fyrsta sinn gerður samanburður á kennaramenntun á Norðurlöndunum

Ýmislegt bendir til að virðing fyrir kennarastarfinu sé vandamál á öllum Norðurlöndunum, nema í Finnlandi. Starf kennara nýtur sífellt minni virðingar í öllum löndunum nema Finnlandi.
Þetta endurspeglast einnig í þeirri staðreynd að brottfall úr kennaranámi eykst og umsækjendum um kennaramenntun fækkar. Nýliðun kennaranema er alls staðar vandamál nema í Finnlandi, að jafnaði berast aðeins 1,2 umsóknir um hvert sæti í hinum löndunum en í Finnlandi berast að jafnaði 8 umsóknir um hvert sæti, sem ber vott um meiri vinsældir kennaramenntunar og meiri virðingu fyrir stöðu kennara þar í landi.
Norræna ráðherranefndin hefur nýlega birt skýrslu þar sem borin er saman menntun kennara á Norðurlöndunum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar, samanburður á kennaramenntun á öllum Norðurlöndunum hefur ekki verið gerður fyrr. Námsmatsstofnunin í Danmörku og Kennaraháskóli Danmerkur - Árósaháskóli, sem gerðu skýrsluna hvetja því til frekari rannsókna, sem geta skýrt þann mun sem kemur fram í skýrslunni á stöðu kennara á Norðurlöndunum, og sem myndu stuðla að bættri kennaramenntun á Norðurlöndum.
Skýrslan um kennaramenntun á Norðurlöndunum:
norden.org
E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

NVL

DISTANS og nálægð á netinu

Tengslanet NVL um fjarkennslu DISTANS stóð fyrir netráðstefnu um nálægð á Internetinu í febrúar. Þátttaka var framúrskarandi, hvaðanæva á Norðurlöndunum sat fólk fyrir framan tölvurnar sínar og ræddi saman með Marratech samskiptaforritinu. Internet samskiptaforrit er „fundarsvæði “ á netinu sem gerir fólki kleift að ræða saman, með hljóði, texta jafnframt því að sýna skjöl á töflu. Þar að auki er hægt að tengja við netmyndavél og þá geta þátttakendur einnig séð hver annan. Distans tengslanetið áformar að standa fyrir fjórum netráðstefnum á árinu 2009 með mismunandi þemum. Að þessu sinni var markmiðið að miðla reynslu af samskiptaforritum sem ætluð eru til ráðstefnuhalds. 
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Árangursríkar samræður

NVL hefur lagt áherslu á að ná sambandi við mismunandi aðila á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum til þessa að kanna áhuga þeirra og væntingar til norræns samstarfs. Samræðurnar hafa verið árangursríkar, árið 2008 tóku rúmlega áttatíu ólíkar stofnanir þátt í samstarfi á vegum NVL. Fjöldi þátttakenda er stöðugur, hefur talið rúmlega tvö þúsund manns á ári síðastliðin þrjú ár sem staðfestir áhuga á þeim viðfangsefnum sem NVL hefur fengist við. Mikilvægur þáttur í þróuninni er vaxandi fjöldi þeirra þátttakenda sem taka þátt í viðburðum NVL á Internetinu, þeir voru 103 árið 2007 en 2008 voru þeir orðnir 289. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem hægt er að lesa í ársskýrslu NVL. Ársskýrslan er á:
www.nordvux.net/page/16/nvlsarbetsomraden.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 3.3.2009

Til baka á forsíðu NVL