2/2010 NVL Frettir

 

Danmark

”Mobication” – nýtt danskt módel sem á að viðhalda forskoti í samkeppni

Nýtt módel sem sameinar menntun, félagslegt öryggi og sveigjanleika.

Danmörk er þekkt fyrir svokallað „flexicurity“ módel á vinnumarkaði sem veitir bæði launþegum visst öryggi sem og vinnuveitendum sveigjanleika við að ráða og reka. Nú hafa tveir danskir vísindamenn, sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum, þeir  prófessor Ove Kaj Pedersen við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Søren Kaj Andersen sem stýrir Miðstöð rannsókna um vinnumarkaðmál og fyrirtæki (FAOS) við Kaupmannahafnarháskóla sagt að þeir telji „flexsicurity“ módelið sé úr sér gengið og það tryggi Dönum ekki lengur forskot í samkeppninni á heimsmörkuðum. Þeir kynna til sögunnar nýtt módel sem þeir kalla  „mobication“ sem er stytting á ensku orðunum mobility (hreyfanleiki) og education (menntun). Í líkaninu beinist athyglin að ævinámi og menntun tengdri saman við félagslegt öryggi og sveigjanleika. 

Nánar á CBS.dk og UgebrevetA4

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýtt hefti með hugmyndum um kennslu í sjálfbærni

”Bæredygtig udvikling et indsatsområde indenfor almen voksenuddannelse”(Áhersla á sjálfbæra þróun á sviði fullorðinsfræðslu) er titillinn á nýju hefti með hugmyndum frá danska menntamálaráðuneytinu.

Samkvæmt nýjum reglugerðum um almenna fullorðinsfræðslu á sjálfbær þróun að vera hluti af almennum fögum, sem á að bæta upp kennslu um almenn umhverfismál, með þekkingu, gildum og viðhorfum til þess að styrkja aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Í heftinu eru gefin dæmi um þrjú mikilvæg svið sem nauðsynlegt er að fella inn í kennslu um sjálfbæra þróun: Umhverfi, efnahag og samfélag. Í heftinu eru tillögur og hugmyndir fyrir  tiltekin fög. 

Nánar á: UVM.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

”Nýjar leiðir í menntalandslaginu”

Samtök lýðskóla og Samband húsmæðra- og handverksskóla, lýsa í heftinu ”Nye stier i uddannelseslandskabet – uddannelse uden om den slagne vej” (Nýjar leiðir í menntalandslaginu – menntun utan alfaraleiðar) góðum dæmum um kennslusamstarf á milli lýðskóla, húsmæðraskóla, handverksskóla og formlega menntakerfisins. Dæmin eru sótt í verkefni sem unnin voru á tímabilinu 2007-2009.
Nánara samstarf á milli formlega og formlausa kerfisins getur skipt afgerandi máli við það að ná markmiðum um að veita fleiri unglingum menntun og einnig til þess að veita fleiri fullorðnum tækifæri til símenntunar og færniþróunar. Kerfin geta bætt hvort annað upp á sviðum eins og t.d. kennslu og samvista og skilningi á fagmennsku. Samtímis getur skapast þörf fyrir hugmyndir um hvernig er hægt að bjóða upp sameiginleg tækifæri þvert á mismunandi menntakerfi.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Fáir gangast undir mat á raunfærni

Lítil áhersla er lögð á mat á raunfærni vegna þess að aðferðin þykir ekki arðbær, þetta kemur fram í umfangsmikilli könnun sem gerð var af NCK og framkvæmd af NVR árið 2009.
Í könnunni kemur meðal annars fram að mat á raunfærni fer fram sem er mismunandi umfangsmikið, mis mikið er lagt í ferlið og gæðin eru afar mismunandi frá stofnun til stofnunar og frá einu sviði menntunar til annars. Þar sem mat á raunfærni á sér stað er það þrátt fyrir ýmsar hindranir eins og t.d. takmarkaðs þekkingar á raunfærni,og verkefnalausna og skorti og færni og  þekkingu meðal starfsfólks og ákveðinnar andstöðu. 
Nánari upplýsingar um könnunia: ”Anerkendelse af realkompetencer udbredelse, barrierer og gældende praksis” på www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=9988
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Mati á færni og vinnuumhverfi í alþýðufræðslunni er lokið

Bæði stjórnendum og leiðbeinendum á sviði finnskrar alþýðufræðslu finnst að kröfurnar sem til þeirra eru gerðar hafi aukist sem og að verkefnin hafi orðið erfiðari. Það krefst sífelldrar starfsþróunar samtímis því sem vinnuálagið hefur aukist. Þeir sem koma að kennslunni bera við tímaskorti en eru samt ánægðir í starfi.

Þetta kemur fram í mati á alþýðufræðslunni, sem Ráðið fyrir mat á menntun, skipulagði að beiðni finnska menntamálaráðuneytisins. Markmið matsins var að gera grein fyrir færni starfsfólksins og því vinnuumhverfi sem það býr við í alþýðufræðslunni sem og að varpa ljósi á þörf fyrir þróun. 
Þekkingu leiðbeinenda á kennslufræði fullorðinna í alþýðufræðslu er talvert ábótavant og þeir eru einnig óvanir að taka þátt í netum og vinna með netum. Þá skortir þekkingu á beitingu upplýsingatækninnar við fræðslu og hvernig best er að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum. 

Nánar: www.edev.fi/img/portal/58/publikation_nr_43.pdf?cs=1264168058

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Þeir sem taká þátt í fullorðinsfræðslu eru einnig virkir í menningarlífinu

Samkvæmt upplýsingum frá finnsku hagstofunni um nám fullorðinna í Finnlandi,m leggur um það bil annar hver Finni á aldrinum 25 - 64 ára stund á einhverskonar nám á ári hverju en ennþá fleiri auka við þekkingu sína og færni með sjálfsnámi. Auk þess að taka þátt í fræðslu og námi eru fullorðnir Finnar einnig duglegir við að sækja ýmsa menningar- og íþróttaviðburði.

Menntun vindur upp á sig, með öðrum orðum sækja þeir sem eru vel menntaðir í meiri fræðslu sem fullorðnir. Þá er markvisst sjálfsnám einnig algengara meðal þeirra sem hafa tekið þátt í formlegri fullorðinsfræðslu. Af þeim sem lagði stund á sjálfsnám höfðu tveir af hverjum þremur sótt fullorðinsfræðslu. Hið sama á við um þátttöku í menningar- o g íþróttaviðburðum.
Könnunin á þátttöku í fullorðinsfræðslu, sem er samhæfð innan aðildarlanda ESB, fór fram í samtals 29 löndum á árumum 2005 - 2008. Niðurstöður alþjóðlegs samanburðar á milli landa verða birtar af evrópsku hagstofunni á vordögum.

Nánar...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Ungt fólk til athafna! Réttur til vinnu eða virkni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett markmið til að tryggja það að enginn verði atvinnulaus lengur en þrjá mánuði án þess að bjóðast vinna eða virkniúrræði. Þessu markmiði skal náð gagnvart fólki yngra en 25 ára fyrir 1. apríl 2010 og 1. september 2010 fyrir aðra. Vinnumálastofnun hefur verið falið að sjá til þess að marmiðið náist. Vinnumálastofnun mun ná settu markmiði í nánu samstarfi við stéttarfélög, fyrirtæki og sveitarfélög.
Settar hafa verið upp 5 leiðir sem til samans er ætlað að mynda yfir 2.000 ný starfs- eða námstækifæri fyrir ungt fólk:
1. allt að 450 ný námstækifæri í framhaldsskólum landsins fyrir ungt fólk án atvinnu
2. allt að 700 ný námstækifæri fyrir fólk án atvinnu til náms á vegum símenntunarstöðvaog til aðfararnáms að frumgreinadeildum
3. allt að 450 ný starfsþjálfunarpláss og störf við átaksverkefni á vegum félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra
4. allt að 400 ný sjálfboðastörf
5. allt að 400 ný pláss á vinnustofum ásamt endurhæfingar- og meðferðarúrræðum
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

Norge

Alþjóðleg framtíð, leiðtogaþjálfun fyrir einstaklinga úr minnihlutahópum

Ef þú neyðist til þess að bera út blöð en hefur doktorsgráðu er eitthvað að. Samtök atvinnulífsins í Noregi áttu frumkvæði að Alþjóðlegri framtíð, markmiðið er að hæfir einstaklingar með minnihlutabakgrunn fái viðeigandi störf.

Verkefnið; Alþjóðleg framtíð var unnið af frumkvæði SA í Agder árið 2006. Markmiðið er að gera  einstaklinga sem tilheyra minnihlutahópum hæfa til að gegna mikilvægum störfum, stjórnunarstöðum og taka sæti í stjórnum. Í verkefninu er færni einstaklinganna efld og þeir tengdir viðeigandi störfum í atvinnulífinu, bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Þar að auki er þess vænst að þátttakendur, hver með sinn sérstaka bakgrunn, leggi sitt af mörkum til verkefnisins.

Nánar: www.nho.no/mangfold/avisbud-med-doktorgrad-article21679-61.html
og: www.nho.no/mangfold/1-million-til-global-future-article21576-61.html

Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Góðir tækifæri til menntunar í fangelsi við Mørekysten

Skóladeildin í fangelsinu á Hustad , sem er talið meðal þeirra bestu í Noregi, greinir frá því hvernig staðið er að menntun í fangelsinu.

- Hérna í fangelsinu fá allir nemendur einstaklingsmiðaða námsskrá. Innan 24 klukkustunda eftir að fanginn kemur í fangelsið á hann að hafa farið í kortlagningarviðtal við kennara. Oftast er það Kari Anne Ruud, teymisstjóri sem sér um það og sníður skólaferil sem hæfir viðkomandi, segir Per Hammervoll, sem stýrir námsleiðum framhaldsskólans i Romsdal fyrir Hustad fangelsið.

Nánar...

Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

NÝTT GIV, Samkoma um nám fullorðinna í Lillehammer 24. - 25. mars

Stór ráðstefna um nám fullorðinna sem VOFO gengst fyrir ásamt fjölda annarra aðila, þar á meðal KS(samtök vinnuveitenda hjá hinu opinbera). Ráðstefnunni er ætlað að taka til nánari skoðunar þær áskoranir sem blasa við varðandi nám fullorðinna.

Ráðstefnan fer fram í Lillehammer og á dagskránni eru margvísleg málefni sem tengjast námi fullorðinna og forsendur þeirra fyrir námi í Noregi.

Nánar: www.ks.no/Templates/Course.aspx?p=4012

Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Sverige

Erlendir námsmenn þurfa að greiða skólagjöld frá haustmisseri 2011

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarpið Samkeppni með gæðum – skólagjöld fyrir erlenda námsmenn fyrir sænska þjóðþingið. Svíar eiga að keppa á alþjóðlegum markaði með því að bjóða upp á menntum háum gæðum, en ekki með því að bjóða upp á ókeypis menntun, segir Tobias Krantz, háskóla- og vísindaráðherra.

Þetta gildir um alla stúdenta sem koma frá löndum utan ESB/EES svæðisins. Það er á valdi háskólanna sjálfra að ákvarða hversu há gjöldin verða á grundvelli þess að þau dekki allan kostnað. Ríkisstjórnin hefur einnig lagt til að um leið og reglurnar um skólagjöldin taka gildi verði komið á tvennskonar kerfum fyrir skólagjöld. Annað gildi fyrir þau 12 lönd sem Svíar hafa langtímasamninga um þróunaraðstoð við. Hitt kerfið tekur til stúdenta sem standa sig sérstaklega vel. Peningunum verður skipt á milli háskólanna sem síðan veita stúdentunum styrkina.   
- Erlendir námsmenn eru mikilvægir fyrir sænska háskóla. Með því að við hættum að bjóða öllum, líka þeim sem geta borgað, upp á ókeypis menntun getum við einbeitt okkur sérstaklega að námsmönnum frá þeim þjóðum sem við veitum þróunaraðstoð og sérstaklega góðum námsmönnum. Þetta er mun virkari leið til þess að nýta sænskt skattfé, Tobias Krantz, háskóla- og vísindaráðherra. Greiðsla á skólagjöldum verður tekin upp frá og með haustmisseri 2011.

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12675

Skólagjöld verða einnig tekin upp í Finnlandi

Í tilraunaskini munu níu háskólar og tíu starfsmenntaháskólar í Finnlandi einnig taka upp skólagjöld fyrir námsmenn sem koma frá löndum utan ESB.

Nánar: Menntamálaráðuneytið í Finnlandi

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fjórar leiðir í nýrri kennaramenntun

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur um nýja kennaramenntun í frumvarpinu „Bäst i klassen - en ny lärarutbildning (prop. 2009/10:89)“ (Best í bekknum – ný kennaramenntun). Þar er lagt til að í stað núverandi menntunar fyrir kennara komi fjórar nýjar prófgráður fyrir: forskólakennara, grunnskólakennara, fagkennara og starfsmenntakennara.

Greinilega verði kveðið á um hvað komandi kennarar eigi að læra. Meðal annars eiga þeir að læra um hvernig staðið skuli að mati á nemendum og einkunnagjöf. Sá hluti kennslunnar og námsins, sem fer fram á vettvangi, á að vera löguð að mismunandi þörfum stúdentanna. 
Þegar ný lög um kennaramenntun ganga í gildi verða allir háskólar sem bjóða upp á menntun fyrir kennara að sækja um leyfi til þess að bjóða upp á prófgráðurnar, og leyfin verður hægt að takmarka við ákveðnar leiðir eða fög. Þá verða einnig gerðar ákveðnar gæðakröfur til kennaramenntunar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða upp á námið frá og með haustmisseri 2011.

Nánar: Best í bekknum – ný kennaramenntun 
http://regeringen.se/sb/d/12474/a/139455

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Umfangsmiklar breytingar á nýjum framhaldsskóla

Talsvert færri námsleiðir, meiri mismunur á milli starfsmennta- og bóknámsbrauta, nýrra starfa, nýrra leiða og meiri áhrif starfsgreina. Þetta eru dæmi um breytingar sem vænta má á nýjum framhaldsskóla og áhrifa breytinganna mun einnig gæta í námi fullorðinna á framhaldsskólastigi.

Það er ríkisstjórnin sem tekur endanlegar ákvarðanir um markmið prófa og sameiginleg fög, semgetur haft í för með sér að breytingar verði gerðar á tillögum skólamálastofnunarinnar.

Nánar: Krækja í síðu Skólamálastofnunarinnar

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Samstarf stofnana til þess að gera unglingum léttara fyrir

Nýr bæklingur með upplýsingum um mismunandi tækifæri sem standa unglingum til boða að námi loknu.
Bæklingurinn "Livet efter gymnasiet" (Líf að loknum framhaldsskóla) verður sendur til allra nemanda sem útskrifast úr framhaldsskóla, nemenda í lýðskólum og þeirra sem gegna herskyldu. Að bæklingnum standa fimm stofnanir sem unglingum er bent á að leita til ef þau þurfa leiðbeiningar um leiðir að lífi fullorðinna. Þar að auki hefur sérstakur átaksvefur verið opnaður til þess að aðstoða unglingana við að finna réttu leiðina í gegn um þann frumskóg sem tekur við að námi loknu. 
Nánar: krækja til Yh-stofnunarinnar
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Skýrsla um gæði alþýðufræðslunnar í Svíþjóð

Í skýrslunni er gerð grein fyrir ferlinu við lýsingu á gæðum alþýðufræðslunnar í Svíþjóð sem fram fór á árunum 2007 - 2009. Í skýrslunni er  einnig yfirlit yfir þær aðgerðir sem gripið hefur til og áætlanir eru uppi um að hrinda í framkvæmd til þess að auka gæði alþýðufræðslunnar. 
Nánar: PDF
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NVL

Norræn ráðstefna um hvatningu

3. – 4. júní 2010, í Kaupmannahöfn

Norræna ráðherranefndin (NMR) og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) bjóða undir formennsku Dana árið 2010 til norrænnar ráðstefnu um hvatningu. 
Ráðstefnan er þverfaglegur norrænn fundur þar sem tækifæri gefst á fjölbreytilegan hátt til þess að fjalla um málefni eins og t.d.: 
• Hvernig er hægt að skapa umhverfi lærdóms sem örvar og hvetur til náms?
• Hvernig er hægt að hvetja markhópa sem eiga á hættu að verða utanvelta á vinnumarkaði og  menntun?
• Til hvaða hópa næst ekki og hvers vegna?
• Hvernig er hægt að halda fólki í menntakerfinu?

Nánari upplýsingar...

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: motivation

Webinars on Motivation

On February 26th NVL‘s Distans group held a webinar, the first in a series of four on Motivation, where professor Bjarne Wahlgren at the Danish School of Education gave an inspiring presentation on what to motivates adults to learn. The other three webinars will be held on 26th day of each month: March, April and May.
These four webinars will all be focused around the theme MOTIVATION and will serve as a preparation for a Nordic conference on the theme Motivation (to learn/to participate) to be held by the Nordic Council of Ministers (NMR) and the Nordic Network for Adult Education NVL on June 3 - 4. 2010. The webinars are FREE of charge, but we kindly ask participants to register HERE and thereafter receive an email with the URL of the meeting room for the webinar by email on March 25th.
For more information on the DISTANS group see our Wiki
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norden

Vorráðstefna 13 – 14.4.2010

Norræna lýðskólaráðið býður lýðskólafólki hvaðanæva af Norðurlöndunum til vorráðstefnu á Norræna lýðskólanum í Kungälv.
Þemað í ár er sjálfbær þróun. Auk kynninga og umræðna verður boðið upp á skoðunarferð á stærstu umhverfissýningu Svíðþjóðar, Ekocentrum.
Tilkynning um þátttöku verður að berast fyrir 15 mars til Norræna lýðskólans á netfangið info(ät)nordiska.fhsk.se Sími  +46 303 20 62 00.
Nánar: PDF
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Stærðfræðinám fullorðinna – byggt á rannsóknum

22 – 23.4.2010, Kaupmannahöfn

Málstofa sem skipulögð er í samhengi við Nordplus Vuxen verkefni undir sama nafni lýsir m.a. samskiptum á milli rannsókna og kennslu í reynd.

Nánar: NVL:s Dagbók

E-post: Hans.Melen(ät)utbildning.stockholm.se
Mer om: forskning

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 8.3.2010

Til baka á forsíðu NVL