25 milljónir norskra króna til grunnfærni í atvinnulífinu

 
Skv. venju hefur upplýsingum um þessa verkefnastyrki verið fylgt eftir með upplýsingafundum um allt land. Í ár hefur tveimur sérstökum frumkvöðlaverkefnum verið bætt við upplýsingafundina:
a) Átaki, sem snýr að vöruviðskiptum, þ.e. dreifingu upplýsinga og greinaskrifum í fagtímarit.
b) Heimsóknum, svo nefndra hvatningarráðgjafa til fyrirtækja, sérstaklega smárra og meðalstórra fyrirtækja.  
Markmiðið með verkefnunum tveimur er að fá fleiri og betri styrkumsóknir frá smáum og meðalstórum fyrirtækjum og frá atvinnugreininni Vöruviðskipti. Þetta eru fyrirtæki sem hafa fengið litla sem enga kynningu innan BKA (Basis kompetanse i arbeidslivet). Þar að auki hefur lestrar- og skriftarþjálfun fengið lítið vægi í stefnu BKA. Öll áhersla hefur verið á grunnfærni í upplýsingatækni. Sú áhersla heldur áfram en um leið er æskilegt að bjóða upp á námskeið í lestri og skrift eða tengja upplýsingatækniþjálfun saman við lestrar- og skriftarþjálfun.     
Hvatningarráðgjafarnir eru aðallega sóttir til opinberra fullorðinsfræðsluaðilum. Það er því í þeirra þágu að markaðssetja tilboðin. Um leið og þeir upplifa þörf, margra fyrirtækja í atvinnurekstri í einu, eiga þeir auðveldara með að finna lausnir fyrir lítil fyrirtæki sem hafa ekki bolmagn til að bjóða starfsfólki sínu upp á námstilboð. Hvatningarráðgjafarnir munu líka fylgja upplýsingaátakinu gagnvart vöruviðskiptunum eftir með fundum, augliti til auglitis. Nóvember er öflugur mánuður hvað varðar alla upplýsingamiðlun hjá BKA.