25 milljónum evra varið til ungs fólks á prófa

 

Færniáætlun unga fólksins er hluti af áætluninni, Réttur unga fólksins, og veitir ungu fólki á aldrinum 20-29 ára, sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til þess að afla sér starfsmenntunar. Færniáætluninni verður hrint í framkvæmd á árunum 2013-2016.
- Færniáætlun fyrir ungt fullorðið fólk er eitt meginverkefni sitjandi ríkisstjórnar á sviði menntunar. Ég tel það afar mikilvægt að geta veitt þessu unga fólki annað tækifæri til þess að þróa starfhæfni sína, segir Jukka Gustafsson menntamálaráðherra.
Af framlaginu verður 20 milljónum veitt til starfsmiðaðrar viðbótarmenntunar og fimm milljónum til menntunar iðnnema. Þar að auki hafa tvær milljónir verið lagðar til hliðar en þær eru ætlaðar til ráðgjafar og leiðsagnar. 

Meira: Minedu.fi