3/2007 NVL Frettir

 


NMR

Norrænt meistaranám

Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að efla þróun nýrra leiða til meistaranáms í samstarfi á milli háskóla og æðri menntastofnanna á Norðurlöndunum. Markmiðið er að styrkja stöðu Norðurlanda á svið mennta og vísinda.
Háskólar og æðri menntastofnanir í norrænu löndunum eru hvattir til þess að taka sig saman, minnst þrjár stofnanir í þremur mismunandi löndum, og senda inn sameiginlegar tillögur um verkefni. Sérstaklega verður horft til samstarfáætlana við meðal annars atvinnulífið. Með samstarfi á völdum sviðum verður norrænum háskólum gert kleyft að koma á laggirnar hágæðanámsleiðum á alþjóðlegu sviði sem grundvallaðar eru á styrk Norðurlandanna. 
Frestur til þess að skila inn tillögum er til 20. apríl 2007. Þrjár tillögur verða valdar úr og tilkynnt verður um vinningshafa þann 15. júní 2007. Þær þrjár tillögurnar sem valdar verða munu fá allt að einni milljón danskra króna, jafnvirði 12 milljóna íslenskra króna til að þróa námsleiðir til meistaragráðu sem reiknað er með að hægt verði að hefja árið 2008.
Frekari upplýsingar veitir: Christian Möller, ráðgjafi, chm(ät)norden.org +45 33 96 03 54
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NMR

Nordplus Nabo 2007

Árið 2007 verður tenging á milli núverandi Nordplus áætlunar og nýju rammaáætlunarinnar sem tekur gildi 2008. Nordplus Nabo 2007 verður af þeim sökum bæði undirbúningsár fyrir þá sem hafa hug á að taka þátt í Rammaáætluninni frá 2008 og lokaár núverandi verkefna/tengslaneta sem nutu styrkja frá Nordplus Nabo.

Styrkir árið 2007 skiptast þess vegna í tvo hluta:
- Styrkir til hefðbundinna Nordplus Nabo verkefna og til þess að ljúka þeim. Þetta á við um bæði ný og núverandi samstarfsverkefni og tengslanet í samstarfi Eystrasaltsríkja og Norðurlanda.
- Styrkir til samstarfs Eystarsaltsríkja og norrænna landa sem vinna að undirbúningi að þátttöku í Rammaáætlun Nordplus á árunum 2008 til 2011. Þetta á við um samstarf norrænna landa við Eystrasaltsríki sem felur í sér samstarf stjórnvalda og stjórnenda fræðslustofnana með það að markmiði að skipuleggja og auðvelda samstarf innan Nordplus rammaáætlunarinnar.
Fjárhagsáætlun Nordplus Nabo árið 2007 verður upp  á um það bil 4,1 milljónir norskra króna.  SIU, alþjóðaskrifstofa háskólastigsins í Noregi hefur umsjón með Nordplus Nabo árið 2007. Umsóknafrestur um Nordplus Nabo er til 15. apríl 2007
Meira: www.siu.no/no/programoversikt/nordplus/nordplus_nabo

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

Fræðsla á vinnustöðum, ráðstefna í Kaupmannahöfn

Dagana 23. og 24. maí stendur NVL í samstarfi við CFL, FLUID, NFF, SVERD, STUS, Nordflex verkefnið og danska vísindaráðuneytið fyrir ráðstefnu um fræðslu á vinnustöðum. Ráðstefnan verður haldin í ráðstefnumiðstöð FUHU í Kaupmannahöfn. Þar verður með fjölbreyttum fyrirlestrum, vinnustofum og fjarfundum boðið upp á fræðslu um ýmsar nýjungar til þess að styðja þann hluta af fullorðinsfræðslu sem fram fer úti á vinnustöðunum. Fyrirkomulag ráðstefnunnar býður upp á virka þátttöku ráðstefnugesta.
Lesið dagskrána: www.nordvux.net/object/11968/learningintheworkplace.htm
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
NVL

Raunfærnimat: Reynsla Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og evrópskt útlit,

var yfirskriftin á ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn í mars 2007. Innan skamms verður hægt fá upplýsingar um ráðstefnuna á heimasíðu NVL. (Nordiska och baltiska erfarenheter och europeiska utblickar)
www.nordvux.net
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Danmark

Konur og karlar njóta ekki jafnréttis i listum

Kvenkyns og karlkyns listamenn búa við afar mismunandi aðstæður til þess að iðka list sína og þau eru dæmd á ólíkan hátt þegar verk þeirra eru metin. Í launakönnun á meðal listamanna frá árinu 2004, kemur fram að kvenkyns listamenn bera minna úr býtum en karlkyns starfsfélagar þeirra. Í nýrri rannsókn um félagsleg- og efnahagleg skilyrði listamanna, sem framkvæmd var að beiðni listaráðs og niðurstöður voru birtar úr þann 6. mars sl., kemur fram að mun fleiri hindranir verða á vegi kvenna sem stefna á frama innan listanna. Kvenkyns listamenn hljóta færri styrki og viðurkenningarverðlaun, verk þeirra eru síður keypt og þær eiga erfiðara með að komast að við viðurkenndar listastofnanir.
Meira www.kvinfo.dk/side/561/article/722/
www.kvinfo.dk/side/561/article/725/
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Munu drengirnir lúta í lægra haldi í menntunarsamfélaginu?

Niðurstöður nýrra rannsókna á unglingum, benda til þess að nú séu að koma fram nýir minnihlutahópar í dönsku samfélagi: „Stúlkurnar æða fram í menntakerfinu og á vinnumarkaðnum. En það er einnig ljóst að karlar hljóta þau störf sem mestrar virðingar njóta og gefa mest í aðra hönd bæði hvað viðvíkur launum og starfslokasamningum. Samt sem áður eru sífellt fleiri þeirra sem heltast úr lestinni í færnisamfélagi nútímans drengir og karlmenn.“ Þannig hljómar boðskapur Rannsóknamiðstöðvar æskulýðsins í Danmörku sem er að undirbúa ráðstefnu þar sem aðalumfjöllunarefnið verður samspil þeirra þátta sem tengjast myndun minnihlutahópa drengja og karlmanna. Ráðstefnan verður haldin þann 15. maí 2007 í Danska kennaraháskólanum DPU.
Meira: www.cefu.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Finland

Finnskt - eistneskt samstarf til þess að þróa fullorðinfræðslu

Háskólarnir í Åbo, Turun yliopisto, og Tallin, Haapsalu Kolledz, hafa hafið samstarfsverkefni til þess að efla samstarf á milli fullorðinsfræðsluaðila í Åbolandi í  Finnlandi og Lääne léni, Eistlandi.
Aðalmarkmið verkefnisins er að efla samstarf samtaka í lénunum og utan þeirra. Á árinu sem verkefnið á að taka á að finna nýjar leiðir til samstarfs, kortleggja mögulegar fjármögnunarleiðir og miðla upplýsingum og reynslu af góðum aðferðum og því sem hefur gengið vel.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Netverkefni um tungumálakennslu hlaut alþjóðleg verðlaun

Evrópa Plus verkefnið Lingu@net, sem byggir á kennslufræðilegu þróunarstarfi sem unnið hefur verið í tungumáladeildinni við Jyväskylä háskólann hefur hlotið hin eftirsóttur MERLOT- verðlaunin. Framleiðendur vefefnisins völdu enn fremur heimasíður verkefnisins sem þær bestu. Lingua@net Evrópa Plus er vefmiðlari þar sem hægt er að sækja aðstoð við að læra 20 mismunandi tungumál. 
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Mer om: språk
Island

Íslenskukennsla fyrir útlendinga á vorönn 2007

Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað 90 milljónum króna í styrki til námskeiðahalds í íslensku fyrir útlendinga. Veittir eru styrkir til 60 aðila til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur að þessu sinni. Athygli vekur hversu mikill áhugi er á íslenskukennslu hjá útlendingum og fyrirtækjum. Auk styrkveitinga til námskeiða er vinna nú hafin á vegum menntamálaráðuneytisins við undirbúning námskrárgerðar og eftirlits með gæðum íslenskukennslunnar og til eflingar námsefnisgerðar og menntunar kennara.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: språk


NOREGUR
Norge

Norrænu löndin virk í ICAE

Fulltrúar Norðurlandanna sinna mikilvægum hlutverkum innan alþjóðasamtaka alþýðufræðsluaðila, the International Council for Adult Education (ICAE). ICAE eru alþjóðleg samtök „alþýðufræðslu og samstöðu“ með aðildarfélög hvaðanæva að og stjórnin situr í Montevideo, Úrugvæ. Samtökin njóta fjárhagsstuðnings frá m.a. NORAD i Noregi, og SIDA í Svíþjóð. Þann 23. maí næst komandi verður haldinn í fundur fyrir aðila fullorðinsfræðslunnar og stuðningsaðila þeirra í Kaupmannahöfn í boði DANIDA þar sem umfjöllunarefnið er „alþýðufræðsla og þróunaraðstoð“ með sérstakri áherslu á hlutverk ICAE. Á heimsráðstefnu ICAE í Nairobi í janúar sl. Var Paul Belanger frá Kanada endurkjörinn forseti samtakanna og Sturla Bjerkaker, frá Vofo í Noregi var kjörinn í stjórnina. Allir heimhlutar eig sína fulltrúa í stjórninni
sb(ät)vofo.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Fjölga tækifærum fyrir fullorðna

Ríkisstjórnin í Noregi hefur lagt fram frumvarp til nýrra laga um einkaskóla og takmarkar um leið möguleika til þess að stofna einkaskóla í Noregi
Fullorðnir sem fæddir eru fyrir 1. janúar 1978 og sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi eiga rétt á slíku námi.
Fullorðnir umsækjendur sem ekki eiga rétt á að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi munu í einstökum tilfellum bjóðast ný tækifæri til þess. Dæmi um einstök tilfelli eru umsóknir um nám í fámennum greinum og eins á sviðum þar sem skapast hafa sérstakar þarfir fyrir færni í samfélaginu, t.d. á sviði landbúnaðar, garðyrkju og innan ýmissa umönnunnarstétta.
Meira (pdf)
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no


SVÍÞJÓÐ
Sverige

Engin ný fullorðinsfræðsluyfirvöld

Ríkistjórnin í Svíþjóð hefur gefið út fyrirmæli um nýja nefnd sem er falið að endurskoða skipulag skóla- og fræðslumála. Samkvæmt fyrirmælunum verða tvær stofnanir Skólaþróunarstofnunin (Myndigheten för skolutveckling) og Miðstöð sveigjanlegrar fræðslu (CFL, Nationellt centrum för flexibelt lärande) lagðar niður í núverandi mynd. Verkefnum sem þessar stofnanir hafa sinnt fram til þessa verður komið fyrir hjá yfirvöldum um stuðning og þróun (Skolverket). Breytingarnar taka gildi þann 1. júlí 2008. Yfirmanni Þjónustumiðstöðvar æðri menntastofnanna Hans Forsell hefur verið falin yfirstjórn endurskoðunarinnar.
http://www.regeringen.se/sb/d/8936/a/78954
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Tillaga um sjö stiga einkunnaskala

Skólamálaráðherrann í Svíþjóð Jan Björklund hefur lagt fram tillögu að nýju einkunnakerfi. Samkvæmt tillögunni verður einkunnaskalinn með sjö stigum, fimm fyrir fullnægjandi árangur og tvö fyrir ófullnægjandi árangur. Lægsta einkunnin fyrir ófullnægjandi árangur kemur í stað (–) striksins sem gildir í dag eða að einkunn hafi ekki verið gefin. Í grunnskólanum er gerð tillaga um að sex stiga skali og þar af eitt stig fyrir ófullnægjandi árangur. Einkunnakvarðinn byggir á alþjóðlega ECTS - kvarðanum. Einkunnir ber að gefa frá 6. bekk og einkunnakerfið á að vera samkvæmt markmiðssetningu. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að nýja kerfið taki gildi á árunum 2010 til 2013.
Link: utbildning.regeringen.se

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Sverige

Frjáls fullorðinsfræðsla

Unnið er að undirbúningi sérstakrar úttektar á því hvort hægt sé að skapa kerfi með frjálsri fræðslustarfsemi, í samræmi við núverandi fræðslu innan opinbera skólakerfisins fyrir fullorðna, þ.e.a.s. námsflokka, sérkennslu og kennslu í sænsku fyrir útlendinga. Grundvallaratriði í úttektinni, sem á að vera tilbúin fyrir 3. mars árið 2008, er að sveitarfélögin eiga að taka á móti nemendum og innrita.
www.regeringen.se/sb/d/8936/a/78951
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se