3/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Kennslufræðileg gæði í alþýðufræðslunni m.t.t. þeirra sem hafa stutta menntun

Fræðslusambönd og menntasmiðjur vinna í sameiningu að verkefni í þeim tilgangi að þróa alþýðufræðslutilboð fyrir þá sem hafa stystu menntunina og síst hafa hug á að sækja sér frekari menntun. Samband menntasmiðja hélt ráðstefnu um rannsóknir og þróun þar sem sjónum var einkum beint að einstakri kennslufræði alþýðufræðslunnar. Ráðstefnan er hluti af þróunarverkefninu.
Sten Højrup og Steen Elsborg (NCK/DPU) lögðu fram bráðabirgðaniðurstöður af rannsóknum sínum. Niðurstöðurnar sýna, að það sem helst einkennir kennslufræði alþýðufræðslunnar, að hún er  þátttakendamiðuð, byggir á reynslu, félagsskap og trausti, virkar afar hvetjandi fyrir þá sem hafa litla menntun og nám getur verið framandi fyrir. Skipulag og uppbygging ráðstefnunnar var með þeim hætti að þátttakendur fengu tækifæri til þess að hlusta á, ræða um og upplifa það sem helst einkennir  alþýðufræðsluna.  
Niðurstöðurnar eru birtar í nýjum bæklingi frá NCK (Miðstöð færniþróunar í Danmörku) “Hvatning og námsstílar – yfirlit yfir rannsóknir ” Í bæklingnum eru skilgreiningar á  hvatningarhugtakinu og ljósi varpað á mismunandi flokka hvatninga. Á meðal þess sem þar kemur fram er að það er hvorki einfalt né línulegt samhengi á milli ákveðinna námsstíla og þátta sem virka hvetjandi. En hinsvegar  skiptir miklu að leiðbeinandinn geti tengt fræðsluna við þann raunveruleika sem blasir við á vinnustað.   
Bæklingur (pdf)
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: forskning

Endurskoðun starfsmenntunar

Í Danmörku er unnið að endurnýjun og aðlögun starfsmenntunar að þörfum atvinnulífsins. Fagráðið fyrir starfsmenntun hefur lagt fram fjölda hugmynda, þar á meðal að bjóða upp á viðbótarmenntun fyrir sveina til þess að gera þeim kleift að verða sjálfstæðir atvinnurekendur og stjórnendur, að koma á nýrri menntunarleið fyrir þá nemendur sem eru sérstaklega verklagnir. Líklegt er talið að í sumar verði boðið upp á nýja námsleið við framleiðslu. Í endurskoðunarferlinu er sumum  námsleiðum breytt og aðrar lagðar niður. Markmiðið er að aðlaga menntunina þörfum atvinnulífsins.
Nánar...
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Menntastofnanir meta raunfærni umsækjenda ennþá aðeins i fáeinum tilfellum

Þetta kemur fram í könnun sem Þekkingarmiðstöð um raunfærni í Danmörku hefur gert í samstarfi við Miðstöð færniþróunar i Danmörku.
Lagasetning um mat á raunfærni er tiltölulega ný af nálinni, og þrátt fyrir að markmiðin séu ljós fer mat á raunfærni aðeins fram í takmörkuðu umfangi. Margar ástæður liggja að baki, en greinilegust er sú fjárhagslega, m.a. er taxtinn of lágur og það er hvorki greitt fyrir skjalfestingu né ráðgjöf. Aðrar hindranir eru skortur á þekkingu á raunfærnimati, bæði úti í samfélaginu og meðal þátttakenda úti í stofnununum. 
Könnunin fór fram i mörgum menntastofnunum innan formlega kerfisins. Um er að ræða menntunartilboð sérstaklega ætluð fullorðnum eins og AMU, GVU, AVU, AGU, VVU og diplomamenntun. Könnuninni verður fylgt eftir á þessu ári m.a. með lýsingu á dæmum. 
Meira um könnunina, á heimasíðu þekkingarmiðstöðvar um raunfærni i Danmörku: LINK
Skrá með könnuninni er hægt að nálgast á: PDF 
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Fullorðinsfræðsla, endur- og símenntun – einnig fyrir einstaklinga með skerta hreyfigetu?

Miðstöð jafnréttis fyrir fatlaða hefur gefið út nýja skýrslu um hvernig hægt er með fullorðinsfræðslu, endur- og símenntun er hægt að styðja hreyfiskerta einstaklinga.
Fullorðinsfræðsla- sí- og endurmenntun bjóða upp á tækifæri til þess að viðhalda færni og breytilegum vinnumarkaði. En er öruggt að þeir sem búa við skerta hreyfigetu hafi einnig þennan möguleika? Í skýrslunni er sjónum beint að þeim bótum sem kostur er á samkvæmt lagasetningu, um menntun sem tilheyrir fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun (VEU).  Niðurstöðurnar veita yfirlit yfir tækifæri og hindranir sem, einstaklinga er búa við skerta hreyfigetu, mæta við þátttöku í námi sem fellur undir svið VEU.
Höfundar eru: Lene Maj Pedersen, Signe Stensgaard, Tina Mou Jakobsen og Kira Hallberg.
www.clh.dk/index.php?id=1431
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

KEHO-vinnuhópurinn kynnir endurskoðun laga um alþýðufræðsluna

(10.3) Lagt er til að lög um alþýðufræðslu verði endurskoðuð. Undirbúningshópur hefur skilað inn tillögum sínum, sem nær til fullorðinsfræðslu, lýðskóla, sumarháskóla, íþróttastofnana auk fræðslumiðstöðva, til Virkkunen menntamálaráðherra Finnlands.
Í tillögunni átti að skilgreina betur stöðu alþýðufræðslunnar og verkefni ýmissa stofnana. Ennfremur eiga lögin að kveða á um skyldu stofnana til að vinna saman. Grundvöll fyrir fjárveitingum frá ríkinu á í áframhaldinu að leggja með lögbundnu reiknilíkani.
Krækja í skjalið, með sænsku ágripi á bls. 5:
www.vsy.fi/doc/VST_KEHO_LOPPURAPORTTI.pdf
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Akku-skýrslunni um fullorðinsfræðslu skilað

(6.3) Að mati finnska menntamálaráðherrans Henna Virkkunen eru tillögur stýrihóps um allsherjarendurskoðun á starfsmiðaðri fullorðinsfræðslu tímabærar og mikilvægar í þeim tilgangi að lengja starfsævina.
Stýrihópurinn skilaði annarri áfangaskýrslu sinni þann 6. mars sl. Áhersla er lögð á þróun eftirfarandi sviða: nám á vinnustað og nám með vinnu, mat á raunfærni, sveigjanleg samsetning prófa og hluta af prófum auk eftirspurnarþátta.
www.minedu.fi/OPM/Koulutus/koulutuspolitiikka/Hankkeet/akku/?lang=sv
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Gagnfærnistig kennara hækkar

Að gera kennarafagið spennandi er eitt af brýnustu verkefnunum sem þarf að leysa í þeim tilgangi að tryggja fært og dugandi starfsfólk á sviði menntamála. Í ritinu; Kennarar í Finnlandi 2008 eru áskoranirnar sem við blasa og framtíð kennarastarfsins gaumgæfðar.
Ritið, Kennarar i Finnlandi 2008, sem gefið er út af finnsku hagstofunni og menntamálaráðuneytinu byggir á tölfræðilegum upplýsingum sem hagstofan í Finnlandi aflaði á tímabilinu mars – júní 2008. Upplýsingarnar varða auk færni, einnig aldurssamsetningu og m.a. endurmenntun og þátttöku í atvinnulífinu. 
www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2009/1203/resume.html?lang=fi
(heimild: rafrænt fréttabréf finnska menntamálaráðuneytisins:  Etusivu)
www.oph.fi/julkaisut/2009/Opettajat_Suomessa_2008.pdf (Rapport)
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Lög um framhaldsfræðslu

Óvíst er hvort frumvarp til laga um framhaldsfræðslu sem lagt var fram á Alþingi þann 9. desember 2008 verði að lögum á þessu kjörtímabili, en fyrirhugað var að lögin tækju gildi í júlí 2009.   Í frumvarpinu er kveðið á um skipulag framhaldsfræðslunnar og aðkomu stjórnvalda og samtaka launafólks að henni.
www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0291.pdf
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Menntamálaráðuneytið úthlutar 82 m.kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til námskeiða sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.
Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá gátu sótt um styrkina. Af tæplega 40 fræðsluaðilum og fyrirtækjum sem sóttu um samtals 125,5 m.kr. til íslenskukennslu ákvað ráðuneytið að veita 33 fyrirtækjum og fræðsluaðilum styrki fyrir samtals 82 m.kr. vegna námskeiða í íslensku fyrir útendinga fyrri hluta árs 2009.
Heimild: Heimasíða menntamálaráðuneytisins
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: språk, invandrare

Norge

Námsvettvangur fyrir rafræna færni

Stór hópur Norðmanna er ekki þátttakendur í netsamfélaginu.
Samkvæmt skýrslunni Borger og bruker (Vox 2008) (Borgari og notandi) á þetta við um fjórðung allra íbúa í Noregi. Þess vegna óska bókasöfnin eftir því að verða vettvangur fyrir  fræðslu um rafræna færni. Með það að  markmiði hafa fjögur bókasöfn á árinu 2009 fengið styrk til þess að þróa sig sem rafrænan námsvettvang. Hægt er að fylgjast með þróuninni hér:
http://digikombi.biblioteknett.no/
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Færnimarkmið fyrir fullorðna

Marga fullorðna skortir betri grunnfærni. Til þess að námið virki hvetjandi og árangursríkt er mikilvægt að vita á hvaða plani kennslan á að fara fram.
Vox hefur þróað færniviðmið fyrir upplýsingatækni, almenna stærðfræði, lestur, ritun og munnleg samskipti.
Á einfaldan hátt er hægt að kortleggja á hvaða plani fullorðnir hafa þörf fyrir kennslu.
 - Það verður einfaldara að aðlaga kennsluna að kringumstæðum í lífi þeirra og starfi. Á þann hátt verður auðveldara að hvetja fullorðna til þátttöku, segir forstjórinn í VOX, Jan Ellertsen.
Frekari upplýsingar:
www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=3073
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Fjölgum góðum kennurum!

Norðmenn vilja betri kennara og jákvæðara viðhorf til starfsins. Þess vegna var herferðinni Neista hrint í framkvæmd í mars.
Herferðin á að standa í þrjú ár og kostnaður við hann verður 20 miljónir NOK eða nærrum 360 milljónir ISK.
- Markmið ríkisstjórnarinnar er að auka gæði norskra skóla. Það er aðeins hægt ef góðum kennurum fjölgar. Starf kennarans er bæði krefjandi og gefandi en það hentar ekki öllum.  – Býrð þú yfir réttu hæfileikunum verða þeir sem hafa áhuga að spyrja sig segir  menntamálaráðherra Norðmanna Tora Aasland. Hún leggur áherslu á að það fylgi því áskorun að vera kennari og þess vegna verða umsækjendur að búa yfir mikilli þekkingu, vera umhyggjusamir og njóta þess að miðla.   
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Aðstoð til margra

Velferðar- og vinnumálastofnunin í Noregi, NAV hefur átt í erfiðleikum með eigin færni og afkastagetu eftir að áhrifa efnahagskreppunnar, aukins atvinnuleysis fór að gæta.
Nå hefur stofnunin fengið fjárveitingu að upphæð 710 milljóna norskra króna, tæplega 13 milljarða ISK til þess að geta tekist á við áskoranir sem við blasa.
- Okkur ber að tryggja að fólk njóti úrræðanna á réttum tíma. Með þeim aðgerðum sem við leggjum til núna gerum við stofnuninni kleift að takast á við kringumstæður með auknu atvinnuleysi segir Dag Terje  Andersen. Fénu á meðal annars að verja til þess að auka færni innan stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Mikill áhugi fyrir starfsnámi fullorðinna

Áhuginn á hrinda af stað nýju starfsnámi fyrir fullorðna er mikill. Það sýnir fjöldi umsókna til Skólamálastofnunarinnar. Samtals 259 milljónum sænskra króna verður úthlutað af Skólamálastofnuninni.
Sveitarfélögin hafa sótt um meira en helmingi hærri upphæð eða sem nemur samtals 523 milljónum króna. Samtals hafa borist umsóknir um rúmlega 10 000 nemapláss. Þau svið sem oftast koma fyrir eru innan umönnunargeirans, en sveitarfélögin hafa einnig sent inn fjölmargar umsóknir um menntun í iðnaði,  hótel- og veitingageiranum auk flutninga og verslunar.
Krækja
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Nýja námsleiðir í starfsmenntaháskólann

Nefndin sem sér um skipulag starfsmenntaháskólans (undirbúningsnefnd Starfsmenntaháskólans) lýsir eftir umsóknum um styrki til þess að koma á námi við starfsmenntaháskóla árið 2009.
Markmiðið  þessarar umsóknahrinu er að fá fram nýjar námsleiðir við starfsmenntaháskólann til þess að auka framboð á starfsnámi að loknum framhaldsskóla. Það hefur í för með sér að umsóknir sem þegar njóta stuðnings frá ríkinu sem viðurkennd starfsmenntun (KY), símenntun (KU) eða viðbótarmenntun (PU)  og hefjast haustið 2009 njóta ekki forgangs i þessari hrinu. 
www.ky.se
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Ríkisstjórnin er hliðholl bónus vegna sfi – sænskukennslu fyrir útlendinga

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á tilraunaverkefni um veita bónus til þess að örva streymi innflytjenda í sænskukennslu.
Markmið laganna er að reyna hvort fjárhagslegur hvati virki til þess að örva nýja innflytjendur í að læra sænsku og um leið bæta tækifæri sín til þess að fá vinnu.
www.regeringen.se/sb/d/11283/a/122504
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: språk, invandrare

Europa

Skráðu þig á ráðstefnu um virka borgaraþátttöku í Evrópu

Alþýðufræðslusamtökin og EAEA bjóða til gagnvirkrar og skapandi fundar um virka borgaraþátttöku í Evrópu dagana 29. – 30. september 2009 á Heimsmenningarsafninu í Gautaborg.
Ráðstefnan er ætluð sænskum og evrópskum fullorðinsfræðsluaðilum og stjórnvöldum. Í tvo daga munu þrjú til fimm hundruð þátttakendur ræða um þær leiðir sem eru færar til þess að hafa áhrif í Evrópu. Ráðstefnan hefst með gagnvirku samtali á milli Margot Wallström, Cecilia Malmström og Astrid Thors, sem verður sent út á vefnum til þátttakenda annarsstaðar í Svíþjóð og í Evrópu. Seinni daginn verða haldnar 20 málstofur um þrjú þemu, félagsleg þátttöku, sjálfsmynd, loftslags- og orkumál. Dagskráin verður tilbúin í maí. Frestur til þess að tilkynna ósk um að standa fyrir málstofu rennur út þann 6. apríl. Frestur til að tilkynna þátttöku er 31. ágúst. Skráið ykkur strax, plássið er takmarkað. Nánari upplýsingar eru á  www.activeineurope.org.
Marie Fredriksson
E-post: marie(ät)studieforbunden.se

NMR

Nýjar mannaskiptaáætlanir til þess að styrkja samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna

Ákveðið hefur verið að veita árlega 15 milljóna danskra króna, (um það bil 300. milljónum ISK) til áætlunarinnar sem á að koma til framkvæmda snemma árs 2009. Styrkir verða veittir til námsheimsókna, starfsþjálfunar auk endurmenntunar og til að koma á tengslanetum. Frestur til að sækja um vegna ársins 2009 er til 30. apríl.
Mannaskiptaáætlunin á milli Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna fyrir opinberar stofnanir veitir styrki til embættismanna og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera. Áætluninni er stýrt af skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi.
www.norden.ee
Mannaskiptaáætlunin á milli Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna fyrir atvinnulíf og iðnað veitir styrki til mismunandi áhugahópa í atvinnulífinu og iðnaði. Áætluninni er stýrt af skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi.
www.norden.lv
Mannaskiptaáætlunin á milli Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á sviði menningar veitir styrki til þess að koma á tengslanetum til skemmri og lengri tíma, dvala listamanna í listamannabústöðum og mannaskipta atvinnulistamanna. Áætlunin er til áranna 2009 til 2011 og henni er stýrt af upplýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Finnlandi Kulturkontakt Nord
www.kknord.org
Meira...
E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se
Mer om: projekt, mobilitet

NVL

Framtíð NVL

NVL er vettvangur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, meginviðfangsefnin eru að miðla reynslu, efla og bæta nám og færniþróun alla ævi. Á árinu 2008 fór fram mat á starfsemi NVL og endurskipulagning átti sér stað í upphafi árs 2009. Ábyrgð á höfuðskrifstofu sambandsins er á höndum Stofnunar fyrir vottun á starfsnámi í Svíþjóð (KY – Myndigheten) fram til júníloka en þann 1. júlí 2009 flyst hún til VOX, Norsku fullorðinsfræðslustofnunarinnar.

Þemu starfs NVL eru eftirfarandi: 
• Færniþróun á ólíkum sviðum menntunar, í atvinnulífinu og samfélaginu.
• Gæðavottun, þróun gæða, þar á meðal árangur af fjárfestingum í mismunandi fræðslustarfi fyrir fullorðna.
• Að bera kennsl á og meta raunfærni einstaklinga, þróa aðferðir við mat og skjalfestingu.
• Ráðgjöf varðandi símenntun og færniþjálfun, einkum hvað varðar námsráðgjöf við styttra nám.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 er upp á rúmlega 6,5 milljónir danskra króna sem skiptist á miðstýrðar aðgerðir og verkefni sem dreifast á Norðurlöndin fimm og sjálfstjórnarsvæðin þrjú. 

Eftirtaldar stofnanir munu vista fulltrúa landanna og tengla í NVL:
Fulltrúi Danmerkur: Nationalt Center for Kompetenceudvikling (NCK), DPU, (Miðstöð um raunfærnimat í Danmörku)
Fulltrúi Finnlands: Vapaan sivitystyön yhteisjärjestö (VSY)/ Samverkande bildningsorganisationerna ry (Samband fullorðinsfræðsluaðila)
Fulltrúi Íslands: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA)
Fulltrúi Noregs: Norsk Forbund for fjernundervisning og fleksibel utdanning (NFF) (Norsku fjarkennslusamtökin)
Fulltrúi Svíþjóðar: Skolverket, Vuxenutbildningsenheten, (Fullorðinsfræðsludeild Skólamálastofnunarinnar)
Tengill í Fæeyjum: Altjóða Skrivstovan (ASK)/ Det internationale kontor
Tengill á  Álandseyjum: Viveca Lindberg, Stockholms Universitet, utbildningsföretag Living
Vefstjóri: Finlands Folkhögskolförening ry Samband finnskra lýðskóla

E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

On the go – farsíma tækni við fræðslu

Ráðstefna í Kaupmannahöfn
Dagana 28. – 29. maí 2009 beinast sjónir að námi sem fer fram með aðstoð farsíma og tækni tengdri honum. Við vörpum ljósi á þróun tækninnar frá sjónarhóli menntunar og kennslu og miðlum visku sem er gott veganesti fyrir þá sem vilja nýta sér þessa tegund af tækni við fræðslu. Ráðstefnan verður haldin í samstarfi við FLuid, STUS (Deild undir IDA sem fer með menntunarmál) og dönsku tækni og símamálastofnunina. Markmiðið samstarfsins er að tryggja að efni ráðstefnunnar verði bæði faglegt með úrvali fyrirlesara víða af Norðurlöndunum. Takið 28. og 29 maí frá. Dagskrá og nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu NVL www.nordvux.net/page/39/norden.htm
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Málþing um raunfærnimat 11-12.6.2009 í Helsinki

Í samatarfi við VSY og  AIKE heldur NVL málþing um raunfærnimat  11.  og  12.  Júní í  Paasitorni i Helsinki. Málþingið fer fram á finnsku og ensku. Dagskrá og eyðublað til skráningar verða sett inn á dagatal NVL. LÄNK
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Mer om: validering

Norræn ráðstefna um gæði í fullorðinsfræðslu

Reykjavík 10. – 12. September 2009
Norræna tengslanetið fyrir formlega fullorðinsfræðslu stendur fyrir ráðstefnu um gæði á Íslandi. Ráðstefnan er einkum ætluð skólastjórnendum, kennurum og leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu, íslenskukennslu fyrir útlendinga og sérkennslu i fullorðinsfræðslu.
Dagnskrá og upplýsingar um skráningu www.nordvux.net/page/39/norden.htm
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 31.3.2009

Til baka á forsíðu NVL