3/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Heildaryfirlit yfir danska menntakerfið

Sameiginleg rammaviðmið fyrir ævinám veitir heildaryfirlit yfir danska menntakerfið. Meðal nýunga er að rammaviðmiðin veita yfirsýn yfir samhengi  mismunandi námsleiða. Rammaviðmiðin taka til allra námsleiða sem njóta opinberrar viðurkenningar, allt frá grunnskóla til efri stiga háskólamenntunar, fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntunar. Viðmiðaramminn er hluti af evrópsku samstarfi um menntamál, evrópska viðmiðarammans (EQF).

Nánar á vef danska menntamálaráðuneytisins

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Aukin þekking á fagmennsku kennarastarfsins gæti leitt til fleiri umsókna

Ungir Danir þekkja ekki til þeirra tækifæra sem kennaramenntun veitir og tengja heldur ekki færni eins og t.d. stjórnun, fagmennsku og nýja þekkingu og fleira við menntunina.  Ungir Finnar hafa aftur á móti betri þekkingu á sjálfstæði og fagmennsku kennarastarfsins, námið nýtur mikillar virðingar. Þetta er meðal niðurstaðna, sem fram koma í nýrri könnun, sem danska námsmatsstofnunin og danski kennaraháskólinn, DPU hafa gert fyrir Norrænu ráðherranefndina.  Í Finnlandi er mun meiri áhersla lögð á kennslufræði fyrir börn og fullorðna og í kennaranámi í Finnlandi er allt að fjórum sinnum meiri kennsla í kennslufræði. Aukin fagmennska í kennslufræði gæti laðað fleiri umsækjendur að náminu í Danmörku.

Nánari upplýsingar á heimasíðu dönsku matsstofnunarinnar EVA

Maria Marquard4
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýjar reglur um útelndinga og aðlögun

Danska ríkisstjórnin hefur skrifað undir samning við stuðningsflokk sinn um nýjar reglur um útlendinga og aðlögun. Félag lýðskóla í Danmörku, FFD, hefur varað við sumum breytingunum og því að reglurnar verði hertar. En þar að auki hefur nýtt punktakerfi til þess að fá dvalarleyfi í Danmörku verið innleitt: Fyrir þátttöku umsækjanda í námskeiði á lýðskóla getur hann fengið 15 af þeim 100 punktum sem krafist er til þess að hljóta dvalarleyfi í landinu.

Samininginn í heild er að finna á síðu innflytjendaráðuneytisins (15.3.2010):
www.nyidanmark.dk/da-dk/Nyheder/SearchNews.htm?searchtype=news
 
Útdrátt  FFD úr samningnum, áherslur FFD og það sem FFD álítur að skipti mestu fyrir lýðskólana: www.ffd.dk/indsatsomraader/internationalt/udenlandske-elever
 
Lagafrumvarpið (26.3.2010):
www.ft.dk/dokumenter/tingdok.aspx?/samling/
20091/lovforslag/L188/som_fremsat.htm

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Finland

Færni og sköpun til framtíðar fellur undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nafni finnska menntamálaráðuneytisins verður breytt í mennta- og menningarmálaráðuneytið í byrjun maí. Núverandi málaflokkar sem heyra undir ráðuneytið, menntamál, rannsóknir, íþrótta- og æskulýðsmál breytast ekki.

- Mennta- og menningarmálaráðuneytið er meira lýsandi fyrir starfsemi ráðuneytisins. Nafnabreytingin skýrir betur starfsemi þess bæði hér í Finnlandi og í alþjóðlegum samskiptum. Þar að auki beinir breytingin sjónum að vaxandi samfélagslegum- og efnahagslegum áhrifum menningarmála segja Henna Virkkunen menntamálaráðherra og menningar- og íþróttamálaráðherra Stefan Wallin.
Fram kemur í stefnu ráðuneytisins að færni og sköpun til framtíðar fellur undir ráðuneytið. Mikilvægi þátta menntunar, rannsókna og menningar í efnahagskerfinu eykst og þessi svið leika meginhlutverk í velferð og menningu. Hægt verður að taka tillit til þessarar þróunar og veita henni þann virðingarsess sem henni sæmir í samfélaginu með því að leggja nafn menningarinnar til ráðuneytisins. 

www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/03/OPM.html?lang=fi&extra_locale=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Endurskoðun á inntöku nemenda í háskóla

Starfshópur í menntamálaráðuneytinu leggur til að á inntaka nýnema í háskólana verði endurskoðuð eins fljótt og auðið er. Samkvæmt tillögum hópsins ætti að stefna að því minnka skilin á milli framhaldsskólans og háskólans og val á nemendum að byggjast fyrst og fremst á grundvelli stúdents- eða starfsmenntprófa.

Vinnuhópurinn leggur einnig til að umsóknaferli um háskóla og starfsmenntaháskóla eigi að vera sameiginlegt. Núverandi kerfi, sem eru aðskilin, beri að sameina og taka eigi nýtt kerfi í notkun árið 2013. Leggja beri áherslu á að viðmið við inntöku séu fyrirsjáanleg og gagnsæ, háskólarnir gefi til kynna hvaða einkunnir á stúdentsprófi eða starfsmenntaprófi séu nauðsynlegar til þess að viðkomandi komist inn í nám án þess að taka inntökupróf.  

www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/03/opintojen_nopeuttaminen.html?lang=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Ný lög um framhaldsfræðslu samþykkt

Frumvarp til laga um framhaldsfræðslu sem fyrst var lagt fram á Alþingi þann 9. desember 2008 varð að lögum þann 22. mars sl. og þau taka gildi 1. október 2010. Í lögunum er kveðið á um skipulag framhaldsfræðslunnar og aðkomu stjórnvalda og samtaka launafólks að henni.
Krækja í lögin: www.althingi.is/altext/138/s/0822.html
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Menntaþing 2010 - Heildstæð menntun á umbrotatímum

Mennta og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir Menntaþingi sem haldið var þann 5 mars. sl. Yfirskrift þingsins var Heildstæð menntun á umbrotatímum.

Málþingið var hugsað sem mikilvægur vettvangur til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála, stilla saman strengi og skiptast á skoðunum um ýmis álitamál. Á málþinginu var hugað var að langtímamarkmiðum skólastarfsins með kynningu á nýjum námskrám.
Ráðuneytið stóð að undirbúningi menntaþingsins en fékk til liðs við sig fulltrúa frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla og fræðasamfélaginu til að taka þátt í undirbúningi og vera borðstjórar í málstofum.

Nánar: www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf_Vefrit/3_2010.pdf

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Styrkjum úthlutað úr þróunarsjóði innflytjendamála

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2009. Alls bárust 40 umsóknir til sjóðsins og voru veittir styrkir til 16 verkefna, samtals um 9.445.000 króna.
Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í mars 2007 í þeim tilgangi að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda. Markmiðið er að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn í janúar 2008 en gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram árlega. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni og rannsóknir sem lúta að áhrifum efnahagsástandsins á stöðu innflytjenda og þá sérstaklega langtímaatvinnuleysi og verkefni sem fylgja áherslum framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: invandrare

Norge

Tilboð um framhaldsnám fyrir kennara

Frá og með næstkomandi hausti geta kennarar, sem kenna fullorðnum grunnleikni eða innflytjendum norsku, lagt stund á fjarnám við háskólann í Bergen, háskólann í Stavanger, UiS og háskólann í Vestfold, HiV. Námsleiðirnar veita 30 einingar.
Námið í norsku fyrir innflytjendur felst eingöngu í fjarnámi við háskólann í Bergen, á þann hátt er auðveldara að leggja stund á námið samhliða starfi.  Námið í grunnleikni  við UiS og HiV felst hinsvegar bæði í staðarlotum og fjarkennslu. Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Vox. Síðastnefnda leiðin er hluti af áherslu Vox á grunnleikni  í atvinnulífinu (BKA áætlunina).
Nánar: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=4852&epslanguage=NO
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Lámarksfærni í upplýsingatækni meðal innflytjenda

Meðal innflytjenda í Noregi hafa 41 prósent ekki næga færni í upplýsingatækni, á meðan hlutfallið meðal annarra íbúa er undir 27 prósentum. Skýrslan „Innflytjendur á netinu“ (Innvandrere på nett) leiðir í ljós að það er afgerandi munur á færni og beitingu upplýsingatækni.
Á meðal innflytjenda nota  9 af hverjum 10 tölvur og flestir nota Internetið daglega. Notkunin felst helst samskiptum og margir segjast nota tæknina til þess að viðhalda  samskiptum við heimaland sitt. Yfirfærsla þeirrar færni til annarra sviða upplýsingatækninnar er sjaldgæf. Margir innflytjendur eru reiðubúnir til þess að læra meira, en finnst tækifærin til þess fá.  Þeir óska sér fleiri tækifæra á vegum hins opinbera.
Skýrsluna er hægt að nálgast á: www.vox.no/upload/10780/Innvandrere_pa_nett.pdf
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Fréttasendingar fyrir fullorðna innflytjendur

Norska sjónvarpsstöðin TV2 hóf útsendingu á fréttum fyrir fullorðna innflytjendur þann 15. mars. sl. Tilboðið beinist einkum að innflytjendunum en einnig þeim norskukennurum sem kenna þessum hópi.
Útsendingarnar eru um margt líkar öðrum fréttaútsendingum en eru aðlagaðar með tilliti til tungumáls og talhraða. Útsendingarnar eru þróaðar í samstarfi við Vox.
Nánar: http://portal.tv2skole.no/vox/Sider/default.aspx
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no
Mer om: invandrare, media

Fjárframlög auka eftirspurn eftir framhaldsmenntun

Háskólinn í Álasundi hefur tilkynnt aukningu á eftirspurn eftir sí- og endurmenntun á heilbrigðissviði. Nú er hægt að leggja stund á nám í hjúkrunarfræði og hjúkrun krabbameinssjúkra án þess að þurfa að greiða há skólagjöld. Þetta námsframboð er nú ókeypis eins og önnur tilboð um sí- og endurmenntun.
Peningarnir eru frá ríkinu og eru ætlaðir til þess að efla nám á heilbrigðissviði. Þetta er færni sem er eftirspurn er eftir og skortur á um þessar mundir. Þörf fyrir hæft starfsfólk innan heilbrigðisgeirans vex. 
Nánar:
www.dagensmedisin.no/nyheter/2010/03/16/staten-betaler-flere-soker/index.xml
www.utdanning.ws/templates/udf20____23244.aspx
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no
Mer om: fortbildning

Námsnetið – einstaklings miðað nám í atvinnulífinu

Námsnetið er net fræðsluaðila um allan Noreg sem hafa valið að einbeita sér að einstaklingsmiðuðu námi, uppbótanámi og formlegri færni til þess að gera skjólstæðinga sína hæfari til þess að mæta kröfum á vinnumarkaði.

Hugmyndafræðin bak við netið tryggir fræðsluaðilunum nýjustu aðferðafræðina, samband við þá sem fást við færniþróun og rannsóknir auk þátttöku í þróunarverkefnum og samstarfs við leiðandi fræðslustofnanir í landinu. 

Nánar: www.laeringsnettverket.no/forside-1.aspx

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Sverige

Fréttir frá háskólum

Ríkisstjórnin leggur til að auðvelda nemendum að leggja stund á nám erlendis á námsstyrkjum. 

Í Svíþjóð er afar gott styrkjakerfi fyrir námsmenn en það þarf að vera í sífelldri þróun. Lagt er til að kerfið virki hvetjandi fyrir þá sem vilja leggja stund á nám erlendis og gildi einnig fyrir námsmenn sem sinna veikum börnum. 
Nánar um Frumvarp  2009/10:141; Réttlátt og virkt – breytingar á fyrirkomulagi námsstyrkja til sænska þjóðþingsins. www.regeringen.se/sb/d/12473/a/141770

Lagt til að jákvæðri mismunun við inntöku í háskólana verði hætt

Ríkisstjórnin stefnir að því, að hætt verði með vísun í lög um háskóla, að veita tækifæri til þess að taka tillit til kyns við inntöku í háskóla.
Það er brýnt að efla jafnrétti í háskólum, bæði í grunnnámi og á efri stigum námsins, en það er fráleitt að halda að vandamálið verði leyst með því að aðgreina ungar námfúsar konur frá við inntöku segir Tobias Krantz háskóla- og rannsóknaráðherra.
Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12473/a/141904

Sjálfstæði háskóla verði aukið

Ríkisstjórnin hefur með lagafrumvarpi lagt til að háskólum verði veitt aukið sjálfstæði. Þeir þurfi aukið svigrúm til athafna til þess að ná árangri í sífellt alþjóðlegra menntakerfi. Í þannig umhverfi sé nauðsynlegt að geta brugðist fljótt við.
Í frumvarpinu er lagt til að dregið verði úr miðstýringu ríkisins á fjórum megin sviðum.
- Háskólar skulu sjálfið ákveða skipulag stofnunarinnar að undanskilinni skipun stjórnar og rektors. 
- Draga á úr núverandi vægi reglugerða um ráðningu kennara. Aðeins skal kveðið á um ráðningar prófessora og lektora í háskólalögum.
- Draga á úr vægi reglugerða um námið Ákvæði um próf og viðvíkjandi réttindum nemenda auk gæða námsins verða enn samkvæmt reglugerðum. Vægi reglugerða um námsskrár, verður minnkað sem og um lokaritgerðir og einkunnir.
- Skapa ber háskólunum aukið fjárhagslegt svigrúm.
Nánar: Frumvarp 2009/10:149 Háskólar samtímans – aukið svigrúm fyrir háskóla http://regeringen.se/sb/d/12473/a/142398

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný skólalög – um þekkingu, valfrelsi og öryggi

Nýtt frumvarp til nýrra skólalaga – um þekkingu, valfrelsi og öryggi (prop. 2009/10:165) hefur verið lagt fram á sænska þjóðþinginu. Skólalögin taka yfir meginhluta skólakerfisins, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Ríkisstjórnin hefur gert fjölmargar tillögur um breytingar til þess að auka vægi þekkingar, vals og öryggis.

Í frumvarpinu felst meðal annars tillaga um hæfnikröfur til starfsmenntanámsbrauta framhaldsskólans og fimm kynningarbrautir eiga að koma í stað einstaklings námsskrár. Skerpa á kröfur til kennara, stöðu lektora verður aftur komið á, réttindi nemenda verða aukin og um leið verða heimildir skólarannsóknastofnunar til þess að refsa á að hertar.
Frumvarpið verður lagt fram á þinginu vorið 2010. Lögin eiga að taka gildi 1. júlí 2011. Lögin um  fullorðinsfræðslu eiga þó ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 2012. 

Läs mer: http://regeringen.se/sb/d/12473/a/142430

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fjárveiting til jafnréttismála innan alþýðufræðslunnar

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 7 milljónum SEK til alþýðufræðslunnar til sérstaks átaks í jafnréttismálum sem einkum á að beinast að kvenbrautryðjendum. Tvær milljónir eru sérstaklega ætlaðar konum sem tilheyra minnihlutahópum.
Fjárframlög á samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar eingöngu að veita til fáeinna tilraunaverkefna sem eru talin sérstaklega vel til þess fallin að ná til skilgreindra markhópa, t.d. vegna þess að viðkomandi aðilar hafa reynslu á því sviði. Reynslu þeirra á síðan að vera hægt að miðla til annarra aðila. 
Nánar: folkbildning.se
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Framþróun jafnréttismála

Heimastjórnin á Álandseyjum hefur sett fram markmið, áætlanir um tilteknar aðgerðir, starfsemi og verkefni sem vinna á að í sviði jafnréttismála árið 2010.

Færniþróunarverkefnum fyrir stjórnmálamenn, viðkomandi embættismenn og starfsfólk innan mismunandi geira, verður hrint í framkvæmd. Ennfremur á talnaefni að skapa grundvöll að greiningu fjárveitinga til karla og kvenna. Markmiðið er að geta tilgreint svið þar sem skiptingin uppfyllir ekki skilyrðin um jafnrétti karla og kvenna, svo unnt verði að taka ákvarðanir um endurskoðun fjárveitinga á skynsamlegum grundvelli.

Krækja til síðu heimastjórnarinnar á Álandseyjum: regeringen.ax

E-post: vivve.lindberg(ät)living.ax

NVL

Norræn ráðstefna dagana 3.-4. júní 2010.

Norræna ráðherranefndin, (NMR) og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, (NVL) bjóða, undir formennsku Dana, til norrænnar ráðstefnu um hvatningu í Kaupmannahöfn. Aðaltungumál á ráðstefnunni verða danska, norska og sænska. Allsherjarfundir verða túlkaðir á finnsku en í stöku vinnustofum verða kynningarerindi haldin á ensku. Upplýsingar um vinnustofur verða uppfærðar reglulega á www.nordvux.net

Vinsamlegast athugið að föstudaginn 4. júní gefst tækifæri til þess að sýna efni og kynna verkefni á ráðstefnunni sem lúta að þema hennar. Ef áhugi er fyrir þessu ber að skrá það um leið og skráning á ráðstefnuna fer fram á slóðinni http://digiumenterprise.com/answer/?sid=458859&chk=SFRG6B9Q.
Þátttakan og máltíðir á meðan á ráðstefnunni stendur eru ókeypis. Þátttakendur sjá sjálfir um ferðir og gistingu. Til og  með 14. apríl er hægt að bóka gistingu á hótel Scandic Copenhagen á afsláttarverði, eða 850 DKK. Ef bókað er eftir það gildir venjulegt verð. Hægt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna fram til 3. Maí 2010.

Nánari upplýsingar www.nordvux.net/page/39/norden.htm

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: motivation

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 30.3.2010

Til baka á forsíðu NVL