3/2012 NVL Frettir

 

Danmark

Virkir samfélagsþegnar eru grundvöllurinn að velferð

Er yfirskrift verkefnis sem staðið hefur yfir í meira en hálft ár. Mandag Morgen og fjöldi annarra stofnana m.a. sveitarfélög, fagfélög, háskólar og frjáls félagsamtök hæfa rætt og greint hvernig þegnarnir geta orðið virkari og hvernig hægt er að efla hlutverk þeirra í velferðarsamfélagi framtíðarinnar. Árangrinum er lýst í skýrslunni ”Den aktive borger” og einnig hefur verið unnin stutt samantekt af skýrslunni. Hægt er að hlaða báðum ritunum niður á www.mm.dk.

Stutt útgáfa: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Metnaðarfull dönsk stefna um nýsköpun

Danska ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd ferli sem á að leiða til útgáfu á fyrstu, sameinuðu og metnaðarfullu stefnunni um nýsköpun á haustdögum.

Nýja nýsköpunarstefnan á að tryggja styttri leið opinberra fjárfestinga til rannsókna, þróunar, nýsköpunar og menntunar til vaxtar og starfa í atvinnulífinu. Komið hefur verið á laggirnar þverfaglegri ráðuneytissamhæfingarnefnd og á næstu mánuðum verður hafist handa við umfangsmikla greiningu.

Hægt verður að fylgjast með starfinu á Fivu.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný lög um alþýðufræðslu með athugasemdum

Ríkisþing Dana samþykkti nokkrar breytingar á lögum um alþýðufræðslu í júní i 2011. Nú hafa lögin verið gefin út í bókaformi með viðauka með athugasemdum um einstakar greinar laganna.

Meira: Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Annmarkar á því hve vel framhaldsskólar búa nemendur undir áframhaldandi nám

Sundurlaust nám, ónóg kunnátta á móðurmáli og stærðfræði, skortur á sjálfsaga nemenda, auk takmarkaðrar þekkingar náms- og starfsráðgjafa á vinnumarkaði valda erfiðleikum í háskólanámi.

Þetta er niðurstaða matsskýrslu sem ber heitið  Färdigheter för högskolestudier efter gymnasiet som (Færni til háskólanáms að loknum menntaskóla) sem finnska ráðið um námsmat birti nýlega. 
Gagnrýnin beinist einkum að náms- og starfsráðgjöf í menntaskólum. Vandamálin tengjast meðal annars ráðgjöf við val á námskeiðum og kerfisbundna ráðgjöf um áframhaldandi nám. 
Hinsvegar telst menntaskólinn veita tilhlýðilega breiða almenna menntun og jákvæð viðhorf gagnvart áframhaldandi námi. Sjálfsöryggi þeirra sem ljúka menntaskóla hefur aukist, þeir geta unnið í hópum, geta komið fram og hafa vald á ensku.

Meira: www.edev.fi/portal/ruotsiksi/gymnasiet

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Glæða þarf samísku tungumálin

Öll þrjú samísku tungumálin sem eru töluð í Finnlandi, enaresamíska, skoltasamíska og norðursamíska eiga í hættu við að deyja út. Þetta er niðurstaða vinnuhóps sem fjallað hefur um stöðu samísku tungumálanna. Hópurinn telur að grípa þurfi til ýmissa aðgerða til þess að glæða tungumálin að nýju.

Í áætlunum vinnuhópsins felast aðgerðir til þess að takast á við meginvanda þess að vernda og þróa tungumálin, framtíðarsýn um uppsveiflu eigi síðar en 2025 auk áþreifanlegra aðgerða til þess að bæta stöðu tungumálanna. Í áætlun hópsins er einnig mat á samísku tungumálunum sem eru töluð í Finnlandi og núverandi stöðu þeirra. 

Meira: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Findikator er nú einnig á sænsku og ensku

Upplýsingaveitan Findikator birtir vísa með tölulegum upplýsingar um það sem efst er á baugi í samfélagi Finna. Þar er að finna nálægt 100 vísa sem lýsa meðal annars efnahag, heilsu, menntun, vinnumarkaði og umhverfi.

Vísarnir lýsa mismunandi fyrirbrigðum í formi tölfræði línurita, tafla og greinandi texta. Auðvelt er að afrita töflur og skýringarmyndir til notkunar. 
Hagstofan í Finnlandi og skrifstofa forsætisráðherra standa sameiginlega að upplýsingaveitunni Findikator er nú einnig til í sænskri og enskri útgáfu. Þá hefur aðgengi verið bætt og virkni síðunnar verið aukin og félagsmiðlarnir tengdir henni.

Meira www.findikator.fi/sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Kennarar með kennsluréttindi hafa aldrei verið fleiri

Aldrei áður í mælingum Hagstofunnar hefur hlutfall kennara með réttindi mælst hærra. Á árunum 1998-2008 var hlutfall réttindakennara á bilinu 80-87%. Haustið 2010 voru 92,3% kennara með kennsluréttindi og haustið 2011 eru 95,5% kennara með kennsluréttindi. Haustið 2011 voru 213 manns við kennslu án kennsluréttinda og er það mikil breyting frá haustinu 2002 þegar 931 einstaklingur án réttinda vann við kennslu í grunnskólum landsins.

Haustið 2011 eru karlar 19,9% starfsfólks við kennslu og er það í fyrsta skipti sem hlutur þeirra fer undir 20 af hundraði. Árið 1998 voru 59,1% kennara yngri en 45 ára. Haustið 2011 er þetta hlutfall komið niður í 47,5% og hefur því eldri kennurum fjölgað sem þessu nemur. Meðalaldur starfsmanna við kennslu er nú 45,3 ár.

Meira: Menntamalaraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is

Á fjórða hundrað sóttu ráðstefnu Evrópuárs um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða

Evrópusambandið tileinkar árið 2012 öldruðum; virkni á efri árum og samstöðu milli kynslóða (e. European Year for Active Ageing and Solidarity between Generations).

Íslands í verkefnum og viðburðum sem tengjast Evrópuárinu 2012 og stóðu velferðarráðuneytið, Landssamband eldri borgara og Öldrunarráð Íslands sameiginlega að ráðstefnuhaldinu.

Nánar: Velferdarraduneyti.is 

Grein um árið er í vefritinu www.dialogweb.net

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Sveigjaleg tilboð um framhaldsfræðslu efldu samstarf

Háskóli og mjólkurfyritækis vinna í sameinigu við það að auka færni á sviði mjólkurtækni á vinnustaðnum. Að loknum fyrsta fundinum var ákveðið að skapa kringumstæður til þess að öll fræðslan færi fram á vinnustað nemandans. 

Meira: Norgesuniversitetet.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Skýrsla staðfestir að helmingur Norðmanna þurfa að auka tölvufærni sína starfsins vegna

Vinnufélagarnir Line og Irene hafa aukið þekkingu sína í gegnum Áætlun um grunnleikni á vinnumarkaði í Noregi. Vox, Landsskrifstofa ævimenntunar í Noregi stýrir áætluninni og úthlutaði á síðasta ári rúmlega 90 milljónum norskra króna, eða tæplega tveimur milljörðum ISK til þess að kenna lestur, skrift, reikning og tölvufænri í norskum fyrirtækjum. 

Meira: Ranablad.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Áfram unnið að gæðum í alþýðufræðslunni

Lýðskólar og fræðslusambönd standa vel að skipulagningu og framkvæmd starfsins. Þó er þörf að að bæta mat og lýsingu á árangri gæðastarfsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænska Alþýðufræðsluráðsins.

Fræðslusambönd og lýðskólar hafa þróað tæki og ferli til þess að hægt sé að fylgjast með starfseminni og finna breytingar og frávik tímanlega. Mestur árangur hefur náðst við skipulagningu og framkvæmd, það sem varðar mat og að draga lærdóm af vinnunni þarf að efla. Það er mikilvægt til þess að tryggja gæði og gagnsemi starfseminnar.

Meira: Folkbildning.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Þátttakan er hvetjandi en allt of fáir taka þátt í námskeiðum lýðskólanna sem sérsniðin eru til þess að hvetja til frekara náms

Flestir þeirra atvinnulausu unglinga sem hafa tekið þátt í námshvatningar námskeiðum lýðskólanna halda áfram námi eða fá vinnu. En það eru allt of fáir sem sækja námskeiðin. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu frá sænska Alþýðuráðinu.

Námshvatningar námskeið lýðskólanna eru þriggja mánaða vinnumarkaðsnám sem ríkisstjórnin tók frumkvæði að og hafa verið í boði í tvö ár. Markmið námskeiðanna er að hvetja atvinnulausa unglinga sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla til þess að ljúka námi og fara í framhaldsnám. 

Meira: Folkbildning.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Jafngild framhaldsfræðsla fyrir fatlað fólk

Mismunandi fræðsluaðilar fá mismunandi stuðning til þess að bjóða upp á framhaldsfræðslu fyrir fatlaða. Fyrir fullorðna er mikilvægt að velja fræðslutilboð við hæfi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Háskólinn í Linköping gerði að beiðni Sérkennslustofnunarinnar.

Fyrir marga sem fara í greiningu og hljóta sjúkdómsgreiningu opnar framhaldsfræðsla annað tækifæri. Þar að auki verða margir fullorðnir fyrir slysum sem valda því að þeir þurfa annað tækifæri til þess að aðlagast breyttum aðstæðum.    
Til þess að kanna jafngildi framhaldsfræðslunnar gerði stofnunin könnun á árinu 2011. Háskólanum í Linköpings var falið að kanna hvort fullorðið fólk með fötlun byðust sambærileg tækifæri til menntunar og öðrum. Ef svo væri ekki, hvers vegna? Í lok skýrslunnar eru lögð fram nokkrar tillögur um úrbætur.

Meira: Spsm.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Málþing um náms- og starfsráðgjöf í Þórshöfn í Færeyjum 7. maí 2012

Ráðgjöf fyrir alla- hvar sem er, hvenær sem er! er yfirskrift málþings sem haldið verður í samstarfi sérfræðinganets NVL um náms-og starfsráðgjöf og Háskólans í Færeyjum. Málstofan verður haldin í hátíðarsal Kennaraskólans, „Frælsið 20“ í Þórshöfn mánudaginn 7. maí.
Markhópurinn er aðilar vinnumarkaðarins, vinnumiðlanir, yfirvöld (landsstjórnin, þingið, stjórnmálaflokkar og samtök sveitarfélaga) skólastjórnendur, náms- og starfsráðgjafar og fl. Á málþinginu verður sjónum beint að náms- og starfsráðgjöf í Færeyjum, meðal annars um málefni þverfaglegrar færniþróunar námsráðgjafa, hvernig hægt er að koma á námi í náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og ráðgjafar á vinnumarkaði. Á málþinginu verða bæði fluttir fyrirlestrar og unnið í vinnustofum þar sem meginmarkmiðið er að koma að þróun kerfis fyrir náms- og starfsráðgjöf á Færeyjum.
Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Vestur-Norðurlönd á 21. öldinni: Samfélag, menntun og rannsóknir, ný hlutverk í alþjóðlegu samfélagi

Þetta er yfirskrift ráðstefnu sem Sögu- og samfélagsfræðadeildin við Háskólann í Færeyjum stendur fyrir í tilefni af 25 ára afmæli deildarinnar 2012.
Meginviðfangsefnið ráðstefnunnar er framtíð samfélaga Vestur-Norðurlanda í hnattvæddum heimi og skiptist hún í tvo hluta. Í fyrstahlutanum, almenna hlutanum, sem haldinn verður í Norræna húsinu þann 24. apríl, verður fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem blasa við þjóðum Vestur-Norðurlanda í gamla danska heimsveldinu. Í síðari hlutanum og lokuðum hluta ráðstefnunnar sem haldinn verður í húsakynnum Sögu- og samfélagsdeildarinnar þann 25. apríl, verður sjónum beint að þrengra sviði áskorana og tækifæra innan rannsókna og menntunar.   
 
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagkrá á færeysku er á Setur.fo
Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

FM (Færeyjameistaramót ) 2012 skóla í frumkvöðlahætti

Frumkvöðlaháttur – sem beinist að sköpun og nýsköpun er samþættur hluti af námsskrá fyrir grunnskóla. Árangur þess frumkvæðis er Færeyjameistaramót ungra frumkvöðla í 9. og 10. bekk, með stórkostlegri úrslitakeppni sem haldin var í Norræna húsinu í Þórshöfn 1. mars 2012.

Í nýrri námsskrá fyrir grunnskólann sem gekk í gildi í ágúst 2011 er lögð mikil áhersla á frumkvöðlahátt.  Það felur í sér færni í samskiptum og sköpun sem á að glæða forvitni, áhuga og hvatningu nemendanna til þess að þroska sköpunargáfu sína. Í tengslum við það hefur fjöldi nemendahópa um allar eyjar hafist handa við nýsköpunarverkefni sem m.a.  taka yfir samstarf við fyrirtæki og fræðimenn, þau hafa tekið þátt í svokölluðum Innovation Camp og hafa keppt um þátttöku í FN- úrslitakeppninni. Það var NámX í Eysturskólanum sem bar sigur út býtum í ár.

Meira um úrslitakeppina og sigurverkefnið á: www.is.elitehost.dk/node/187, og ávarp menntamálráðherra  til ungu frumkvöðlanna í Norræna húsinu: Mmr.fo 

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Endurnýjuð menntun: BA í viðskiptamálum og þýðingum

Eftir setningu nýrra laga um tungumál er nauðsynlegt að auka kraftinn í menntun túlka úr og á grænlensku.

Hætt verður að kenna eftir núverandi námsleið túlka og þýðenda í Sisimiut í júní næstkomandi. Menntunin flyst til Ilisimatusarfik i Nuuk, þar sem boðið verður upp á nýtt nám til BA prófs í viðskiptamálum og þýðingum. Nám til BA prófs í viðskiptamálum og þýðingum tekur 3 og ½ ár eða er hálfu ári lengra en sú námsleið sem nú er í boði. Fyrsti hópurinn hefur nám í september.
Fögin sem kennd verða eru grænlenska, danska og enska. Aukafög sem tilheyra náminu eru almennur tungumálaskilningur, málvísindi, hagfræði, landafræði og menning. Verklegt nám er hluti af menntuninni.   
Að náminu loknu eru tækifæri til þess að bæta við tveggja ára viðeigandi námi til meistaraprófs ýmist í   Ilisimatusarfik eða erlendis.

Meira: Uni.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Fyrsti fundur samstarfráðherranna i Osló 2012

Palle Christiansen, sem situr í Naalakkersuisut, landsstjórninni á Grænlandi og leiðir menntun, rannsóknir og norrænt samstarf, tók þátt í opnum fundi þriðjudaginn 21. febrúar í Bókmenntahúsinu í Osló ásamt öðrum norrænum samstarfsráðherrum. Það var Norræna félagið sem stóð fyrir fundinum, þeim fyrsta í fundaröð árið 2012.

Fundarefnið var þróun norrænu velferðarríkjanna sem einnig er meginþema á formennskuári Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndinni. Rigmor Aasrud sem er samstarfsráðherra í Noregi kynnti formennskuáætlunina. Grænlenski samstarfsráðherrann lagði áherslu á  mikilvægi þess að menntun nyti forgangs í samstarfi Norðurlandanna og í löndunum öllum, til þess að undirbúa íbúana undir þær breytingar sem framundan eru.1
Han sagði: „Á Grænlandi er tekist á við verkefni sem felst í að veita öllum tækifæri til menntunar sem gerir fólk hæft til þess að sjá fyrir sér og taka virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins. Í því starfi leikur samstarf og gagnkvæmur innblástur afar mikilvægt hlutverk.“
„Frumkvæðið að forgangsverkefnum er einkum mikilvægt til þess að viðhalda kraftinum í samstarfi norrænu þjóðanna. Samstarfsráðherrarnir geta vakið máls á ýmsum verkefnum og hafist handa um leið. Á þann hátt getum við lagt okkar af mörkum við að skapa nýjar víddir í samstarfi Norðurlandanna“, sagði   Palle Christiansen, að lokum. Fyrir næsta fund á að ræða um hvaða áherslur á að leggja í norræna samstarfinu á næsta ári og tillögur um það verða lagðar fram á þingi Norðurlandaráðs í lok október.

1 ”Samarbejdsministre til offentlig møde”, nyheder fra Departementet for Uddannelse og Forskning, 27. februar 2012.

Meira: Ráðuneyti menntunar og rannsókna í heimastjórn Grænlands: HTML

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl
Mer om: dialog, demokrati

Menntun staðbundins starfólks fyrir olíupeninga

Þann 5. mars úthlutaði olíufyrirtækið Cairn Energy milljónum króna til samtals 21 verkefna, framlagið er liður af samningi við heimastjórnina. Samkvæmt samningnum ber fyrirtækinu að úthluta fé úr tveimur sjóðum, öðrum með því markmiði að styðja menntun staðbundins starfsfólks og úr hinum sjóðnum til almennra menningarviðburða og íþróttaiðkunar unglinga.

Úr menntasjóðnum hlutu 11 verkefni úthlutun að upphæð 2,5 milljónir danskra króna. Meðal þeirra sem fengu styrk er Námuvinnsluskólinn í Sisimiut, sem ráðgerir að senda 5 starfsmenn sem eiga að vinna að þróun námstilboða fyrir nemendur í Námuvinnsluskólanum á námskeið. Meðal annarra aðila sem fengu úthlutun er ARTEK tækniháskólinn og Vinnuveitendasambandið á Grænlandi. 

Meira: KNR fréttir: ”Oliepenge til uddannelse og kultur: HTML

Sermitsiaq.ag nyheder:
http://sermitsiaq.ag/node/119768

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NVL

Ráðstefna um nýsköpun dagana 4.-5. júní 2012 í Osló

Norræna ráðherranefndin (NMR) hefur sett sköpun, nýsköpun og frumkvöðlahátt á dagskrá á sviði rannsókna, menntunar og viðskipta og á formennskuári Norðmanna býður NMR til ráðstefnu um þemað dagana 4.-5.júní 2012.

Málefni eins og: „Hvernig er hægt að tryggja að allir njóti góðs af nýsköpun en ekki aðeins úrval skapandi fólks?“ „Hindranir og tækifæri – kennslufræðileg, mannúðleg, pólitísk og skipulagsleg til þess að koma á nýskapandi og sjálfbærar lausnir?“ eru gild og verða rædd á ráðstefnunni.
Ráðstefnan er skipulögð sem þverfaglegur norrænn vettvangur fyrir alla sem láta sig framhaldsfræðslu varða auk fulltrúa ráðuneyta og vinnumarkaðarins. Skipulagið býður bæði upp á andríka fyrirlestra og vinnustofur, samræður og upplifanir.

Þróun og miðlun á reynslu og tenging á milli fræða og framkvæmdar á sér stað í 8 málsþingum. Þemu þeirra eru:
Málþing 1: Nýskapandi lands- og svæðisbundnar stefnumótandi aðgerðir áhrif á skipulag og framkvæmd.
Málþing 2: Nýskapandi samstarf á milli opinberra, einkarekinna fyrirtækja og menntunar, virkni, áhrif á framkvæmd og nám.
Málþing 3: Nýskapandi námsumhverfi – áskoranir og tækifæri, færni kennara, stjórnunarhættir og fleira.
Málþing 4. Nýsköpun starfsmanna, nám á vinnustað.  
Málþing 5: Nýsköpun í uppeldisfræði, kennslufræði og  námi – að læra og nýskapandi námsferlar.
Málþing 6: Nýskapandi færniþróun, stjórnenda, veitanda og kennara.
Málþing 7: Nýsköpun, upplýsingatækni, félagsmiðlar og nám.
Málþing 8: Nýsköpun – velferðarsamfélag og sjálfbær þróun.

Norræna ráðherranefndin styrkir ráðstefnuna.

Dagskráin er uppfærð reglulega á: HTML

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

International Conference on Validation, Oslo mars 2012

Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat fór fram í Osló.

Þátttakendur frá öllum norrænu löndunum og mörgum ríkjum Evrópu skiptust á reynslu og dæmum um mat á raunfærni. Hæfir fræðimenn og reyndir lykilaðilar frá  stofnunum á borð við UNESCO og EACEA og Norðurlöndum lögðu sitt af mörkum með mikilvægum fyrirlestrum.  Í viðtali sagði Patrick Werquin: “We just don’t have the facts to back up our decisions. Some countries don’t even know how many participants their validation programs have.” Margir framsögumenn voru sammála um að þörf er fyrir frekari rannsóknir á árangri og áhrif raunfærnimats.

Hægt er að nálgast skýrslu, fyrirlestra og viðtöl á: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

DialogWeb

Virkni á efri árum

Nú er Evrópuárið um virkni á efri árum - samband og samstöðu kynslóða. Síðustu greinarnar í DialogWeb veita upplýsingar um þemaárið. Í þeim er einnig fjallað  um hvers vegna Íslendingar haldast lengi á vinnumarkaði, virka eldri borgara á Færeyjum sem sækja sér menntun hjá alþýðufræðslunni og á fræðasviðum í Stokkhólmi.

Meira um þetta á  www.dialogweb.net – og mæltu með okkur á Fésbókinni!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.3.2012

Til baka á forsíðu NVL