4/2007 NVL Frettir

 


NMR

Nýr norrænn matur

Norræna ráðherranefndin auglýsir nú eftir tillögum og umsóknum um fjárhagslega stuðning til norrænna verkefna.
Markmið áætlunarinnar Nýr norrænn matur er að þróa og efla norræn gildi matarmenningar, matargerðarlistar, hráefna, ferðaþjónustu, hönnunar, heilbrigðis- og matvælageirans. Árið 2007 leggur verkefnistjórnarhópur Nýs norræns matar áherslu á verkefni sem setja sýnileika og tengslanet á oddinn. Þemun geta verið staðbundin framleiðsla og dreifing, eldhús og matargerðarlist auk hönnunar sem tengist mat.
Frestur til að sækja um rennur út 11. maí 2007.
Meira: www.norden.org/nynordiskmad
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
NVL

Erindi og málstofur um aðferðir við raunfærnimat

Ráðstefna NVL og FA með norrænu sjónarhorni 4. maí í Reykjavík
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og NVL halda ráðstefnu um mat á raunfærni 4. maí n.k. Fyrir hádegi mun sérfræðingahópur NVL um raunfærnimat gera grein fyrir stöðunni á Norðurlöndum og segja frá verkefnum sem hafa tekist vel. Eftir hádegisverð mun Patric Werquin frá OECD fara yfir útlitið í Evrópu og Ingbjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri FA kynna tillögur Fræðslumiðstöðvar  atvinnulífsins um þróun raunfærnimats til menntamálaráðuneytisins. Að lokum verða málstofur þar sem fulltrúar úr ýmsum tilraunaverkefnum segja frá reynslu sinni af raunfærnimati á Íslandi.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Mer om: validering
NVL

Starfsmenntun á Norðurlöndum

Stýrihópur Norrænu ráðherranefndarinnar hefur falið NVL og tengslanetinu fyrir formlega fullorðinsfræðslu að gera yfirlit yfir aðgengi fullorðinna að starfsmenntun í löndunum öllum. Yfirlitið á að vera tilbúið þann 20. maí nk
E-post: Nils.Friberg(ät)Kristianstad.se
NVL

Skýrsla frá ráðstefnu um raunfærnimat

Raunfærnimat: Reynsla frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og útlitið í Evrópu - Ráðstefna í Kaupmannahöfn mars 2007
Nú er hægt að lesa ítarlega skýrslu um ráðstefnuna á heimasíðu NVL
www.nordvux.net/page/480/validationconference2007.htm
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Danmark

Markaðsáætlun fyrir Danmörku sem menntunarland liggur fyrir

Danska ríkisstjórnin hefur með samkomulagi við Jafnaðarmenn, Danska þjóðarflokkinn og Róttæka vinstriflokkinn lagt fram áætlun um markaðsherferð fyrir Danmörku. Samkvæmt áætluninni  er ráðgert að verja 412 milljónum danskra króna eða tæplega 5 milljörðum íslenskra króna á þeim fjórum árum sem áætluninni nær yfir til að markaðsetja Danmörku sem menntunarland. Liður í áætluninni er stofnun Markaðsetningarsjóðsins sem með 150 milljónum danskra króna (hátt á annan milljarð íslenskra króna) á að veita styrki til að efla stórhuga viðburði eins og ráðstefnur og fl. Þar að auki er fjármagn til þess að markaðsetja Dani sem skapandi þjóð og landið sem ferðaþjónustu- og fjárfestingaland og einnig til þess að gera útflutningshvetjandi aðgerðir nútímalegri.
Meira á heimasíðu danska fjármála- og atvinnuráðuneytisins: www.oem.dk/sw18477.asp
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

„Rannsóknasólarhringurinn“ verður dagana 27. - 28. apríl í ár

Verkefnið um Rannsóknasólarhringinn nær yfir allt landið og gerir þeim sem hafa áhuga á rannsóknum kleift að fá leigðan vísindamann til þess að koma í heimsókn og segja frá rannsóknum sínum. Þetta er árlegur viðburður sem á að vekja áhuga og skilning á aðferðum, ferlum og árangri rannsókna.
Meira: www.forskningensdoegn.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: forskning
Danmark

Kennslufræði út frá norrænu sjónarhorni við Álaborgarháskóla

Í gegnum samstarf, Stofnunar uppeldis- og kennslufræða við Álaborgarháskóla, Kennaraskólans í Álaborg, Háskólans í Gautaborg og Háskólans í Agder, Kristjánssandi í Noregi er unnið að því að þróa norræna kennslufræði. Einnig er í undirbúningi nám við samstarfsskólana fyrir þá sem vilja sinna rannsóknum um starfsþróun og á störfum - er til norræn kennslufræði? Litið verður á menntun og  viðhorf til þekkingar út frá norrænu sjónarhorni og það sama á við um kenningar og reynslu af samsbandinu á milli kennslufræða og námskenninga.
Grundvöllur norrænnar kennslufræði og afleiðingar af ólíkri nálgun við rannsóknir m.a. í því sjónarmiði að að efla og styrkja tengslanet fræðimannanna.Markmiðið með samstarfinu er að þróa og styrkja rannsóknir á sviði norrænna uppeldisfræða.
Meira: www.learning.aau.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: forskning
Finland

Áherslur í nýjum stjórnarsáttmála

Ný ríkisstjórn hefur störf. Niðurstöður náðust í samningaviðræðum um stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn í Finnlandi þann 15. apríl sl. og forsetinn tilkynnti um nýja ríkisstjórn fimmtudaginn 19. apríl. Í næstu viku mun þingið fjalla um stjórnarsáttmálann og greiða atkvæði um traust til ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt blágræna sáttmálanum er menntun og færni meðal sameiginlegra gilda. Í stjórnarsáttmálanum er staðfest að skapandi hugsun, færni og hátt menntunarstig eru forsendur fyrir velgengni Finnalands og Finna. Í annari ríkisstjórn Matti Vanhanens er Sari Sarkoma ábyrg fyrir allt er varðar stefnu í menntamálum.  
Meira:  www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2007/1904/resume.html
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Skýrsla um þróun raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA fékk það hlutverk í samningi ASÍ og SA við menntamálaráðuneytið árið 2003 að aðstoða ráðuneytið við að þróa aðferðir og tæki við mat á námi og raunfærni á Íslandi. Nýlega skilaði FA skýrslu til ráðuneytisins.
Tilgangur skýrslunnar er að gera grein fyrir stöðu mála hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í þeim hluta verkefnisins sem varðar raunfærnimat einstaklinga til styttingar náms á framhaldsskólastigi og leggja fram tillögur um hvernig hægt er að vinna áfram að því markmiði að koma upp kerfi til raunfærnimats á Íslandi.
Smelltu hér ef þú vilt fá skýrsluna með DOC-sniði.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Norge

75 ára barátta fyrir fullorðna

Þann 17. apríl sl. urðu Fullorðinsfræðslusamtökin i Noregi 75 ára

Árið 1932 stofnuðu frjáls félagasamtök með sér samband,  Samnemnda for studiearbeid. Þarfir fyrir fræðslu voru miklar. Hefja skyldi landið upp bæði sem lýðræðissamfélag og kraftmikið þekkingarþjóðfélag. Frjáls félagasamtök fundu fyrir vaxandi þörfum. Með sambandinu vildu þau styrkja hlutverk sitt við alþýðufræðslu og þekkingarmiðlun. Síðar var nafninu breytt í Fullorðinsfræðslusamtökin, Voksenopplæringsforbundet, í takt við tíðarandann. Eftir 75 ára þrotlaust starf við að auðga tækifæri fullorðinna til náms er óhætt að segja að árangurinn hefur verið mikill. En áskoranirnar sem nú blasa við eru miklar – bæði hvað varðar lýðræði og rétt einstaklinganna til þekkingar.

www.vofo.no

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Undirstöðufærni nýtur vinsælda

Samkvæmt áætlun norsku ríkisstjórnarinnar um undirstöðufærni í atvinnulífinu (Program for basiskompetanse i arbeidslivet, BKA) verður 20 milljónum norskra króna, eða 216 milljónum íslenskra, úthlutað til 70 fyrirtækja í Noregi. Peningunum verður varið til þess að veita grundvallarfræðslu í lestri, ritun, reikningi og notkun upplýsingatækni. Alls sóttu rúmlega 200 fyrirtæki um samtals 78 milljónir norskra króna til áætlunarinnar í ár.

– Umsóknum hefur fjölgað mikið síðan í fyrra og við fögnum því. Það er ekki síður athyglivert að flestir umsækjenda eru að sækja um í fyrsta skipti, segir Turid Kjølseth, framkvæmdastjóri Vox
Fjármunir til áætlunarinnar voru á fjárlögum ársins 2006. Þekkingarráðherra Noregs, Øyistein Djupedal, er sannfærður um að áætlunin hafi mikil áhrif á samfélagið.
– Áætlunin skiptir miklu máli bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin sem eru með, segir Djupedal. Hann vísar til þess að atvinnulífið einkennist af hraðri tækniþróun og aðlögun og að það hafi í för með sér sífellt meiri kröfur til vinnuveitenda.
 – Að geta lært og tileinkað sér nýja þekkingu verður æ mikilvægara. Fyrir fyrirtækin er undirstöðufærni ekki síður mikilvæg til þess að koma á breytingum og innleiða nýja tækni. Skortur á undirstöðufærni getur komið í veg fyrir nýsköpun og þróun, segir Djupedal.

Allir landshlutar

Fyrirtæki úr öllum landshlutum hafa fengið úthlutun. Flest fyrirtæki sem fá styrki eru í Hordaland (9) og Oppland (7).
Meiri hluti þeirra fyrirtækja sem fengu styrki ætla að hefja fræðslu í undirstöðufærni, þar næst er fræðsla sem sameinar lestur og ritun með tölvufærni. Upphæð styrkjanna var á bilinu 15 þúsund til 900 þúsund norskar krónur, umsóknir sem bárust voru bæði frá einyrkjum og stórum fyrirtækjasamsteypum með mörg hundruð þátttakendum í námskeiðum.  

Mikill áhugi meðal sveitarfélaganna

Flestar úthlutanir féllu til fyrirtækja innan sveitastjórnageirans (19) og í matvælaframleiðslu (10). Fast á eftir fylgdu framleiðslufyrirtæki (9) og fyrirtæki í heilbrigðis- og umönnunargeiranum (9).

Nánari upplýsingar veita
Kontaktpersoner

Turid Kjølseth, framkvæmdastjóri Vox sími + 47 23 38 13 10/93 43 93 62
netfang: turid.kjolseth(ät)vox.no
Tom Sørhus, aðstoðar framkvæmdastjór  Vox, sími 47 23 38 13 42/93 43 93 14
netfang: tom.sorhus(ät)vox.no

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: baskunskaper
Sverige

Vorfjárlög

Átak til þess að koma í veg fyrir útskúfun, Svíum er áfram um iðnnám, Starfsmenntaháskóla stofnaðir í Svíþjóð

Átak til þess að koma í veg fyrir útskúfun 

Í Svíþjóð stendur efnahagslífið í blóma, atvinnuleysi minnkar og atvinnutækifærum fjölgar. Þar er  stefnan að koma í veg fyrir útskúfun og opna þeim sem eiga í mestum erfiðleikum við að komast inn á vinnumarkaðinn tækifæri til þess að fá störf. Þetta staðfesti ráðherra atvinnumála, Sven Otto Littorin, í tilefni þess að á dögunum lagði sænska ríkisstjórnin fram vorfjárlög fyrir þingið. 

Svíum er áfram um iðnnám 

Iðnnám er einn af möguleikum framhaldsskólans til starfsmenntunar og þar á að minnsta kosti helmingur námstímans að vera úti í atvinnulífinu. Ráðning nemans verður leyfð, sagði ráðherra skólamála, Jan Björklund.

Starfsmenntaháskóla stofnaðir í Svíþjóð 

Það er nauðsynlegt að upphefja iðnmenntun í Svíþjóð vegna þess að nú vilja allir unglingar fara í háskóla. Menntamálaráðherra Svía, Lars Leijonborg, og skólamálaráðherrann, Jan Björklund, eru sammála um þetta í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um nýja úttekt um starfsmenntaháskóla sem kom út nýlega. Í starfsmenntaháskóla á öll starfsmenntun að loknu framhaldsskólastigi sem ekki er í boði við aðra háskóla að fara fram.

www.regeringen.se/sb/d/1454
www.regeringen.se/sb/d/8911

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Europa

The Grundtvig Award 2007

The European Year of Equality of Opportunities through Adult Education: Learning 4 Rs
EAEA invites applications from projects on aimed at improving and increasing learners´ equality of opportunity to the benefits and rewards of full active citizenship and critical democracy. Projects should focus on:
• Representation
• Recognition
• Regulation
• Respect
EAEA will award the prizes to the organizations or participants who present the best example of a transnational project in adult learning. The award will go to projects developed by communities, groups and individuals. Call for the Grundtvig Award 2007:
www.eaea.org/news.php?aid=13313&%20d=2007-04
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se