4/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Ný háskólamenntun í kennslufræði unglinga og fullorðinna

Í ágúst hefst innan símenntunardeildar VIA, glæný háskólamenntun í Árósum. Menntunin er einkum ætluð þeim sem hafa stutta menntun en hafa annað hvort reynslu af, eða áhuga á að kenna unglingum og fullorðnum.
Menntunin tekur eitt ár og undirbýr nemendur undir að kenna í mismunandi menntageirum eins og t.d. í starfs- og vinnumarkaðsmenntun, alþýðufræðslu, faglegum stofnunum, við þjálfun atvinnulausra, eða innan frístunda- og menningargeirans.
Markhópurinn er afar breiður, námsmenn geta verið bifvélavirki sem langar að kenna við iðnskóla, eða listamaður sem vill kenna á kvöldnámskeiðum eða eitthvað allt annað.   
Háskólamenntun í kennslufræði unglinga og fullorðinsfræðslu er sú fyrsta sinnar tegundar sem hefur að loknu matsferli hlotið viðurkenningu að lokinni þarfagreiningin og brautarlýsingu sem unnin var af VIA University College. Námið er sveigjanlegt í þeim skilningi að hægt er að velja á milli margra námsskeiða eða velja saman námskeið af öðrum sviðum eins og til dæmis stjórnun og útivist. Nánari upplýsingar um háskólamenntun i kennslufræði fullorðinna og unglinga: www2.viauc.dk/Efteruddannelse/Sider/aktiviteter.aspx?DirectionID=142
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Félagar eða samkeppnisaðilar á sviði fullorðinsfræðslu?

Stefna stjórnvalda um aukið þverfaglegt samstarf um fullorðinsfræðslu er skýr og fyrirtækin óska eftir því að hafa ákveðna leið til að skipuleggja og hrinda fræðslu í framkvæmd. En samkvæmt fyrsta mati á náms- og starfráðgjafaneti fyrir fullorðna geta ýmis vandamál skotið upp kollinum þegar afar mismunandi menning og hefðir eiga að vinna saman þvert á geira og fög. Ágreiningur getur komið upp þegar aðilar eiga að vera bæði félagar og samkeppnisaðilar, hvað varðar samstarf og hvað felst í ákveðinni leið? Meira um matið á fullorðinsfræðsluráðgjöf
www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=8521
og meira um félaga og samkeppnisaðila: www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=8522
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: vägledning

Finland

Kennsla á tveimur tungumálum ber góðan árangur í Finnlandi

Þann 24. apríl sl. varði Petri Vuorinen doktorsritgerð sína undir titlinum "Profiles of Second Language Learners in Bilingual Education: A Comparative Study of the Characteristics of Finnish and American Students" við Háskólann í Åbo (Turun Yliopisto).
Í ritgerðinni kemur fram að gott vald á móðurmálinu og stuðningur við málþroska á heimilinu auðveldar börnum og unglingum nám í öðrum tungumálum. Við kennslu í skólanum er mikilvægt að tryggja jafnvægi á milli móðurmálskennslu og erlendum tungumálum. Ef umhverfið þar að auki er hvetjandi og nemendur fá tækifæri til þess að beita tungumálinu undir eðlilegum kringumstæður, hafa þeir einstaklega góða möguleika á að ná framúrskarandi færni í tungumálum.
Í ritgerðinni var fylgst með nemendum sem fengu kennslu á tveimur tungumálum í grunnskóla og í framhaldsskóla og þeir þættir sem hafa áhrif á kennsluna kannaðir. Rannsóknin fór fram við finnsk-amerískan skóla, þar sem árangur kennslu í ensku fyrir finnskumælandi nemendur var borinn saman við kennslu í ensku fyrir ameríska nemendur með spænsku að móðurmáli.
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi
Mer om: språk

Nemendagildum fjölgað í starfsmenntaháskólunum

Menntamálaráðuneytið hefur tilkynnt að nemendagildum á námsleiðum fyrir fullorðna sem lýkur með gráðu frá starfsmenntaháskólum um verði fjölgað um eitt þúsund á árunum 2009 til 2011. Markmiðið er að bæta tækifæri þeirra sem lokið hafa háskólaprófi sem ekki leiðir til starfsréttinda til þess að bæta við sig námi. Ráðuneytið fékk tillögur um á hvaða sviðum ætti helst að fjölga plássum frá öllum starfsmenntaháskólunum í mars.
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Ríkisstjórnin í Finnlandi tilkynni að 22 miljónum evra yrði varið til atvinnuskapandi aðgerða

Þann 8. apríl s.l. tilkynnti finnska ríkisstjórnin að 22 milljónum evra yrði veitt til vinnumarkaðsúrræða. Samtals verður 12 milljónum evra veitt til vinnumarkaðsmiðstöðvanna (TE-miðstöðvanna) en 10 milljónir evra verða lagðar til hliðar í atvinnu- og viðskiptaráðuneytinu. Samkomulag náðist um framlögin í fyrstu breytingatillögum við fjárlög. Breytingarnar eru gerðar vegna aukinna erfiðleika í atvinnulífinu. Kostnaður við aðlögun breytinga á vinnumarkaði er áætlaður um sjö milljónir evra. Kostnaður við að fjölga tækifærum fullorðinna til náms eru er áætlaður tíu milljónir evra og talið er að verja þurfi um fimm milljónum til að hrinda í framkvæmd eigin viðskiptahugmyndum.  
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Nýtt Alþingi Íslendinga

Kosningarnar staðfesta það sem skoðanakannanirnar höfðu sýnt; stærstu vinstrisveiflu sögunnar. Vinstriflokkar hafa aldrei áður haft meirihluta á Alþingi. Samfylkingin og vinstri græn höfðu samanlagt 41,1% atkvæða eftir síðustu kosningar, en nú benda tölur til að fylgi flokkanna stefni í um 51,5 %. Það þýðir sömuleiðis að ríkisstjórnin, sem var minnihlutastjórn, er nú orðin meirihlutastjórn ef flokkarnir ná saman um nýjan málefnagrundvöll.
Tuttugu og sjö nýir þingmenn setjast á Alþingi eftir alþingiskosningarnar. Af 63 þingmönnum eru 27 konur eða 43%.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

Aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagsvandans

Nýlega var þessi var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar samantekt mynd af því sem stjórnvöld hafa gert til að bregðast við aðstæðum. Af vettvangi menntamálaráðuneytisins má nefna: Breytingar á reglum LÍN til að koma til móts við erfiða stöðu námsmanna. Ýmsar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn eftir námi á framhalds- og háskólastigi. Úrræðin er að finna á
http://nor.menntamalaraduneyti.is/ 
www.island.is
www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Um Menntatorg

Vefsíðan www.menntatorg.is er ein af þeim hugmyndum sem samstarfshópur um menntunarúrræði hefur náð að framkvæma síðan hann tók til starfa á haustmánuðum 2008. Við hrun íslensku bankanna þótti þegar ljóst að íslenskt samfélag myndi ganga í gegnum miklar hremmingar með meira atvinnuleysi en nokkru sinni áður og því ákvað stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) að setja af stað samstarfshóp um menntunarúrræði.  Fulltrúar ASÍ, SA, Vinnumálastofnunar, menntamálaráðuneytis, Starfsmenntaráðs, fræðsluaðila og fræðslusjóða eiga sæti í samstarfshópnum.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: utveckling

Norge

Aðilar vinnumarkaðarins mikilvægir þátttakendur í færniþróun

En meginniðurstöður rannsóknar Odd Bjørn Ures, um færniþróun á Norðurlöndunum og yfirfærslugildi til annarra landa, er að marka verði færniþróun meira sjálfstæði og taka tillit til langtíma þarfa.
Skýrslan er gefin út af rannsóknarstofnuninni Fafo og í henni er leitast við að svara tveimur höfuð spurningum:
Er stefna um færniþróun ,í þeim skilningi;  menntun og fræðsla, endur- og símenntun, hluti af því sem kallað hefur verið norræna módelið?
Hvernig er hægt að yfirfæra reynsluna af svæðisbundinni færniþróun  frá Skandinavíu til nýju aðildarlandanna að Evrópusambandinu? Skýrsluna er hægt að hala niður: www.fafo.no/pub/rapp/20107/20107.pdf
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Bókasöfnin verði miðstöð menningar- og þekkingarmiðlunar

Með nýju frumvarpi vill ríkisstjórnin efla styrk og aðlögunarhæfni bókasafnanna til þess að veita þegnunum betri þjónustu.
Efla á bókasöfnin sem opinberan vettvang menningar- og þekkingarmiðlunar. Í frumvarpinu eru margar tillögum um hvernig hægt er að tryggja að þá þróun.
Frumvarpið á norsku
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: bibliotek

Sverige

Starfsréttindanám fyrir fullorðna

Sænska skólamálastofnunin tilkynnti í byrjun apríl um úthlutun nemaplássa sem ætluð eru iðnmenntun fullorðinna. Úthlutunin er til þess að mæta auknu atvinnuleysi í sveitarfélögunum og þau sveitarfélög sem sameinuðust um umsóknir fengu úthlutað aukalega 10 prósentum af heildarfjölda úthlutananna. Samtals var úthlutað fé til 5087 nemaplássa að upphæð rúmlega 254 milljónum sænskra króna eða tæpum 4 milljörðum íslenskra króna. Úthlutuninni verður fylgt eftir og þann 15 desember á að birta upplýsingar um hvaða menntun var veitt og hvaða námskeið voru haldin auk þess sem meta hvaða árangur náðist.
Meira...
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Leikskólaátakið

Á næstu þremur árum munu 13.500 manns sem vinna í leikskólum njóta átaksverkefnis um endurmenntun þeirra sem starfa í leiksskólum, Leikskólaátaksins. Með endurmenntuninni á að bæta tækifæri barna til þess að þróa málþroska og stærðfræðiþroska með því einstaklingsmiðuðu nálgun. Stjórnendur sem eru ábyrgir fyrir kennslufræði fá einnig tækifæri til þess að mennta sig til þess að fylgja verkefninu eftir og meta áhrif þess.
www.regeringen.se/sb/d/11251/a/123706
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: fortbildning

Hækkun námsstyrkja og frítekjumarka

Félagsmálanefnd námsmanna hefur lagt til að námsstyrkir verði hækkaðir um 400 krónur í 9.086 kr. sænskar krónur á mánuði auk þess sem lagt er til að frítekjumörkin verði hækkuð í  136 þúsund sænskar á ári eða sem nemur rúmum 2 milljónum íslenskra króna. Frítekjumörkin miðast við þær tekjur sem stúdentar mega þéna án þess að réttur til námsstyrks skerðist. Einnig er lagt til að áhrifanna gæti aðeins á styrkina.
www.regeringen.se/sb/d/11249/a/123457
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Viðbótarfjárveiting uppá 10 milljarða sænskra króna til atvinnumála

Sænska ríkistjónin ætlar að verja auka 10 milljörðum króna til atvinnumála. Fénu verður varið til atvinnuskapandi aðgerða og framlaga í  atvinnuleysistryggingasjóð. Þetta kemur fram í  frumvarpi ríkistjórnarinnar sem lagt var fram hinn 15. apríl sl.
www.regeringen.se/sb/d/11680/a/124382%3E
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Europa

KEEPING ON TRACK

Upgrading the skills of older workers, migrants and women in healthcare, service and social sectors in Europe

Conference at Hotel Mövenpick, Prague 4-5 June

Keeping on track is a one year project supported by a Lifelong Learning key activity Programme action 4 and is organised by partners in 13 European countries, that is LLP National Agencies in Austria, Bulgaria, Czech Republic, Spain, Finland, Hungaria, Lithuania, Norway, Slovenia and Slovakia and the Nordic Network for Adult Learning (NVL).
The Keeping on Track conference will focus on how the European education system, European enterprises and EU´s Lifelong Learning Programme and Social Funds can help meet the future skill needs of the European labour market in order for Europe to compete successfully in a global labour market.
Read more:
www.keepingontrack.net/page/kot_conference
www.keepingontrack.net

E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

NVL

Námssendiherra NVL á leið til Brasilíu

Jan Helge Svendsen mun leggja til rödd námsmanna á ráðstefnu UNESCOS í Brasilíu í maí.
UNESCO hefur boðið fulltrúum námsmanna á stóra ráðstefnu „Living and Learning for a Viable Future: The power of adult learning“ Ráðstefnan er haldin 12. hvert ár og þátttakendur eru hvaðanæva .  Jan Helge Svendsen er fyrsti Norðmaðurinn sem hlaut verðlaun fyrir elju sína og getu  til náms þrátt fyrir lesblindu. Hann berst fyrir því bæði heima í Noregi sem og á norrænum vettvangi, að rödd þeirra sem þurft að hafa verulega fyrir því að læra heyrist og að tekið verði tillit til þeirra.
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Norræn ráðstefna um gæði í Reykjavík

Dagana 10. til 12. september verður haldin ráðgstefna um gæði í fullorðinsfræðslu.
Á laugardeginum býðst þátttakendum að fara í mismunandi skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni.
Meira...
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.4.2009

Til baka á forsíðu NVL