4/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Aðgerðir alþýðufræðslunnar fyrir menntalitla unglinga

Ýmis sambönd innan alþýðufræðslunnar hafa í samstarfi við DFS (Danska alþýðufræðslusambandið ) mótað tillögur að aðgerðum alþýðufræðslunnar fyrir menntalitla unglinga. Eftir að efnahagskreppan skall á hefur atvinnuleysi meðal ungs fólks aukist mikið og því beinast sjónir að því hvernig hægt er að hvetja unglingana til þess að halda áfram námi.

Tillögurnar eru hugsaðar sem innblástur fyrir stjórnmálamenn og opinbera aðila. Að mati menntalítilla ungmenna liggur styrkur alþýðufræðslunnar í sveigjanlegum námsleiðum þar sem þátttaka einstaklingsins í samstarfi, undir kringumstæðum sem eru í senn spennandi og ögrandi til náms, örvar persónulega hvatningu og greiðir fyrir námi. Í tillögunum felast fjölmargar aðgerðir sem gætu eflt þátt alþýðufræðslunnar í menntaferli ungmenna og bætt samhengi á milli formlegs og óformlegs náms. 

Nánar: www.dfs.dk/andretemaer/brobygning/1indledningog2resumé.aspx

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nám á nýrri námsleið í kennslufræði fyrir starfsmenntakennara hefst í ágúst

Kennarar við starfsmenntaskóla standa frammi fyrir nýjum og vandasamari áskorunum og í hnattvæðingarsamkomulaginu árið 2007 var kveðið á um að efla ætti færni kennara í kennslufræði.

Frá 15. janúar 2010 verða nýráðnir kennarar á starfsmenntabrautum og vinnumarkaðsnámskeiðum að hafa lokið námi í kennslufræðum sem jafngildir diplomanámi. Nýja námsleiðin er 60 ECTS einingar. Það svarar til eins árs náms. Námsleiðin einkennist af nánu samspili fræðilegs náms og þátttöku á vettvangi. Danska miðstöðin fyrir kennslufræði starfsmennta býður upp á námið í samstarfi VIA, University College frá ágúst 2010.

Nánar á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Mikil fjölgun umsókna í framhaldsnám

Umtalsvert fleiri umsóknir um nám fyrir kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga höfðu borist þann 15. mars sl. heldur en á síðasta ári. Þar með heldur sú jákvæða þróun, sem hófst árið 2009, áfram.  Talsvert fleiri umsækjendur sækja um undir kvóta 2 en síðasta ár. Aukninguna má fyrst og fremst þakka því að fleiri karlar sækja nú um að hefja nám. Meðal umsækjenda um flestar námsleiðir eru konur ennþá í meirihluta, en greinileg fjölgun karla er meðal t.d. um nám fyrir kennara og leikskólakennara. Hlutfall karla meðal umsækjenda um nám fyrir leikskólakennara hefur hækkað úr 23 prósentum í 28 og í kennaranám úr 37 prósentum í 43. 

Nánar: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

„Boð á framtíðina“

Færni og gæði í ríkinu árið 2020 – áskoranir og sýn

Danska miðstöðin fyrir þróun gæða og færni (SCKK), fagnaði tíu ára afmæli sínu með því að bjóða gestum til vinnudags fylltum virkni og andagift. Að loknum stuttum inngangserindum unnu þátttakendur í þematískum hópum.  

Framlag hópanna um þemað var safnað saman og gefið út í tímariti sem hægt er að lesa á heimasíðu miðstöðvarinnar: Sckk.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Starfsstartið hefur leitt til árangursríkra námsleiða

Starfsstartið með fræðslu til grundvallar starfsmenntunar hefur reynst upplýsandi, veitt góðan undirbúning og skilað miklum árangri. Námið kemur í veg fyrir að ungmenni falli frá í upphafi náms og veitir þeim tækifæri til þess að átta sig á hvaða greinar henta þeim.

Starfsstartið er einkum ætluð ungmennum sem hafa lokið grunnskóla og hafa þörf á leiðsögn og stuðningi við val á námi. Markmiðið er að lækka þröskuldinn á milli grunnámsins og starfsmenntunarinnar eða annarrar menntunar, veita yfirsýn yfir mismunandi störf og koma í veg fyrir brottfall við upphaf starfsnáms. Starfsstartið verður áfram í boði frá og með næsta hausti.

Nánar: www.oph.fi/aktuellt/nyhetsarkiv/102/
yrkesstarten_har_gett_lyckade_studievagar

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Framlög til námsávísananna aukið um sex prósent

Menntamálastofnunin hefur veitt meira en þremur milljónum evra til námsávísana ætluðum 237 stofnunum í alþýðufræðslunni. Með styrknum geta stofnanirnar lækkað eða sleppt námsskeiðsgjöldum til þess að stuðla að jafnari þátttöku í námi innan alþýðufræðslunnar.

Þeir sem njóta góðs af námsávísunum eru m.a. innflytjendur, atvinnulausir, einstaklingar með litla formlega menntun og fullorðnir sem eiga við námsörðugleika að stríða. Námsávísanir má einnig nota fyrir ellilífeyrisþega. Hluta styrksins er hægt að nota til þess að virkja markhópa sem annars ekki sækja í nám, og jafnframt til þess að mæta kostnaði við að leita uppi og veita stuðning við einstaklinga í markhópnum. 
Fjárframlög til þessara aðgerða hófust árið 2007. Stofnanirnar fá styrk sem miðast við fjölda umsókna.

Nánar: www.oph.fi/finansiering/statsunderstod/fritt_bildningsarbete

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Tillaga um endurskoðun á fjárframlögum til alþýðufræðslunnar

Grundvöllurinn að fjárveitingunum mun í framtíðinni einnig vera kerfi sem byggir á hlutfall hins opinbera af raunverulegum kostnaði. Lagt er til að fjárframlög til fræðslustarfsemi sem nýtur stuðnings frá hinu opinbera verði aukin til muna.

Tillagan er hluti af minnisblaði frá menntamálaráðuneytinu sem var undirbúið að vinnuhópi með fulltrúum alþýðufræðslunnar og ráðuneytinu. Vinnuhópurinn lagði til aukið mikilvægi alþýðu-fræðslunnar við að styrkja ævinám, auka jafnrétti og efla virka þátttöku borgaranna til grundvallar vinnunnar auk þess að tryggja næga og örugga fjármögnun á komandi árum. 

Útdráttur af tillögu vinnuhópsins á sænsku er hluti af minnisblaðinu (s. 5):
www.minedu.fi/export/sites/default/OPM/Julkaisut/2010/liitteet/tr12.pdf?lang=fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Ný lög um framhaldsfræðslu samþykkt á Alþingi

Ný lög um framhaldsfræðslu öðlast gildi 1. október 2010. Frá árinu 1996 hafa engin gildandi lög um framhaldsfræðslu eða fullorðinsfræðslu verið á Íslandi og er henni ætlað að uppfylla ákveðið skarð í löggjöf um menntakerfið.

Lögunum er ætlað að styrkja formlegan grundvöll framhaldsfræðslu hér á landi og gera hana að fimmtu grunnstoð íslensks menntakerfis. Stuðla lögin þannig að vexti almenns menntunarstigs þar sem einstaklingar með stutta formlega skólagöngu afli sér frekari menntunar. Jafnframt marka lögin lokaáfanga í heildarendurskoðun á lagaumhverfi íslensks menntakerfis sem byggist á því að veita einstaklingum tækifæri til náms alla ævi. Þannig er horft á menntakerfið sem eina heild frá leikskóla til háskóla, til framhaldsfræðslu og til óformlegrar menntunar sem fer fram utan skólakerfisins.
Skv. ákvæðum 10. gr. laganna skal starfræktur sérstakur fræðslusjóður sem stuðla  á að til staðar verði viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki. Jafnframt er það hlutverk sjóðsins að taka þátt í að skapa skilyrði fyrir því að einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri. Úthlutanir úr sjóðnum skulu í meginatriðum greinast í þrennt:
• Framlög til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald,
• Framlög til að mæta kostnaði við náms- og starfsráðgjöf,
• Styrkveitingar til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar átta manna stjórn Fræðslusjóðs til fjögurra ára í senn. Lögin voru samin í samvinnu við  Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins en þau hafa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið staðið fyrir rekstri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem nú mun víkka starfsemi sína út með aðild BSRB og opinberra vinnuveitenda að miðstöðinni.

Lögin www.althingi.is/altext/138/s/0850.html

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Breytingar á kennaranámi

Frá og með síðasta hausti var kennaramenntun breytt þannig að þeir sem hófu nám sitt þá verða að ljúka mastersprófi til þess að fá réttindi sem kennarar. Á fimmta hundrað kandídatar útskrifast úr grunnnámi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á vormánuðum2010 og óhætt er að segja að atvinnuhorfur þeirra flestra hafi gjörbreyst frá því sem var þegar þeir hófu nám á tímum þegar erfitt var að fullmanna kennarastöður.

Um það bil 1%  af félögum í Kennarasambandi Íslands hafa verið atvinnulausir að hluta eða öllu leyti í vetur og samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eru 135 atvinnulausir skráðir með kennaramenntun. Margir sem stefndu í upphafi á þriggja ára háskólanám sjá sér því vart fært að fara á vinnumarkaðinn nú og ætla sér því að ílengjast í námi í tvö ár til viðbótar. Menntavísindasvið HÍ boðar nú á vormánuðum til fimm funda  með umræðum um þróun kennaramenntunar á Íslandi.

Nánar: www.hi.is/menntavisindasvid/kennaramenntun_i_deiglu_fundarod_menntavisindasvids

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Dreifstýrð kennaramenntun

Fræðslumiðstöðvarnar í Eidsvåg og Åndalsnes munu frá og með í haust bjóða upp á nám fyrir kennara í samstarfi við Háskólann á Þelamörk Þetta bætir möguleikana á að leggja stund á nám jafnframt starfi og að sinna skyldum við fjölskylduna.

Námið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem af ýmsum ástæðum eiga ekki heimangengt til þess að leggja stund á nám við stóru háskólana. Eiga t.d. börn eða hafa af öðrum ástæðum ekki tækifæri til þess að yfirgefa heimaslóðir. Að áliti þeirra aðila, sem að náminu standa, er þar að auki gert ráð fyrir að hægt sé að vinna hlutastarf á meðan á náminu stendur, og af þeim sökum gefst frábært tækifæri fyrir þá sem eru í hlutastarfi til þess að auka við færni sína til þess að komast í fullt starf.

Nánar: www.romsdal.no/laererutdanning-i-romsdal.4771253-58893.html

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Framhaldsnám í hlutastarfi

Greina má aukna áherslu á sveigjanleg námstækifæri á háskólastigi. Háskólinn í Bergen ætlar með sérstöku átaki laða nýja hópa stúdenta til náms í skólanum.

Námsleiðirnar byggja á Internetinu og ná yfir fjölmörg mismunandi svið.  Boðið er upp á nám þar sem ákveðinnar færni er krafist, en einnig fyrir nemendur sem aðeins hafa lokið stúdentsprófi. Háskólinn býður upp á nám í tæknifræðum, kennslufræðum, heilbrigðis- og félagsfræðum, fjölmiðla- og samskiptafræðum sem og nám tengdu viðskiptum og stjórnun.

Nánar: www.hib.no/aktuelt/nyheter/2010/04/evu.asp

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Vox-spegillinn, nýjar tölur um þátttöku fullorðinna í námi

Í skýrslunni eru birtar tölur um formlega menntun, óformlega fullorðinsfræðslu sem ýmist er fjármögnuð að hluta til eða algerlega af opinberu fé.

• Hlutfall þeirra sem ljúka prófi í norsku 2 hefur hækkað um 38 prósent á árunum 2007- 2008
• Alls höfðu 6237 fullorðnir lokið námi á framhaldsskólastigi 2008
• Sex af hverjum tíu sem luku námi 2008 fengu fag- eða sveinsbréf á sviði heilbrigðis- og félagsmála.
• 56.443 fullorðnir námsmenn (31 árs og eldri) stunduðu nám við norska háskóla árið 2008. 
• 9.500 þátttakendur haf verið skráðir á námskeið í grunnleikni síðan þau hófust árið 2006. Helmingur þeirra hefur tekið þátt í námskeiði um grunnleikni í lestri og ritun, ýmist samþætt námi í tölvum og reikningi eða á námskeiðum aðeins um lestur og ritun. 45 prósent hafa tekið þátt í námskeiðum um tölvuleikni. 

Nánar: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=4839&epslanguage=NO

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Virðing fyrir starfsmenntun

Meira en helmingur allra ungmenna velur starfsmenntun. Þrátt fyrir að rannsóknir á starfsmenntun hafi lotið lægra með tilliti til rannsókna á annarskonar menntun. En nú á að beina sjónum að henni.

Það er margt sem ekki er vitað um fag- og starfsmenntun. Vísindaráðið, menntamálayfirvöld, aðilar atvinnulífsins og vísindamennirnir voru  á einu máli um það á sögulegri ráðstefnu í Osló þann 8. apríl sl. þar sem þeir komu saman og báru saman bækur sínar. Þetta var í fyrsta skipti sem þessir aðilar koma saman til þess að bera kennsl á þörf fyrir rannsóknir og fjalla um hvernig hægt sé að styrkja þetta rannsóknasvið.

Nánar: www.forskningsradet.no/no/Nyheter/Kaster_lys_over_yrkesfagene/1253954857914

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade.nff.no

Sverige

Starfsskilríki fyrir alla kennara í Svíþjóð 2012

Með frumvarpi til laga á vormánuðum leggur sænska ríkisstjórnin til að allir kennarar og leikskólakennarar fái skilríki sem staðfesti starf þeirra frá og með 1. júlí 2012

Hugmyndin er að aðeins þeir sem hafi gild skilríki fái fastráðningu við skóla. Hægt verði að öðlast skilríki á tvennan hátt, annað hvort með kennaramenntun eða með annarri akademískri menntun, starfsreynslu og eins árs námi í uppeldisfræði. Þá hefur ríkisstjórnin einnig lagt fram tillögu um nýtt kerfi leiðbeinenda og að starfsheitið lektor verði tekið upp að nýju. Áætlað er að hið nýja kerfi með starfsskilríkjum  muni kosta 250 milljónir SEK á ári.

Nánar: http://regeringen.se/sb/d/12497/a/143565

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

1500 ný nemapláss í Vestur-Gautalandi

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um að fjárframlög til Vestur-Gautalands í því skyni að skapa ný störf, vöxt og breytingar verði aukin. Ástæðurnar eru þær áskoranir sem við blasa á svæðinu.

Hluta af fjárframlögunum eða samtals 248,5 milljónir sænskra króna, að meðtöldum námsstyrkjum, á að nota til þess að fjármagna ný nemapláss í Vestur-Gautalandi á árunum 2010 – 2011. Í því felast, eins og áður hefur komið fram, á hverju ári, 1000 ný nemapláss í starfsnámi og 500 nemapláss á háskólastigi. 

Läs mer: http://regeringen.se/sb/d/12472/a/143224

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Lærlingur - brú á milli skóla og atvinnulífs

Frá og með hausti 2011 verður innan ramma starfsmenntunar hægt að fara á samning sem lærlingur í menntaskóla. Sérstakur rannsóknaraðili hefur kannað möguleikana á að fella saman ráðningu á vinnustað og nám í menntaskóla innan þess ramma. Skipan samningsbundins náms lærlinga hefur samkvæmt hefðinni verið árangursrík leið til þess að byggja brú á milli skóla og atvinnulífs.
Í skýrslunni er lagt til að tímabundið verði lagður grundvöllur að sérstakri ráðningu fyrir lærlinga í menntaskóla. Tillagan nær bæði til nemenda í menntaskólum og fullorðinna námsmanna í menntaskólanámi fyrir fullorðna.
 
Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12492/a/143324 (SOU 2010:19)
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Hvernig ber maður sig að við mat á raunfærni til eininga í námi?

Í raunfærnimatsverkefninu „Validering West“ hafa háskólarnir í Borås, Skövde og í Väst í sameiningu unnið að aðferðafræði við mat á raunfærni til eininga.

Árangurinn er drög að handbók sem ætluð er starfsfólki í háskólum og efni sem ætlað er námsmönnum sem óska eftir að gangast undir mat á raunfærni til eininga.
Að mati Mattias Danielsson, sem er stýrir verkefninu er módelið nemendamiðað, öruggt og hagkvæmt. Hægt er að beita því á öllum sviðum menntunar og fyrir alla tegundir námsmanna.

Meira um verkefnið: „Validering West“  www.hb.se/wps/portal/valideringwest

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Þau eiga að aðstoða börn við að bæta leikni sína í lestri og ritun

Við hátíðlega athöfn laugardaginn 17. apríl sl. brautskráðust 30 nemendur í lestrarráðgjöf frá Færeyska kennaraskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur hafa átt kost á að mennta sig i lestrarráðgjöf í Færeyjum.

Karolina Matras, sem rannsakar lestur og Katrin Næs, sem rannsakar tugumál sem skipulögðu námið og báru á því ábyrgð.
Verkefnin sem bíða hinn nýútskrifuðu lestrarráðgjafa felast m.a. í því að koma á lestrarráðgjöf í skólum. Í ráðgjöfinni felst þróun, samhæfing og mat á kennslu í lestri og ritun. Þar að auki eiga þeir að veita kennurum ráðgjöf um innihald, aðferðir og kennsluefni varðandi lestur og ritun, bæði fyrir einstaka nemendur og heila bekki. Lestrarráðgjafinn á einnig að vera stjórnendum skólans til aðstoðar í málefnum sem varða lestur og ritun jafnframt því að hrinda í framkvæmd nýjum lestrarherferðum í skólanum.
Meginmarkmið starfs leiðbeinandans er að fylgjast með lestrarleikni hvers barns og þörf fyrir stuðning. Með starfinu gefst tækifæri til þess að grípa inn í  lestrarörðugleika barna, greina vandamálin svo hægt sé að veita kennurum og foreldrum ráðgjöf um hvernig þeir í sameiningu geta stutt barnið til þess að efla grunnleikni sína í lestri og ritun auk þess að vinna að þroska barnsins á þessu sviði.

Nánar: www.portal.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Greinargerð um endurskoðum starfsmenntanáms

Nefndinni sem var falið að endurskoða allar starfsmenntabrautir árið 2008 hefur nú lokið störfum.

Fimmtudaginn 8. apríl sl. var Helenu Dam frá Neystabø, mennta- og menningarmálaráðherra afhent árangur af starfi nefndarinnar, skýrsla með tilheyrandi tillögum. Í nefndinni sátu fulltrúar vinnumarkaðarins, starfsmenntaskóla og menntamálaráðuneytisins. Þar að auki hefur nefndin haft sér til aðstoðar vinnuhóp með fulltrúum19 starfsgreina á vinnumarkaði, kennurum og öðrum stofnunum.
Meginmarkmiðið með starfi nefndarinnar er m.a. að tryggja að þeir sem sótt hafa starfsmenntun frá Færeyjum njóti sömu réttinda og þeir sem hafa lagt stund á sambærilegt nám í nágrannalöndunum, að gera samstarfsamninga við önnur lönd, að tryggja að þeir sem ljúka menntuninni geti haldið áfram menntun á Færeyjum eða annarsstaðar og að aðlaga starfsmenntun og skipulag hennar að ríkjandi skilyrðum.
Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á í skýrslunni er að komið verði á laggirnar vinnuhópi sem á að gera grein fyrir því hvernig hægt er að koma á kerfi fyrir mat á raunfærni í Færeyjum.

Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar og skýrsluna er að finna á:  www.yrkisdepilin.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

NVL

Norræn ráðstefna um Hvatningu 3. – 4. júní 2010 í Kaupmannahöfn

Við vekjum athygli á að þar gefst tækifæri til þess að kynna starfsemi fyrirtækja eða verkefni um hvatningu fyrir fleir en 200 þátttakendum hvaðanæva á Norðurlöndum.
Á föstudeginum 4. júní, býðst á ráðstefnunni, vettvangur til þess að koma á tengslanetum, mynda sambönd, sýna  kennsluefni samhliða vinnustofum um hvatningu. Enn eru nokkur pláss laus! Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar á slóðinni:  www.nordvux.net/object/23470/nordiskkonferensommotivation.htm
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: mobilitet

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 27.4.2010

Til baka á forsíðu NVL