5 leiðir að stafvæðingu

NVL Digital hefur lagt fram 5 tillögur um hvernig efla má stafræna þátttöku á Norðurlöndunum.

 

Stundum er rætt um stafvæðinguna eins og hún hafi þegar átt sér stað, og að við búum öll yfir stafrænni hæfni. En málið er ekki alveg svo einfalt. Nálægt þriðjungur íbúa á Norðurlöndum á stundum erfitt með að nýta sér stafræna þjónustu. Ekki er oft fjallað um stafrænu gjána í opinberri umræðu, þrátt fyrir að hún sé hindrun í átt að norrænu framtíðarsýninni um eitt samfélag fyrir alla. NVL stóð fyrir rannsóknarverkefni á árunum 2021-2022 til þess að kanna hvað stendur í vegi fyrir stafrænni þátttöku. Nú er könnuninni lokið og niðstöðunum lýst í nýrri rannsóknarskýrslu. Sérfræðingarnir hafa borið kennsl á fimm algengar hindranir og hafa lagt fram tillögur til þess að yfirstíga þær.

Í stað þess að varpa ábyrgðinni yfir á einstaklingana byggja tillögurnar á kerfislægum, félagslegum og tilfinningalegum hindrunum. NVL Digital vinnur nú að því að miðla niðurstöðunum og tekur þátt í samræðum við yfirvöld, kennara og aðra sem styðja við aukna stafræna hæfni til þess að finna sameiginlegar leiðir til árangurs.

Hér er hægt að lesa rannsóknaskýrsluna: Hlutverk símenntunar í stafrænni umbreytingu - Hard to reach citizens (diva-portal.org)

Nánar um NVL Digital hér.

Nánar um stafræna þátttöku hér