5/2006 NVL Frettir

 


NVL

NVL-ráðstefnur

Á Íslandi verður námsstefna dagana 24. og 25. ágúst um færni til framtíðar. Bakgrunnur námstefnunnar er að NVL átti frumkvæði að stofnun norræns þankabanka um færni til framtíðar. Norðurlöndin hafa góða möguleika til þess að halda forskoti sínu sem sigurvænlegt svæði á alþjóðlegum vettvangi með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Markmið þankabankans er að þróa framtíðarsýn sem á að hvetja til umræðu um færni til framtíðar. Þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum hefur verið boðið til námstefnunnar.

Midtveis-konferanse for tenketanken DEMOS

Voksenåsen, Oslo, 24.-25. august 2006. Mera info i den skandinaviska utgåvan av nyhetsbrevet.


DANMÖRK

” Realkompetencer på vej ” Raunfærni væntanleg

Um alla Evrópu er rætt um mat á raunfærni einstaklinga. Málið snýst um færnieflingu í átt að þekkingarhagkerfum, um þörfina á því að virkja sem flesta á atvinnumarkaði, jafnrétti og fullnægjandi vinnuumhverfi.
Kennaraháskólinn í Danmörku stendur fyrir ráðstefnu þann 25. október 2006 um hlutverk ráðgjafar við mat á raunfærni. Í framtíðinni á að meta fleira en formlega færni, sem við höfum vottorð upp á frá menntakerfinu og vinnan við að þróa áætlanir og aðferðir til þess að leggja mat á raunærni er komin á fullt skrið. Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk ráðgjafar í þessu sambandi.
Ráðstefnan byggist á Evrópsku rannsóknarverkefni sem kynnt verður í einum vinnuhópnum. Töluð verður danska á ráðstefnunni en hún er opin öllum Norðurlandabúum sem hafa áhuga á að taka þátt. Meira á:
www.dpu.dk/site.asp?p=6609&newside1=3925

Athyglinni beint að staðbundnum þörfum fyrir fræðslu

Í 15 nýjum svæðismiðstöðvum fyrir færni á að sníða fræðsluna eftir svæðisbundnum þörfum. Í þróunarverkefni menntamálaráðuneytisins um færnimiðstöðvar á þekkingarsvæðum hafa 15 fræðslustofnanir verið valdar meðal þeirra starfsmenntaskólar, fræðslumiðstöðvar og heilbrigðis- og félagsmálaskólum til þess að taka þátt í þróunarverkefninu sem er fjármagnað af framlagi frá
evrópskum þróunarsjóðum og eigin framlagi þeirra stofnana sem eru þátttakendur í verkefninu að upphæð samtals 80 milljóna danskra króna. Hrint verður af stað röð verkefna til þess að kanna þarfir fyrirtækja svæðunum fyrir menntun og þróa símenntun sem samkvæmt þeim. Þetta er gert til þess að hrinda af stað byggðaþróun, sem uppfyllir þarfir bæði fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. Yfirmarkmið þróunarverkefnisins er að efla samstarf svæðisbundinna fræðslustofnanna og fyrirtækja. Athyglinni beinist einkum að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Hægt er að lesa meira um þróun þessara svæðisbundu færnimiðstöðva á slóðinni:
www.uvm.dk/06/kcentre.htm?menuid=641015
Bæklingurinn ”Fullorðins- og símenntun í brennidepli” er á slóðinni:
http://pub.evm.dk/2006/kompetencecentre/


FINNLAND
Umboðsmaður minnihlutahópa Rainer Hiltunen:

Lögum um jafnrétti er ekki beitt í málum sem varða mismunun í atvinnulífinu

Lögin um jafnrétti hafa ekki haft áhrif samkvæmt væntingum sem menn höfðu hvað varðar mismunun minnihluta hópa af öðrum þjóðernum í atvinnulífinu.
- Það er í höndum yfirvalda vinnuverndar að grípa inn í ef að mismunum á sér stað í atvinnulífinu, en ekki sé hægt að merkja það að lög um jafnrétti hafi breytt neinu um stuðning þeirra við einstaklinga sem verða fyrir mismunun. Þess vegna tel ég að yfirvöld í vinnuvernd grípi á virkari hátt inn í mismunum í atvinnulífinu á þann hátt sem kveðið er á um í lögunum, segir umboðsmaður minnihlutahópa Rainer Hiltunen.
Lögin hafa sannað gildi sitt í málum sem varða mismunun í sambandi við útboði á þjónustu. Umboðsmaðurinn hefur í mörgum tilfellum sent mál til nefndarinnar um mismunun og dómum hefur fækkað.
- Það er mikilvægt að var meðvitaður um að ef undirmaður fer eftir skipun eða fyrirmælum sem hafa mismun í för með sér verður hann sjálfur sekur um mismunun segir Hiltunen. Ársskýrslan fyrir á 2005 hefur verið gefin út á finnsku, sænsku, samísku og ensku á slóðinni:
www.vahemmistovaltuutettu.fi

Ráðgjöf fyrir fullorðna

Nú liggur frammi tillaga um áætlun á þróun upplýsingaþjónustu, ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna námsmenn. Upplýsingaþjónustuna á að þróa á þann hátt að hún henti þörfum fullorðinna
og sé notendavæn. Aðgengi að leiðsögn og rágjöf skal bætt. Efla skal ráðgjöfina með því að þróa ný verkfæri og aðferðir við mat á raunfærni fullorðinna. Styrkja á mikilvægi ráðgjafarinnar, efla rannsóknir og bæta menntun þeirra sem starfa við ráðgjöf. Til þess að þetta verði unnt verður að auka samvinnu og koma á nýjum tengslanetum.
www.mol.fi/julkaisut


ISLAND

Náms- og starfsráðgjöf fyrir skammskólagengna

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins FA, var undir lok 2005 falið að framkvæma sérstakt átak til að efla starfs- og endurmenntun einstaklinga með litla formlega menntun. Liður í átakinu er að efla til muna náms- og starfsráðgjöf fyrir þennan hóp. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd var ákveðið að FA myndi gera samninga
við símenntunarmiðstöðvarnar um að þær sinni náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum. Flestar símenntunarmiðstöðvar hafa þegar undirritað samninga um verkefnið og hafið undirbúning þess.

Vinnumarkaður og brottfall

Nýlega kom út skýrsla Study on Early School Leavers sem var unnin fyrir Evrópusambandið um brottfall nema úr framhaldsskóla. Sérstaklega var skoðað hvað einkennir þau ungmenni sem hætta snemma í námi, hvernig þeim vegnar á vinnumarkaðnum og hvaða möguleika þau hafa á að snúa aftur í skóla síðar. Þá voru Evrópuþjóðir einnig bornar saman og þar kemur m.a. fram að brottfall er óvíða jafnmikið í Evrópu og á Íslandi. Þar eru Íslendingar í hópi með Spánverjum, Portúgölum og Maltverjum. Það sem þeir virðast helst eiga sameiginlegt með þessum Suður-Evrópuþjóðum er atvinnuþátttaka ungs fólks. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er opinn og sogar til sín ódýrt vinnuafl og virðist sem atvinnumöguleikar þeirra sem hafa lágmarksmenntun og hætta snemma í námi ekki síðri en þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi.
http://ec.europa.eu/education/doc/reports/doc/earlyleave.pdf


NOREGUR

BASIS! Nám fullorðinna - kringumstæður, áskoranir og ráðleggingar

Er titillinn á fyrstu skýrslunni um undirstöðuþætti fullorðinsfræðslunnar í Noregi. Vox gaf skýrsluna út um miðjan maí. Hún skiptist i fimm kafla sem einnig eru mikilvægustu verksvið stofnunarinnar:
- Rétt fullorðinna til náms á grunn- og framhaldsskólastigi
- Skráning og viðurkenning á raunfærni
- Grundvallarfærni í upplýsingatækni
- Grundvallarfærni fullorðinna í lestri, ritun og stærðfræði
- Norskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur
Í hverjum kafla skýrslunnar er yfirlit yfir starfsemi og ástandslýsing en þar að auki hluti sem ber yfirskriftina áskoranir og ráðleggingar. Þessi um það bil 60 síðna skýrsla verður um leið grunnur að yfirliti fyrir forgangsröðun á málefnum sem varða grunnfærni fullorðinna. Það er fagstjórinn Vigdís Haugerud sem sá um ritstjórn skýrslunnar. Skýrslan verður aðgengileg á næstunni bæði á heimasíðunni en einnig á pappírsformi. Fylgist með á
www.vox.no til þess að vita hvenær.

Loksins jákvæð merki til fræðslusamtakanna!

Ríkisstjórnin leggur til að framlög til fræðslusamtakanna verði hækkuð um 27 milljónir norskar krónur. Hækkunin kemur í kjölfar margra ára niðurskurð
– Fræðslusamtökin vinna mikið og verðmætt starf til þess að bæta færni í samfélaginu. Þess vegna er nauðsynlegt að breyta áherslum sem síðasta ríkisstjórn lagði, segir þekkingarráðherrann Øystein Djupedal.
Framlög til fræðslusamtaka hefur verið skorið niður í mörg ár og þau staðfesta að niðurskurðurinn hafi haft í för með sér færri kennslustundir til aðildarfélaganna og hækkun á framlagi þátttakenda. Við undirbúning á fjárlögum fyrir 2006 bað meirihluti nefndarinnar ríkisstjórnina um að huga að aðgerðum sem komi í veg fyrir óæskilega þróun á þessu sviði. Tillagan verður rædd í Stórþinginu þann 16. júní.

Margir fullorðnir á námskeiðum árið 2005, en færri en 2004

Nýjar tölum um þátttöku á námskeiðum fullorðinsfræðslu og í fjarkennsluaðila fyrir árið 2005 sem gefnar voru út nýlega af norsku hagstofunni sýna að starfsemin minnkar.
Árið 2005 voru haldin samtals 42 800 námskeið af fullorðinsfræðsluaðilum og þátttakendur voru 596 500 og námsstundirnar 1 472 000. Af þátttakendum voru 24 prósent i aldurshópnum 14-29 ára, 38 prósent i aldurshópnum 30-49 ára og jafn margir í aldurshópnum 50 ára og eldri. Konur voru 57 prósent þátttakenda.
Námskeiðum fækkar frá árinu 2004 um 9%.
Fjarkennsluaðilar (sjálfseignarstofnanir) töldu fram samtals 3 148 000 staðlaðar námsstundir árið 2005, sem er fækkun upp á 6 prósentur í samanburði við árið áður.
20 200 einstaklingar luku námskeiðum í fjarkennslu. Af þeim voru 10 500 konur og 9 700 karlar. Þátttakendur í aldurshópnum 30-49 ára voru í meirihluta eða 62 prósent þátttakenda.


SVÍÞJÓÐ

Sjö verksvið alþýðufræðslunnar

Menningarnefnd hefur fallist á tillögur ríkisstjórnarinnar um alþýðufræðslu framtíðarinnar. Í stað markhópa fyrir fræðsluna eru tilgreind sjö verksvið sem skal leggja til grundvallar ríkisstyrks til alþýðufræðslu.
Menningarnefnd og ríkisstjórnin leggja til að markmið með fjárveitingum skuli vera í þessari röð: stuðla að eflingu lýðræðis og þátttöku í samfélaginu, gera fólki kleift að hafa áhrif á aðstæður sínar, hækka menntunarstig og breikka þátttöku í menningarmálum á verksviðunum sjö. Þau skal nota sem stefnumið í stað markhópanna sem hingað til hafa verið tilgreindir: atvinnulausir, innflytjendur og hreyfihamlaðir samkvæmt ákvörðun þingsins árið 1998.
Sviðin eru eftirfarandi:
1. Sameiginlegt verðmætamat –lýðræðisleg gildi eiga að móta alþýðufræðsluna.
2. Áskorun fjölmenningarlegs samfélags – fólk með mismunandi bakgrunn komi saman.
3. Lýðfræðileg áskorun – nýjar kynslóðir á einnig að virkja.
4. Símenntun - tækifæri fullorðinna til símenntunar allt lífið.
5. Menningarstarfsemi – alþýðufræðslan á að vera aflvaki staðbundinnar og svæðisbundinnar alþýðumenningar.
6. Hreyfihamlaðir – starfsemin á að vera aðgengileg fötluðum. Lýðheilsa, sjálfbær þróun.
7. Hnattrænt réttlæti – alþýðufræðslan á að leggja sitt af mörkum til að auka þekkingu á mikilvægi breyttra gilda og lífvenja.

Stefnt að fjölgun nemaplássa fyrir nema í viðurkenndu starfsnámi um 1000

Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja fram viðbótar fjármagn til þess að fjölga stöðum fyrir nema í viðurkenndu starfsnámi enn frekar um 1000 frá árinu 2007 til vorsins 2009.

Fundargögn frá ráðstefnunni í Stokkhólmi dagana 27. og 28. mars 2006

Ýtarleg gögn frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg á heimasíðu CFL
www.cfl.se//default.asp?sid=2040


EVRÓPA

European further training course “Towards becoming a Good Adult Educator”

What are the criteria for a good adult educator in Europe today? Where and how does learning take place? How can adult educators facilitate learning; through guidance, facilitation, training or coaching?
Adult educators in Europe need to share experience, knowledge and to reflect on own practice in order to enhance the quality of adult education practice. Therefore, European adult educators are invited to participate in the further training course “Towards becoming a Good Adult Educator”.
The course is offered on two occasions: October 23 – 27, 2006 in Lithuania and November 24 – 28, 2006 in Hungary. The course is offered by a European team of trainers and can be financed by Grundtvig 3 scholarships.
Invitation and more information:
www.nordvux.net/page/38/euochovrigaeuropa.htm
nmr_is


Fyrirsagnir 2.6.2006


NVL
NVL-ráðstefnur

DEMOS-konferanse 24.-25. august 2006


DANMÖRK
” Realkompetencer på vej ” Raunfærni væntanleg

Athyglinni beint að staðbundnum þörfum fyrir fræðslu


FINNLAND
Lögum um jafnrétti er ekki beitt í málum sem varða mismunun í atvinnulífinu

Ráðgjöf fyrir fullorðna


ISLAND
Náms- og starfsráðgjöf fyrir skammskólagengna

Vinnumarkaður og brottfall


NOREGUR
BASIS! Nám fullorðinna - kringumstæður, áskoranir og ráðleggingar

Loksins jákvæð merki til fræðslusamtakanna!

Margir fullorðnir á námskeiðum árið 2005, en færri en 2004


SVÍÞJÓÐ
Sjö verksvið alþýðufræðslunnar

Stefnt að fjölgun nemaplássa fyrir nema í viðurkenndu starfsnámi um 1 000

Fundargögn frá ráðstefnunni í Stokkhólmi dagana 27. og 28. mars 2006


EVRÓPA
European further training course “Towards becoming a Good Adult Educator”