5/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Notkun prófaniðurstaða í kennslufræðilegum tilgangi og samræmdra prófa krefjast aukinnar færni kennara

Danska upplýsingamiðlunin fyrir kennslurannsóknir við DPU, við háskólann í Árósum hefur í nýlegri rannsókn sinni greint 28 ára alþjóðlega reynslu af beitingu prófa í kennslufræðilegum tilgangi.
Niðurstöðurnar sýna að kostir formlegra prófa vega ekki upp á móti þeim neikvæðu áhrifum sem beiting þeirra getur haft, einkum á nemendur með minni námsgetu. Úrslit prófanna geta hafa áhrif á hvatningu nemandans til náms og sjálfstraust bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.
Í rannsókninni er mælt með að styrkja færni kennara til þess að þróa, beita og greina kennslufræðileg próf með því að kenna kennaranemum endurgjöf og/eða villugreiningu á svörum í prófum.
Nánari upplýsingar um greininguna er að finna á síðu Danska kennaraháskólans, www.dpu.dk/site.aspx?p=6641&newsid1=8658
Nánar um Miðstöð kennslurannsókna á www.dpu.dk/clearinghouse
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: forskning

Greinilegur árangur menntunar á sviði velferðarmála

Umsóknir innan kvóta tvö bera vitni um greinilega fjölgun í framhaldsmenntun sem fellur undir menntamálaráðuneytið, fjölgunin nemur allt að 16 prósentum.
Fjölgun umsókna á einnig við um fjölmennustu greinarnar í Danmörku, hinar svokölluðu velferðarbrautir fyrir menntun leikskólakennara, kennara og hjúkrunarfræðinga. Samtals sóttu 16 prósent fleiri  um kennaramenntun, en fjölgun umsókna þeirra sem vilja verða hjúkrunarfræðingar nam átta prósentum og fimm prósenta aukning er í fjölda þeirra sem sækja um að verða leikskólakennarar. Greinilegust er fjölgunin í starfsmenntun þar sem hún nemur 37 prósentum en á sama tíma fjölgar þeim sem sækja um menntun sem leiðir til prófs með fyrstu háskólagráðu  um 12 prósent.
Margar útskýringar geta verið á þessari fjölgun, m.a. aukið atvinnuleysi í kjölfar efnahagskreppunnar sem bitnar helst á ófaglærðum sem og að ýmsum aðgerðum hefur verið hrint í framkvæmd til þess að styrkja menntunina m.a. hefur faglegt innihald verið bætt og sambandið á milli fræða og framkvæmdar verið styrkt. Flestar umsóknir um menntun sem fellur undir menntamálaráðuneytið eru um kvóta 1 en frestur til þess að sækja um samkvæmt honum er til 5. júlí og þess vegna má vænta enn frekari fjölgunar umsókna.
Meira...
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Menntamálaráðuneytið kynnir frumkvöðlamenntun

Frumkvöðlamenntunin á rætur að rekja til árangurs af frumkvöðlaherferð menntamálaráðuneytisins og felur í sér tilboð til allra kennara og leiðbeinenda sem falla undir verksvið menntamálaráðuneytisins. Markmiðið er að treysta stöðu nýsköpunar í öllum aðferðum og kennslufræði einstakra menntastofnana.  Þess vegna skipa raunverulegar æfingar mikilvægan sess í öllum fjórum áföngum námsins, sem hægt er að beita þegar ögra á og breyta kennsluferli í eigin stofnun.
Boðið verður upp á menntunina sem tilraunaverkefni á vormánuðum og þátttakendur eru starfandi á  mismunandi menntastigum. Meðal þeirra ríkir tilhlökkun til þess að láta reyna á frjóar og skapandi aðferðir. Nánari upplýsingar um frumkvöðlamenntun er að finna í frumkvöðlatímaritinu
www.e-pages.dk/uvm/5/
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Ráðið fyrir nám allt lífið verður sérfræðiráð

Koma á ráði fyrir nám allt lífið innan finnska menntamálaráðuneytisins. Verkefni ráðsins verður að fjalla um málefni sem varða samstarf á milli atvinnulífs og menntunar, forsendur náms allt lífið og þróun stefnu í fullorðinsfræðslu. Ráðið á að koma í stað fullorðinsfræðsluráðsins sem hefur starfað síðan árið 1985.
Verkefni ráðsins fyrir nám allt lífið eru víðtækari en þau sem fullorðinsfræðsluráðið áður bar ábyrgð á, og varða ekki eingöngu málefni fullorðinsfræðslu. Verkefni ráðsins fela í sér viðhorf til náms allt lífið og náms sem fer fram í atvinnulífinu, á öllum skólastigum allt frá starfsmenntun til háskólamenntunar. Vekefni ráðsins taka einnig yfir alþýðufræðslu og almenna fullorðinfræðslu. Við skipun verkefna ráðsins hefur verið tekið tillit til verkaskiptingu á milli vinnumála- menntamála og iðnaðar- og atvinnumálaráðs
Umbæturnar eru hluti gagngerrar endurskipulagningar fullorðinsfræðslu sem er liður í stjórnarsáttmala ríkisstjórnarinnar og þróunaráætlunar alþýðufræðslunnar á árunum 2009-2012.
Meira…
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Er starfsmenntanám betra veganesti út í lífið?

Sex háskólar (Háskólinn í Åbo, Akademían í Åbo, Viðskiptaháskólinn í Åbo, Starfsmenntaskólinni í Åbo, auk Starfsmenntaháskólanna Novia og Metropolia) stóðu að sameiginlegri könnun á hvernig þeim sem útskrifuðust árið 2007 hafði vegnað á vinnumarkaði.
Þeir sem höfðu útskrifast úr starfsmenntaháskóla höfðu eftir rúmt ár, að teknu tilliti til fleiri þátta, betri stöður en þeir sem útskrifuðust úr háskóla. Atvinnuleysi meðal þeirra sem útskrifuðust úr starfsmenntaháskóla var nokkrum prósentustigum lægra en þeirra sem útskrifuðust úr háskóla. Fastráðningar voru talsvert algengari meðal þeirra sem útskrifuðust úr starfsmenntaháskóla.
Sé litið til annarra þátta en þeirra sem lúta að atvinnutækifærum voru flestir þeirra sem útskrifuðust úr háskólum ánægðari með menntun sína og þann undirbúning sem hún veitti þeim undir þátttöku í vinnumarkaði. Ósamræmið vekur grunsemdir um að þeir sem útskrifuðust hafi óraunhæfar væntingar til háskólamenntunar. Hins vegar litur út fyrir að leið þeirra sem útskrifuðust frá starfsmenntaháskóla hafi verið styttri en hinna sem útskrifuðust frá háskólunum, en þeir virðast aftur á móti trúa því að fjölbreytt atvinnutækifæri bíði þeirra á næstu árum.   
http://domino.utu.fi/tiedotus/tiedotukset.nsf/n/NT000032A6.html
E-post: Ingrid.Ronnow(ät)vsy.fi

Island

Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum á Íslandi

Þann 19. maí sl. tók ný ríkisstjórn við völdum á Íslandi. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins eru vinstri menn í meirihluta, en í henni sitja fulltrúar frá Samfylkingunni og Vinstri grænna. Menntamálaráðherra er Katrín Jakobsdóttir og hún er einnig samstarfsráðherra. Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandasamstarfinu í ár og ítrekað hefur komið fram að styrkja á sambandið við Norðurlöndin.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Ný námsbraut á til meistaraprófs

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefur kynnt nýja námsbraut í málefnum innflytjenda á meistarastigi. Um er að ræða tveggja missera 45 (ECTS) eininga nám. Það verður einnig hægt að taka í fjárnámi. Námið er fjölbreytt og áhersla lögð á flesta þá þætti sem tengjast málefnum innflytjenda.  Nánari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands,  www.endurmenntun.is
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Ný lög! – Ný tækifæri?

Að loknum löngu og spennandi ferli hefur ríkisstjórnin loksins lagt fram nýtt frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu í fræðslusamböndunum.
Í lögunum gegna fræðslusambönd skýrt afmarkað hlutverki  í námi allt lífið. Í lögunum eru nokkur yfirgrípandi markmið skilgreind nákvæmlega. Meðal annars ber fræðslusamböndunum að gera öllum kleyft að hafa áhrif á eigin kringumstæður og virka til hvatningar og auðvelda aðgengi að þekkingu og leikni fyrir alla og á þann hátt mæta þörfum samfélags og atvinnulífs í sífelldum breytingum.
Markmiðin eru ekki framandi, þau hafa einnig verið áberandi í því starfi sem unnið hefur verið fram til þessa en þau hafa nú verið afmörkuð greinilega og eru bindandi fyrir bæði stjórnmálamenn og fræðslusamböndin.  Lögin eiga að taka gildi þann 1. janúar 2010.
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Þekking á krepputímum

Norska ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að þekking sé það haldreipi sem fleyti Norðmönnum í gegnum efnahagskreppuna.
Með endurskoðuðum fjárlögum sem lögð voru fram þann 15. maí, stefnir ríkistjórnin að því að fjölga nemendaplássum við háskóla. Fjárveitingarnar til fagskólanna hækka um 20 milljónir norskra króna eða sem samsvarar 400 milljónum íslenskra króna, og talið er að það nægi fyrir 400 – 450 nýjum nemaplássum. Ennfremur er lagt er til að 20 milljónum norskra króna verði varið til fullorðinsfræðslu í gegnum: Áætlun um grunnleggjandi færni á vinnumarkaði og verja á 35 milljónum eða 700 milljónum ISK til þess að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum. 
Frekari upplýsingar...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Endurmenntun kennara í fullorðinsfræðslu

Þörfin fyrir kennslu í grunnleggjandi færni er mikil. Nú fá kennararnir líka tilboð um meiri þekkingu.
Nýtt tilboð til kennara sem vilja kenna fullorðnum grundvallarfærni er í boði við Lærdómsmiðstöðina við Háskólann í Stafangri og Háskólann í Vestfold.
Vox stendur fyrir framtakinu og hefur þróað námsskrá í samstarfi við aðra fagaðila.
 – Námið tekur yfir almenna kennslufræði fyrir fullorðna en það veitir einnig dýpri innsýn í einstaka greinar sem grundvallast á færimarkmiðum sem Vox hefur skilgreint. Kennslufræði fullorðinna er ekki hluti af kennaranámi í dag svo það er mikið um tilraunir á sviðinu. Okkar markmið er að gera kennarana öruggari á sínu sviði. Aukin færni kennara á einnig sinn þátt í að tryggja gæði kennslunnar fyrir þátttakendur segir sviðsstjórinn Margrethe Marstrøm Svensrud í Vox.
Meira...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Nýr framhaldsskóli frá 2011

Samkvæmt áætlunum um endurskoðun á framhaldsskólastiginu verða gerðar fimm afgerandi breytingar á næstu árum.
• Á starfsmenntabrautunum fækkar kennslustundum í almennum fræðigreinum en þess í stað fjölgar tímum í starfsþjálfun.
• Strangari reglur verða settar um framboð staðbundinna námskeiða og sérhæfðra brauta.
• Kröfurnar sem nemendur verða að uppfylla til þess að geta innritast á bóknámsbrautir breytast. Í framtíðinni verða nemendur að hafa lokið prófum í sænsku, ensku, og stærðfræði auk níu annarra greina til þess að eiga rétt á að leggja stund á nám til stúdentsprófs. Ríkisstjórnin mun á næstunni leggja fram tillögur um kröfur sem gerðar verða til innritunar á starfsmenntabrautir.
• Tvenns konar lokaprófum verður komið á: stúdentsprófi og starfsmenntaprófi.
• Breytingar verða gerðar á skipulagi námsbrauta. Boðið verður upp á nám á húmanískri braut og hagfræðibraut að nýju. Þá verður fjölmiðlabrautin hluti af félagsfræðibraut.

Áhrifa endurskoðunarinnar mun einnig gæta í fullorðinsfræðslu og mun að hluta til einnig eiga við um nám fullorðinna á framhaldsskólastigi.
www.regeringen.se/content/1/c6/12/64/61/66728528.pdf

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

NMR

Málþing um aðlögun innflytjenda með menntun

Í tilefni af formennsku Íslendinga fyrir Norrænu ráðherranefndinni verður haldið málþing um aðlögun innflytjenda með námi. Málþingið er haldið í samstarfi menntamálaráðuneytisins og Stýrihóps ráherranefndarinnar um nám fullorðinna, á hótel Selfossi þann 9. júní nk.  Markmiðið er að ræða hvernig auðvelda má aðlögun fullorðinna innflytjenda í samfélögin á Norðurlöndunum með menntun. Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: invandrare

NVL

Pilot Study:”Nordic E-tools for Validation – a Selection”, 2009

Recognition and validation of prior learning is a priority area in Nordic co-operation. This is why the Danish National Knowledge Centre for Validation of Prior Learning was commissioned in 2008 by the NVL expert network on validation to carry out a pilot study of the electronic tools used for validation purposes.
The pilot study surveys and describes different electronic tools used in validation. The selection includes examples of e-tools developed by national authorities, committees or foundations, trade organisations, associations, NGOs, etc.
The review contains e-tools from five Nordic countries. Twelve of them are described and analysed in more detail by authors Anne-Marie Dahler-Larsen and Håkon Grunnet in their report, titled ”Nordiske e-værktøjer til Validering – et udsnit” (Nordic e-tools for validation – a selection). The authors have compiled a tabular review listing the e-tools.
More information (in Scandinavian languages).
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering

Norden

Turning Learning – Ráðstefna um nám í atvinnulífinu

1-2.10.2009, Málmeyjar háskólinn, Svíþjóð
Þekking fólks og reynsla er ekki nægilega vel nýtt á vinnustöðum í dag. Þar með förum við á mis við mikilvægt afl til þróunar sem er undirstaða efnahagsþróunar og eykur á vinnugleði fólks.
Á ráðstefnunni sem ber heitið „Turning Learning“  geturðu deilt þekkingu þinni og reynslu með öðrum og átt þátt í að þróa þekkingu á námi á vinnustöðum. 
Frestur til þess að skrá þáttöku: Hægt verður að skrá sig frá 1. apríl 2009 á heimasíðu ráðstefnunnar.
Upplýsingar veitir: Lena Nydahl, farsíma: +46 709 849973, netfang: turninglearning(ät)mah.se
www.turninglearning.se
E-post: Antra.Carlsen(ät)ky.se

Fullorðið fólk á Norðurlöndum duglegt að sækja sér menntun

Fólk á aldrinum 25 – 64 ára, sem býr á Norðurlöndunum, sækir sér mun oftar menntun en fólk sem býr annars staðar í Evrópu. Hæst var hlutfallið í Svíþjóð. Af Svíum höfðu næstum þrír af hverjum fjórum sótt sér menntun á tilteknu ári. Í Finnlandi og Noregi var hlutfallið hærra en 50 prósent.
Hlutfall íbúa á aldrinum 25 – 64 ára, sem sóttu menntun sem lauk með prófi, var hæst meðal íbúa Stóra Bretlands. Af þeim sóttu um það bil 15 prósent menntun. Í öðru sæti voru íbúar á Norðurlöndunum. Af Norðurlandabúum var hlutfall Svía hæst eða um 13 prósent, en hlutfall íbúa Finnlands og Noregs var þremur prósentum lægra. Hlutfall íbúa á Norðurlöndunum, sem eru á aldrinum 25 -64 ára og sóttu sér menntum sem ekki lauk með prófi, er greinilega hærra en hlutfall íbúa í öðrum löndum Evrópu. Staða Svía hvað þetta varðar er einstök, en af þeim lætur nærri að sjö af hverjum tíu sæki sér óformlega menntun. Í Finnlandi og Noregi sótti meira en helmingur íbúa á þessum aldri sér fræðslu. Í öðrum löndum Evrópu náðu aðeins íbúar Þýskalands og Slóveníu upp fyrir 40 prósenta markið.
Meira...
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.5.2009

Til baka á forsíðu NVL