5/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Samstarf á að efla menntun og byggðaþróun

Samstarf var meginumræðuefnið á ársfundi rektora starfsmenntaháskólanna.

Mikill vilji er innan starfsmenntaháskólanna til þess að miðla og þróa þekkingu í samstarfi við sveitarfélög, landshluta, háskóla, atvinnuvegi og atvinnulíf, með það að markmiði að bæta menntunina enn frekar með því að skipast á og þróa þekkingu. Umsækjendum um nám við starfsmenntaháskólana hefur þegar fjölgað umtalsvert. Í ræðu sinni lagði Tina Nedergaard,  menntamálaráðherra Dana, áherslu á að hugmyndir um samstarf séu í samræmi við menntaáætlun þjóðarinnar um velferðarmenntun, m.a. með átaki eins og ”Bedre og mere praksisnære uddannelser” eða ”Høj kvalitet i uddannelserne gennem en målrettet udviklingsindsats” og notkun fjárframlaga úr hnattvæðingaráætluninni. Höfuðmáli skipti að samvinnan sé rammi um raunverulegt samstarf um þróun og framboð á menntun. Byggðaþróun á jaðarsvæðum er afar brýn og þróun nægilegs framboðs á menntun er eitt af verkefnum starfsmenntaháskólanna.

Nánar á vef danska menntamálaráðuneytisins: Uvm.dk

Ræða ráðherra: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Jákvæð úttekt á menntun hjúkrunarfræðinga

Menntunin hlaut viðurkenningu árið 2009 og nú hefur danska námsmatsstofnunin í samvinnu við hóp sérfræðinga lagt mat á námið.

Menntun hjúkrunarfræðinga hentar vel til þess að veita innsýn í starfsemi sjúkrahúsanna og leiðbeinendurnir eru afar hæfir til þess að veita bæði fræðilega og verklega tilsögn. Menntunin veitir á ýmsan hátt tækifæri til þess að afla nýrrar þekkingar í námið, en fyrir margar menntastofnanir er það ögrandi verkefni að gera áætlun um hvernig unnt sé að tryggja nýrrar og mikilvægrar þekkingar sé stöðugt aflað.  

Nánar: á heimasíðu námsmatsstofnunarinnar: Eva.dk

Maria Marqurad
E-post: marq(ät)dpu.dk

Góðar hugmyndir og innblástur í starf menntunar fyrir unglinga

Danska menntamálaráðuneytið hefur nýlega gefið út blað þar sem komið er á framfæri upplýsingum og hugmyndum úr fyrirlestrum og vinnustofum á árlegri Tilrauna- og þróunarráðstefnu ráðuneytisins sem haldin var í janúar sl.

Margt var til umfjöllunar, þar á meðal, athafnir stjórnmálamana, vinna með unglinga úr jaðarhópum, sí- og endurmenntun kennara, tilhögum kerfis fyrir mentora og fl. Í blaðinu eru einnig  tillögur að hugsanlegum samstarfsaðilum í Danmörku á ýmsum sviðum.    

Sækið blaðið og lesið meira á: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

Nýsköpunar efnisskrá velferðarinnar 2010

Hvernig verður unnt að viðhalda velferðinni í framtíðinni?

Nýsköpunarráð þankabankans Mandag Morgens hefur í framhaldi af gæðaumbótum unnið að því að kanna hvernig unnt sé að efla nýsköpun í danska velferðarsamfélaginu. Markmiðið er að takmarka eftirspurn í velferðarforðann án þess að takamarka velferðartækifærin.

Sækja má efnisskrána:
http://www.mm.dk/innovationskataloget-2010
http://mandagmorgen.com/files/201003/velfaerdkatalog2010.pdf

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

Daður lýðskólanna við nasismann

Um leið og þess er minnst að 70 ár eru liðin síðan Danmörk var hertekin birtir Højskolebladet grein með yfirliti yfir tengsl lýðskóla við nasismann.

Rækilegur skammtur af andmódernisma í bland við óánægju með þingræðið og öfgafulla dýrkun á fólkinu og þjóðinni varð til þess að margir áhrifamenn innan lýðskólanna döðruðu við nasismann á fjórða áratug síðustu aldar.

Meira: Højskolebladet.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

Finland

Finnar hafa mótað áætlun um menntaútflutning

Finnska ríkisstjórnin hefur staðfest ákvörðun um leiðbeinandi áætlun um finnskan menntaútflutning. Markmiðið er að Finnland verði í fararbroddi landa í heiminum með hagkerfi sem byggir á hágæða menntun og menntakerfi. Gert er ráð fyrir að hlutfall menntunar og færni af heildarútflutningi Finna vaxi umtalsvert fram til ársins 2015.

Til þess að ná fram virku samstarfi á milli mismunandi menntaútflutningsaðila á að byggja upp fyrirtækjaklasa. Þá á einnig að skapa ramma um virkt samstarf á milli einkageirans og hins opinbera.
Áætlun um menntaútflutning er gerð í samstarfi á milli menntamálaráðuneytisins, atvinnumálráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og stofnana sem heyra undir þau. Atvinnumálaráðuneytið skipar í stýrihóp klasans. Í klasanum eiga fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu einnig sæti. 

Nánar: www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/04/Koulutusvientistrategia.html?lang=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Ungt fólk hvatt til þess að leita sér að vinnu sjálft

Stuðningur við ungt fólk til þess að koma sér í vinnu er veittur með útgáfu Sanssi-kortsins sem er ætlað vinnuveitendum og byggir á ríkisstyrk til niðurgreiðslu launa. Nýútskrifaður unglingur getur fengið Sanssi-kort á þjónustuskrifstofum vinnumálastofnunar um leið og útbúin er persónuleg áætlun um atvinnuleit fyrir viðkomandi.

Niðursveiflan í finnska hagkerfinu hefur aukið atvinnuleysi meðal ungra Finna. Í lok mars voru samtals 32.500 atvinnuleitendur undir 25 ára aldri sem er 3.500 fleiri en í mars 2009. Þar að auki er   þess vænst að atvinnuleysi meðal ungra Finna muni aukast verulega þegar skólaárinu lýkur í byrjun júní.
Til þess að bæta ástandið hefur finnska ríkisstjórnin veitt 77 milljónum evra til aðgerða sem beinast að því að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks. Í samkomulaginu sem þingið hefur samþykkt er gert ráð fyrir fjárframlögum til styrkja til þess að stofna fyrirtæki, til fræðslu fyrir þá sem vilja stofna og reka fyrirtæki og niðurgreiðslu launa. Með aukafjárveitingunni er gert ráð fyrir að veita 15.000 ungum atvinnuleitendum atvinnu eða menntun.  

Nánar: www.tem.fi/?89507_m=99059&l=sv&s=2467

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Málstofa um fyrirmyndarverkefni

Sköpun, nýsköpun, sveigjanleiki og þverfaglegt samstarf bar oft á góma þegar rætt var um einkenni fyrirmyndarverkefnanna sem kynnt voru á málstofu á hótel Nordica Hilton í Reykjavík þann 18. maí sl.
Verkefnin eru dæmi um hvernig hægt er að beita menntun og fræðslu til þess að mæta breytingum á vinnumarkaði. Málstofan er hluti af færniþróunarverkefni NVL, með það að markmiði að bera kennsl á hvað einkennir velheppnuð færniþróunarverkefni sem hrint er í framkvæmd vegna breytinga á vinnumarkaði.
Dæmin átta, sem kynnt voru á málstofunni fólu í sér verkefni sem miðuð að byggðaþróun, færniaukningu, faglegri þróun og nýbreytni á sviði háskólamenntunar. Þátttakendur komu víða að, fulltrúar Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, menntavísindasviði HÍ sem og stjórnendur símenntunarmiðstöðva voru með á staðnum og aðrir fylgdust með á vefnum. 
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrun(åt)frae.is

Mesta atvinnuleysi síðan mælingar hófust

Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009 þegar það var 7,2%. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%

Fram kemur í nýju riti Hagstofunnar, að á síðasta ári voru 180.900 á vinnumarkaði. Af þeim voru 167.800 starfandi en 13.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starfandi 75,1% og atvinnuleysi var 7,2%.
Á árunum 1991 til 2009 hélst atvinnuþátttaka nokkuð stöðug á bilinu 80,7% til 83,6%. Hlutfall starfandi var mest meðal þeirra sem höfðu lokið háskólamenntun en minnst meðal þeirra sem hafa aðeins lokið grunnmenntun.  Meiri sveiflur voru hvað varðar atvinnuþátttöku, hlutfall starfandi og atvinnuleysi hjá aldurshópnum 16–24 ára en öðrum aldurshópum á tímabilinu.
Heildarvinnutími karla hefur dregist saman úr 51,3 klukkustunum árið 1991 í 43,8 klukkustundir árið 2009 en vinnutími kvenna hefur haldist tiltölulega stöðugur í kringum 35 klukkustundir. Hlutfall kvenna í fullu starfi hefur aukist frá 1991 úr 51,6% í 63,1% árið 2009 á meðan hlutfall karla var í kringum 90%.

Nánar...

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrun(åt)frae.is

Norge

Ný þekkingarmiðstöð fyrir menntun

Þekkingarmiðstöð fyrir menntun verður komið á fót í Noregi. Stjórnmálamenn, fræðsluaðilar og aðrir hagsmunaaðilar vilja fá svar við spurningunni hvað það er sem eykur gæði í menntakerfinu.

Hinni nýju miðstöð er ætlað að leita með logandi ljósi að öllum vísindagreinum um viðfangsefnið sem birtar hafa verið bæði  í Noregi og annarsstaðar.  Vísindaráði hefur verið falið að koma miðstöðinni á laggirnar. Miðstöðin á að setja saman og miðla rannsóknum á menntasviðinu í heild sinni. Þekking sem varðar gæði menntunar í leikskólum, grunnnámi og kennaranámi er efst á verkefnalistanum.

Nánar: Forskningsradet.no

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no
Mer om: forskning

Fullorðinsfræðslunni hrósað

Okkur mun ekki takast vel með aðlögun án góðrar norskukennslu. Starf ykkar er einstaklega mikilvægt, sagði Audun Lysbakken ráðherra við tæplega 400 kennara og stjórnendur í fullorðinsfræðslu.

Ráðherra barna, jafnréttis og innflytjenda flutti opnunarræðu á árlegri tveggja daga ráðstefnu sem Vox heldur. Audun Lysbakken sagði í ávarpi sínu að góð málakunnátta væri mikilvægasti liðurinn í því að aðlögun innflytjenda heppnaðist.  Fyrir þá sem flytja til Noregs bæði til þess að þeir öðlist skilning á og verði hluti af norsku samfélagi eins til þess að þeir geti tekið virkan þátt í atvinnulífi og samfélaginu og til þess  að vera virkir i eigin lífi.

Nánar: www.utdanning.ws/templates/udf20____23697.aspx

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Norsk rammaviðmið um færni í fullorðinsfræðslu (NKR)

Norska ríkisstjórnin hefur boðið aðilum atvinnulífsins og fjölmörgum fulltrúum fræðsluaðila að taka þátt í starfshópi sem ætlað er að semja norskan færniviðmiðaramma, NKR. Markmiðið er að þróa norsk rammaviðmið sem eru í samræmi við evrópsku rammaviðmiðin EQF.

Í framtíðinni er gert ráð fyrir að allar einkunnir og skírteini  um menntun og hæfi útgefin  af opinberum yfirvöldum hafi skýra tilvísun í til EQF-kerfið. Það er evrópski viðmiðaramminn sem á að auðvelda samanburð á menntun og hæfi þvert á landamæri. Þannig á að auðvelda atvinnuleit í öðrum löndum og efla tækifæri til ævimenntunar. 

Nánar: Regjeringen.no

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade.nff.no

Sverige

Menntun fyrir kennara án réttinda

Sænska ríkisstjórnin hefur falið sjö menntastofnunum að skipuleggja nám samkvæmt lögum (2007:224) um háskólamenntun fyrir sí- og endurmenntun kennara sem ekki hafa lokið kennaraprófi. Námið á að hefjast haustið 2010.

Stofnanirnar sjö eru: Háskólinn í Gautaborg, Háskólinn í Stokkhólmi, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Linköping, Karlstadsháskóli, Háskólinn í Dölunum og Málmeyjarháskólinn.
Framkvæmd námsins er á höndum háskólans í Umeå og á að vera í samstarfi við alla forstöðumenn háskólanna. Til þess að auðvelda, og að nokkru leiti stytta námið ber háskólunum að bjóða upp á mat á raunfærni, námsráðgjöf og einstaklingsmiðað náms.

Nánar: www.regeringen.se/content/1/c6/14/51/84/3c7a3238.pdf

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Nokkuð skortir á að jafnréttis sé gætti í kennsluefni í samfélagsfræði

Athugun á kennsluefni í samfélagsfræði leiddi í ljós að nokkuð skortir á jafnréttis sé gætt, einkum í bókunum sem ætlaðar eru framhaldsskólastiginu. Að þeirri niðurstöðu kemst fyrrverandi prófessor í sögu Ann-Sofie Ohlander sem framkvæmdi könnunina fyrir Jafnréttisnefnd skólanna, DEJA.

Karlar njóta meiri athygli en konur í kennsluefni í samfélagsfræði. Það er heldur ekki sjálfgefið að hugtakið jafnrétti sé kynnt og rætt í kennslubókunum né heldur að innihaldið sé rætt út frá sjónarhóli jafnréttis þar sem það á við. Skorturinn er greinilegastur í þeim hluta námsefnisins sem fjallar um söguleg sjómarmið, en einnig á öðrum sviðum eins og fjölmiðlun og alþjóðlegs samstarfs. Það er afgerandi munur á milli bókanna sem kannaðar voru, hvaða sess umfjöllun um jafnréttissjónarmið skipar sem og á milli mismunandi kafla í bókunum. 

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12471/a/145318

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tillaga að sænskum viðmiðaramma um færni (NQF)

Sænska ríkisstjórnin hefur falið yfirvöldum starfsmenntaháskólanna að vinna að tillögum um sænskan viðmiðaramma fyrir færni og þau hafa opnað vef þar sem hægt er að fylgjast með vinnunni. Þar er einnig hægt að koma á framfæri athugasemdum við vinnuna.

Sérstakur hópur sérfræðinga hefur verið skipaður og hann hefur nú lagt fram önnur drög/tillögu. Drögin á að útfæra nánar í samstarfi við aðila atvinnulífsins, yfirvöld, fræðsluaðila og samtök námsmanna. 

Nánar: www.eqfinfo.se/aktuellt/nqf-forslag

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Mismunur auðgar – nýtt dæmasafn

Í nýútkomnu riti sænska alþýðufræðslusambandsins; Mismunur auðgar, eru dæmi um og yfirlit yfir starfsemi fræðslusamtakanna á sviði aðlögunar innflytjenda.

Í inngangsorðum er lögð áhersla á einstakt samstarfsnet fræðslusamtakanna sem sækir fyrirmynd sína beint úr viðskiptalífinu, þar sem margt fólk af erlendu bergi brotið velur að mynda sambönd. Í gegnum fræðsluverkefni og í samstarfi við sveitarfélög, vinnumiðlanir, tryggingarsjóði og félagsþjónustuna er hægt að yfirfæra aðferðir alþýðufræðslunnar til þess að leggja grundvöll að því að allir geti lifað auðugu og tilgangsríku lífi, bæði einkalífi og starfi. 

Nánar: PDF

Alþýðufræðslan hvetur til ákalls!

Alþýðufræðslusambandið – hagsmunasamtök fræðslusamtakanna – hrindir um þessar mundir í framkvæmd ákalli um umburðarlyndi og fjölmenningu. Öll góð og lýðræðisleg öfl í Svíþjóð eru hvött til þess að vera með. Það er brýnt áður en kynþáttafordómar ná að festa sig í sessi í samfélaginu. 

Nánari upplýsingar um átakið verða bráðlega birtar á vefsiðunni: www.studieforbunden.se

Färöarna

Verkakvennafélag hefur frumkvæði að þróunarvinnu

HAK, (Havnar Arbeiðskvinnufelag), sem er stéttarfélag verkakvenna í Þórshöfn sækist eftir virkum félögum, þróttmikilli starfsemi og tækifærum til þróunar fyrir félaga.

Þess vegna hefur HAK átt frumkvæði að fjölda spennandi þróunarstarfsemi sem felst í 2 stunda vinnustofum, hálfsmánaðarlega, þar sem sjónum er beint að ýmsum þemum sem félagarnir óska eftir.  Í vinnustofunum felast meðal annars fyrirlestrar, hópvinna, umræður, virknileikir og verkefni. Meðal málefna sem fjallað er um eru og tækifæri til menntunar í Færeyjum og erlendis, að láta draumana rætast, að skrifa umsóknir og undirbúa atvinnuviðtal, fjármál og streita.

Nánar á www.hak.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Færeyjar aðilar að 7. rannsóknaáætlun ESB

Hinn 12. maí, sl. samþykkti  lögþingið í Færeyjum að staðfesta samning um rannsóknir á milli ESB og Færeyja. Samkomulagið hefur í för með sér að rannsóknaaðilar og vísindamenn í Færeyjum hafa nú sama aðgang og aðrir vísindamenn í ríkjum ESB að 7. rammaáætlun um vísindi og þróun eða: The Seventh Framework Programme for Research and Development á tímabilinu frá 2007 til 2013.

Nánar: www.gransking.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Forgangsröðum á sviði mennta og rannsókna

Þrátt fyrir kreppu og niðurskurð í samfélaginu hefur Landsstjórnin ákveðið að menntun og rannsóknir skuli njóta forgangs.

Helena Dam á Neystabø, mennta- og menningarmálaráðherra, bindur vonir við að stjórnin verði sammála um þessa forgangsröðun og veiti til þess nauðsynlegum fjárframlögum eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu.  Í forgangsröðinni felast einnig framlög til sérstakrar innritunar í menntaskóla landsins þar sem umsækjendur hafa aldrei verið fleiri enn í ár. Að veita auknum fjölda umsækjenda aðgang að námi í menntaskóla er liður í aðgerðum til þess að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks.

Nánar: www.mmr.fo/Default.asp?sida=432&TidindiID=637

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

NMR

Ný framtíðarsýn í norrænu menningarsamstarfi

Þátttakendur í lista- og menningarstarfi á Norðurlöndum munu á næstunni sjá nýjar pólitískar áherslur á þessu sviði.
Ástæðan er sú að norrænu menningarmálaráðherrarnir hafa samþykkt nýja framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun fyrir menningarsamstarf 2010-2012.
Forgangsröðun verkefna mun fara fram í nánu samstarfi við norrænar lista- og menningarstofnanir en eftirfarandi málaflokkar verða í brennidepli:

· Hnattvæðing
· Börn og æskufólk
· Menningararfur
· Fjölbreytileiki
· Tungumál

Nánar: NMR.org.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: språk, kultur

Norden

Turning Learning 2010 – ráðstefna um nám í atvinnulífinu

21-22.10.2010, Malmö högskola

Ráðstefnan Turning Learning byggir á gagnvikri þátttöku og felur í sér fyrirlestra með andagift og áskorunum. Ráðstefnan byggir á tylft málstofa þar sem skipst verður á reynslu af mimunandi gerðum náms í atvinnulífinu.

Nánar: Dagatali NVL á heimasíðunni.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 25.5.2010

Til baka á forsíðu NVL