5/2012 NVL Frettir

 

Danmark

Aukin sveigjanleiki og betra samhengi í námi á háskólastigi

Í nýrri skýrslu frá danska ráðuneytinu fyrir rannsóknir, nýsköpun og háskólamenntun er greinagott yfirlit yfir æðra nám í danska menntakerfinu. Þá eru einnig lagðar fram margar tillögur um til hvaða aðgerða Menntamálaráðuneytið þarf að grípa til þess að stuðla að þróa ennþá betra samhengi í æðri menntun.

Ekki ber að seinka námi stúdenta framtíðarinnar með ónauðsynlegum hindrunum og tvímenntun.  Þess í stað eiga þeir að fá tækifæri til þess að skipuleggja nám sitt þannig að það undirbúi þá sem best undir þátttöku í atvinnulífinu. Danska ríkisstjórnin ætlar meðal annars að draga úr hindrunum á því að meta nám, þar með talið nám sem hefur farið fram erlendis, auk þess að afnema kröfu um aukafög. Þá eru í skýrslunni einnig tillögur um að  allt æðra nám í Danmörku falli undir ein og sömu lög.

Lesið skýrsluna á Fivu.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Lýðskólarnir ná góðum árangri við aðlögun

Símakönnun meðal sextán sveitarfélaga, sem samtök lýðskóla gerðu nýlega, sýna að ráðgjafar í mörgum sveitarfélaganna hafa góða reynslu af því að senda flóttafólk á lýðskóla. Þeim finnst umhverfið á lýðskólunum gjöfult.

Samstarf á milli sveitarfélaga, lýðskóla og málaskóla er árangursríkt. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að flóttafólk sem hefur farið á lýðskóla fái betri innsýn í danska menningu og þeir nái fyrr að valdi á að tjá sig á dönsku í samveru við aðra nemendur.

Meira í lýðskólaritinu: Hojskolebladet.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Yfirlit yfir þekkingu og rannsóknir í Danmörku 2010-2012

Í nýútkomnu riti frá Miðstöð færniþróunar í Danmörku er greinagott yfirlit yfir nýja þekkingu á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Í skýrslunni kemur fram að það eru afar takmörkuð ný raunþekking á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar og aðeins örfáar stofnanir sem eiga þátt í að afla þessarar þekkingar.

Meginhluti þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið, ber þess merki að hún er fyrst og fremst á sviði reynslu og mats á þróun á sviðinu. Þetta á einkum við um ráðgjöf, raunfærnimat og símenntunarmiðstöðvar. Í skýrslunni  eru krækjur í tengiliði og útgáfur þar sem hægt er að leita frekari upplýsinga rannsóknirnar sem liggja til grundvallar skýrslunni. 

Hægt er að sækja skýrsluna PDF formi

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Símenntun fyrir háskólamenntaða krefst þróunar

Þær aðferðir í finnska menntakerfinu sem beitt er við símenntun háskólamenntaðs fólks duga ekki til þess að viðhalda færni þess. Símenntunin er heldur ekki nægilega sveigjanleg til þess að uppfylla kröfur sem gerðar um menntun í nýjum sérhæfðum atvinnugreinum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu sem ber nafnið KYTKÖS og varpar ljósi á þörf fyrir að efla þurfi námstilboð fyrir þá sem hafa aflað sér mestrar sérhæfingar. KYTKÖS- verkefnið fólst í kortlagningu á alþjóðlegum líkönum til þess að bæta færni fólks með háskólamenntun, sem og að draga upp finnsk líkön fyrir sí- og endurmenntun.  

Meira á Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Nýr finnskur viðmiðarammi á að gera menntakerfið gagnsærra

Frá og með upphafi næsta árs verður nýr finnskur viðmiðarammi um menntun og hæfi tekinn í gagnið. Viðmiðaramminn nær til alls menntakerfisins og útskýrir finnska prófakerfið og bætir virknina. Viðmiðaramminn auðveldar einnig samanburð prófa jafnt innlendra sem erlendra og greiðir leið fyrir flutninga.

Í byrjun maí lagði finnska ríkisstjórnin fram frumvarp til laga um viðmiðaramma fyrir menntun og hæfi. Viðmiðaramminn byggir á evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfi  (EQF).

Meira á Minedu.fi och Oph.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Austurbrú

Þekking, þróun og þjónusta eru einkunnarorð nýrrar stofnunar á Austurlandi sem varð til þann 8 maí. Í nýju stofnuninni sameinast allar stoðstofnanir fjórðungsins þar með talin símenntunarmiðstöðin.

Fyrir tíma nýrrar stofnunar sinntu stoðstofnanir á Austurlandi hver sínu hlutverki sem ýmist tengdist atvinnu-, þróunar-, fræðslu-, ferða- eða menningarmálum. Ný stofnun sameinar öll þessi hlutverk, því fylgja samlegðaráhrif og til verður samstarfsvettvangur fyrir sveitarfélög á Austurlandi.
Ríkisstjórn Íslands fundaði á Austurlandi í tilefni stofnfundarins og ávarpaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundinn. Hún sagði að ný stofnun myndi leiða til hagræðingar, skilvirkni og auðvelda samskipti ríkis og sveitarfélaga í fjórðungnum. Um er að ræða fyrstu stofnun sinnar tegundar á Íslandi og hefur ríkisstjórnin hvatt til að hliðstæðrar sameiningar stoðstofnana í öðrum landshlutum í þeim tilgangi að auka skilvirkni og einfalda samskipti landshlutanna og ríkisvaldsins

Meira: www.stjornarrad.is/rikisstjorn/frettir/nr/459

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Styrkir til eflingar starfsmenntunar 2012-2013

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla starfsmenntun samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur.

Styrkjunum er ætlað að efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu. Vinna við styrkt verkefni skal fara fram skólaárið 2012-2013. Til úthlutunar eru 240 milljónir króna. Veittir verða styrkir til verkefna í fjórum málaflokkum er bæði ná yfir þróun starfsnámsbrauta, sérhæfðra námsframboðs og greiningu á þörf mismunandi hópa eða atvinnulífs fyrir starfsmenntun.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/6816

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Vox úthlutar 105 milljónum norskra króna til bæta grunnleikni fullorðinna á vinnumarkaði

Áfram er unnið samkvæmt áætlun um grunnleikni í atvinnulífinu (BKA) með auknum framlögum til kennslu í lestri, ritun, reikningi og tölvufærni fyrir starfsfólk fyrirtækja í opinberri og einkaeigu.  Lesið meira um hvernig hægt er að hvetja fólk til að fara á námskeið og hvernig góð námskeið eru skipulögð.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Skýrsla um ástand æðri menntunar 2012

Í skýrslu norska þekkingarráðuneytisins er að finna tölur um stöðu háskólasviðsins árið 2011, þar er litið til þróun undanfarinna ára.  Sókn í háskólamenntun eykst sífellt og stúdentum af erlendu bergi brotnu fjölgar stöðugt, fleiri ljúka doktorsnámi, og erlendir skiptinemar í norskum háskólum hefur fjölgað, eru nú nærri 6000.

Meira: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

„Tæknistökkið“ á að veita ungu fólki tækifæri til starfsþjálfunar

Sænska ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa gripið til aðgerða til þess að fleiri velji nám í verkfræði. Fjögurra mánaða launaðar ungnemastöður í fyrirtækjum eiga veita fleirum tækifæri til þess að kynnast verkfræði.

Í Svíþjóð er mikill skortur á verkfræðingum. Um langt árabil hafa of fáir sóst eftir menntun til  verkfræðings, samtímis því sem ljóst er að verkfræðingum sem fara á eftirlaun mun fjölga ört á næstu árum. Tæknistökkið er ætlað ungu fólki sem lokið hefur stúdentsprófi af náttúrufræði- eða tæknibrautum framhaldsskólanna. Það er talið eiga erindi sem ungnemar í tæknivæddum fyrirtækjum. Verknámið tekur fjóra mánuði og lærlingurinn fær laun og ráðgjöf við hæfi.

Skólaárið 2012/2013 verður hægt að sækja um 1000 stöður ungnema. Stefnt er að því að þeim fjölgi og verði 5000 á ári fram til ársins 2015.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15620/a/191048

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný námstækifæri fyrir fatlaða

Fimm starfsmenntaháskólar fá aukin fjárframlög til þess að bæta tækifæri fatlaðra til starfsmenntunar. Sænska ríkisstjórnin hefur falið yfirvöldum að hrinda í framkvæmd tilraunaverkefni með því markmiði að bæta aðgengi fatlaðra að menntun við starfsmenntaháskóla.

Verkefnið nær yfir fimm námsbrautir og tveir áragangar eiga að fá tækifæri til þess að ljúka náminu.  . Námið hefst haustin  2012 og 2013. Af fjölda mismunandi fræðsluaðila sem sýndu verkefninu áhuga hafa fimm verið valdir til þátttöku í því. Mat á umsóknunum byggði á sömu viðmiðum og kröfum og gerðar eru til annarra námsbrauta við starfsmenntaháskóla.   

Meira: Yhmyndigheten.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Sameiginlegt átak um frumkvöðla, rannsóknir og nýsköpun

Saab Dynamics, sveitarfélagið Karlskoga og háskólinn í Örebro sameinast um aðgerðir til þess að efla frumkvöðla, rannsóknir og nýsköpun. Samstarfsyfirlýsing var undirrituð við upphaf umfangsmikillar þróunarvinnu.

Á döfinni eru aðgerðir til þess koma á laggirnar og þróa fyrirtækjagarð (Karlskoga Science Park), efla rannsóknir og menntun á sviði tækni auk þess að örva vöxt og nýsköpun. Úrslitaatriði í allri þróun á svið hátækni er að til staðar sé umhverfi sem hvetur til rannsókna, menntunar og nýsköpunar í nágrenni við fyrirtæki. Haft er eftir Tomas Samuelsson, við Saab Dynamics að í átakinu við Campus Alfred Nobel í samstarfi við sveitarfélagið Karlskoga og háskólann í Örebro, felist tækifæri til þess að vera í fararbroddi við tækniþróun um leið og Saab Dynamics verður kleift að velja starfsfólk úr úrvali hámenntaðra verkfræðinga.

Meira: Oru.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Ráðherrar segja álit sitt á ráðgjöf, færniþróun og ævimenntun

Á ráðstefnu ráðgjafa í Þórshöfn þann 7. maí sl. þar sem aðalfyrirlesararnir voru úr sérfræðinganeti NVL um náms- og starfsráðgjöf héldu bæði menntamálaráðherra Bjørn Kalsø og atvinnumálaráðherra Johan Dahl erindi. Í erindum sínum beindu báðir ráðherrar athygli að náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna og ævimenntun.

Bjørn Kalsø menntamálaráðherra ræddi í sínu ávarpi um að færeyskt samfélag stæði frammi fyrir ögrandi viðfangefnum á sviði menntunar, sem gerði auknar kröfur um færni ráðgjafa. Hann lagði áherslu á að það er rík þörf fyrir að koma á laggirnar símenntun fyrir ráðgjafa á öllum sviðum. Vegna efnahagskreppunnar væri ógerlegt að setja menntun ráðgjafa í forgang á þessu ári, en að markmið menntamálaráðuneytisins sé að hefjast handa við verkefnið haustið 2013. Johan Dahl, ráðherra atvinnumála lagði einnig áherslu á mikilvægi ráðgjafar, og hann höfðaði til aðila vinnumarkaðarins og viðeigandi ráðuneyta um að sameinast um skuldbindandi samvinnu um ráðgjöf, við að koma á laggirnar kerfi raunfærnimats og færniþróunar ófaglærðra í nánustu framtíð.  Báðir ráðherrar þökkuðu námsráðgjafaneti NVL fyrir uppbyggjandi þátttöku í umræðunum á Færeyjum og til þess að koma á samstarfi um árangursríka námsráðgjöf.

Lesið ræðu  Bjørn Kalsøs á færeysku: HTML og Johan Dahls á ensku: HTML

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

NVL

Síðasta vefstofa DISTANS og Nordinfo vorið 2012

Síðasta vefstofa Distans og Nordinfo vorið 2012 verður haldin 29. maí á sama stað og tíma og áður eða kl. 13:00 CET (11:00 á Íslandi og 14:00 í Finnlandi). Þema vorsins hefur verið nýsköpun í námi og kennslu.

Þriðjudaginn 29. maí munu Barfuss Ruge og Hróbjartur Árnason eiga viðtal við Jenni Parker um bók hennar sem ber heitið Mobile Learning Toolkit,
Meira um Jenni Parker http://jenniferparker.posterous.com/

Krækja í skráningu Þátttaka er ókeypis en við biðjum þá sem óska eftir að ver með um að skrá sig.
Vefstofan fer fram á slóðinni: http://frea.emea.acrobat.com/distans Ekki er þörf á að hlaða niður hugbúnaði aðeins litlum“add on“.

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

DialogWeb

Alþýðufræðsla í fimmhundruð ára samhengi

– Rati maður einhvertíma í rannsóknum sínum inn á óplægðan akur er það líkt því að ferðast í nýsnævi og horfa á eigin spor í snjónum, segir Ove Korsgaard prófessor.

Lesið viðtal við hann í grein eftir Clara Henriksdotter á  www.dialogweb.net – og deilið á Fésinu!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 24.5.2012

Til baka á forsíðu NVL