60% Íslendinga með háskólagráðu

 

 

60 % íslendinga fá háskólagráðu

Nýlega kom út skýrsla OECD Education at a glance sem fjallar um tölfræði um menntun í aðildarríkjunum. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um menntunarstig, framlög til menntunar, þátttöku í menntun, skipulag hennar, vinnutíma kennara og laun.

Í ár­legri skýrslu OECD, Educati­on at a glance, um þróun mennta­mála í aðild­ar­ríkj­un­um kem­ur fram að miðað við nú­ver­andi fjölda braut­skrán­inga megi gera ráð fyr­ir að um 60% ungra Íslend­inga muni ljúka há­skóla­gráðu á lífs­leiðinni. 

Varðandi Íslendinga kemur fram í skýrslunni að hlut­fall þjóðarinnar sem lokið hefur námi á háskólastigi vex og er nú um 35% í aldurshópnum 24-64 ára. Fleiri konur en karlar ljúka háskólanámi. Á aldrinum 24-34 ára hafa 44% kvenna lokið háskólanámi en 28% karla árið 2012.

Hlut­fall þeirra sem út­skrif­ast hafa úr fram­halds­skóla hef­ur hækkað jafnt síðan um aldamótin og þétt í um 71% í ald­urs­hópn­um 25 til 64 ára. Sér­stak­lega hef­ur kon­um sem ljúka fram­halds­skóla fjölgað en um 80% kvenna í ald­urs­hópn­um höfðu nú lokið fram­halds­skóla­prófi, sam­an­borið við 65% í sama ald­urs­hópi um alda­mót­in.

Verði þróunin óbreytt má vænta þess að 60%  af yngri kynslóðinni ljúki háskólamenntun á lífsleiðinni. Hlutfallið er það hæsta inn­an OECD og það skýrist að hluta til vegna þess hve marg­ir stundi há­skóla­nám seinna á lífs­leiðinni.

Engu að síður er hlut­fall þeirra sem ljúka fram­halds­skóla á skil­greind­um náms­tíma lægst hér á landi. Sex árum frá inn­rit­un hafa aðeins 58% lokið fram­halds­skóla, 62% kvenna og 52% karla.

Áhugaverð skýrsla – fyrir Íslendinga og OECD hefur einnig birt skýrslur frá hinum Norðurlöndunum.

Nánar:
OECD skýrslan á íslensku >>>
Country note Iceland (enska)>>>
OECD webb - Education at a Glance 2014>>>

Ritstjór:NVL Nordvux

Nánar um: livslang læring utdanningspolitikk