60 ára þjónusta við fræðslu

 

Um þessar mundir er 60 ára afmæli Folkeuniversitetet, stærsta fræðslusambands Noregs haldið hátíðlegt og afmælisbarnið lætur engan bilbug á sér finna.
Folkeuniversitetet er afar virkur eldri borgari og býr yfir færni til aðlögunar sem dugar til að starfa fjölmörg ár enn. Þetta var staðfest á norrænni hátíðarráðstefnu á Voksenåsen i Osló.
Sem dæmi um málefni sem fjallað var um má nefna: Hvaða færni verður þörf fyrir á Norðurlöndunum í framtíðinni? Alþjóðavæðingin, áskoranir sem henni fylgja og blasa við fullorðinsfræðslu og þarfir atvinnulífsins fyrir færni í framtíðinni. Bæði framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, Sigrun Vaageng og menntamálaráðherra, Tora Aasland lýstu yfir tiltrú sinni á mikilvægi hlutverki fræðslusambanda í framsýnu þekkingarsamfélagi.
www.fu.no